Þjóðviljinn - 04.05.1991, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.05.1991, Blaðsíða 13
Þjjóðarsálin við skjáinn „Stefnum á sigur," sagði Eyjólfur Kristjánsson höfundur lags og texta um Nínu. Hann syngur lagið ásamt Stefáni Hilmarssyni. Mynd: Kristinn. I kvöld þegar klukkan slær sjö er hætt við að heimilsvenjur margra Islendinga muni eitthvað raskast þegar bein útsending hefst frá Róm í Ríkissjónvarpinu frá Sönavakeppni sjónvarps- stöðva í Evrópu. Bendir margt til þess að sumir fái ekki matinn sinn á réttum tíma ef þeir fá þá eitthvað annað en snakk og annað þvíum- llkt sem núorðið telst til lífsnauð- synja þegar horft er á Imbann. Þó fáir vilji jjefa það upp svona opinberlega að þeir hafi áhuga á þess- ari keppni, er næsta víst að þjóðarsál- in í öllu sínu veldi verður mætt við skjáinn til að fylgjast með sínu. fólki í beinni ífá Róm, pó á ýmsu hafi geng- ið í gegnum tíðina. Landinn hefur að visu góðar minningar frá síðustu keppm þegar Qrétar og Sigga náðu fjórða sætinu. Aður höfou menn gert sér að góðu að vera í því sextánda með ákveðinni undantekningu sem enn er greypt í djúp íslensku þjóðar- sálarinnar og kennd er við ónefndan stað í Bankastræti. Að þessu sinni bjóða Islendingar grönnum sínum í Evrópu upp á lagið um hana Nínu. Lag og texti er eftir Eyjólf Kristjánsson sem syngur það að sjálfsögou sjálfúr ásamt Stefani Hilmarssyni, sem er að verða ansi hagvanur á þessum vattvapgi. Þeim til aðstoðar eru þau Eva Asrún Al- bertsdóttir, Enia Þórarinsdóttir, Eyþór Amalds og Richard Scobie sem syngja bakraddir. Jafnffamt munu Eyþor og Richard annast undirleik, Eypór á celló og Richard verður við fjygilinn. Hljómsveitarstjóri er Jón Olafsson sem jafnffamt hefúr haft hönd í bagga með útsetningu lagsins ásamt höfundinum. Hópnum til að- stoðar eru þeir Gunnar Smári Helga- son hljóðmaður, sem mun hafa um- sjón með hljóðblöndun lagsins, Bjöm Emilsson upptökustjóri, Sigmundur Öm Amgrímsson ffa Sjónvarpinu að ógleymdum sjálfúm Arthúri Björg- vini Bollasym sem mun lýsa gangi mála jafnhraðan fyrir tslenskum áhorfendum, likt og tvö 51'ðustu ár. Það verða þó lleiri Islendingar á sviðinu í Róm en þeir sem hér hafa verið nefndir því fyrrverandi starfs- maður Gleðibankans, Eiríkur Hauks- son, verður í söngsveit ffænda vorra Norðmanna. Þar fyrir utan hafa borist ffegnir um það að kærasti söngkon- unnar sem syngur fyrir Luxemborg sé íslenskur og því em þessi tvö lönd til alls líkleg þegar á hólminn er komið. Þrátt fyrir það að erlendir veðm- angarar hafi ekki haft þrek og visku til að veðja á réttan hest, ffekar en fyrri daginn, er þó undantekning þar á. Búið er að gefa lagið um hana Ninu út á geisladísk, plötu og snældu f nokkmm löndum Evrópu. Veg og vanda að þessu framtaki á P.S. MUSIK sem hefúr gert samninga við Jupiter Records og Wamer Chappell um útgáfúrétt og höfúndarrétt í heim- inum utan Islands. - Þær breytingar hafa nú verið gerðar á tilhögun keppninnar að helmingur dómnemd- armanna I hverju landi er sóttur í rað- ir atvinnutónhstarmanna, en hinn helmingurinn nefndarinnar verður skipaður áhugafólki um dægurtónlist. Eins og áður er keppendum gefinn kostur a undirleik 60 manna stórsveit- ar ítölsku gestgjafanna, auk þess sem hveriu landi er heimilt að leggja til hljóðfæraleikara. Ennffemurerneim- ilt að flytja undirleik af tónböndum. Það mun pó ekki liggja fyrir landan- um að þurfa að hlusta a lagið um Nínu leikna af tónböndum, heldur verður allt efnið flutt lifandi og beint í æð. -grh Atkvæðaseðill fjölskyldunnar Hér fyrir neðan er seðill sem fjölskyldan getur notað til að spá fyrir um úrslit Evrópusöngvakeppninnar og borið tónlistarsmekk sinn saman við smekk valinkunnra aðila í öðrum Evrópulöndum. Góða skemmtun! LAND LAG FLYTJENDUR Spá 1 Spá 2 Spá 3 Spá 4 Úrslit Júgóslavía Brazil Baby Doll ísland Nina Eyjólfur og Stefán Malta Could it be Georgina-Paul og Giordinaina Grikkland I Anixi Sofia Vossou Sviss Canzone per te Sandra Sinó Austurríki Venedig in Regen Thomas Forstner Luxemborg Un baiser volé Sarah Bray Frakkland C'est le dernier... Amina Tyrkland Iki Dakika Izel Qeliköz og félagar Portúgal Lusitana Paixáo Dulce Danmörk Lige der hvor hjertet slár Anders Frandsen Noregur Mrs Thompson Just 4 Fun ísrael Kann Duo Datz Finnland Hullu Yö Kaija Þýskaland Dieser Traum... Helmut Frey og félagar Belgía Geef Het Op Clouseau Spánn Bailar Pegados Sergio Dalma Bretland A message to your heart Samantha Janus Kýpur S.O.S. Elena Patroclou Ítalía Come E' Doce O Mare Peppino di Capri LaugartiaguF, 4,. méil ,199) NÝTT: HELGARBLAÐ f^SlÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.