Þjóðviljinn - 28.03.1991, Page 5
1]i/rxrir¥iTTTv a o 'IT'Tl T? TT'X'TTI
-F A Ul/Aljror xvJtL 1 I 1 rv
Kaup á SS-húsi
Kjötvinnsla verður listamiðstöð
Makaskipti höfð á húsi Sláturfélags Suðurlands og tíu fasteignum ríkissjóðs
Hátíðleg stund var í húsi Slát-
urfélags Suðurlands við
Laugarnesveg í gær þegar Ólaf-
ur Ragnar Grímsson ijármála-
ráðherra og Steinþór Skúlason,
forstjóri SS, undirrituðu kaup-
samning um húsið. Nýhýsi þetta
verður miðstðð listmenntunar í
iandinu, en Sláturfélagið flytur
kjötvinnslu sína til Hvolsvaílar.
Þegar undirritun var lokið af-
henti fjármálaráðherra Svavari
Gestssyni menntamálaráðherra
húsið, og sagði við það tilefni að
Svavar hefði verið aðalhvatamað-
urinn að því að listmenntun í
landinu yrði flutt í húsið.
Svavar sagði í ávarpi sínu að
frumvarp um listaháskóla hefði
ekki náð fram að ganga í þinginu,
en nú þegar húsið væri til reiðu
hlyti Alþingi að sjá til þess að
frumvarpið yrði að lögum á næsta
þingi. Kaupverð hússins er rúmar
400 miljónir, en Sláturfélagið fær
tíu fasteignir upp í verðið, að
verðmæti 300 miljónir, 50 miljón-
ir eru staðgreiddar og þær 80 milj-
ónir sem þá eru eftir verða greidd-
ar með tveimur skuldabréfum.
Brunabótamat hússins er tæpar
700 miljónir. Fjármálaráðherra
minntist á það í ræðu sinni að
kaup á húsinu leysti rikissjóð
undan rúmum 40 m.’ióna króna
leigugreiðslum árleg. þegar
nokkrir listaskólar landsn s verða
fluttir í nýja húsnæðið.
Meginhluti starfsemi Leiklist-
arskóla íslands, Myndlista-og
handíðaskóla Islands og Tónlist-
arskóla Reykjavíkur flyst þangað,
þá er einnig liklegt að Listdans-
Evrópustvrkir
IngaLó
f ékk átta
millur
Ásdís Thoroddsen kvik-
myndaleikstjóri fékk átta miljóna
króna styrk úr evrópska kvik-
myndasjóðnum EURIMAGES til
að gera myndina Inga Ló á græn-
um sjó.
Svissneska kvikmyndin Vegur
vonarinnar undir leikstjóm Xavier
Koller, sem fékk Oskarinn fyrir
bestu erlendu kvikmyndina í ár, var
styrkt af EURIMAGES, og er í raun
samtarfsverkefni Svisslendinga,
ítala og Þjóðverja.
Stjóm EURIMAGES ákvað á
fundi sínum í Istanbúl nýverið að
styrkja tíu evrópsk verkefni, þar á
meðal mynd Ásdísar, sem er unnin í
samvinnu við Þjóðveija og Finna.
Þá má nefna að tvö samstarfsverk-
efni Norðmanna, Svía og Dana
fengu styrki úr sjóðnum, Kvik-
myndimar Lakki undir leikstjóm
Svens Wams og mynd Daniels
Bergmans Sunnudagsböm. Ein
heimildarmynd, sem fjallar um líf
og störf ffanska heimspekingsins
og rithöfúndarins Sartre.fékk styrk
úr sjóðnum.
EURIMAGES hefúr styrkt gerð
77 kvikmynda og heimildamynda
ffá árinu 1989. Þorsteinn Jónsson,
ffamkvæmdastjóri Kvikmynda-
sjóðs, situr í stjóm EURIMÁGES,
fyrir hönd íslendinga.
BE
skóli Þjóðleikhússins fái einhver
afnot af húsnæðinu. Nóg er pláss-
ið því að gólfflötur þess er um 10
þúsund fermetrar, hátt er til lofts
og vítt til veggja. Arkitektamir
sem hönnuðu húsið fyrir SS vom
þau Geirharður Þorsteinsson,
Hróbjartur Hróbjartsson og Sig-
ríður Sigþórsdóttir.
