Þjóðviljinn - 04.05.1991, Síða 11

Þjóðviljinn - 04.05.1991, Síða 11
Ég söng við miklar skammir hérna I Reykjavtk. Ég átti það reyndar alveg skilið. Mynd: Kristinn ítölskunni lyrstu mánuðina og ég man eftir þvi að þegar ég kom svo suður á Adríahafsströndina til Riccione á síðara ári minu þama, þá sögðu þeir við mig: „Kristleifsson parla megliore di tutti altri stranieri, perché studia sempre la grammatica“... Hann lá alltaf í málffæðinni!... Hvað varst þú að gera þárr?a við Adriahafsströndina? ] Kennari minn í Milanó var þá að eyða sumarleyfi sínu þarna,, og ég fylgdi honum til þess að geta stundað einkatímana. Það hafa líklega ekki margir Islendingar þekkt þennan bœ þá, þótt hann hafi orðið vinsœll sum- arleyfisstaður á siðari árum. Var Riccione ekki lítill bær árið 1926? Jú, en það var mikill fjöldi sem kom þangað til að baða sig á sumrin. Eg var flugsyndur og kunni vel að meta það að synda í sjónum þama. Mér er kunnugt um að Muss- olini átti sitt sumarhús í Ricci- one. Var hann búinn að reisa það þá? Já, já, Mussolini var þama. Hann átti sitt hús þama og ég sá hann bæði í Riccione og svo sá ég hann líka halda ræðu á dóm- kirkjutorginu í Milano. Þar vom þúsundir á torginu, og svo þegar hertoginn birtist þá var kallað „il capello! il capello!" hattinn! hatt- inn!, því maður átti að taka hatt- inn ofan fyrir hertoganum... Ég sá Mussolini líka í návígi, þar sem hann reið í gegnum lysti- garðinn í Milano. Hann var greindarlegur maður og þéttvax- inn, en i meðallagi hár. Hann var reffilegur maður, en hann endaði sitt líf heldur ömurlega eins og þú manst. Ein kona sem átti harma að hefha sagði þegar hún sá líkið að hann skyldi fá eina byssukúlu fyrir hvem sona sinna sem hann hafði látið drepa, en þeir vom sjö. Það getur orðið mikil vitleysa í pólitíkinni, það má nú segja. Var fátækt á Italíu á þessum tíma? Fátækt, blessaður góði. Það var hrein undantekning að al- þýðufólk ætti eitthvað umfram fotin til skiptanna. Það er hins vegar annað með ítali, að þeir em svo miklir þjóðhagar á alla lund, að þó þeir eigi enga nærskyrtu, til dæmis, þá geta þeir látið milli- skyrtuna fara svo vel og búið sig glæsilega. Þannig er það með allt, matseldina líka. Það er eins og það liggi allt svo vel fyrir þeim að það er eins og þeir séu fæddir með einhverja náðargáfú sem teygir þá lengra en venju- lega menn. En ég man líka eftir strák sem ég kynntist í Riccione Og vami við að þvo flöskur. Hann kvartaði undan því að vatnið væri kalt. Ég spurði hann hvort hann vidi ekki læra eitthvað svo hann gæti feng- ið betra starf? No, no, spacca la testa, spacca la testa, sagði hann... Það klýfúr höfúðið... Við syntum saman í sjónum við höfnina í Riccione, og þótt ég teldi mig vel syndan þá hafði ég ekki roð við honum. Ég hef annars stundum verið spurður að því, hvemig Italir séu í viðmóti. ítalir?..., hef ég sagt, - þeir em alveg eins og íslending- ar... þegar þeir em búnir að fá sér eittstaup... Dvöldu einhverjir Islending- ar i Milanó á þessum tima aðrir en þú? Já, það var einn maður úr Borgamesi, Guðmundur Krist- jánsson. Hann hafði líka verið í Dresden og var kominn þama til söngnáms eins og ég. Hann fór svo tií Rómar og seinna til Vest- urheims og snéri aldrei heim til íslands. Er einhver söngvari sem þú hefur heyrt í sem þú metur öðr- um fremur? Það er erfitt að segja, þeir em svo margir. En Tito Scipa var náttúrlega myndin af því hvemig á að syngja belcanto. Það er ekki nokkur lifandis leið að komast lengra. Það em aðeins örfáir menn sem hafa kunnað að syngja fullkomlega rétt, og þar stendur honum enginn ffamar því það kemur aldrei fyrir hjá honum tónn öðmvisi en