Þjóðviljinn - 28.03.1991, Síða 4
Lárus Guðmundsson Hafnarklerkur: - Hér er allt frá hinu versta til hins besta. Ég llt á það sem eitt af mlnum
höfuðverkefnum að sjá til þess að fólki llði vel og fari svo heim í góðu formi. Mynd: gg.
Hér er allt
frá hinu
versta til
hins besta
l
Fjölmennasti söfnuður Is-
lendinga er ekki á íslandi, heldur í
Danmörku og í Skandinavíu.
Þetta er dreifður söfnuður og stór
og hefur aðeins einn sálusorgara;
séra Lárus Guðmundsson. Lárus
var áður prestur og prófastur i
Holti í Önundarfirði, en þessi lág-
vaxni guðsmaður og Sigurveig
Georgsdóttir kona hans tóku sig
upp fyrir nokkrum árum, yfirgáfu
hið sögufræga setur í Önundar-
fírði og fluttu til Kaupmanna-
haffiar. Borgarinnar sem sumir
líta enn á sem höfuðborg Islands
sökum þess hve saga hennar og
landsins er samofin.
Islendingar í Kaupmannahöfn
eiga þess mánaðarlega kost að
hlýða á íslenska messu í kirkju
heilags Páls. Þetta er vegleg
kirkja, byggð í ítölskum/róm-
verskum stíl á áttunda áratug 19.
aldar. Þangað koma stundum hátt
í tvö hundruð Islendingar að
heyra Lárus leggja út af guð-
spjöllunum, en að þessu sinni er
afar fátt í kirkjunni og kórinn er
þunnskipaður.
Messan í Pálskirkju hefur
orðið undir i samkeppninni við
pólitíska messu stjómmálamanna
af íslandi, sem eru komnir til
Kaupmannahafnar að taka þátt í
39. þingi Norðurlandaráðs. Þeir
nota tímann og efna til kosninga-
fundar meðal landa í Kaup-
mannahöfn.
- Þú færð því miður ekki rétta
mynd af safnaðarstarfinu í dag,
segir Lárus þegar hann kynnir sig
fyrir blaðamanni að lokinni
messu. Honum þykir auðsjáan-
Iega miður að þessar tvær sam-
komur skuli hafa verið haldnar
samtímis.
Mikilvægi Jónshúss
Séra Lárus og Sigurveig búa á
efstu hæð í húsi Jóns Sigurðsson-
ar við Östervoldgade 12. Það er
venja að kirkjugestir koma í Jóns-
hús og fá sér kaffi að lokinni
messu, en um þessar mundir er
húsið lokað vegna viðgerða og
breytinga. Það fer því hver til síns
heima.
- Nú þegar húsið er lokað
skilur fólk þetur en ella hve miklu
hlutverki það gegnir fyrir íslend-
ingana hér í Kaupmannahöfn og
allt þeirra félagsstarf, segir Lárus
og strýkur hárbroddana á höfði
sér.
Láms er sendiráðsprestur og
nýtur diplómatiskra réttinda.
Hann þjónar fólki á ansi stóm
svæði, en nær alls ekki að komast
yfir allt það svæði sem í raun til-
heyrir sókn hans. Hann messar
mánaðarlega í Kaupmannahöfn,
en ferðast einnig til annarra Is-
lendingabyggða í Danmörku, í
Noregi og Svíþjóð. Hann messar
árlega í Noregi, en þeir sem búa í
Suður-Svíþjóð njóta krafta hans
mun oftar. Nú ferðast hann til
dæmis vikulega til Málmeyjar að
búa böm undir fermingu.
Mikill erill
- Þetta starf mitt hér er mjög
ólíkt því sem var í Holti. Hér er
erillinn mjög mikill og vandamál-
in mun íjölskrúðugri en almennt
gerist hjá prestum á íslandi, hvað
þá í Önundarfirði, segir Láms.
Hann kom í Holt nýútskrifað-
ur úr guðffæði árið 1963, en árið
1989 fékk hann námsleyfi og fór
til Kaupmannahafnar. Um það
leyti losnaði staða sendiráðs-
prests, Láms sótti um og hlaut
hnossið.
