Þjóðviljinn - 04.05.1991, Side 5

Þjóðviljinn - 04.05.1991, Side 5
LAUGARDAGSFRETTIR Þorsteinn boðar óbreytta kvótastefnu Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagði á sam- eiginlegum fundi íslenskra sjávarafurða með dótturfyrir- tækjum þess að áfram verði fylgt þeirri skipan í fiskveiði- stjórnun og verið hefur. Hann sagði sátt vera um framseljan- legt aflamark, en hinsvegar hefði hann áhyggjur af því hvort og hvað miklu af fiski væri hent í sjóinn vegna núver- andi kvótakerfis, eins og haldið hefur verið fram. Hinn nýskipaði sjávarútvegs- ráðherra sagðist ennfremur fylgja sömu stefriu í hvalveiðimálum og íyrirrennari hans og hann myndi kappkosta við að fylgja henni eft- ir. Aðalfundur Alþjóða hvalveiði- ráðsins verður haldinn í Reykja- vík í lok þessa mánaðar og sagði ráðherra að ákvörðun um áfram- haldandi þátttöku Islands í ráðinu yrði tekin í ijósi þeirra niður- staðna sem þar mundu koma fram. Þorsteinn Pálsson sagði hinsvegar að Islendingar gætu ekki látið Grænfriðunga eða aðra reka okkur til undanhalds í þeirri stefnu að nýta auðlindir okkar og varðveislu þeirra í víðustu sam- hengi. Varðandi Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins sagði sjávarút- vegsráðherra að honum hefði bor- ist álitsgerð frá aðilum vinnu- markaðarins þar sem varað er við því að breyta honum í samræmi við framkomnar óskir fisk- vinnslumanna. Það mundi ganga þvert gegn markmiðum um stöð- ugleika í efnahagslífinu. Að mati ráðherra væri það þó æskilegt að þeir sem greiddu inn í sjóðinn hefðu meira að segja um ráðstöf- un á þvi fé en nú er. Um samn- ingaviðræður EB og EFTA um Evrópskt efhahagssvæði sagði Þorsteinn að ef ekki næðist viðun- andi árangur í þeim viðræðum sem tryggði hagsmuni íslendinga, yrði að sækja fram á öðrum leið- um. —grh Hagnaður Islenskra sjávaraf urða hf. tæpar 270 miljónir króna ^ fkoma íslenskra sjávaraf- urða hf. var mjög góð á síð- asta ári og nam hagnaður félags- ins alls tæpum 270 miljónum króna. Útflutningsverðmæti sjáv- arafurða, cif, nam rúmum 11 mil- jörðum króna sem er aukning um rúman miljarð frá fyrra ári. Af einstökum markaðssvæð- um var mest flutt út til Evrópu- landa eða um 60% og hefur hlut- deild Evrópumarkaður aldrei ver- ið meiri. Þá nam hlutdeild Banda- ríkjamarkaðar aðeins 17,3% af heildarútflutningum og er það töluverð minnkun frá árinu 1989 þegar þangað fóru um 26,3% framleiðslunnar. Þá varð sam- dráttur í útflutningi til Sovétríkj- anna og Asíu frá fyrra ári. Þrátt fyrir það að afkoman hafi almennt verið góð innan Is- lenskra sjávarafurða hf. var hún þó misjöfn eftir fyrirtækjum inn- an vébanda þess. Rúmlega 64 miljón króna hagnaður varð hjá Sjávarafurðadeildinni, 212 miljón króna hagnaður af rekstri Iceland Seafood Corporation í Bandaríkj- unum, 11,5 miljón króna hagnað- ur hjá Iceland Seafood Ltd. í Evr- ópu, en tap uppá rúma 18 miljón- ir króna hjá Útvegsfélagi sam- vinnumanna á síðasta ári. A sameiginlegum aðalfundi þessara félaga, sem lauk í gær, kom ffarn í máli Ama Benedikts- sonar ffamkvæmdastjóra að hag- ur ffystingar hafi verið með besta móti á siðasta ári, enda hafi ytri sem innri aðstæður verið góðar. Hækkandi afúrðaverð á mörkuð- um, stöðugleiki í efhahagsmálum, lítil verðbólga, nafnvextir lækk- uðu og eiginfjárhlutfail lyrirtækj- anna hækkaði. Varðandi útlitið á þessu ári er ekki búist við ffekari hækkunum á afurðaverði og því nauðsynlegt að viðhalda þeim stöðugleika sem náðst hefur, því ekki verður hægt að mæta inn- lendum kostnaðarhækkunum með hærra afúrðaverði. Á fúndinum var meðal annars rætt um Verð- jöfnunarsjóð sjávarútvegsins, þróunina í fiskverðsmálum, fisk- veiðistefhuna, en