að hann sé full- komlega eftir listarinnar reglum. En það var áberandi með flesta söngvara að þeir sungu langtum betur hjá Toscanini en nokkrum öðmm. En hvort á nú italska eða þýska tónlistin meiri itök í þér? Báðar þjóðimar eiga auðvit- að yfirburðameistara, en þegar á heildina er litið verða Þjóðveij- amir ofaná. Verdi er að sönnu mikilfenglegur og vegur upp á móti Wagner, en þegar við lítum á þessa höfuðsnillinga eins og Schubert, Schumann, Haydn og Jóhannes Brahms... og þó held ég að ég myndi á endanum fara í Mozart... eða Beethoven, hann var líka bænabókarfær... Ef við lítum á þessa óendanlegu upp- sprettu sem er í Mozart, þá verð- ur hún yfirskilvitlegt undur. Eggert Stefánsson hefur ekki verið kominn til Italiu þegar þú varst þar? Nei, en ég kynntist honum þegar ég kom til Berlínar eftir Italíudvölina. Hvað var Eggert að gera þá? Þú vissir að hann var aldrei að gera neitt sérstakt, nema þá þegar hann söng. Hann var þama að bíða eftir því að tíminn liði, elskulegur og góður í umgengni og bláfátækur... jafnvel ennþá fá- tækari en ég... En þper vom nú famar að rýma í roðinu kindum- ar mínar þá... En kynntist þú nokkuð Jó- hanni Jónssyni skáldi? Var hann ekki i Þýskalandi á þessum ár- um? Jú, hann kom til mín og gisti hjá mér í Dresden einu sinni. Já, já, og hann blótaði heilmikið... Hvemig maður var Jóhann? Ég kynntist honum nú lítið nema 'svona í vombergehen... Það var Kiljan sem kynnti mig fyrir honum... Þú hefur kynnst Halldóri Laxness á þessum árum? Já, ég held nú það... hann var daglegur gestur hjá mér í Dres- den þegar hann þurfti að fá að spila á píanóið. Hann kunni allt utanað á píanóið og var elskuleg- ur vinur minn... Hvað brölluðið þið Halldór saman á þessum árum, hver voru ykkar sameiginlegu áhugamál? Oh, við spjölluðum svona al- mennt um daginn og veginn... og um ffamtíðina. Við vomm ungir menn, og hann var þá þegar alveg fastákveðinn í því að fara á topp- inn. Það var engin miskunn hjá Magnúsi með það. Rædduð þið eitthvað bók- menntir? Nei, við fórum ekki svo langt, það hefði verið of þungt fyrir höfuðið á mér... en hann var vel að sér þegar tónlist var annars vegar og ég er viss um að hann hefði getað orðið skínandi góður konsertpíanóleikari. Halldór hefur verið kaþólsk- ur á þessum tírna? Nei, nei, þetta var í byrjun ferils hans. Hann var aðeins rúm- lega tvítugur og var bara búinn að gefa út Bam náttúrunnar. Við áttum margar gönguferð- ir úti í Tiergarten..., og það var svo merkilegt,... að stundum stansaði hann til að segja eitt- hvað... og sagði það þá með þeim hætti að það var ekki nokkur leið önnur en að muna það orðrétt.... Og manstu eitthvað af þvi ennþá? Já, ég man nú.....Það skyldi nú vera... En getur þú ekki látið það flakka? Nei.....en ég get sagt þér að Halldór átti sér vemdargripi... Hvaða gripir voru það? Það vom þrír gripir, einn þeirra var inspírasjónshatturinn... Halldór hafði nú lent í vandræð- um með hann austur á fjörðum þar sem hann lenti í höndunum á einhverjum sem fór illa með hann, svo að ég þurfti að koma honum í hreinsun. Hvemig hattur varþetta? Hann var barðastór og með slútandi börðum og leit ekki sem best út þegar ég tók við honum..., en eftir hreinsunina var hann sem nýr. Ég var stundum i svona snatti fyrir Halldór og fleiri sem þurftu á hjálp að halda... En hverjir voru hinir hlutirn- ir? Það var svefnbeltið... Hann hafði það á nóttunni og máttur þess var sá, að ef hann herti dálít- ið á þá sofnaði hann betur... En hver var svo þriðji vemd- argripurinn? Jaha..., ég man það nú vel..., en ég held við látum það... liggja á milli hluta... Það er með það eins og svo margt sem hann sagði og