Þjóðviljinn - 25.04.1991, Page 9

Þjóðviljinn - 25.04.1991, Page 9
Á. Umsjón: Sif Gunnarsdóttir KymmymdiiT^ Hinn hreini Þar til dauðinn oss aðskilur LAUGARÁSBÍÓ Betri blús (Mo’ better blues) Handrit, leikstjórn og framleiðsla: Spike Lee Kvikmyndataka: Ernest Dickerson Tónlist: Bill Lee Aðalleikarar: Denzel Washington, Spike Lee, Wesley Snipes, Joie Lee, John Turturro, Cynda WiUiams Svertingjar hafa frá byrjun kvikmyndanna aðallega leikið nið- urlægjandi aukahlutverk, þjóna og glæpamenn. A níunda áratugnum breyttist þetta, t.d. með félaga- myndum eins og Leathal Weapon og Jumping Jack Flash. En þó að fleiri svertingjar vinni í sjónvarpi og kvikmyndum núna en áður þá hafa stóru kvikmyndaverin alltaf verið viss um að svertingi í aðal- hlutverki sé ekki nóg til að hala inn fúlgur af peningum, að Rich- ard Pryor, Eddie Murphy og Bill Cosby undanteknum. Þó er einn svartur leikari sem hefur verið tek- inn alvarlega og haft höfúð og herðar yfir íjöldann, það er Sidney Poitier og nú spá amerísku blöðin að arftaki hans sé kominn í líki leikarans Denzel Washington sem leikur aðalhlutverkið í nýjustu mynd Spike Lee. Leikstjórinn Spike Lee er svartur og hefur átt mikinn þátt í því síðustu ár að breyta ímynd svertingja á hvíta tjaldinu. Ailt ffá fyrstu mynd hans She’s gotta have it hafa svertingjar farið með flest aðalhlutverk hjá honum og hann hefur í engu snúið baki við hug- sjónum sínum til að daðra við stóru kvikmyndafyrirtækin. Mynd- ir hans hafa ávalt vakið umtal og oft reiði, t.d. kom Do the right thing mörgum i opna skjöldu og ekki urðu lætin minni þegar Osk- arsverðlaunaafhendingin hundsaði hana fúllkomlega. Betri blús heitir nýjasta mynd Spike Lee og hún er með allt öðru sniði en fyrri myndir hans. Eins og Do the right thing gerist hún í Brooklyn en í þetta skiptið er aðal- atriðið „sambönd" en ekki kyn- þáttadeilur. Myndin hefst i lok sjö- unda áratugarins á því að lítill strákur fær ekki að fara út að leika sér því hann á að vera inni að æfa sig á trompetinn sinn sem hann hatar náttúrulega. Hann þrefar við mömmu sína en ekkert gengur. Að lokum gefst hann upp, tekur hljóð- færið, blæs og út koma agaleg hljóð. Síðan þagna hljóðin en myndavélin dvelur á trompetnum og næsti tónn er hreinn, 20 ár hafa liðið og Bleek Williams er orðinn frægur tónlistarmaður. „Hvað mundir þú gera ef þú gætir ekki spilað á trompetinn?” spyr vinkona Bleeks. „Leggjast út í hom og deyja,“ svarar hann. Bleek (Denzel Washington) lifir fyrir tón- listina. Hann á tvær kærusmr en þær skipta hann litlu máli, hann notar þær þegar hann hefur þörf fýrir þær, tónlist er mikilvægari en fólk. Hann spilar á klúbbi með sinni eigin híjómsveit sem hann stjómar með jámhendi - ef þeir em óánægðir þá geta þeir bara far- ið. Hann er sjálfselskur eins og snillingar eiga að vera. En lífið leikur ekki við hann að eilífú, hann verður fyrir óhappi og þarf að end- urskoða líf sitt og sambönd sín við fólk og verður á endanum að betri og heilsteyptari manneskju. Denzel Washington er löngu orðinn þekktur fyrir hlutverk sín í Cry freedom og Glory. Hann er magnaður leikari og nýtur sín í hlutverki djassgeggjarans Bleeks. Áhorfandinn efast ekki eitt andar- tak um að það sé hann sem blæs hinum seiðandi tónum úr gullnu hljóðfærinu (en í rauninni er það Branford Marsalis). Ferð hans frá sjálfumgleðinni