Þjóðviljinn - 28.03.1991, Page 6
Gorbatsjov og Jeltsfn takast á
Efitir að hafa um hríð staðið sundraðir og
skelkaðir gagnvart sókn íhaldsafla fylkja nú
fijálslyndir stjómmálahópar, kolanámumenn
o.fl. liði kringum þann síðamefnda
Iw dag hafa sovéskir stjórnar-
andstæðingar fyrirhugað
fjöldafund mikinn í Moskvu tii
stuðnings helsta leiðtoga sínum,
Borís Jeltsín. Sovéska stjórnin
hefur bannað alla mótmæla-
fundi þar í borg í þrjár vikur,
en stjórnarandstæðingar segj-
ast ætla að halda sinn fund eigi
að siður og fullyrða að bannið
sé stjórnarskrárbrot.
Harkan í átökunum í sovésk-
um stjómmálum virðist nú fara
dagvaxandi og aðilar í þeim
skiptast æ greinilegar í tvær fylk-
ingar. I annarri fylkingunni, undir
fomstu Gorbatsjovs Sovétrikja-
forseta, em helstu aðilar sovéska
stjómin, herinn, KGB, embætta-
lið ríkiskerfisins, oddvitar komm-
únistaflokksins, toppmenn í iðn-
aði, einkum þess hluta hans sem
framleiðir fyrir herinn. Oddviti
hinnar fylkingarinnar er Borís
Jeltsín, forseti rússneska sam-
bandslýðveldisins og um leið
æðstaráðs þess. Með honum
standa ýmis samtök sem kennd
em við fijálslyndi og róttækni,
borgarstjómin í Moskvu, kola-
námumenn sem hafa verið í verk-
falli í mánuð o.fl.
Mótleikur gegn
íhaldsmönnum
Fjöldafundurinn í dag er
hugsaður sem mótleikur gegn
íhaldsmönnum, sem fengu því
framgengt að rússneska þjóðfull-
trúaþingið, æðsti löggjafaraðili
Rússlands, var kvatt saman á
aukafúnd, sem er í þann veginn
að hefjast. Megintilgangur íhalds-
manna með þeim aukafúndi er fá
samþykkt vantraust í Jeltsín, til að
koma honum úr forsetastóli. Þeir
fijálslyndu og róttæku hyggjast
leggja sig alla ffam til að gera að
engu það tilræði gegn leiðtoga
sínum.
Talsmaður borgarstjómar
Moskvu sagði í gær að borgar-
stjómin myndi ganga í farar-
broddi fundarmanna; ef lögregla
reyndi að tvístra þeim yrði hún að
ráðast á borgarstjómina fýrst.
Sovéska innanríkisráðuneytið
og KGB tilkynntu fyrir sitt leyti
að ekki kæmi til greina að fúndur-
inn yrði haldinn í trássi við bann
og gáfú greinargóða lýsingu á
viðbúnaði sínum til að koma í veg
fyrir það. Til taks væm í þeim til-
gangi brynvagnar, vatnskanónur,
hestliðar, gúmkylfur, táragas og
hundar m.m.
Þar að auki hefúr Gorbatsjov
með tilskipun sett lögreglu
Moskvuborgar, sem hingað til
hefúr heyrt undir borgarstjóm,
undir beina stjóm innanrikisráðu-
neytisins.
Æðstaráð Sovétríkjanna hefúr
fyrirskipað kolanámumönnum að
snúa til vinnu til bráðabirgða,
meðan reynt sé að komast að
samkomulagi í vinnudeilu þess-
ari. Verkfallsmenn segjast ráðnir í
að hafa þá tilskipun að engu. Þeir
halda því fram að loforð þau, sem
þeim vom gefin um kjarabætur,
bætt vinnuskilyrði o.fl. í verkfoll-
um sem þeir gerðu 1989 hafi ekki
verið efnd og nú krefjast þeir þess
margir að Gorbatsjov segi af sér.
Og eins og flestir aðrir Sovét-
menn sem nú em á móti Gorbat-
sjov taka þeir afstöðu með Jeltsín.
Verði honum ýtt frá völdum,
segja þeir, svömm við með frek-
ari útbreiðslu verkfalla. Þunga-
iðnaðurinn er þegar að komast í
þrot af völdum verkfallsins.
Síðustu vikumar hefur svo
virst sem sovésk stjómmál snúist
meir og meir kringum tvo Ieið-
toga og erkiandstæðinga, Gorbat-
sjov og Jeltsín. Fijálslyndir og
róttækir stjómmálaaðilar, sem
lengi höfðu verið sundraðir, lítt
marksæknir og eytt kröftum sín-
um í rökræður um jafn áríðandi
málefni og það hvort Lenín skuli
áfrarn hafður í grafhýsinu á
Rauðatorgi eður ei (eins og einn
úr þeim hópi sagði), virðast nú
standa sameinaðir (eða a.m.k.
eitthvað sameinaðri en fyrr) - um
mann fremur en um málefúi, og
sá maður er Jeltsin. Enn einu
sinni sannast það hvað persónu-
Iegi þátturinn í sögunni er óhjá-
kvæmilegur.