ég man enn orðrétt..., það er best geymt í leynihólfmu... Hvemig var það, söngst þú aldrei opinberlega eftir að þú komst frá námi? Jú, ég söng við miklar skammir héma í Reykjavík. Ég átti það reyndar alveg skilið. Það er erfitt að lýsa þvi hversu að- staðan var erfið þá. Ég hafði ekki getað æft mig neitt og hafði bara hitt Emil Thoroddsen einu sinni fyrirvaralaust fyrir tónleikana. Hann var undirleikarinn. Svo valdi ég heimskuleg lög sem náðu ekki nokkurri átt. þetta var 1924, ég var þá í einu heimsókn minni þau sjö ár sem ég var í burtu. Svo söng ég aftur eftir að ég kom ffá Ítalíu. Ég söng líka mikið í kirkjum í Borgarfirði og fólk kunni vel að meta það. Attu nokkrar hljóðupptökur frá þessum tíma? Nehei..., guði sé lof..., þá var sú tækni ekki til... en ég hafði gaman af því að spreyta mig á óperuaríunum... Hvemig var það þegar þú komst frá námi, fannst þér ekki að tónlistarmenntun Islendinga væri ábótavant? Jú, hún var nú ósköp lítil, svo maður segi ekki meira. En á þessu hefúr náttúrlega orðið slík breyting að það er ekki ofmælt að tala um byltingu. Við áttum að visu orgelleikara á hejmsmæli- kvarða, sem var Páll ísólfsson, og Emil Thoroddsen var afar fjölmenntaður og vann mikil- vægt starf i útvarpinu á þessum ámm, en féll of snemma ffá. Þetta var gróandi þjóðlíf á þess- um árum. En hvemig gekk þér að koma sígildri tónlist á framfæri á Laugarvatni? Var það ekki stundum erfitt? Erfitt? Jarðvegurinn var ein sú besta jörð sem ég hafði komist í með plóginn. Nemendumir í héraðsskólanum voru ailt upp í 26 ára gamlir og allir lausir úr mútum og það var bara heiðríkja og sól að standa frammi fyrir þessu fólki með sprotann... Og margir nemendur mínir urðu virkir í söngfélögum. En söng- kennslan varð minni eftir að ég fór að kenna í menntaskólanum. Þú átt náttúrlega margar minningar frá þessum tima, en féll þér það I raun og veru vel að gerast kennari? Já, það er held ég einhver mesta nautn sem til er að hafa heilan bekk af fólki fyrir framan sig sem er fullur eftirtektar. Ég lét nemenduma ekki bara syngja í söngtímum, þeir fengu líka að lesa kennimyndimar í kór: schlafen schlaft schlief geschlaf- en... Það þýðir ekkert að læra þýsku nema að læra málffæð- ina... Segðu mér, eftir að hafa kennt þýsku i yfir 40 ár, áttu þér ekki einhvem eftirlœtis rithöfund eða skáld á þýsku? Jú, ég held að það leiki eng- inn vafi á því vali, það er Schill- er. Kvæðið Kafarinn, sem Stein- grímur þýddi svo snilldarlega, finnst mér hans meistaraverk. Það var heldur ekki að ástæðu- lausu að Beethoven tókst á flug þegar hann fann kvæðið Til gleð- innar eflir Schiller og setti það inn í hljómkviðu sína: Gleði heitir lífsins Ijúfa leynifjöður mjúk og sterk. Hún er máttarhjól sem hreyfir heimsins mikla sigurverk. Lokkablóm í liljukvisti leiðir sól um stjömufrón; sveiflar œgisveimi hnatta, sem er hulinn spekings sjón... Er nokkur leið að komast lengra? Þegar þú lítur nú yfir farinn veg eftir 98 ár, hvað jinnst þér þá vera það verðmœtasta sem þú hefur upplifað i lifinu? Það svarar þessu nú enginn svona fyrirvaralaust, en ég held þó að það sé mannkærleikurinn þar sem maður mætir honum. í kennslunni verður engum árangri náð nema með gagnkvæmum kærleika og virðingu. Þá kemst námið á það stig að grasið tekur að vaxa á meðan bóndinn sefúr. Heyrðu annars, segir Þórður þegar ég er að kveðja hann. Ég er ekki búinn að tala um það við þig sem blaðamann, að þið emð sagðir einhveij ir , háskalegustu menn veraldar. Ég er að tala í al- vöm núna: Þú hefúr þó ekki hugsað þér að birta eitthvað af þessu rausi? ólg. Laugardagur4. maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.