Þjóðviljinn - 04.05.1991, Page 7
Bandarískir forstjórar fá 160-föld
verkamannalaun og heimta meira
11 ikuritiö Time, sem er ekki
® beinlínis þekkt fyrir rót-
tækni, fjallaði um þetta efni í
hneykslunartón fyrir skemmstu.
Segir blaðið á þá leið, að hálf-
gerð kreppa ríki í atvinnulífi lands-
manna. Fá fyrirtæki sýni hagnað.
Atvinnuleysi er komið upp í 6,8%.
Mikið er um uppsagnir. Kauphækk-
anir hafa fáir fengið á liðnu ári og
þá í mesta lagi 5%. En forstjórar
stóríyrirtækja í landinu, þeir
tryggðu sjálfum sér 12-15% launa-
hækkanir í íyrra, óháð því hvemig
fyrirtækjunum gekk.
Og höfðu þeir að meðaltali fyr-
ir 160 sinnum meiri tekjur en með-
alverkamaður fær.
Þeir hafa að meðaltali um 400
þúsund dollara á ári (eða 24 miljón-
ir króna). Þýskir forstjórar hafa sem
svarar 18 miljónum. Breskirogjap-
anskir (sem skila mun betri árangri
en þeir bandarísku) hafa „aðeins"
lólf miljónir króna eða svo í árstekj-
ur.
Þetta gerist um leið og miljónir
bandarískra verkamanna em látnir
skrifa upp á samninga þar sem tekj-
ur þeirra fara eftir því hvort fyrir-
tækinu gengur vel eða ekki (tekjur
fara þá sjálfkrafa niður á við). Og
enginn þykist skilja neitt í þvi,
hvers vegna forstjóramir em gerðir
svo óháðir veruleikanum. Það kem-
ur á daginn að forstjórum tekst
venjulega að koma sinum kaup-
kröfúm í gegn, hvemig sem þeir
standa sig. Þeim nægir að benda á
að einhver annar forstjóri í öðm
fyrirtæki hafi fengið hækkun! Það
er engu líkara en þessir menn geti
sparkað hver öðmm upp á við út á
einshverskonar snobberí: Við get-
um ekki verið þekktir fyrir að borga
okkar forstjóra minna en keppi-
nauturinn!
Fyrir utan laun fá forstjórar ým-
iskonar friðindi. Reynt hefúr verið
að láta þá fá umbun arðsamra verka
í hlutafé á vildarkjörum, en Time
heldur því fram að það kerfi hafi al-
veg bmgðist sem „afkastahvetj-
andi“ ráðstöfún. Og vegna þess að
skattapólitík er viðkvæm í Banda-
ríkjunum sem annarsstaðar: það er
alsiða að fyrirtækin laumist til að
borga skattana lika fyrir sína freku
forstjóra.
áb tók saman.
Serbar stráfella
króatískan lögregluflokk
Tudjman Króatíuforseti segir stríð vera að heQast gegn Króatíu, sakar
serbneska ráðamenn um að egna til ofbeldis
Hér hafa Serbar í Króatfu lokað vegl með vinnuvélum í mótmæla-
skyni við stefnu Króatiustjórnar í samskiptum júgóslavnesku lýð-
veldanna - lengi hefur verið talin hætta á blóðugum átökum með
Krótum og Serbum.
A.m.k. 14 menn, sumir segja
16, voru skotnir til bana í
fyrradag í blóðugustu átökum,
sem orðið hafa milli tveggja
stærstu þjóða Júgóslavíu, Kró-
ata og Serba, frá því í heims-
styrjöldinni síðari. Undanfarna
mánuði hefur oft verið sagt að
borgarastríð sé yfirvofandi í
Júgóslaviu, og vist er ekki of-
mælt að halda því fram að sú
hætta virðist nú nálægari en
nokkru sinni fyrr.
