Þjóðviljinn - 04.05.1991, Side 21
Vemdarengillinn: Innanrlkisráðherrann
strangi spilar Schubert með bömum sínum.
Litla stúlkan og bergmáliö.
Afmæli Kajs: Gleðskapurinn byijar strax við brottförina.
Púkum rignir í tjarnir
Einu sinni slæddist ég inn í lítið
veitingahús í afskekktu
smáþorpi einhvers staðar
lengst úti ( Normandí og rak þá
upp heldur stór augu: á einum
veggnum blasti við kort af
héraðinu, þar sem öll
staðarnöfn voru letruð á
norrænu með svipaðri
stafsetningu og íslenskir dag-
blaðalesendur sjá fyrir sér á
hverjum degi. Það var ekki að-
eins svo, að þau staðarnöfn
sem Göngu-Hrólfi og félögum
hans höfðu hrotið af munni
væru þarna ( upphaflegri mynd,
þannig að t.d. bærinn Caude-
bec héti „Kaldibekkur", heldur
höfðu önnur nöfn, sem sannar-
lega voru gefin á öðrum tímum
og öðrum tungumálum, einnig
verið þýdd eða aðhæfð yfir á
tungu Egils og Snorra. Mér
flaug í hug hvort ég gæti ekki
gerst matvinnungur með því að
kenna þjónustufólki og gestum
að bera þessi ósköp fram á rétt-
an hátt.
Úr þessu varð þó ekki þvi mið-
ur. En þessi endasleppa saga ætti að
vera alveg fúllnægjandi svar, ef ein-
hver skyldi fara að fúrða sig á því,
að norræn kvikmyndahátíð skuli nú
vera haldin á hveiju vori í höfúð-
borg Rúðujarla og vera orðin mikill
menningarviðburður á þessum
slóðum. Halda aðstandendur henn-
ar því ffam að hún sé ein fjölsótt-
asta hátíðin í Frakklandi af þeim
sem binda sig við eitt ákveðið sér-
svið, þótt Parisarpressan gefi henni
undarlega lítinn gaum, - mun minni
allavega en einhveijum taugaskekj-
andi hryllingsmyndahátíðum,
kvennamyndahátíðum,. kúreka-
myndahátíðum og sliku í smábæj-
um landsbyggðarinnar. Það er líka
markmið aðstandendanna að gefa
sem breiðat yfirlit yfir kvikmynda-
ífamleiðslu á Norðurlöndum á líð-
andi stund og kynna jafhffamt að
hveiju sinni einhveija sérstaka
þætti þessarar listar á norðurslóðum
á fyrri áratugum. Og til þess að hafa
f
þessa kynningu sem breiðasta er nú
farið að láta hana ná til Eystrasalts-
landanna líka.
Áhugi á íslenskum
kvikmyndum
Að þessu sinni fór reyndar svo
að engin íslensk mynd var sýnd í
Rúðuborg, og var ekki laust við að
menn hefðu á orði að þar væri
nokkurt skarð fyrir skildi, - þó
sennilega væri ofmælt að halda því
ffam að það hafi verið fjarvera ís-
lendinga sem olli því, að sýningar-
gestum fækkaði nú eilítið ffá síð-
asta ári, eða úr 25000 og niður í
23000. Að öllum líkindum var
ástæðan sú, að eina íslenska kvik-
myndin sem ffumsýnd var á síðasta
ári, „Ryð“ eftir Lárus Ými, kom of
seint á vettvang til að geta verið
valin fyrir samkeppnina, þar sem
hún hefði vafalaust sómt sér nokk-
uð vel. En einhver óljós orðrómur
gekk um það á hátíðinni, að til að
bæta úr þessu væri í bígerð að efna
til ein konar kynningar á íslenskri
kvikmyndagerð almennt, kannske
Litháískar
myndir í
öndvegi
á kvik-
mynda-
hátíðinni í
Rúðuborg
næst þegar hátíðin verður haldin, í
tilefni af því að rúmur áratugur er
liðinn síðan slík ffamleiðsla fór í
gang á skerinu. Hvort sem úr þvi
verður eða ekki, er víst að ekki
skortir forvitni og áhuga hjá áhorf-
endum.
