Þjóðviljinn - 25.04.1991, Síða 7

Þjóðviljinn - 25.04.1991, Síða 7
FlÉTTIM Myndun nýrrar vinstri stj ómar höfuðverkefnið Frá fyrsta fundi þingflokks Alþýðubandalagsins I Hlaðbúð I Alþingishúsinu I gær. Frá vinstri sitja Jóhann Ársælsson, Margrét Frímannsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson, Guðrún Helgadóttir, Steingrfmur J. Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson. Kristinn H. Gunnarsson var veðurtepptur og Ragnar Arnalds var staddur erlendis. Mynd: Jim Smart. ingflokkur Alþýðu- bandaiagsins kom sam- an í fyrsta sinn eftir kosningar í gærdag og fundaði um úrslit kosn- inganna og stjórnar- myndun. Þingflokkurinn sam- þykkti á fundinum svohljóðandi ályktun: „í samræmi við úrslit alþingis- kosninganna telur þingflokkur Al- þýðubandalagsins höfuðverkefni sitt að beita sér fyrir myndun vinstri stjómar og telur fylgisaukn- ingu flokksins skýr skilaboð frá kjósendum í þá átt. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins telur því mikilvægt að núver- andi stjómarflokkar, Alþýðubanda- lag, Alþýðuflokkur og Framsókn- arflokkur kappkosti að halda áfram því farsæla og árangursríka ríkis- stjómarsamstarfi sem verið hefur með þeim síðan haustið 1988. Flokkunum hefur í samvinnu við samtök launafólks tekist að koma á stöðugleika í íslenskum efnahagsmálum. Þessum flokkum er best treystandi til að festa þann árangur í sessi og stuðla að jöfríun lífskjara. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins er reiðubúinn til viðræðna um nýjan máiefnagrundvöll vinstri stjómar og einnig um breytta verkaskiptingu milli flokkanna og gæti sú nýskipan tekið til allra ráðuneyta nýrrar ríkisstjómar.“ Ályktunin var samþykkt ein- róma. Olafur Ragnar Grímsson formaður flokksins tók ffam í gær að sér þætti eðlilegt að þessir þrír flokkar hæfu þessar viðræður. Það fæli þó ekki í sér að stjómarsam- starfi við Kvennalistann væri haírí- að. Þá tók hann fram að þingflokk- urinn teldi það koma til greina að Jón Baldvin Hannibalsson formað- ur Alþýðuflokksins leiddi stjóm- ina, án þess að í því fælist gang- rýni á störf Steingríms Hermanns- sonar i núverandi stjóm. Ekki gátu allir níu þingmenn Alþýðubandalagsins mætt á þenn- an fyrsta fund þingflokksins þar sem Kristinn H. Gunnarsson þing- maður Vestfirðinga var veðurteppt- ur. Hinn nýliðinn í þingflokknum Jóhann Ársælsson mætti hinsvegar ánægður með árangur sinn og flokksins á Vesturlandi sem kom honum á óvart þó hann hefði átt von á einhverri fylgisaukningu. Ragnar Amalds var staddur erlend- is í gær. -gpm Atvinnumiðlun iðnnema býður uppá námssamninga Iðnnemasamband íslands hefur sett á stofn atvinnumiðlun iðnnema, AMIN. Atvinnumiðl- unin er hugsuð til að auðvelda iðnnemum að fá vinnu í sínu fagi. Miðlunin verður starfrækt allt árið að sögn Kristins H. Ein- arssonar framkvæmdastjóra Iðnnemasambandsins. Hann sagði að um nýjung væri að ræða þar sem að stofnunin hefði einungis verið samþykkt í byijun þessa mánaðar, en nú er unnið að því að senda bréf til allra atvinnu- rekenda sem hafa eða hafa haft iðnnema í vinnu. Atvinnumiðlunin er ekki ein- ungis hugsuð sem sumarleyfis- miðlun og verður starfrækt allt ár- ið. Enda útskrifast iðnnemar tvisv- ar á ári. Þá verður einnig boðið Elín Sigurðardóttir formaður Iðnnemasambandsins og framkvæmdastjórinn Kristinn H. Einarsson á skrifstoðu atvinnumiðlunar iðnnema í gær, en þau voru að undirbúa að auglýsa miðlunina meðal atvinnurekenda. Mynd: Kristinn. upp á námssamninga, en hingað til taldi Kristinn að þetta yrði til mik- hafa iðnnemar leitað í símaskránni illa bóta. eftir meistara til að vinna hjá, og -gpm Gott ár hjá Búvörudeildinni Á síðasta ári jókst velta Bú- vörudeildar Sambandsins tals- vert frá fyrra ári auk þess sem markaðshlutdeild deildarinnar í sölu kindakjöts jókst einnig um- talsvert. í framhaldi _ af sam- þykktum aðalfundar SIS í fyrra var rekstri Búvörudeildarinnar breytt um síðustu áramót og tók þá hlutafélagið Goði við rekstri hennar. Á nýafstöðnum ársfundi Bú- vörudeildarinnar kom fram að velta hennar á árinu 1990 var 3.878 miljónir króna sem er 23% aukning frá árinu 1989, eða um 16% raunveltuaukning á milli ára. Þá varð ennfremur hagnaður af rekstri deildarinnar eins og undan- farin ár. Kindakjötssala innanlands í