Bjami Daníelsson, skólastjóri
MHI, sagði í erindi sínu við at-
höfnina að vart væri á nokkum
hallað þótt Svavari Gestssyni
menntamálaráðherTa væri sér-
staklega þakkað fyrir framgöngu
hans í málinu, en þar hefði verið
réttur maður á réttum stað á rétt-
um tíma. Aðstaða margra lista-
skóla í landinu væri svakaleg, en
með kaupum á húsinu hefði nú
verið stigið gæfúspor fyrir list-
menntun í landinu. Þá tók fúlltrúi
nemenda, Magnús Ámi Magnús-
son, einnig til máls. Að því loknu
tók við ljóðalestur og hljóðfæra-
leikur, en í Laugamesinu var sam-
ankominn Qöldi manns til að
fagna kaupunum: Listnemar, leik-
arar, listmálarar, þingmenn, for-
stöðumenn listasafna, áhrifa-
menn, velunnarar og áhugafólk
um jistir, böm og fleira fólk.
í gærkveldi fór síðan einnig
ffam undirritun samningsins á
Hvolsvelli. Þar var slegið upp
mikilli hátíð Hvolsvallarbúa og
Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, og Ólafur Ragnar Grfmsson fjármálaráðherra takast I
hendur eftir undirritun kaupsamningsins. Brutust út mikil fagnaðarlæti viðstaddra að henni lokinni. Mynd: Jim
listnema úr Reykjavík, sem hafa
sannarlega ástæðu til að gleðjast
saman því að kjötvinnslan er ekki
síður mikill fengur fyrir íbúa
Hvolsvallar og nágrennis en nýja
húsið fyrir listnemana.
1 dag er opið hús í nýju lista-
miðstöðinni í Laugamesi, og
munu listnemar og kennarar
þeirra vera með uppákomur og
kaflisölu í húsinu þennan „fyrsta
skóladag" ffá kl. 14 til 17 síðdeg-
Launasióður rithöfunda
85 fengu
is.
BE
Flugmenn
úthlutað
Verkfallinu aflýst
Félag íslenskra atvinnuflug-
manna tók þá ákvörðun í
gær að aflýsa verkfalli sinu sem
boðað var fostudaginn 29.
mars. Geir Garðarsson formað-
ur FÍA sagði helstu ástæðuna
vera þá að dómur Félagsdóms
um verkfallið félli ekki fyrr en
eftir verkfallið.
í yfirlýsingu sem FÍA sendi
frá sér í gær segir að meðan
minnsti vafi sé á því að hið um-
deilda verkfall sé löglegt vilji þeir
ekki halda því til streitu. Þá munu
þeir senda Flugleiðum og ríkis-
sáttasemjara formlega og endur-
skoðaða kröfugerð en segja að ná-
ist ekki samningar verði málinu
fylgt eftir með verkfalli.
I yfirlýsingunni gagnrýna
flugmenn Flugleiði fyrir að skýla
sér á bak við Vinnuveitendasam-
band Islands en kjarasamningar
þeirra við Flugleiði féllu úr gildi í
marslok 1990. FÍA segir að með
því að vísa málinu til VSI hafi
Flugleiðir að engu gert vonir um
ffiðsamlega lausn málsins.
Einar Sigurðsson blaðafulltrúi
Flugleiða sagði að félagið væri
ekki að skýla sé á bak við VSÍ þar
sem VSI hefði alltaf verið inní
dæminu. Hann sagði að þessi við-
brögð FIA væri staðfesting þess
að verkfallið væri ólöglegt og
staðfesting á því að rétt hafí verið
að vísa málinu til Félagsdóms.
Stefna VSÍ gegn FÍA var
þingfest í Félagsdómi á þriðjudag
en VSÍ vildi fá verkfallið dæmt
ólögmætt. Síðasti samningafund-
ur aðila var hjá ríkissáttasemjara á
föstudag en honum var frestað þar
sem flugmenn sætta sig ekki við
að fulltrúar VSÍ eigi sæti í samn-
inganefnd Flugleiða.
