Þjóðviljinn - 25.04.1991, Side 12

Þjóðviljinn - 25.04.1991, Side 12
AFMÆLI FLÓAMAjRKABUR Þióbyiltans Ymislegt Til sölu v/búferlaflutninga Technics segulband M 240 X á kr 10.000.-, Marantz magnari PM 510 á kr. 10.000.-, 2 stk. JBL há- talarar L 40 á kr 15.000.- og þriggja ára B og O sjónvarp LX 2500 á kr. 90.000.- (kostar nýtt 170.000.-kr.). Einnig þrjár rúm- dýnurá 1.000.- kr. stykkið. Uppl. í síma 32228. Óskast óska eftir sófa sem hægt er að nýta sem rúm. Einnig vantar lítinn ísskáp, ódýrt eða gefins. Uppl. í síma 23649 á kvöldin og 27022 á daginn. Nanna. Gamalt og gott pönk Vantar eldri plötur með Tappa tí- karrass, Kuklinu ofl. Sími 672463, Ingi, e. kl. 18. Hjálp Mig vantar sárlega bolla inn í settiö mitt sem er frá Bing og Gröndal og heitir „Saxneska blómið". Er heima í síma 671190 e. kl. 18. Sumarbústaðaeigendur Til sölu gaseldavél og 12 volta vindrafstöð fyrir sumarbústað ásamt rafgeymi, Ijósum og raf- lagnaefni. Allir hlutir nýyfirfarnir. Uppl. í síma 42906 eftir kl. 20.00. Lopapeysur og leðurfrakki Nýjar lopapeysur til sölu. Einnig nýr leðurjakki á 14-15 ára dreng. Uppl. í síma 33518. Húsnæði Herbergi óskast Fullorðinn einhleypur maður ósk- ar eftir herbergi með aðgangi að eldhúsi. Uppl. í síma 84180 á dagjnn eða 622149 á kvöldin. Finnur. (búð óskast Ungt par með barn óska eftir að taka á leigu 3 herb. íbúð frá 1. sept. I Reykjavík eða Kópavogi. Góð fýrirframgreiösla og reglu- semi heitið. Sími 96-23706 (búð óskast Þriggja til fjögurra herbergja íbúð óskast til leigu. Staðsetning helst I Vesturbergi eða Hólahverfi. Uppl. í síma 72490. fbúð Óska eftir aö taka á leigu litla íbúð. Uppl. í síma 678689. fbúð óskast Óska eftir tveggja herbergja íbúð til leigu frá og með 1. júní. Uppl. í síma 16465. Inga. fbúð í Vesturbæ Óska eftir þriggja herbergja íbúð í vesturbæ Reykjavíkur frá 1. ág- úst n.k. Skilvísum greiöslum heit- ið. Uppl. í síma 40591. Ibúð til leigu Til leigu er 100 fermetra íbúð í 5 íbúða húsi í nágrenni Borgarspít- alans. íbúðin er þriggja herbergja og er laus strax. Uppl. i símum 91-686519, 91-15016, 93-71780 og 93-71245, Magnús. ioön Hjónarúm Óska eftir antik-hjónarúmi með eða án dýnu. Sími 674506. Hjónarúm til sölu King size vatnsrúm úr furu til sölu. Uppl. í síma 73623. Heiitiilis- og raftæki Til sölu Góð Zesowatt þvottavél til sölu fyrir gott verð. Uppl. í síma 33586. Kraftmagnari Nýr Yamaha kraftmagnari fyrir söngkerfi til sölu. Simi 689714, Jón. Commador 64 Til sölu Commador 64 leikjatölva. Innifalið skjár, lyklaborð, segul- band, fjarstýringar og 40 leikir. Verð kr. 20.000. Uppl. gefur Jök- ull í síma 14304. fsskápur Gef gamlan Ijótan ísskáp. Uppl. í síma 20237. BMX-reiðhjól Til sölu BMX reiðhjól, 16“, rautt og svart. Verð kr. 6000.- Sími 672143. Loksins fæst það keypt Nítján tommu, 18 gíra Muddy Fox Courier í frábæru standi á góðu verði. Alvöru fjallahjól. Einnig fæst Fiat Panda '83. Þarfnast smá lagfæringa og selst ódýrt. Sími625201. Til sölu 20 tommu BMX reiðhjól til sölu. Verð kr. 5.000.- Uppl. í síma 84992. Reiðhjól-fuglabúr 10 gira drengja- /karlmannshjól til sölu. Einnig stórt tveggja hólfa fuglabúr. Uppl. í síma 79840 til kl. 16.00 og 79464 eftir kl. 22.00. Auöur. DýrahaSd Töpuð læða Grá og svartbröndótt læða tapað- ist í Hlíðunum. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 24456. ALÞYÐUBANDALAGTÐ Alþýðubandalagið i Reykjavik Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn að Hverfisgötu 105 mánudaginn 29. aprll kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning uppstillingarnefndar vegna aðalfundar. 2. Stjórnmálaviðhorfið - almennar umræður. Frummælandi Svavar Gestsson alþingis maður. 3. Önnur mál. Stjórn ABR AB Kópavogi Morgunkaffi Morgunkaffi laugardaginn 27. aprll I Þinghól I Kópavogi frá kl. 10 til 12. Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi verður til við- tals. Allir velkomnir. Bæjarmálaráð ABK Svavar Valþór Kettlingur Kassavanur, 12 vikna kettlingur fæst gefins. Sími 22613. Fyrir fiskabúr Ljós og loftdæla fýrir fiskabúr ós- kast til kaups. uppl. í síma 75209. Fyrir bdrn Barnakerra SIMO barnakerra til sölu. Kerran er vel með farin og með henni fylgja skermir, svunta, innkaupa- grind og poki. Verð 12.000,- kr. Uppl. (síma 34868 eftir kl. 15.00. Bilar og varahlufðr Citroen GSA Til sölu er fólksbíll, Citroen GSA, C-MATIC, árgerð 1982, ekinn 90.000 km. Nýskoðaður og vand- aður bíll. Verð aðeins kr. 150.000. Sími 28412 e. kl. 18. Smájeppadekk Fjögur óslitin 15 tommu jeppa- dekk frá Nokia á nýjum Suzuki felgum til sölu. Henta einnig undir Lada sport. Uppl. í sima 42094. Sparneytinn bíll Litla MICFtAN mín ertil sölu. Hún er í toppstandi, skoðuð 92, ekin 111 þús. km. Bílasalan seturá hana 240.000,- kr. en þú getur hringt og athugaö hvort við kom- umst að samkomulagi um þá tölu sem þér finnst henta. Síminn er 681333 á skrifstofutima, 98- 21873 á kvöldin, Svanheiður. Þjóriusta Garðeigendur Nú er rétti tíminn til að klippa tré og runna. Vönduð vinna. Guð- laugur Þór Ásgeirsson, sími 28006. Málningarþjónusta Við erum tveir málaranemar og tökum að okkur alhliða málning- arvinnu. Uppl. i síma 75543. Garðeigendur Önnumst alla almenna garð- vinnu, útvegum húsdýraáburð og dreifum. Pantið sumarúðun tím- anlega. Þórhallur Kárason bú- fræðingur, sími 25732. Viðgerðir Tek að mér smáviðgerðir á hús- munum. Hef rennibekk. Uppl. í síma 32941. Garðeigendur Bjóðum húsdýraáburð, trjáklipp- ingar, hellulagnir, garðúðun og fleira. Uppl. í símum 13322 (Sig- urjón) og 12203 (Sverrir) Húseigendur Trésmiður getur bætt við sig verk- efnum strax. Uppl. í síma 24867. Atvinna óskast Atvinna óskast Ég er 17 ára menntaskólastúlka á eðlisfræðibraut í MH. Mig bráð- vantar sumarvinnu. Ef einhver þarf áræðilegan og reglusaman starfskraft þá er ég laus frá 20. maí. Uppl. í síma 34937. Atvinna óskast Fjölskyldumaður, 22 ára, óskar eftir vinnu. Allt kemur til greina. Sími 689714, Jón. Tvær leiðir eru hentugar til þess að verja ungbarn i bil t •i'.Jvi bdmtð aníiaðtivoit luji)|d i btGiol lyitt ungboi'i cðj lidinavuijm 'so*n lostui cr nu*ð ticltum UUMFERDAR RÁD siða \2 ,, Hörður Zóphaníasson sextugur Afmælisgreinar hafa gjaman þann eiginleika að vera eins og markaskrár langs lífsferils. Menn fletta upp og lesa og sjá hvenær og hvar ákveðinn einstaklingur fékk tiltekið mark og hvort og þá hve- nær hann skipti um mark. Sumir hafa sitt mark allt lífíð og merkja afurðir sínar og gerðir því marla. Yfírfært til nútímans verða ákveðin mörk að vömmerki og einkenni einstaklinga og félaga. Ef markið er þekkt að góðu, þá er tek- ið mark á manninum, ef ekki þá öfugt. Það er tekið mark á Herði Zóp- haníassyni. Allt hans handbragð og starf ber þess merki að þar fari traustur og jákvæður persónuleiki