Þjóðviljinn - 25.04.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.04.1991, Blaðsíða 2
Listahátíð æsk> unnar - Ljóðabók barnanna Um sumarmál fer vel á því að listahátíð barna standi sem hæst í höfuðborainni. Hátíðin er sú fyrsta af mörgum sem haldnar verða í öll- um íandshlutum. Samkvæmt hefðbundnum skilningi eru framfarir í nútíma þjóðfélagi reistar á tækni og pening- um öðru fremur og um leið telst það eitt einatt til fram- fara sem mælt verður á mælikvarða tækninýjunga og fjármagns. Þessi skilningur á framförum er góðra gjalda verður og dugar agætlega svo lanat sem hann nær. En lítið gagn yrði okkur að öllum tækniframförun- um, auknum hagvexti, nýium byggingum, nýjum verk- smiðjum, skipum og svo framvegis ef gróskumikið lista og menningarlif þrifist ekki um leið. Enda þótt við megum aldrei gleyma grunninum, arðbærri atvinnu handa öllum og skynsamlegri nýtingu auðlindanna þá skiptir hitt ekki minna máli að hlúa svo að skapandi listym að í landinu blómgist Ijölskrúðugt mannlíf. I þeim efnum varðar miklu að glæða áhuga barna og unglinga á því að njóta framlags listamanna, auka skilning þeirra á mikilvægi lista,og síðast enn ekki síst að örva þau sjálf til að skapa. Á undanförnum áratug- um hefur sem betur fer orðið bylting í skóla- og upp- eldisstarfi með aukningu á dagvistun barna og skipu- legu innra starfi á slíkum stofnunum, en einnig hefur starf grunnskólanna tekið miklum og jákvæðum breyt- ingum. Framfarir af þessu tagi eru ekki síður mikilvægar en hinar sem mældar eru á hefðbundinn mælikvarða. Áhrif sjónvarps á börn og unglinga hefur lengi vald- ið áhrifamönnum í menningarmalum áhyggjum. Þess- ar áhyggjur eru skiljanlegar enda dregur enginn í efa gríðarlegan mátt sjónvarps til að móta skoðanir og viðhorf fólks. Þrátt fyrir þetta er ástæða til að vera bjartsýnn á að íslenskt æskufólk standist vel áreiti er- lends sjónvarpsefnis og fyrir slíkri bjartsýni eru að birt- ast ný rök í dag. Alpýðusamband íslands varð 75 ára í mars sl. og efndi af því tilefni til Ijóðasamkeppni meðal barna í samvinnu við menntamálaráðuneytið og bókaútgáf- una Iðunni. íslensk börn reyndust fúsari til að yrícja en nokkurn óraði fyrir því að í samkeppnina bárust um 6000 Ijóð og koma Ijóð eftir þau bórn sem viðurkenn- ingu fencju út á bók í dag. Þjóðviljinn sendir aðstand- endum utgáfunnar og hinum ungu skáldum hamingju- óskir í tilefni dagsins. Alþingi samþykkti ný grunnskólalög og lög um leik- skóla skómmu fyrir þinglok. í báðum þessum laga- bálkum er verið að leggja grunn að mikilvægu uppeld- isstarfi til langrar framtiðar. Næst á eftir heimilunum eru skólarnir mikilvægustu uppeldisstofnanir samfé- lagsins. Öflugir skólar með fjölþættu skapandi starfi leggia meðal annars grunninn að lífsviðhorfum ein- stakíingsins, sem mótar allt líf hans upp frá því. Skól- arnir hafa það hlutverk að þroska nemendur til að lifa og starfa í íslensku samfélagi, gera þeim kleift að taka þatt í því af fullum myndugleik oa síoast en ekki síst til að njót^ þess sem lýðræðisþjóðfélagið hefur upp á að bjóða. I því felst meðal annars frelsi til skapandi tján- ingar í listum. Því er listahátíð barna merkur atburður sem staðfestir þann skilning menntamálayfirvalda að það er ekki einasta skylda skólakerfisins að kenna, heldur líka að hjálpa tií að njóta. Því erfrumkvæði verkalýðshreyfingarinnar að útgáfu lióðabókar barna einnig merkur atburður