Gorbatsjov kemur nú mörg-
um fyrir sjónir sem geðfelld aðal-
persóna í harmleik, maður sem
flest var vel gefið og vildi gera
vel en allt seig samt á ógæfuhlið
fyrir. Þeir fijálslyndu og róttæku
sem ganga og funda gegn honum
eiga honum það að þakka, öllum
öðrum einstaklingum fremur, en
þeir hafa möguleika á því og
kolanámumennimir sem krefjast
afsagnar hans (og þeir ákafari í
þeim hópi að hann verði hengdur
eða skotinn) geta þakkað honum
að þeim hefur síðustu ár verið
mögulegt að reyna að bæta kjör
sín með verkfollum. Svona mætti
lengi telja.
Gorbatsjov er að flestra mati
ábyrgur, skynsamur og til þess að
gera mannúðlegur stjómmála-
maður. En stjóm hans hefúr mis-
tekist að koma lagi á efnahaginn
og bæta lífskjör. Hvorutveggja
hefur farið affur í stjómartíð hans
og heldur áfram að fara aftur.
Þessvegna flykkist mikill hluti
rússnesks almennings ffá honum
og undir merki Jeltsíns, sem er
óspar á fögur Ioforð um að allt sé
hægt að bæta í skjótri svipan.
Gorbatsjov reyndi lengi að skapa
sér pólitískan grundvöll sem
miðjumaður, að safna að sér þeim
öflum sem bæði hefðu ótrú á
þeim ftjálslyndu og róttæku og
óttuðust íhaldsöflin. En niður-
staðan hefúr orðið að hann kemur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaöir og afi
Haraldur Guðmundsson
Faxabraut20
Keflavík
verður jarðsunginn frá Keflavfkurkirkju
laugardaginn 30. mars kl. 14.
Erla Sigurðardóttir
Dagný Haraldsdóttir
Marta Haraldsdóttir
Helga Haraldsdóttir
Haraldur Haraldsson
og barnabörn
Steinar Harðarson
Hjörtur Fjeldsteð
Guðmundur Baldvinsson
I Moskvu hefur Jeltsln fylgi borgarstjómar og mikils hluta almennings.
Borís Jeltsín fjögurra ára, með
foreldrum sínum - tveimur árum
síöar sótti leynilögreglan föðurinn.
nú mörgum fyrir sjónir sem eins-
konar fangi þeirra síðamefndu.
„Öflugur hlýtur
hann aö vera“
Jeltsín er hijúfúr kraftakarl ffá
Síberíu, maður sem lætur flest
fjúka og er gjaman kallaður
popúlisti, sem fegrunaryrði yfir
það fyrirbæri sem á íslensku heit-
ir lýðskrumari. Hann er upprunn-
inn í Úralhéruðunum, sem urðu á
bemskuárum hans eitt mikilvæg-
asta iðnaðarsvæði Sovétríkjanna
að tilhlutan Stalíns (þeir Gorbat-
sjov eru jafnaldrar, standa báðir á
sextugu). Sagan segir að prestur-
inn sem skírði hann hafi þá verið
svo drukkinn að hann hafi gleymt
að taka bamið upp úr skímarfont-
inum, sem því var dýft í, en móð-
ir þess var það snarráð að því varð
bjargað frá drukknun. „Nú, öflug-
ur hlýtur hann að vera, fyrst hann
hafði þetta af,“ sagði prestur.
„Borís skal hann heita.“ (Eftir
fomrússneskum píslarvotti og
dýrlingi, merking nafnsins er
,,kappi.“)
Sumra mál er að eftir þessu
hafi ferill Jeltsíns verið. A ýmsu
hefur gengið fyrir honum, en
heppnina hefur hann oftar en ekki
haft með sér.
A fyrstu æviámm hans, þegar
samyrkjubylting og stóriðnvæð-
ing vom framkvæmdar án tillits
til þess hvað það kostaði almenn-
ing, bjó fjölskylda hans í bragga
og hafði ekki annað til að hita sér
í vetrarkuldum en eina geit. 1937,
þegar Borís var sex ára, sótti
leyniþjónustan foður hans.
I æsku var hann brellinn, svo
að minnir á Gretti Ásmundarson,
sem líka var sterkur en ekki eins
bjartsýnn. Eitt sinn braust Borís
gegnum gaddavírsgirðingar og
jámrimla inn í kirkju, sem undir
bolsévismanum hafði verið breytt
í vopnabúr, stal tveimur hand-
sprengjum og sló á aðra þeirra
með hamri. Það kostaði hann þó
ekki meira en tvo fingur vinstri
handar.
Úrið hans afa
Hann var í byggingarvinnu,
stundaði nám í arkitektúr i heima-
borg sinni Sverdlovsk (sem hét
áður Jekaterínbúrg, þar vom
Nikulás keisari annar og fjöl-
skylda hans drepin) og iðkaði
íþróttir marga klukkutíma á dag.