fyrra var 2.907 tonn og óx um 15% frá fyrra ári, en heildarsala kinda- kjöts innanlands stóð í stað. I heild jókst kjötsala Búvörudeildarinnar um 13% og hefur markaðshlut- deild hennar aukist umtalsvert frá árinu 1989. Búvörudeild Sam- bandsins flutti út á síðasta ári 2.030 tonn af dilkakjöti sem er meira en 1989 og umtalsvert meira en gert er ráð fyrir á þessu og næstu árum vegna ákvæða búvöru- samnings. Flutt voru út 65 tonn af hrossakjöti og fékkst gott verð fyr- ir það á Japansmarkaði. Ennfremur voru flutt út 130 tonn af sviðum til Færeyja en sá markaður er talinn sá mikilvægasti fyrir útflutning ís- lendinga á kjötafurðum. Andvirði útflutts æðardúns nam 100 miljón- um króna árið 1990. Aðalmarkaður fyrir æðardún hefur verið og er í Þýskalandi og hefur þar fengist mjög gott verð. -grh Hársnyrting hækkar umfram þjóðarsátt Samkvæmt verðkönnun Verðlagsstofnunar hafa þjón- ustuliðir hársnyrtistofanna á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 10,6 prósent á tímabilinu júní 1990 til mars 1991. Á sama tíma hefur launavísitalan hækk- að um 7,5 prósent en fram- færsluvísitalan um 3,9 prósent, segir í frétt frá stofnuninni. Meðalhækkunin er þó mjög mismunandi eftir stofum, allt frá núlli uppí 28 prósent hækkun. Þannig hafa sex stofur af 124 ekki hækkað hjá sér síðan í júní í fyrra, 23 stofur hafa hækkað um 1 - 5 prósent en aðrar hafa hækkað meira. Mikill verðmunur er á einstakri þjónustu eftir stofum. Lægsta verð á einfaldri herraklippingu var 800 krónur hjá hárgreiðslustofunni Ellu við Dunhaga en dýrust var herra- klippingin hjá Jóa og félögum á Rauðarárstíg en þar kostaði 1.980 krónur að klippa sig. Munurinn er 147,5 prósent. Kvennaklipping var lægst 800 krónur hjá Lilju, Garða- stræti og hæst hjá Salon VEH en þar kostaði klipping kvenna 2.760 og munar 245 prósentum. Á hársnyrtivörum munaði um 53 prósentum á hæsta og lægsta verði. Hæsta verð á permanenti var 103 prósentum hærra en lægsta verðið og það munaði 321 prósenti á hæsta og lægsta verði á hárþvotti. -gpm Síða 7 Fiskeldi á stall með hátækni rátt fyrir að á ýmsu hafi gengið í flskeldi hér á landi á undan- förnum árum telja fisk- eldismenn að atvinnu- greinin eigi framtíðina fyrir sér. Meðal annars er fullyrt að fiskirækt nútimans tilheyri þriðju iðnbyltingunni og hún er jafnvel sett á stall með ýmis kon- ar hátækni ss. geimtækni, upp- lýsingamiðlun og sjálfvirkni, svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur fram í Eldisfrétt- um, sérriti um fiskeldis- og haf- beitarmál í grein sem heitir Fisk- eldi er framtíð - þrátt fyrir allt. Þar kemur fram að fram til næstu alda- móta muni mannkyninu íjölga um einn miljarð og neysla á fiski og fiskafurðum muni aukast allnokk- uð. Það mun hafa það í for með sér að framboð á sjávarafurðum þarf að aukast úr 65 miljónum tonna í 100 miljón tonn. Eins og ástand fiskistofna er víðast hvar í heimin- um er ekki talið að hefðbundnar fiskveiðar geti mætt þessari um- framþörf, heldur fiskeldið. Áf heildarframboði sjávaraf- urða í dag er um 20% sem kemur úr fiskeldinu. Norðmenn spá því að eftir 20 ár geti þetta hlutfall orð- ið allt að 40%. Að mati fiskeldis- manna er því brýnt að láta ekki deigan síga, þrátt fyrir áfoll gær- dagsins, á sama tíma og aðrar þjóðir keppast við að þróa og auka framleiðsluna í fiskeldi. -grh Tá'r, bros og takkaskór, sölu- hæsta bama- og unglingabók síð- ustu jólavertíðar, var valin besta frumsamda bamabók síðastliðins árs. Höfundur hennar er fótbolta- kappinn fyrrverandi Þorgrímur Þráinsson og tók Jim Smart þessa mynd þegar Davíð Oddsson borg- arstjóri afhenti honum verðlaunin í Höfða í gær. Þorgrímur sagði þessi verðlaun viðurkenningu á því að ákvörðun sín um að geysast af fót- boltavellinum og fram á ritvöllinn hefði verið rétt. Þá hlaut Sigrún Ámadóttir verðlaun fyrir þýðingar á bamabókunum um Bömin í Ólátagarði eftir Astrid Lindgren, sem margar kynslóðir hafa lesið sér til ánægju og yndisauka, og fyrir þýðingamar á hinum vinsælu bamabókum um prakkarann Einar Áskel eftir Gunnillu Bergström. Þessi bamabókaverðlaun skóla- málaráðs Reykjavíkurborgar voru í gær veitt í nítjánda sinn. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur '25.' apríl iÖ9Í

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.