ekki síst kom- andi kjarasamninga í haust. Ámi varaði við því að Verðjöfhunar- sjóður sjávarútvegsins væri lagð- ur niður, því hætta væri á að það myndi opna leið til nýrrar skatt- heimtu í sjávarútvegi og þá jafn- vel í formi auðlindaskatts eða veiðileyfagjalds. Á sama tíma og laun land- verkafólks hafa hækkað um 10% hefur fískverð hækkað um 30%- 40% og sagði Ámi að það væri engin önnur leið til að bæta kjör þess en að fá eitthvað af fisk- verðshækkunum til baka. Þá átaldi Ámi forráðamenn sjávarút- vegsfyrirtækja fyrir að hækka fiskverð til sjómanna og útgerða vegna þess að aðrir hefðu hækkað við sína og brýndi fyrir mönnum að þeir yrðu að axla sjálfir ákvarðanir sem þessar, því ekki þýddi að leita til stjómvalda um aðstoð. Hermann Hansson fram- kvæmdastjóri KASK á Höfn í Homafirði tók við stjómarfor- mennsku hjá Islenskum sjávaraf- urðum i stað Tryggva Finnssonar frá Húsavík sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hinn nýi stjóm- arformaður lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að sátt væri um sjávarútveginn og afkomu hans svo fyrirtækin gætu skilað hagn- aði. -grh Hagvirki og samstarfsaöilar meö lægstu boöin f Fljótsdalsvirkjun Igær voru opnuð tilboð í þrjá byggingarhluta Fljótsdals- virkjunar. Hagvirki h.f. ásamt tveim erlendum samstarfsaðil- um átti í öll skiptin lægstu til- boðin í verkin. þeir eru: Að- rennslisgöng, stöðvarhús og frárennslisgöng, og Eyjabakka- stífla og botnrás. Áætlun Landsvirkjunar við gerð frárennslisganganna hljóð- aði uppá tæpa 5.3 miljarða, ísl. króna. Hagvirki h.f. í samstarfi við Statkraft ftá Noregi og NCC Intemational AB ftá Svíþjóð buðu rúmlega 4.2 miljarða í frá- rennslisgöngin, sem er um 80 pró- sent af áætlun Landsvirkjunar. Næstir í röðinni vom Hojgaard & Schultz A/S frá Danmörku með tilboð uppá tæpa 4.3 miljarða króna, sem er 81 prósent af áætl- un. Þeir sem buðu hæst í verkið vom Byggðaverk h.f. ásamt tveim þýskum samstarfsaðilum, þeir buðu rúmlega 7.7 miljarð króna, sem er 145 prósent af áætluðum kostnaði. Stöðvarhús og ftárennslis- göng vom einn verkþátturinn. Hagvirki h.f. ásamt samstarfsaðil- um vom lægstir þar einnig, þeir buðu tæpar 900 miljónir í verkið sem er 74.2 prósent af áætlun Landsvirkjunar, en hún hljóðaði upp á rúma 1.2 miljarð króna. Næstir í röðinni vom eins og áður Hojgaard & Schultz A/S frá Dan- mörku, þeir buðu rúman miljarð, sem er 87 prósent af áætlun. Hæsta tilboðið í þetta ver kom ftá Impreglio S.p.A. ftá Ítalíu o.fl. aðilum, en það var rúmlega 3.3 miljarðar, sem er um 270 prósent af áætluðum kostnaði. Eyjabakkastífla og inntaks- mannvirki var þriðji verkþáttur- inn sem fyrirtækin gerðu tilboð í, Guðrún Ágústsdóttir afhendir Ljóðabók bamanna til þess fullorðna fólks, sem lagði hátíðinni lið. Mynd: Kristinn. Listahátíð æskunnar heppnaðist mjög vel áætlun Landsvirkjunar hljóðaði uppá rúmlega 2.4 miljarða. Lægsta tilboðið kom í það frá Hagvirki og hinum Norrænu sam- starfsaðilum, var það um 1.9 mil- jarðar, sem er 79 prósent af áætl- uninni. Næstlægstir voru Selmer Anlegg A/S frá Noregi, sem m.a. var í samstarfi við ístak h.f., þeir buðu rúmlega 2.4 miljarða króna, sem er 102 prósent af upphaflegri áætlun Landsvirkjunar. Hæsta til- boðið kom ffá Impreglio S.p.A. frá Ítalíu o.fl. aðilum, hljóðaði það uppá 4,7 miljarða. Það er um 197 prósent af áætluninni. Næsta skref Landsvirkjunar er að kanna tilboðin sem opnuð voru í gær, með tilliti til útboðs- gagna og þau borin endanlega saman. Að því búnu mun stjóm Landsvirkjunar taka afstöðu til þeirra og skýra frá niðurstöðum sínum í því efhi. -sþ Það voru um tíu þúsund börn og unglingar í Reykjavík, sem tóku beinan