sem gott er að eiga að vini. Frá unga aldri hefur Hörður vrið jafn- aðarmaður og lengst af tilheyrt for- ystusveit þeirra. Það er engin til- viljunm að Alþýðuflokkurinn er svo stór sem raun ber vitni í heimabæ hans Hafharfirði. Það er vegna þess að þar hafa hugsjónir jafnaðarmanna haft á að skipa hæfileikaríkum forystumönnum, sem höfðu traust fólksins. Það var tekið mark á forystumönnum hafn- firskra jafnaðarmanna og Hörður er einn þeirra. Hörður valdi uppeldis- og kennslumál að lífsstarfí og hefur því alla sína ævi starfað með æsku þessa lands. A tímum hinna hörðu gilda, þegar lífshamingjan er mæld í stereógræjum og tryllitækjum og ekki tekið mark á neinni umræðu í þjóðfélaginu, sem ekki er að uppi- stöðu hagfræðilegt prósentustagl um samdrátt og vöxt, þá eru þeir menn dýrmætir sem helga æsku landsins starf sitt. Kennslustarfið er krefjandi starf og þeir menn sem það stunda verða að vera í senn uppalendur, fræðandi og fordæmi. Þetta sameina bara hugsjónamenn, menn sem hafa mannlega reisn og félagslegt réttlæti að lífsskoðun, og verum þess minnug að réttlæti verður trauðla skilgreint, án við- miðunar við jafnrétti. Hörður er því um leið samvinnumaður, því þótt pólitísk forysta samvinnu- hreyfingarinnar hafi oft orðið við- skila við jaíhaðarhugsjónina, þá hafa jafnaðarmenn aldrei misst sjónar af samvinnuhreyfmgunni og hennar mikilvæga innleggi í lífs- baráttu fátæks fólks fram yfir miðja þessa öld. Hörður hefur gegnt miklum trúnaðarstörfum í neytendahreyfingu samvinnu- manna hér á suðvesturhomi lands- ins og átt sæti í stjóm Sambandsins um árabil. Þar hafa mannkostir hans sem einkennast af drengskap og sáttíysi notið sín vel. Þar er tek- ið mark á Herði Zóphaníassyni. I stjómmálum skiptast á skin og skúrir. Enginn flokkur siglir stöðugan beitivind, allir verða þeir fyrr en síðar fyrir áfollum og flestir eiga sínar stóm stundir. En hvert sem sviptivindar tímans vilja bera flokka, þá er það fyrst og fremst undir flokksfélögum og málefnum komið hvert söguþróunin skilar stjómmálahreyfingum. Meðan Alþýðuflokkurinn hefur mömium eins og Herði Zóphanías- syni á að skipa vitum við að ræt- umar em í lagi. í nafni Alþýðuflokksins óska ég Herði innilega til hamingju á þessum merkisdegi og óska honum alls góðs á ókomnum árum, og þakka honum einstök störf í þágu flokksins um langan aldur. Jón Baldvin Hannibalsson Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum i dúkalagnir í ýms- um fasteignum Reykjavíkurborgar. Um er að ræða annars vegar ca. 3.000 fermm. fyrirfram skilgreind verk sem vinna skal á þessu ári og ca. 4.000 fermm. vegna íbúaskipta sem vinna skal á næstu 2 árum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 2. maí 1991, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Slmi 25800 Ert þú grúskari? Safnar þú heimildum um áhugamál þitt? Hópur bókavarða vinnur nú að því að safna upplýs- ingum um prentaðar íslenskar heimildir í þeirri von að fleiri geti nýtt sér þetta efni í framtíðinni. Ef þú safnar íslenskum heimildum um áhugamál þitt og hefur skráð þessar heimildir hjá þér vill hópurinn gjarnan fá upplýsingar um það. Nánari upplýsingar gefa: Anna Torfadóttir, Borgarbókasafni.s. 91-27155 Ingibjörg Árnadóttir, Háskólabókasafni, s. 91-694335 Ragna Steinarsdóttir, Kennaraháskóla íslands, s. 91- 688700

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.