Þjóðviljinn - 28.03.1991, Page 22

Þjóðviljinn - 28.03.1991, Page 22
HELGARMENNING Baldur kemur Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar: Baldr op. 34 eftir Jón Leifs. Frumflutningur í Háskóla- bíói 24. mars 1991. Stjórnandi: Paui Zukofsky. Það var merkilegur og í raun- inni ótrúlegur viðburður sem átti sér stað í Háskólabíói síðastliðinn sunnudag, þegar Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar frumflutti tón- dramað Baldr eflir Jón Leifs um 42 árum eftir að það var samið. Hvílík skekkja í tónlistarsög- unni að þetta verk hafi ekki feng- ist flutt fyrr! Hvetju hefði það breytt um þróun íslenskra bókmennta ef Bréf til Láru og íslenskur aðall hefðu verið geymd innsigluð í 42 ár? Hvetju hefði það breytt um þróun íslenskrar myndlistar ef sýning Svavars Guðnasonar í Listamannaskálanum frá 1947 hefði verið innsigluð og geymd öllum óséð í jafh langan tíma? Jón Leifs samdi þetta tónlist- ardrama fyrir hljómsveit, kór, sviðsmynd, látbragðsleikara og dansara upp úr síðari heimsstyij- öldinni og lauk því eftir Heklu- gosið 1947. Sjálfur sagði hann að hugmyndin hefði verið 20 ár í getjun, en hún er eins og nafnið gefur til kynna sótt efnislega í söguna af Baldri hinum góða í Eddukvæðum. Tónlistarlega virð- ist verkið hins vegar mótað af síð- rómantík og expressíónisma, þótt sá sem þetta ritar kunni ekki að gera henni fræðileg skil. Tilvist þessa verks vekur hins vegar margar ósvaraðar spumingar, ekki síst ef það er borið saman við aðra tónlist sem samin var hér á landi um svipað leyti. Til dæmis eftir þá Pál ísólfs- son og Sigurð Þórðarson, sem báðir námu tónlist í Leipzig sam- tímis Jóni. Paul Zukofsky segir í tón- leikaskrá að verk þetta sé sprottið af ást Jóns á íslandi, landslagi þess og sögu og þó einkum af lönguninni til þess að færa um- heiminn nær sögu landsins og menningu. Verkið hafi verið hugsað sem eins konar sendiherra íslenskrar menningar á erlendri grund. Sú tónlist sem íslendingum lét best í eyrum á árunum upp úr síð- ari heimsstyijöldinni var - fyrir utan nýuppgötvaða bandaríska dægurtónlist - ættjarðarlög og þjóðemisrómantík af ,þýsk- danska skólanum. Þeir Páll Isólfs- son og Sigurður Þórðarson féllu vel inn í þetta andrúmsloft með sina tónlist sem eins og fylgdi Kór Langholtskirkju flytur Jóhannesarpassíuna í dag, skírdag og á föstudag- inn ianga, flytur Kór Lang- holtskirkju Jóhannesarpass- íuna eftir Johann Sebastian Bach. Tónleikarnir hefjast í kirkjunni kl. 16 báða dagana. Flytjendur ásamt kómum em Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópr- an, Björk Jónsdóttir alt, Michael Goldthorpe tenór, Bergþór Páls- son, bassi (Jesús) og Eiður Ágúst Gunnarsson bassi (Pilatus). Kammersveit Langholtskirkju skipuð 25 hljóðfæraleikurum leikur með, en konsertmeistari er Hlíf Siguijónsdóttir. Stjómandi er Jón Stefánsson. í kynningu sinni segir Jón Ás- geirsson að einhver glæsilegustu kirkjutónverk sögunnar séu pass- íumar tvær eftir Johann Sebastian Bach: „Jóhannesarpassían er samin nokkm fyrr en Matteusar- passían, sem er tnílega stórbrotn- asta trúartónverk allra tíma, en formskipan verkanna er nær því hin sama, þ.e. er varðar meðferð efnisins. Jóhannesarpassían er fyrsta passíuverkið er Bach samdi og lauk hann við verkið stuttu eftir að hann tók við starfi sem kantor við Tómasarkirkjuna í Leipzig ár- ið 1723. - Biblíutextinn, þar sem sagan er sögð af guðspjallamann- inum, hlutverk Krists og annarra, er ávallt fluttur með tónlesaðferð- inni nema þar sem kórinn grípur inní í gervi hermanna, presta og lýðsins. Ariumar, sem margar hveijar em stórbrotnar tónsmíðar og sérlega erfiðar í flutningi, em hugleiðingar, líkt og í ópemm, um efni sögunnar og sálmamir em eins konar andsvar safnaðarins, hversu mönnum beri að vera þakklátir fyrir fómfýsi Frelsarans og þá sáluhjálp sem þeir sannlega uppskeri er fylgi dæmi hans“. w FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA ORLOFSHUS 1991 Húsin eru með búnað fyrir sex manns Húsin eru staðsett á eftirtöldum stöðum: Ölfusborgir........ 