þátt í Listahátíð æskunnar, sem lauk sl. sunnudag, sagði Guð- rún Ágústsdóttir formaður undirbúningsnefndar hátíðar- innar. Börnin dönsuðu, sungu, máluðu myndir, sömdu Ijóð og gerðu ótal fleiri hluti þá viku sem Listahátíðin stóð yfir. Fjöl- mörg börn og fullorðnir sóttu líka þá listviðburði sem boðið var uppá þessa viku, svo líklegt er að flest heimili, þar sem börn eru, hafi á einhvern hátt orðið vör við hátíðahöldin. - Hátíðardagskrá var í Borgar- leikhúsinu þrisvar sinnum, þar sem fulltrúar allra listgreina komu fram. Listasmiðjur vora á nokkr- um stöðum þar sem unnið var að myndlist og tónlist. Málverkasýn- ingar vora á 60 stöðum og við opnun margra þeirra var flutt tón- list. Böm úr dansskólum borgar- innar fóra í heimsókn í skóla, sjúkrastofhanir og til aldraðra og sýndu dans. Leikskólar stóðu fyr- ir ýmsum uppákomum víðs vegar um borgina, svo eitthvað sé nefnt, sagði Guðrún m.a. þegar hún fór yfir listviðburði þessarar viku. Niðurstaða undirbúnings- neftidar er að Listahátíð æskunnar sé listaviðburður sem var löngu tímabær. Böm og unglingar sýndu svo ekki varð um villst, að þau era að vinna mjög mikið og merkilegt sköpunarstarf Tilgang- ur hátíðarinnar var að vekja at- hygli á listsköpun bama og ung- linga og til að sýna verkum þeirra tilhlýðilega virðingu og til að auka virðingu bamanna sjálfra fyrir þessum viðfangsefnum sín- um.. Listahátíð æskunnar var frumraun og undirbúningsnefnd er reynslunni rikari og veit nú að næst þarf lengri undirbúning, meira fé og fleira fólk til að vinna að hátíðinni, segir í fréttatilkynn- ingu sem undirbúningsnefndin hefúr sent frá sér. Þar segir og að hátíðin hafi nær alls staðar fengið mjög góðar móttökur og margir hafi lagt á sig mikla vinnu til að vel tækist til. Það sem skipti máli er að bömin og unglingamir séu ánægð með tiltækið og að þessu starfi verði haldið áfram. Næsta haust verður efnt til hugmyndasamkeppni um merki hátíðarinnar og mun öllum böm- um í leik- og grunnskólum lands- ins boðin þátttaka. Ráðgert er að búið verði að velja merkið í byij- un árs 1992 sem mun þá prýða næstu hátíðir víðs vegar um land- ið. -sþ LAUF Nær 8 miljónir söfnuðust Um kvöldmatarleytið í gær höfðu safnast um 7,8 miljónir króna í landssöfnun Landssam- taka áhugafólks um flogaveiki og Rásar 2 til kaupa á heilasírita- tæki. Sprengidagurinn svonefndi á Rás 2 hófst kl. 9 og stóð til kl. 17 síðdegis og fór söfnunin fram úr björtustu vonum manna, en markmiðið var að safna sex miljónum króna. Þegar dagskránni lauk hafði safnast hátt á sjöundu miljón. í gærkveldi hélt fólk áfram að láta fé af hendi rakna til söfnun- arinnar. Líkur era á að LAUF geti fest kaup á fleiri tækjum en heilasí- ritanum til aðstoðar fiogaveikum á íslandi. BE Ráðuneytisstjóri og þrír deildarstjórar skipaðir Asíðasta ríkisráðsfundi gömlu ríkisstjórnarinnar þriðjudaginn 30. apríl féllst for- seti lslands á tillögur ráðherra um skipan eins ráðuneytis- stjóra ög þriggja deildarstjóra. Magnús Pétursson hagfræð- ingur var skipaður ráðuneytis- stjóri i fjármálaráðuneytinu, en með nýlegri breytingu á lögum var Fjárlaga- og hagsýslustofnun sameinuð fjármálaráðuneytinu. Magnús var hagsýslustjóri. Stað- an var auglýst, og auk Magnúsar sótti Indriði H. Þorláksson vara- fúlltrúi Norðurlanda í stjóm Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um stöð- una. Þá vora Einar Magnússon lyfjafræðingur og Sólveig Guð- mundsdóttir skipuð deildarstjórar í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og Ingibjörg Ólafs- dóttir fúlltrúi var skipðuð deildar- stjóri í umhverfisráðuneytinu. -gpm Laugardagur 4. maí1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.