Starfinu fylgir íbúð í Jóns-
húsi, mikill erill, geistlegur og
veraldlegur, og gríðarlegur gesta-
gangur. Það má segja að Sigur-
veig sé í fullu starfi sem hjálpar-
hella Lámsar, án þess þó að fá
laun fyrir annað en þakklæti.
- Það væri vonlaust fyrir mig
að reyna að sinna þessu starfi einn
mins liðs, segir Láms.
- Öfugt við flesta aðra fór ég
út þegar ég var kominn á miðjan
aldur. Sjóndeildarhringur minn
hefur víkkað mikið á þessum ár-
um og ég sé alls ekki eftir skipt-
unum.
Þegar maður hefur verið
prestur á sama stað í langan tíma
verða skoðanir um mann óhjá-
kvæmilega skiptar. Maður getur
ekki alltaf sagt já við öllu. Þetta
var góður tími fyrir vestan, en það
er vandasamt að vera svo lengi á
sama stað.
Það er mikið líf í þessum
söfnuði hér í Kaupmannahöfn,
enda starfsamir og duglegir Is-
lendingar sem búa hér. Sumir
haida að Hafoarstúdentar séu yfir
höfúð hálfgerðir slúbbertar og séu
hér fyrst og fremst við skemmtan-
ir. En það er mikill misskilningur.
Veraldlegt vafstur
- Námsmenn eru undir miklu
álagi og búa við talsverða sam-
keppni. Það er ekki lengur sjálf-
gefið að Islendingar komist hér
inn í skóla.
En starf mitt feist ekki aðeins
í þessu hefðbundna safnaðar-
starfi. Það má segja að vikan sé
undirlögð vandamálum af ýmsum
toga. Fólk sem á í vandræðum
kemur og segir mér frá þeim í
trúnaði og vonast til þess að ég
geti veitt því aðstoð. Mjög mikill
hluti tíma míns fer í veraldlegt
vafstur af ýmsu tagi. Það sama
gildir um presta heima á Islandi,
en ég held að vandamálin hér séu
oft erfiðari og ljölbreyttari og
örðugra að finna lausn á þeim. Eg
rekst hér á fúrðulegustu hluti. En
algengustu vandamálin eru auð-
vitað hjúskaparvandræði og fjár-
hagsvandi, segir Lárus.
Fjölmargir íslendingar búa í
stórborginni Kaupmannahöfn, en
þessu fólki vegnar mjög misjafn-
lega vel hjá Dönum. Tilveran er
öll flóknari en á Islandi og fólk
tekur auk þess gjama með sér
óleyst vandamál að heiman.
Kostir hins smáa þjóðfélags em
ekki fyrir hendi í Kaupmanna-
höfn og ein helsta samskiptaregl-
an er að taka fólki með fyrirvara.
Landarí vanda
I Kaupmannahöfn er slangur
af öldnum íslendingum sem búa
við bág kjör og það hefur oft
komið í hlut Lárusar að létta þess-
um löndum lífið.
Hann hefur einnig þurft að
hafa afskipti af íslendingum sem
lenda upp á kant við dönsk lög.
Dönsk fangelsi em ekkert gaman-
mál að sögn Lámsar, en það hefur
komið fyrir að honum hefúr tekist
að milda aðstæður íslenskra fanga
í dönskum fangelsum. Eitt sinn
komst hann á snoðir um að ís-
lendingur væri í harðri einangmn
í fangelsi í Kaupmannahöfn, sam-
bandslaus við aðra Islendinga.
Láms fékk því komið til leiðar að
kjör þessa fanga vom bætt nokk-
uð.
Svo em dæmi um að íslensk
ungmenni fari i fússi frá fjöl-
skyldu sinni og þá kemur gjama
til kasta Lámsar.
- Hér er allt frá hinu versta til
hins besta. En ég lít á það sem eitt
af mínum höfuðverkefnum að sjá
til þess að fólki líði vel og fari svo
heim í góðu formi.