yfir í örvænting- una er sönn og ekta. Fyrir utan það að leikstýra, tónn! framleiða og skrifa handrit leikur Spike Lee eitt aðalhlutverkið, mis- heppnaðan umboðsmann Bleeks. Þessi persóna minnir stundum á Woody Allen í mynd hans Broad- way Danny Rose, en Spike er heldur ekki svo ósvipaður Allen. Hann er hallærislegur og talar of mikið og er góð andstæða hins fongulega Bleeks sem er æskuvin- ur hans. Joie Lee, systir Spike, er önnur vinkona Bleeks en Cynda Williams er hin. Þær em líka andstæður, Joie er blíð og góð en Cynda er ágeng og báðar vilja þær eiga hann allan. Þær skila hlutverkum sínu með prýði. Fjöldi annarra leikara er i myndinni og ekki pláss fyrir þá alla hér. Eg vil aðeins minnast á John Turturro sem leikur af snilld lítið hlutverk eiganda klúbbsins sem Bleek spilar á. Hann og bróðir hans sjá um grinið í myndinni, þeir minna á teiknimyndafígúrur þegar þeir endurtaka orð hvors annars eða segja heilu setningamar í kór. Leikstjóm Lee er einstök og kvikmyndataka Dickerson ótrúleg. Þeir unnu líka saman við Do the right thing og ná jafnvel enn betri áhrifum núna. Myndavélin dansar með tónlistinni, hringsnýst og þeytist um eins og hún sé ein af persónunum en ekki vél. Þá er eftir að segja frá tónlist- inni, hún er auðvitað yfir og allt um kring. Fyrir djassara hlýtur þessi mynd að vera himnasending því að í henni heyrum við í meist- umm á borð við Parker, Miles, Coltrane og fleiri. Og fyrir fólk eins og mig sem hefur aldrei hlust- að á djass er myndin uppgötvun. Tónlistin hrifur mann, ýtir undir tilfinningar sem myndin vekur og gerir Betri blús að hreinu eyma- konfekti. BÍÓBORGIN Sofíð hjá óvininum (Sleeping witb the enemy) Leikstjóri: Joseph Ruben Framleiðandi: Leonard Goldberg Handrit: Ronald Bass eftir skáld- sðgu Nancy Price Aðalleikarar: Julia Roberts, Patrick Bergen, Kevin Anderson í myndinni Sofið hjá óvininum leikur Julia Roberts konuna Laum. Laura virðist hafa allt sem hugur- inn gimist, hún býr í stórfenglegu húsi við ströndina, hún er í smekk- legum fotum og ber dýra skart- gripi. Og fyrst og fremst á hún myndarlegan mann, Martin (Patr- ick Bergen), sem elskar hana heitt og innilega. En það er maðkur í mysunni, Laura er ekki hamingju- söm í sælulandinu - maðurinn hennar er nefhilega ekki heill á geði. 1 nafni ástarinnar beitir hann hana bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi og það em minnstu smáat- riði sem koma honum af stað eins og til dæmis ef handklæðin hanga ekki rétt á baðherberginu eða ef dósamatnum er vitlaust raðað upp í skápunum. Laura hefur búið með þessum manni í næstum fjögur ár og er bú- in að fá nóg. Hún veit að það er ekki nóg að skilja við hann eða fara, hann mun ekki láta hana sleppa svo að hún undirbýr sinn eiginn dauðdaga og kemst burt. (Ahorfandinn andar léttar). Nú tekur við annar hluti mynd- arinnar - hlutinn þar sem hún tekst á við líf sitt og innri persónu (það sem eftir er af henni), hittir nýjan mann (Kevin Anderson), gengur í rósóttum kjólum, dansar eftir tón- list Van Morrison og bakar epla- köku. (Kvennaathvarfið ætti að taka þessa þerapíu til athugunar). En Laura er ekki lengi í paradís, Martin fer að gruna að hún sé ekki dáin og hefur leit. Þá tekur við þriðji hluti mynd- * Kanar em ekki búnir að þurr- ausa formúluna „rómantisk gaman- mynd“ því nú em Alec Baldwin og