Alvarlegasti atburðurinn af
þeim sem hér um ræðir átti sér
stað i þorpinu Borovo Selo,
skammt frá króatísku borginni
Vukovar sem er við Dóná þar sem
hún skiptir löndum með Króatíu
og Vojvódínu, sjálfstjómarsvæði
tilheyrandi Serbíu. Enda þótt
þorpið sé í Króatíu eru þorpsbúar
Serbar.
Aðilar kenna hvorir öðmm
um upphaf viðureignarinnar, en
víst er um að hún hófst er sveit í
vopnuðu Iögregluliði, er heyrir
undir Króatíustjóm, kom inn í
þorpið. Skutu þorpsbúar, sem
virðast hafa talsvert af vopnum, á
lögreglumennina út um glugga og
dyr og úr skurði við aðalgötu
þorpsins. Féllu þar 12 lögreglu-
menn og einn þorpsbúa, að sögn
þeirra sjálfra, en yfirvöld á staðn-
um segja þijá þorpsbúa hafa fall-
ið. Margir særðust af báðum aðil-
um.
Sama dag var króatískur lög-
reglumaður skotinn til bana í
Krajinahéraði, sem er í Króatíu en
að miklu leyti byggt Serbum.
Heitt heíúr verið í kolunum
lengi milli Serba og Króata, sök-
um þess að þeir fyrmefndu vilja
áfram sterka miðstjóm yfir Júgó-
slavíu en Króatar ætlast til að
Júgóslavía verði bandalag fúll-
velda lýðvelda. Hefúr stjóm
Króatíu þráfaldlega lýst því yfir
að hún muni að fúllu og öllu segja
skilið við Júgóslavíu að öðrum
kosti. En Serbar í Króatíu, um
600.000 talsins af 4,5 miljónum
íbúa lýðveldisins, em því mjög
andvígir og vilja að hémðin þar
sem þeir em í meirihluta samein-
ist Serbiu.
Franjo Tudjman, forseti Króa-
tíu, sagði í gær í sjónvarpsávarpi
að stríð væri að hefjast gegn
Króatíu og sakaði stjómvöld
Serbíu um að standa á bakvið of-
beldið.
Saddamsrigning á sólareyju
r
Ur hugskoti Reynis Antonssonar, Palma de Mallorca
að var skrýtið veðrið hérna
á sólskinseyjunni á dögun-
um, þar sem manni finnst alltaf
vera einhverskonar akureyrsk-
ur júlí af bestu gerð, þó á mið-
góu sé. Palma, borgin virðulega
og fagra, með ljósastaurana sina
grænu og strætisvagnana bláu,
var umvafin þykkri þoku, ekki
þessari gráu köldu þoku sem til
að mynda Austfirðingar þekkja
svo vel, heldur gulleitri, þykkri
og næstum móðurlega hlýrri
þoku. Á „tapas“-bar einum, en
það eru góðir skyndibitastaðir
spánverskra (sem þvi miður eru
mikið að víkja fyrir miklu
óspánskari stöðum á borð við
Burger King, Pizza Hut og
McDonalds), talaði Ameríkani,
liklega dáti úr einhverri her-
stöðinni á meginlandinu, um
það að snemma morguns hefði
fallið olíumengað regn i Palma
sem óhreinkað hefði bíla. Rign-
ing frá Saddam, eða rauð rign-
ing, kölluðu menn þetta þarna á
barnum. Aðrir töluðu um mold-
regn eða sandregn, því sand-
menguð rigning sunnan úr eyði-
mörkum Norður-Afríku mun
vera nokkuð þekkt fyrirbæri
hér um slóðir.
Það skiptir í sjálfú sér ekki
höfúðmáli hvort honum Saddam
hefúr tekist að óhreinka einhver
bílþök í Palma með aðgerðum sín-
um. Hin nýja tegund híyðjuverka,
umhverfishryðjuverkin sem hann
er búinn að innleiða hljóta að telj-
ast allrar athygli verð, og áreiðan-
lega verða tekin til fyrirmyndar af
öllum þeim sem vilja hrista ærlega
upp í kerfmu, það er að segja ef
þeim er nákvæmlega sama um
sjálfa sig, sína, og vitanlega allt
sem eftir er.
