Þjóðviljinn - 04.05.1991, Page 3
Daníel í Svíaríki
Daníel Magnússon myndlist- „Niðurstaða landkönnunar". Verkin
armaður opnar sýningu í Gallery á sýningunni eru unnin í handteipað
Westlund í Stokkhólmi þann 7. eldhúsfílabein, tré og akril með
maí næstkomandi. blandaðri tækni. Öll verkin eru frá
Sýning Daníels ber yfirskriftina þessu ári.
Vímuvarnardagur
í Firðinum
Lionsessu- og Lionsklúbb-
arnir í Hafnarfirði verða með
ijölskyldudagskrá á flötinni við
Víðistaðakirkju í dag í tilefni
vímuvarnardagsins.
Dagskráin hefst kl. 13 með
boðhlaupi bama úr grunnskólum
Hafnarfjarðar. Allir fá barmmerki
t tilefni dagsins ásamt viðurkenn-
ingarskjali fyrir þátttökuna.
Kl. 14 hefst ratleikur og er til-
valið að öll fjölskyldan fari saman
út að ganga og taki þátt í
skemmtilegum leik. Veitt verða
vegleg verðlaun.
Lúðrasveit Tínlistarskóla
Hafnarfjarðar verður á svæðinu
og leikur létt lög. Selt verður heitt
kakó og vöfflur á aðeins 100 kr.
Aðalfundur Amnesty
Aðalfundur íslandsdeildar laugardaginn 4. maí, kl. 14. Fé-
Amnesty Intemational verður lagar hvattir til að mæta, en að-
haldinn í veitingahúsinu Litlu eins þeir sem hafa greitt árgjöld
Brekku við Bankastræti í dag, ársins 1990 hafa atkvæðisrétt.
VANDIÐ MEÐFERÐ
HÚSBRÉFA
Komið hefur í Ijós, að nokkur misbrestur er á því,
að frágangur á húsbréfum sé nægilega góður hjá
ýmsum þeim aðilum, sem hafa hann með
höndum. Gildir það jafnt um einstaklinga sem
fjármálastofnanir. Formsatriðum er í ýmsum
tilvikum ekki fullnægt, t.d. vantar stundum
heimilisfang framseljanda og/eða dagsetningu
framsals. Þá hefur borið við, að formlegt
umboð fylgi ekki húsbréfi þegar það erframselt
af öðrum en eiganda.
Af þessu tilefni skal það brýnt fyrir öllum þeim,
sem annast meðferð húsbréfa, þ.á.m. framsal
þeirra, að útfylla þau til fulls og hlíta í hvívetna
ákvæðum 3. gr. reglugerðar um útgáfu á
hlutaðeigandi húsbréfaflokki. Sé húsbréf framselt,
samkvæmt umboði, verður formlegt umboð
að fylgja húsbréfinu, framsali til sönnunar.
Löggiltir verðbréfasalar geta þó framselt
samkvæmt geymdu umboði, sbr. 5. gr. I. um
verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði, nr. 20/1989.
Reykjavík, 2. maí 1991,
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 696900