Þjóðviljinn - 21.03.1991, Side 3

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Side 3
Vestræn samfélög skera sig ef til vill úr að því leyti að það er bara ættin sem tekur við barninu en ekki allt samfélagið Ung stúlka frá Zaire með hár- kollu úr grasi og men úr maís- stönglum; hið hefðbundna skart sem stúlkur bera við meyjar- vígsluna. þess að strákar fá stundum fyrstu rakvélina sína í fermingargjöf, en þegar strákur byrjar að raka sig þykir það til marks um að hann sé að verða fullorðinn. En þótt fermingin sé borin saman við manndómsvígslur má ekki gleyma því að í stað þess að vígja bam inn í fullorðinsárin er verið að vígja bam inn í eins konar millistig. Líkamlegur þroski er oft fyrir hendi en gerðar eru miklar kröfur um andlegan þroska áður en einstaklingur telst fullorðinn. Mér virðist að í okkar samfélagi sé fermingin vígsla inn í ákveðið fijálsræðistímabil, inn í ungdóms- árin. Það er ekki fyrr en með stúd- entsprófi eða útskrift úr einhvers konar réttindanámi að þessu fijáls- ræðistímabili lýkur og fólk fer að líta á sig sem fullorðna einstak- linga. Stundum hvarflar að mér að B.A. gráða eða sambærilegt há- skólapróf sé orðin manndóms- vígslan. Frjálsræðistimabilið er jafnvel enn fyrir hendi eftir að fólk hefiir gifst og eignast böm og það virðist enn vera að lengjast. I Bandaríkjunum er talað um að fólk sé tíu ár í doktorsnámi svo það er komið á fertugsaldurinn þegar það lýkur formlega námi. Fyrir fólk sem ekki fer í framhaldsnám má segja að giftingin, fyrsta barnið eða stofnun heimilis sé vigslusið- urinn inn í fullorðins árin. I þessu sambandi vil ég benda á forvitnilegt rannsóknarefni. Sú samkennd sem myndast stundum milli samstúdenta á íslandi er mjög lík samkenndinni sem myndast gjarnan milii þeirra sem ganga saman í gegnum manndómsvígslu. Hjá Masaíum í Afriku tilheyra allir sem vígðust saman ákveðnum ald- urshóp og innan hans myndast bönd sem eru jafnvel sterkari en sifjaböndin. Samstúdentar stofna oft til ævilangra vináttutengsla og hjálpa hver öðrum alla tíð. Sér- staklega á þetta við um bekkja- kerfi. I öllum samfélögum finnum við einhvers konar vígslusiði. Sumir eru mjög flóknir og fara eft- ir föstum reglum en annars staðar er þetta miklu minna mál. Hjá Inú- itum verður einstaklingur til dæm- is fullorðinn þegar hann veiðir sinn fyrsta sel. Mér fínnst ólíklegt að helgiathafnir eða vígslusiðir geti horfíð. Þó ef til vill megi færa rök fyrir því að trúarlegar helgiathafnir hafí verið á undanhaldi virðist mér að fólk leiti þá bara í annars konar athafnir. Þótt þær séu ekki kirkju- legar byggja þær samt á einhvers konar trú. Fólk skapar sér slíkar helgiathafnir, jafnvel í daglegu lífi sínu, og þær virðast veita mikið ör- yggi. Andspænis óvissu og erfíð- um ákvörðunum er leitað til ritú- alsins, farið í kirkju eða látið spá fyrir sér. Rjtúalið eða helgiathöfhin veitir mikið tilfinningarlegt öryggi. Ef til vill má líta svo á að „borg- aralegar fermingar“ séu til marks um að krakkar sem ekki eru trúaðir vilji samt ganga í gegnum ritúalið eða þá félagslega mikilvægu at- höfh sem fermingin er. Þetta hljómar líkt og galdur. Eru helgiathafnir, og þá einnig kirkjuathafnir, eins konar galdur? I kirkjuathöfninni er prestur- inn fulltrúi kirkjunnar og býr yfir þekkingu og menntun sem veldur því að fólk hefur trú á honum. Ef við tökum giftingu sem dæmi er ljóst að hjónin verða að hafa trú á prestinum. Ég man eftir að hafa rætt giftingar í tíma í mannfræði í Háskólanum. Þar var stúlka sem sagði að trúarlega skipti sig engu hvort athöfnin væri framkvæmd af borgardómara eða presti. En þegar ég spurði hvemig hún hefði gift sig kom í Ijós að það var hjá presti og ástæðan sem hún gaf upp var að hún ætlaði bara að gifta sig einu sinni á ævinni. Ég man þetta svo vel því það kom berlega í ljós hvað athöfnin sem slík skiptir alltaf miklu máli. Gifting er mikilvægur atburður í lífínu og framkvæmd hennar í samræmi við hefð helgi- siðanna eykur trúna á gildi hennar og mátt. Jafnvel þó fólk sé ekki trúað í hefðbundnum skilningi þá skiptir athöfnin máli og upplifun in hefur mikil áhrif. Allar athafnir og þá ekki síst kirkjulegar byggja á dramatík, þær eru áhrifamikill leikur. Það er engin tilviljun hve margir íslenskir leikarar em kaþ- ólskir, í kaþólskunni er svo mikið leikhús. Hver er þá helsti mismunurinn á fermingum og manndómsvígsl- um? Við manndómsvígslur em ein- staklingamir vígðir inn í allt sam- félagið og em fullgildir meðlimir. Fermingamar vígja hins vegar inn í ákveðna hópa samfélagsins og einstaklingamir em ekki fullgildir þátttakendur í þvi. En þrátt fyrir þennan mun em ýmis sameiginleg einkenni fyrir hendi. fermingar... Gefðu alvöru tæki í fermingargjöf! • Pioneer S-111 Fjarstýrð fermingarsamstæða sem slegið hefur í gegn. 100 w. hátalarar og 2x 50 w. magnari. Allt sem þarf fyrir aðeins kr. 49.572,- stgr. (án geislaspilara) U.þ.b. 20% verðlækkun frá í fyrra. • Sharp QT-CD 5 Ferðatæki með geislaspilara, útvarpi og kassettutæki. Tengjanlegt við stereosamstæðu. Verð kr. 26.055,- stgr. Sharp 14" sjónvarp 14tommu sjónvarp á hlægilegu verði. IMett og hentugt í herbergið. Verð aðeins kr. 26.675.- stgr. • Sharp, system-CD 65H Eigum fyrirliggjandi í takmörkuðu magni þessa samstæðu á mjög lágu verði, eða aðeins kr. 35.721.- stgr. Greiðslukjör og ábyrgð. Komdu við og kynnstu tækjunum af eigin raun flö PIOIXiEER The Art of Entertainment VERSLUNIN I f/f/ ut r» Hverfisgötu 103, sími: 25999 • Umboðsmenn um land allt. Síða 3 ÞJÓÐVILJINN - Fermingarblað

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.