því frjáls verkalvðsfélög eru einn af hyrningarsteinum lýðræðisins, fyrir tilverknað verkalýðshreýfingarinnar hefur lífsskilyrðum íslenskra barna verið gjörbreytt á þessari öld. Gleðilegt sumar. hágé. Þtóðylltinn Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvaemdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friöþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuöi: 1100 kr. UPPT & SKOKIÐ IY/ (YþYI ú JL ÍPnP , (J ýh -v v '\N aH Ekki fínt að vera fínn Nú er að segja frá því að það er ekki iengur fint að vera uppi. Það er ekki í tísku að eltast við dýrar flíkur með réttum merkjum. Sú sannfæring hefúr mjög látið á sjá, að sá sem ekki kaupir sér lúx- usvöru af síðustu gerð hljóti að hafa misst af hamingjunni. Kavíar, dýrir bílar, kampavín og sérhönnuð dýrindisúr eru á útleið. Þess í stað vilja margir hamast minna í lífskjaramaraþonhlaupinu og kæra sig kollótta um að það þýðir að þeir verða að lifa sparleg- ar. Menn setjast upp í ódýran bíl og taka jafnvel fram reiðhjólið. Þeir láta sér fátt um glæsipartí fmnast en hetja jfjölskylduboð í nýjan virðingarsess. Þeir brugga sinn bjór sjálfir og betrekkja sjálfir og hugsa um garðblettinn sinn. Þeir eita ekki þau mannamót þar sem von er á stórstjömum ein- hverskonar, heldur leita uppi ein- hvem félagsskap í nágrenninu og vinna fyrir hann sjálfboðavinnu í þágu góðs málefnis. Ef þeir eiga litil böm hætta þeir við pappírs- bleyjur og nota í staðinn umhverf- isvænar taubleyjur. Einfalt líf Er þetta lýsing á íslensku sam- félagi nú um sumarmál? Reyndar ekki. Hér var farið með nokkur at- riði úr lýsingu bandaríska vikurits- ins Time á þvi hvemig „Einfalt líf kemur aflur“, eins og samantektin reyndar heitir. Þar segir frá því að sú frekja neysluhyggja sem ein- kennt hefur bandarískt þjóðlíf um alllangt skeið sé nú á útleið. í stað þeirrar „efnishyggju“ gerist það nú æ algengara, að sá bandaríski meðaljón reyni að gera sér lífsfyll- ingu nokkra úr einfoldum skemmt- unum og heimilislegum dyggðum. Og sú endurskoðun á lífsstíl og gildismati hefur m.a. orðið til þess að sumir þeirra sem hafa verið of- an á í samfélaginu, eins og það heitir, þeir ákveða að fá sér starf sem er lægra launað og nýtur hvergi nærri þeirrar virðingar sem sú iðja hafði sem þeir áður stund- uðu. Flytja í ódýrarara umhverfi. Selja kannski glæsikerruna. Bara til þess að vera heima með bömun- um og drepa sig ekki á streitu. Eftirsókn eftir vindi? Hvað er eiginlega hér á seyði? Hafa betur settir Bandaríkjamenn allt í einu sest niður og rifjað upp Prédíkarann í Biblíunni, en það var hann sem sagði að allt væri hé- gómi og eftirsókn eftir vindi. Að minnsta kosti auður og frægð og völd. Er þetta sigur „nýaldarinnar" svokölluðu? (sem er reyndar furðu harðsnúin í gróðasókn þeirra sem við hana starfa). Eða er slík þróun niðurstaða af þeirri upplýsingu sem menn hafa fengið í stómm skömmtum um heilsufar sitt og annarra, eithvað í hliðstæðu við það að menn reykja minna en áður og meira að segja sterkir drykkir em eitthvað á niðurieið á sölu- skrám? Lífskjör hafa versnað Hér kemur vitanlega margt til greina. Þó einfaldast væri vitanlega að álykta sem svo, að sú stund hlýtur að renna upp í lífi hvers sæmilega skynsams manns, að hann spyr sig hvort það taki því að hamast svo við að klifra áfram upp tekjustigann, að enginn tími verður til að „njóta lífsins“ nema þá með því að kaupa sér einhverja dýra