Á því getur nefnilega enginn
vafi leikið, að forsprökkum hátíðar-
innar í Rúðuborg hefur ekki aðeins
tekist að kynna ólíkar hliðar kvik-
Einar
Már
Jónsson
myndagerðar á Norðurlöndum fyrr
og nú, heldur líka að fá hljómgrunn
meðal almennings, enda má þar
fylgjast með þróun og sveiflum í
listinni jafn vel og sennilega enn
betur en víðast á Norðurlöndunum
sjálfúm. Að þessu sinni voru tíu
myndir ffá síðasta ári I samkeppn-
inni, og eftir þeim að dæma virðist
stundleg kvikmyndagerð á Norður-
löndum vera misjöfh og sundur-
laus, effir þann hátind sem var fyrir
skömmu, eins og menn séu að leita
að nýjum innblæstri.
Danir á kvennafari
í Póllandi
Áhorfendur tóku myndunum
misjafnlega, en ein virtist fá lang-
bestar undirtektir og sópaði að iok-
um til sín flestöllum verðlaunun-
um: það var danska myndin „Kaj's
fodselsdag" eftir Lone Scherfig.
Þessi mynd getur varla talist
mikið meistaraverk, en hún er
meinfyndin og sennilega nokkurt
tímanna tákn. Segir þar frá nokkr-
um miðaldra Dönum sem fara til
Póllands á kvennafar, því danskar
konur eru alltaf á kvöldnámskeið-
um, eins og þeir segja, og engin leið
að koma þeim til eins eða neins. Át-
ylla ferðarinnar er reyndar sú að
halda upp á fertugsafmæli Kajs,
sem er feitlaginn og hallærislegur
pylsusali á hafnarbakka í einhverri
krummaskuð: hafa vinimir áhyggj-
ur af kvenmannsleysi hans og ekki
Verndarengillinn: Meðan beðið er eftirfæri verður morðinginn tilvonandi allavega að drepa tlmann.
að ástæðulausu. Hópurinn er heldur
ráðvilltur, en sem betur fer kemur
til skjalanna ljóshærður og íþrótta-
mannslegur fúlltrúi ferðaskrifstof-
unnr „Snertingar“ og býðst til að
skipuleggja gleðina í Póllandi: eins
og nafnið bendir til er markmiðið
að koma Dönum í „snertingu" við
pólska menningu, pólskan mat,
pólskt vodka og pólskar konur.
Reynar eru dömumar skyndikonur
og annað í þeim dúr, en Kaj fær þó
sérstakar trakteringar: hann er
kynntur fyrir hrekklausri hjúkrun-
arkonu sem haíði skrifast á við
danskan draumaprins og þar sem sá
góði maður mætir ekki á stefhumót-
ið liggur beint við að telja henni trú
um að Kaj sé hinn fúðflogni bréfa-
vinur, sem hafði lýst sjálfum sér
sem forríkum umboðsmanni fyrir
japönsk tryllitæki. Ekki er að orð-
lengja, að það er „snertingin“ við
pólska vodkað sem höfðar mest til
Dananna í byijun og ríður þeim svo
smám saman að fullu: úr gleð-
skapnum verður að lokum ekki
annað en eitt dómadags havari, uns
jafnvel Rauði herinn er kominn í
spilið. En í miðjum klíðum upp-
götvar hjúkrunarkonan hvemig hún
hefur verið blekkt og verður mjög
sár, - en það verður aftur til þess að
einlæg kynni takast með henni og
pylsusalanum Kaj. Og þá er hann
allt í einu kominn inn til pólskrar
fjölskyldu sem tilvonandi tengda-
sonur...
Þannig var gefin næsta skopleg
mynd af þeirri „snertingu" Vestur-
landsbúa við Austurevrópumenn
sem nú er mjög að komast á dag-
skrá.
Verndarengill kálar
ráðhena
Önnur mynd sem vakti athygli
og fékk tvenn minni háttar verðlaun
var „Vemdarengillinn“ eftir sænsku
konuna Suzanne Östen. En sú
mynd getur naumast talist eins mik-
ið í takt við tímann. Hún gerist í
ónefhdu riki í byrjun aldarinnar og
segir frá hörðum innanríkisráðherra
sem hefúr staðið í því að beija nið-
ur stúdentaóeirðir af lítilli vægð og
dæmt einn Ieiðtogann til dauða. Er
hann nú kominn upp í sveit með
fjölskyldu sína, öryggisins vegna,
og hefur þar að auki lífvörð sér við
hlið, sem er jafnframt einkaritari
hans og aðstoðarmaður. En sá góði
„vemdarengiH" er reyndar einn af
stúdentunum og hefúr fengið það
Laugardagur 4. maí 1991 — ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21