3 hús Syðri-Reykir, Biskupstungum .. 1 hús Svignaskarð, Borgarfirði. 2 1/3 hús Kljá, Helgafellssveit (jörð) 1 hús lllugast., Fnjóskadal. 1 hús Einarsst., Héraði.... 1 hús Kirkjubæjarklaustur... 2 hús Tekið á móti pöntunum í húsin frá 1. apríl ár hvert í síma 91-83011 Sigríður Snorradóttir gefur allar nánari upplýsingar ásamt starfsmönnum félagsins. Stjórn Félags járniðnaðarmanna hinu nýstofnaða lýðveldi úr vör. Baldr hefði hins vegar hljómað sem hreinasta guðlast í eymm flestra tónelskra manna á Islandi á þeim tíma sem það var samið, og flestir hefðu trúlega talið það háðung að kenna það við ættjarðarást og þjóðemishyggju. Enda var það aldrei flutt og höfúndurinn virðist jafnvel hafa gengið að því sem vísu að svo myndi ekki verða. Enda engin hljómsveit til á landinu er gæti tekist á hendur slíkt verk. En nú, 42 ámm síðar, viðurkenna flestir að það sé eitthvað íslenskt við þetta verk. Það er eins og nakið landslagið, hryssingslegt veðrið og ólgandi náttúra landsins skíni í gegnum þetta stigmagnandi slag- verk, þessi skæm og köldu málm- gjöll sem heyrast við og við. Efh- isþráður þessa drama fjallar um sköpunina, ástina, baráttu góðs og ills, dauðann og spádóminn um endurkomu Baldurs hins góða. Verkið er í tveim þáttum og hefst á mögnuðum undirheimadansi sem bassatónamir seiða fram í hægri og dmngalegri stígandi. Síðan kemur sköpun mannsins og Baldurs, ástir hans og Nönnu, og síðan hápunktur fyrri þáttar sem var fellibylurinn fýrir brúðkaupið og danskaflann. Síðari þátturinn fjallar um draum Baldurs og ógn- ina frá Hel sem situr um líf hans, eiðinn, kastleikinn, dauða Bald- urs, bálfor og eldsumbrot sem líða síðan út í eins konar forspá um endurkomu. Erfitt er að gera sér grein fyrir formi verksins án sviðsmyndar- innar, dansins og látbragðsleiks- ins, en í rauninni virkaði tónlistin ekki heilsteypt ein og sér. Hún byggir á köflum eða þáttum, þar sem hver kafli hefúr ákveðið form sem oft byggist á stigmögnun sem undirbyggt er með stigmagnandi slagverki, en það var erfitt að átta sig á heildarsamhengi verksins. Þó hélt það athygli manns vak- andi nær samfellt, kannski vegna þeirrar sérstöku hljóðfæraskipun- ar sem það býr yfir og oft undir- fúrðulegum innskotum. Það mætti spyrja sig hvers vegna ein- stakir kaflar verksins hafi ekki rímað betur saman eða kallast betur á, og það mætti kannski halda því fram að þessi endur- tekna stigmögnun í hveijum kafl- anum á fætur öðrum hafi verið nokkuð einhæf, en engu að síður var þetta ótrúleg upplifún þar sem glitraði á marga fallega hluti. Paul Zukofsky segir í tón- leikaskránni að aðalástæðan fyrir því að hann valdi þetta verkefni lyrir Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar hafi verið sú, að hann vildi að þátttakendur kynntust manni sem vann ótrauður að hugmynd, þrátt fyrir litlar líkur á því að hún yrði að veruleika. Þetta eitt var verðug ástæða þess að kynnast þessu verki og gera stundina ógleyman- lega. Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar og stjómandi hennar hafa að því er virðist unnið ótrúlegt þrek- virki með flutningi þessa verks. Stjómandinn virðist að því leyti ganga til verks síns með sama hugarfari og Jón Leifs og láta þá spumingu lönd og leið hvort verkið sé yfirleitt framkvæman- legt. Það er bara gert. Nú er næsta skrefið eftir; að fá dansahöfúnd og leikstjóra til að setja verkið upp á leiksvið eða helst á kvikmyndatjald. En það var öðmm þræði tilgangur þessa flutnings að undirbúa endanlega gerð verksins, að sögn hljóm- sveitarstjórans. Það er annars ótrúlegt og umhugsunarefni, að það skuli vera Sinfóníuhljómsveit æskunnar sem kemur með slíkt frumkvæði inn í íslenskt tónlistar- líf. Ólafur Gíslason Hugrekki lífsförunauta Regnboginn Lífsförunautur (Longtime Comp- anion) Leikstjóri: Norman René Handrit: Craig Lucas Framleiðandi: Stan Wlodkowski Aðalleikarar: Campbell Scott, Bruce Davison, Mark Lamos, Stephen Caffrey, Dermot Mulron- ey, Mary- Louise Parker ofl. Myndin Lífsfomnautur gerist í samfélagi homma í Bandaríkj- unum og fjallar um eyðni. 50.500 hommar hafa látist af völdum eyðni á siðasta áratug og listræn viðbrögð hafa verið misjöfn. Leikritaskáldið Craig Lucas (Leiksoppar) sem skrifar handrit- ið að þessari mynd er sjálfúr hommi og hafði séð marga vini sína berjast við sjúkdóminn og tapa. Þess vegna hafði hann lengi langað til að semja leikrit eða kvikmyndahandrit um þessa plágu tuttugustu aldarinnar en stóm stúdíóin vom lítt hrifin af hugmyndinni. Að lokum tók Am- erican Playhouse að sér að gera myndina og afraksturinn er tíma- bær, stundum yfirþyrmandi en alltaf ekta lýsing á nokkmm ein- staklingum sem komast í kynni við eyðni. Hún lýsir hugrekki þeirra sem em smitaðir og þeirra nánustu sem víkja ekki frá þeim heldur ganga með þeim í gegnum hrömunina. Nafnið Lífsfomnaut- ur er tekið upp úr dánarfregnum dagblaðanna, það er notað um þann sem eftir lifir og er ekki tal- ið eins ögrandi fyrir gagnkyn- hneigða og elskhugi! I Lífsfomnauti em átta aðal- persónur (fjórar afþeim deyja) og myndin spannar áratug. Hún hefst í júlí 1981 þegarlítil grein í David (Bruce Davison) og Willy (Campbell Scott) blöa órólegir eftir frétt- um á sjúkrahúsinu. New York Times segir ffá sjald- gæfu krabbameini sem fúndist hefur í 41 homma. Aðalpersón- umar átta hringja sín á milli og lesa váfféttina upphátt hver fyrir annan. Þeir reyna að finna patent lausn á hættunni, að þeir smituðu séu eingöngu lauslátir eiturlyfja- neytendur, en það læðist kulda- hrollur um þá á þessum heita sumardegi. Flott upphafssena sem kynnir í einu allar aðalper- sónur myndarinnar. Myndin sýnir síðan stutt at- riði úr lífi allra á árs fresti og tekst ótrúlega vel að skapa sannfærandi persónur. „Ótrúlega“, því að vandamálið við hópmyndir er yf- irleitt að áhorfandinn sér aldrei neina fullmótaða persónu heldur smábrot af mörgum. Lífsforunautur er átakanleg mynd. Maður gleymir seint atriði eins og þegar fyrsti eyðnisjúk- lingurinn John (Dermot Mulron- ey) er sýndur bíða í vélum, vit- andi ekkert en gmnandi margt. Myndin nær tilfinningalegum há- punkti þegar David (Bruce Davi- son) biður elskhuga sinn Sean (Mark Lamos), sem hann hefúr hjúkrað heima, að sleppa takinu á lífinu. En hún slær líka á léttari nótur þó að þær séu yfirleitt grát- broslegar. Lucas gerir Willy (Campbell Scott) að aðalpersónu myndar- innar, sætan strák sem vinnur í líkamsræktarstöð. Hann er fyrst dauðhræddur við eyðni og reynir að umgangast sem minnst þá vini sína sem eru smitaðir. En smám saman horfist hann í augu við vandann og fer að vinna sjálf- boðavinnu fyrir samtök sem hjálpa smituðum. Lokaatriði myndarinnar er draumsena þar sem lifandi og dauðir sameinast aftur á strönd- inni en draumurinn er stuttur. Þeir sem eftir lifðu eru einir á ný og Willy segir: „ég vil bara vefa til“ þegar lækningin finnst og þeir þurfa ekki lengur að vakna á hveijum morgni og velta fyrir sér hver sé dáinn og hver sé orðinn veikur. Ég vil lika vera til þá! Sif 22 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 28. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.