Kim Basinger nýbúin að leika í einni sem heitir The marrying man. Baldwin leikur milla sem verður ástfanginn, giftist og skilur við næturklúbbasöngkonuna Bas- inger og endurtekur söguna síðan. Alec og Kim em víst búin að vera kæmstupar síðan tökur hófust svo að ástaratriðin ættu að vera ekta! * Liza Minelli er komin á kreik aftur (Liza hvað?) í myndinni Stepping out. Þar leikur hún stepp- danskennara og á meðal nemenda hennar em Julie Walters, Ellen Green og Shelley Winters (i al- vöm). Lewis Gilbert leikstýrir en hann leikstýrði síðast Shirley Va- lentine. * Hinn eini og sanni Blake Ed- wards hefúr lokið við nýja mynd, Switch um kvennabósa sem deyr, arinnar sem við orðlengjum ekki firekar hér. Sofíð hjá óvininum er óneitan- lega mjög spennandi mynd. Hún er dálítið í anda meistara Hitchcock því að aðeins einu sinni sér maður ofbeldi með bemm augum, þess á milli bíður maður spenntur eftir því, stífur í stólnum af eftirvænt- ingu. Það sem gerir hana hryllilega er hvað efniviðurinn er nálægt manni, kvennaofbeldi er út um allt. En myndin hefur líka sína veiku punkta og þeir koma aðallega ffam i miðkafla myndarinnar. Leikstjór- inn Joseph Ruben stendur sig prýðilega í hryllingnum á heimil- inu í byrjun og gerir mann dauð- hræddan í spennuatriðunum í end- ann (fólk öskraði) en rómantíkin er litlaus og ósannfærandi. Julia og Kevin gefa enga neista ffá sér, hveijum sem það er nú að kenna. Það var líka alveg vonlaust þegar Laura verður sögumaður í eina mínútu til að útskýra fyrir áhorf- endum (sem ekki tóku vel eftir) hvemig hún fór að því að flýja. Julia Roberts er hæfileikarík leikkona og það verður gaman að sjá hana takast á við eitthvað virki- lega bitastætt. Hér rennur hún auð- veldlega í gegnum hryllinginn og er líklega best í fyrsta hlutanum þar sem hún er að snúa á eigin- manninn. Patrick Bergen er svo ógeðslegur að mér þykir ólíklegt að hann fái að leika annað en ill- menni framar. Kevin Anderson er andstæða Patricks, húmanískur leiklistarkennari í flauelsbuxum í stað strokinna bisnissjakkafata Patricks, en hann er ósannfærandi og stundum beinlínis ónauðsynleg- ur. En það skemmir ekki fyrir spennunni sem er jú aðalatriðið. Góð mynd fyrir adrenalin sjúk- linga en þeim, sem fannst Hættu- leg kynni ganga of langt, ættu að sitja heima. en í stað þess að fara til helvítis (þar sem svoleiðis menn eiga heima) er hann sendur til jarðar- innar aftur í líkama fongulegrar konu sem Ellen Barkin leikur og þarf að þola menn sem haga sér eins og hann gerði. Þetta ætti að kenna þeim! * Demi Moore (Ghost) er enn innan um framliðna því að í nýj- ustu mynd sinni, Mortal thoughts er maður vinkonu hennar, Glenne Headly, drepinn. Hvað haldið þið að Bruce Willis hafi fengið borgað fyrir að leika líkið? * Sumarsmellur Bruce Willis ber að þessu sinni heitið Hudson Hawk. Þar leikur hann fyrrverandi fanga sem ætlar að stela smíðis- gripum Da Vinci fyrir rík hjón. Við megum búast við allskonar brell- um og skellum því Willis á líka hálfan heiður af handritinu. BREYTTUR OPNUNARTÍMI í SUMAR Fiá l.maítil 1. sqjtembo-verðurskrifetDfeRKI að Rauðarárstíg 18 qjin fiá kl 08.00 til 16.00. Rauði kross íslands Síða 9 t.t 't.?. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. apríl 1991 ’ inqc nueebuiminH HWli JlVQOU

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.