staðfestingu á því að þú sért maður með mönnum. En hér kemur og fleira til. Aft- urhvarf til einfaldari skemmtana og lífshátta á sér meðal annars ofur jarðbundnar forsendur. Þær hneigðir allar em mjög tengdar vissum staðreyndum efnahagslífs- ins. Þar hafa verið sveifhir miklar og þó heldur niður á við. Atvinnu- leysi hefur verið að mjakast uppá við í landinu og nemur nú 6,5%. Gjaldþrot em daglegt brauð. Mikill fjöldi fólks neyðist blátt áfram til þess að skera niður neyslu sína. Og það hefur líka sín áhrif þegar menn sjá nágranna sína verða fyrir ein- hverjum slíkum skakkaföllum: eins gott kannski að ég dragi saman seglin strax til að vera við öllu bú- inn. Dyggð úr nauðsyn Þetta kallar fyrmefnt vikurit, Time, að Bandaríkjamenn „geri sér dyggð úr nauðsyn" þegar þeir skera utan af sínum dýmstu neysluvenjum. Og blaðið minnir á það, að það sé mikill misskilningur þegar menn telja að obbinn af bandariskum fjölskyldum hafi ver- ið á uppleið á síðastliðinum áratug: „Andstætt því sem menn halda, þá var næstliðinn áratugur sá tími þegar meirihluti bandarískra fjöl- skyldna var að færast niður þjóðfé- lagsstigann. Það var aðeins sá fimmtungur Bandaríkjamanna sem ríkastur er, sem jók rauntekjur sín- ar í stjómartíð Reagans, og þeir fá- tæku drógust enn meir aftur úr. Þegar búið er að taka mið af verð- bólgu, þá hafa lífskjör í Bandarikj- ununum í reynd versnað síðan 1973: raungreiðslur sem bandarískt verkafólk fær fyrir hverja vinnu- stund hafa farið úr 8,55 dollurum þá niður í 7,54 dollara nú. Því segir Barry Bosworth hagfræðingur hjá Brokkings Institution: Bandaríkja- menn em ekki að gerast bölsýnir. Þeir em blátt áfram að verða raun- særri. Það er rétt hjá þeim að hugsa sér til niðurskurðar“. Það er og í þessum anda að í samantekt Times segir, að „ein- faldara líf‘ sé ekki trúaratriði, ekki „messíasarhreyfing“ eins og á sjö- unda áratugnum þegar unga fólkið lét illum látum og kvaðst þreytt á ríkjandi neysluhyggju. Sú hreyfing sem nú setur vaxandi svip sinn á þjóðlífið er „tiltölulega praktísk“. Með öðmm orðum: hún tekur mið af þeim tiðindum sem fyrr var um getið og enginn hefði trúað ef hann hefði lesið um þau í einhveiju vinstrivillublaði: lífskjör hafa versnað í Bandaríkjunum siðan 1973. Börn og eldflaugar Sem leiðir hugann að öðm: Re- aganisminn sem létti sköttum af þeim ríku, hann er einhver versta villa í bandarískri stjómsýslu sem um getur. Sú stefna hefur gert Bandaríkjamenn að skuldugustu þjóð heims, lagt fjármál ríkisins í rúst, gert þá ríku ríkari og þá fá- tæku og meðaljónana fátækari. Það er líka áframhald þessarar stefhu sem fær Time í sama tölublaði til að hneyklast á „forgangsröð“ bandarískra stjómvalda. Þau hafa alltaf nóga peninga til að kaupa vopn meðan þau sætta sig við að velferðarkerfinu hefúr hnignað svo að ungbamadauði er nú helmingi meiri en t.d. í Japan og meiri en í 23 ríkjum öðmm, þar á meðal Spáni og Singapore. Og emi er haldið áffam á sömu braut: nú síð- ast tókst ekki að kría meir en 25 miljónir dollara út úr stjómvöldum til baráttu við ungbamadauða, á meðan var skrifuð pöntun fýrir marga miljarði til að bæta í vopna- búr sem em yfirfull. 150 miljónir eiga t.d. að fara til þess að bæta 20 þúsund sknðdrekaeldflaugum við birgðir hersins, sem á 312 þúsund stykki fynr! ÁB ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. apríl 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.