Á Spáni hafa hryðjuverka-
menn ekki, enn sem komið er að
minnsta kosti, tileinkað sér þenn-
an nútímalega hugsunarhátt.
Spánn á vitanlega sín hryðju-
verkasamtök, eins og hvert annað
alvöruland, nema ef vera skyldi
ísland sem á engin slík ennþá. Á
Spáni eru það auðvitað ETÁ, að-
skilnaðarsamtök Baska, en sá
hryðjuverkahópur er að því leyti
„gamaldags" ef svo má segja, að
maður veit eiginlega alltaf hvar
maður hefúr hann. Þeir sem verða
fyrir sprengjum ETA eru yfirleitt
löggur, þjóðvarðliðar og í einstaka
tilfelli bankar, og á stundum eru
þeir meira að segja svo kurteisir
að hringja og láta af því vita fyrir
fram hvar sprengjumar muni
springa. Það kemur að sönnu fyrir
að blásaklausir vegfarendur láta
lífið í þessum tilræðum, en það er
þá venjulega fólk sem er svo
óheppið að vera statt i námunda
við viðkomandi banka eða lög-
reglustöð, einmitt á sama tíma og
Baskamir þurfa að sprengja.
Fyrir nokkru var einn af forsp-
rökkum þessara samtaka dæmdur
í eitthvað um þijátíu ára fangelsi
fyrir slatta af morðum og hryðju-
verkastarfsemi. Nema hvað þessi
sami maður var þegar búinn að fá
nokkra ámóta dóma fyrir svipaðar
sakir og á enn eftir að svara til
saka fyrir ýmsa hluti, þannig að
samanlagðir fangelsisdómar hans
munu að öllum líkindum nema um
það bil tvö hundmð árum.
Nú verður það að teljast svona
heldur ólíklegt, þrátt fyrir allar
hugsanlegar framfarir í læknavís-
indum næstu áratugina, að mann-
tetrið muni nokkum tímann sitja
inni í öll þessi tvö hundmð ár. Og
annað kemur líka til. Spönsk lög
gera ráð fyrir því að maður sitji
aldrei lengur í fangelsi en þijátíu
ár, hversu langur sem dómurinn
er. Nú skyldi enginn halda að þijá-
tíu ára dvöl í spönsku fangelsi sé
nein himnaríkisvist. Hún er þó
skömminni skárri en það að vera
beinlínis sendur til Himnaríkis
með þessu frábæra kyrkingartæki
sem hér mun hafa verið notað, já
allt fram á siðustu daga Francos
sáluga. Og því er jafnvel ETA lík-
lega annt um lýðræðið, og fer þess
vegna sennilega eftir einhveijum,
en að sjálfsögðu óskráðum leik-
reglum.
En það er fleirum annt um lýð-
ræðið á Spáni. Margir ímynda sér
Spánverja sem samsafn alls þess
sem kalla mætti versta afturhald
og heitasta íhald i Evrópu. Satt
er það, að Spánveijar bjuggu um
fjömtíu ára skeið við eitt það aft-
urhaldssamasta stjómarfar og
þjóðfélagskerfi sem þessi álfa hef-
ur þekkt. En hinu má heldur ekki
gleyma, að áður en til þes kom bjó
Spánn um skeið við eina þá frjáls-
lyndustu og viðsýnustu stjómar-
skrá sem gilt hefúr í Evrópu, langt
á undan sinni samtíð, til dæmis
hvað varðar kvenréttindi. Og stað-
reyndin er sú að stjóm Francos
naut aldrei neinnar alþýðuhylli á
borð við Hitlers-stjómina þýsku.
Hún studdist eingöngu við vald
hers, lögreglu og fáfróðrar klerka-
stéttar og fámennrar yfirstéttar. Og
fólkið umbar þetta einhvem veg-
inn eins og aðra Ieiðindaplágu, al-
þýðan oft í algleymi hinna ails-
staðar yfirfljótandi ódým vína.