Ég legg áhersíu á það að fólk
fari heim til íslands, en líti á dvöl-
ina erlendis sem tímabundna. ís-
lendingum líður vel héma, en
þegar fólk hefur verið lengi fer
það að þrá að komast heim. Það er
fallegt að sjá tilhlökkun þeirra
sem em að pakka niður og undir-
búa heimför, segir Láms.
Nægjusamir
námsmenn
Hann telur Islendinga hafa
mikið til Danmerkur að sækja,
enda em Danir framarlega á
mörgum sviðum, í tækni, við-
skiptum og húmanískum fræðum.
Auk þess er hann sannfærður um
að fólk hafi gott af því að búa er-
lendis um tíma, ekki síst ef það er
við nám.
- Námsfólk lærir gjama
nægjusemi, enda em Danir ekki í
lífsgæðakapphlaupi með sama
hætti og það er stundað heima.
Námsmenn venjast yfirleitt meira
heimilislífi en ella, þeir gera ekki
eins miklar kröfúr um húsnæði,
innbú og þess háttar, en leggja því
meira upp úr því að stunda leik-
hús, fara á söfn og ferðast. Lífs-
stíllinn verður allur annar, segir
Láms.
Hann kveður Dani mikla
saíúamenn og segir þá vel heima í
sögu sinni. Islendingamir smitast
af þessum eiginleikum ffænda
sinna.
Kaupmannahöfn er falleg
borg og Hafnarklerkurinn ber
Dönum vel söguna að flestu leyti.
Þeir em gamansamir, elskulegir,
ljúfir og þægilegir.
Nafnamál
En þó ber skugga á samskipti
hans við þessa frændur okkar.
Danir neita nefnilega að viður-
kenna íslenskar nafnaheföir og
hafa sýnt af sér talsverða þver-
móðsku í því efni. Láms skýrir ís-
lensk böm upp á íslenskan máta,
en danska ríkið setur öll nöfn
jafnharðan í danskt horf. Þannig
geta íslensk böm fengið hin fá-
ránlegustu föðumöfn og Láras
kann að nefna ótrúlegustu dæmi
þar um.
Steingrímur Hermannsson og
Poul Schlúter gerðu með sér sam-
komulag fyrir nokkram áram um
að Danir skyldu virða íslenska
nafnahefð. Þetta samkomulag
hafa Danir þó ekki virt og Láras
hefúr staðið í miklu stappi vegna
þess. Málið er undir danska
dómsmálaráðherranum komið og
hann hefur ekki látið beygja sig
enn.
- Það er niðurlægjandi fyrir
íslendinga að Danir skuli ekki
virða nafnahefð okkar. Ég verð
sem íslenskur embættismaður að
notast við íslenskar reglur, en
þegar ég geri það brýt ég reglur
heimamanna. Upphaflega fékk ég
skammir einar frá danskri presta-
stétt vegna þessara mála, en nú er
hún komin á okkar band. Það eru
bara æðstu embættismenn sem
þráast við og gera okkur erfitt fyr-
ir.
Annars líkar mér mjög vel við
Dani, segir Lárus og er auðsæi-
lega argur vegna þessa máls.
- Þetta getur jafnvel orðið
samskiptum þjóðanna hættulegt,
mun hættulegra en menn gera sér
grein fyrir. íslendingar i Dan-
mörku verða margir hveijir leið-
andi í íslensku þjóðlífi síðar meir
og mál eins og þetta getur sett
leiðan blett á viðhorf þeirra til
Dana, segir hann.
Samanlagður Iífaldur og
starfsaldur klerksins í Jónshúsi er
hár og það er stutt í eftirlaunaald-
urinn. Hann segist vel geta hugs-
að sér að koma heim sem eftir-
launamaður og njóta svo lífsins í
faðmi fjölskyldunnar. En þau
hjónin era ekki óvön því að vera
fjarri fjölskyldum sínum, fyrst
fyrir vestan, nú í Kaupmanna-
höfn.
Þau Láras og Sigurveig munu
enn um sinn taka vel á móti ís-
lenskum gestum, gæta hagsmuna
íslendinga og stuðla að geistlegri
og veraldlegri velferð þeirra.
-gg
SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 28. mars 1991