Samninganefndimar hafa því
enn ekki ræðst við hjá sáttasemj-
ara.
VSI vildi einnig að Félags-
dómur dæmdi að að FIA gæti
ekki skipt sér af skipan samninga-
nefndar VSÍ og Flugleiða og að
félagið verði dæmt skaðabóta-
skylt vegna verkfallsins og í sekt-
ir.Þar sem verkfallinu hefur verið
aflýst mun flug Flugleiða verða
með sama hætti og átti að vera ut-
an að flug til Kaupmannahafnar
millilendir í Osló á útleiðinni og í
Gautaborg á heimleiðinni, sagði
Einar.
-gpm
85 fengu úthlutað úr
Launasjóði rithöfunda en 114
manns sóttu um. Samtals var
úthlutað 327 mánaðalaunum,
en þau samsvara byrjunar-
launum framhaldsskólakenn-
ara, eða 74.049 kr. á mánuði.
Sex rithöfundar fengu úthlut-
að til níu mánaða. Það vom þau
Einar Már Guðmundsson, Pétur
Gunnarsson, Steinunn Sigurðar-
dóttir, Svava Jakobsdóttir,Thor
Vilhjálmsson og Vigdís Gríms-
dóttir.
12 rithöfundar fengu úthlutað
sex mánaða starfslaunum, 16
fengu fjögurra mánaða starfs-
laun, 35 fengu þriggja mánaða
starfslaun og 16 tveggja mánaða
starfslaun.
-Sáf
Dagsbrún
Selur hlutabréf sfn f Islandsbanka
Aðalfundur Dagsbrúnar samþykkti sl. þriðjudagskvöld að selja hlutabréf sín í
eignarhaldsfélagi Alþýðubankans
Fjölmennur aðalfundur
Verkamannafélagsins Dags-
brúnar, sem haldinn var sl.
þriðjudagskvöld, samþykkti að
félagið seldi hlutabréf sín í
eignarhaldsfélagi Alþýðubank-
ans, sem er einn af eigendum
Islandsbanka. En forsögu máls-
ins má rekja til síðasta hausts er
íslandsbanki ákvað að hækka
vexti, í trássi við beiðni stjórn-
valda um að halda að sér hönd-
um í vaxtamálum.
" Þá var ákveðið á félagsfundi
Dagsbrúnar 4. nóvember sl. að
hætta öllum viðskiptum við bank-
ann. Þá strax tók Dagsbrún fé úr
fjórum sjóðum sem voru til
ávöxtunar, orlofssjóði, sjúkra-
sjóði, félagssjóði og vinnudeila-
sjóði, en innistæðan í þeim var
samtals 110 miljónir króna. Það
er ekki fyrr en nú eftir aðalfund
félagsins að formlega verður hægt
að slíta öll tengsl við íslands-
banka með því að selja áður-
greind hlutabréf.
Á fúndinum kom Ólafur Ól-
afsson gjaldkeri stjómar ofl. ffam
með frávísunartillögu við tillögu
stjómar um söluna. Miklar um-
ræður urðu um þetta mál þar sem
Ólafúr sýndi ffam á mun betri
ávöxtim i hlutabréfaeigninni eins
og hún er i dag, heldur en verður
við að geyma féð á almennum
reikningum.
Atkvæðagreiðslan sem fór
ffam um miðnætti, þannig að
margir vom famir heim, fór
þannig að 61 vildu selja, en 37
vom á móti. Einnig var samþykkt
að söluandvirði hlutabréfanna
myndi skiptast á milli vinnu-
deilusjóðs er fengi 60 prósent og
ffæðslusjóðs er fengi 40 prósent.
Halldór Bjömsson varafor-
maður Dagsbrúnar sagði í samtali
við Þjóðviljann að sá hlutur er um
væri að ræða, væri rúmlega 20
prósent af hlutabréfum í Alþýðu-
bankanum að nafnvirði um 36
miljónir króna. Áætlar hann að
ávöxtun sölunnar verði í svipuðu
formi og hún er á því fé sem
Dagsbrún er með í sjóðum í dag,
en núna fjárfestir félagið mest í
allskonar skuldabréfúm eins og
t.d. ríkisskuldabréfúm.
-sþ
Föstudagur 28. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5