Andstaðan gegn Franco var
hins vegar aldrei öflug eða skipu-
leg. Hún var einkanlega bundin
við hópa menntamanna, listafólks
og verkamanna á iðnaðarsvæðum
landsins í norðri og Barcelona sem
bjuggu við einkar kröpp kjör, en
það verða gjaman svona hópar
sem sárast finna fyrir hörðu hem-
aðareinræði, hvort sem það nú
kallar sig til hægri eða vinstri. Að
öðm leyti var Franco umborinn,
jafnvel virtur á óttablandinn hátt
þó, af almenningi.
En þróunin í átt til lýðræðis á
Spáni hefúr vrið hröð eftir að karl-
uglan sáiaðist, og stundum er talað
um „spönsku byltinguna" í því
sambandi. Hefúr þessi þróun sem
hefúr verið tiltakanlega átakalítil,
vakið athygli margra vinstri
manna, og má nefna Pólland sem
var í svipaðri stöðu fyrir Samstöðu
i því sambandi. Jafúvel á Islandi
líta ýmsir á þessa þróun með
áhuga, enda margt sem vinna þarf
á Islandi til að gera landið lýðræð-
islegra og opnara, svo sem að upp-
ræta hina landlægu spillingu sem
þar þrífst á sviði bæði stjómmála,
fjármála og fjölmiðlunar.
En vitaskuld hefúr þessi bylt-
ing þó ekki verið átakalaus fremur
en aðrar byltingar, og sár fjömtíu
ára alræðis, byggðu á harðneskju
og grimmd, gróa ekki svo glatt á
einum degi. Þetta kemur til dæmis
fram í fjölskyldulífi Spánveija.
Kynslóðabil mun hér vera talsvert.
Ungt fólk virðist vera mjög ftjáls-
legt, og einhvemveginn minnir fas
þess og jafnvel klæðaburður mann
á þá góðu gömlu daga í MA í
kringum 68, þegar Bítlamir sungu
og léku „All you need is love“ og
allir vom opnir fyrir öllum hug-
myndum. Fleiri bamasjúkdóma
hefúr þessi bylting átt við að
stríða, til að mynda mikla aukn-
ingu glæpa, sem sumpart stafar af
því að lögreglan hefúr ekki lengur
einkarétt á glæpastarfseminni eins
og á Francoárunum, og sumpart af
mikilli neyslu og þó ekki síður
umskipun á eiturlyfjum, sem ekki
hvað sfst stafar af sögulegum
tengslum Spánar við ríki latnesku
Ameríku, sem mörg hver lifa
meira og minna opinberlega á
framleiðslu og sölu þessara efna,
og sem hafa í síauknum mæli snú-
ið sér að Evrópu, enda Bandaríkja-
markaður að mettast.
Það er einnig ýmislegt óunnið
á sviði löggjafar og félagsmála.
Þannig hefúr maður á tilfinning-
unni að það vanti ýmislegt uppá
að réttindi bama séu tryggð, eins
og hin fræga „forsjárdeila“ á ís-
landi í haust sýndi. Islendingar eru
svo sem ekkert heilagir á þessu
sviði heldur. En Róm var ekki
byggð á einum degi, og einhvem
veginn verður maður bjartsýnn á
ffamtíð Spánar í hópi lýðræðis-
ríkja nýrrar Evrópu, þegar maður
horfir á hið unga og frjálslega fólk
ganga um götur borgarinnar fal-
legu með grænu ljósastaurana og
bláu strætisvagnana. Þess er fram-
tíðin.
Hðfundur fæst við ritstörf
og dvelst í Casa Nordica á
Laugardagur4.maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7
miLJ091
Umhverfissýning
við Hagatorg í Reykjavík
12. - 15. júní 1991.
Síðustu forvöð að
tilkynna þáttöku.
Hafið samband við
Sigurlín í síma 609560 eða
Guðrúnu í síma 45155.
Undirbúningsnefnd