Þess á milli ferðaðist hann víða
um risaveldið og hafði þá á sér
einskonar flækingsbrag, tók sér
far á þökum lestarvagna til að
spara farmiða, svaf í almennings-
görðum, tapaði úri afa síns í fjár-
hættuspili. Fullorðinn kvæntist
hann og eignaðist tvær dætur, hélt
áffam í byggingarvinnu og aflaði
sér sérþekkingar í þeirri grein,
varð yfirmaður á vinnustað. Síð-
an gekk hann í Flokkinn. Á inn-
tökuprófmu var hann spurður:
„Hvar í Das Kapital fjallar Marx
um tengsl vöm og peninga, í
hvaða bindi, á hvaða síðu?“ Jelt-
sín vissi það ekki, en gerði ráð
fyrir að prófdómarinn vissi það
ekki heldur. Hann svaraði hik-
laust: „I öðm bindi á 387. síðu.“
Og hann fékk rétt fyrir svarið og
stóðst prófið.
Hann hækkaði smámsaman í
Flokknum og 1976 gerði Brez-
hnev hann að flokksstjóra - og
þar með í raun að einskonar jarli -
yfir Sverdlovsk-umdæmi. Hann
lét gera neðanjarðarbraut í
Sverdlovsk, og varð hún borginni
til mikillar virðingar. Til þess
fékk hann samþykki Brezhnevs
gamla. „Hann var þó orðinn
þannig að hann skildi yfirhöfúð
ekki hvað hann sagði, undirritaði
eða gerði,“ sagði Jeltsín síðar.
Skóf ekki utan
af oröum
Gorbatsjov fékk eftir að hann
kom til valda 1985 fljótt áhuga á
þessum fyrirferðarmikla, hávaða-
sama og sívirka flokksleiðtoga í
Úralhémðum. (Jeltsín sefúr, að
eigin sögn, aldrei nema þijár og
hálfa til fjórar stundir á sólar-
hring.) Flokksaðalritarinn nýi
kvaddi Jeltsín til Moskvu og
gerði hann að æðsta manni
flokksins í höfúðstaðnum. En þar
kastaðist fljótlega í kekki með til-
tölulega heimsmennskulegri nó-
menklatúm Moskvuborgar og
Síberiumanninum stórgerða og
óheflaða.
Hann gerðist nærri jafnskjótt
einn róttækustu talsmanna hins
nýja tima, ekki róttækari en sumir
aðrir í þeim hópi en skóf síður en
þeir utan af orðunum. Það varð til
þess að Gorbatsjov vék honum úr
nefndri stöðu, en ekki urðu það
endalok stjómmálaferils Jeltsíns,
eins og alkunna er.
Mörgum þykir Jeltsín var-
hugaverður og óútreiknanlegur,
einnig sumum þeirra sem nú em
frekar á hans bandi en Gorbat-
sjovs. Honum var ákaft fagnað, er
hann heimsótti Bandaríkin um ár-
ið, en áður en hann lagði af stað
heim vom þarlendir leiðtogar
famir að fela sig fyrir honum og
báðu góðan guð að sjá til þess að
þessi maður kæmist aldrei á hús-
bóndastól í Kreml. Þar eystra
hvísla skæðar tungur að þetta sé í
annað sinn á öldinni sem grófúr
Síberíumaður komi til höfúðborg-
arinnar og geri allt vitlaust. Er þá
hafður í huga Raipútín, ranglega
kallaður munkur, sem lét mikið
að sér kveða í Pétursborg á síð-
ustu ámm keisaradæmisins.
„Eins og
bretadrottning“
Þeir Jeltsín og Gorbatsjov
beita sér báðir fyrir auknum
einkarekstri, en sá fyrmefndi vill
hraða því miklu meira en hinn.
Gorbatsjov vill hafa Sovétríkin
áfram undir sterkri miðstjóm, þó
með aukinni sjálfstjóm fyrir lýð-
veldi, en Jeltsín vill að lýðveldin
verði sjálfstæð að mestu, fari t.d.
sjálf með utanríkismál sín og
gjaldeyrismál. Ef þetta næði ffam
að ganga, þýddi það mikla valda-
tilfærslu ffá sovésku stjóminni til
stjóma lýðveldanna - og einkan-
lega til stjómar rússneska sam-
bandslýðveldisins, sem hefúr um
helming allra íbúa Sovétríkjanna,
miklu meira land en hin lýðveldin
öll til samans og bróðurpart auð-
lindanna.
Þar að auki hefúr Jeltsín sleg-
ið ffam hugmynd (sem hann lík-
lega hefúr tekið upp eftir Solz-
henítsyn rithöfundi) um slavneskt
ríkjabandalag innan Sovétríkj-
anna, er samanstandi af Rúss-
landi, Hvíta-Rússlandi, Úkraínu
og Kasakstan.
„Forseti Sovétríkjanna,“
sagði Jeltsín nýlega, „ætti að hafa
svipað hlutverk og drottning
Bretlands." dþ.
6 SlÐA — NYTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 28. mars 1991