Þjóðviljinn - 04.05.1991, Qupperneq 26

Þjóðviljinn - 04.05.1991, Qupperneq 26
 GM IMPACT StýribúnaÖur Rafdrií i r UM AÐSKILJANLEGAR NATTURUR 26.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 4. maí 1991 GERÐ VERÐ($) HLEÐSLUTÍMI ENDING FERÐAL. Blý/sýra Pb/ H2S04 1500 8klst 40.000 km 200 km Nikkel-járn Ni/ Fe 8000 12 klst 160.000 km 200 km Natríum-brennisteinn Á TILRAUNASTIGI Na/S Nikkelkadmíum 240.000 km 500 km Ni/ Cd Þróun rafbíla AUDi DUO Rafdrtf * B«ns«nvél fjrlr fraradrif W«ndiog»rinn HX3 frá «<M iwm i ttl aö konöwf Hngri ríííaUegáir ' rafistöO Kafdrif Aukaaflgjiífi * Nlkkri- kadmíum VafgeýrnaWl sem heldur aftur af allmennri notkun vetnis. Verði víða tekinn upp kolefnisskattur, má búast við breytingum á þessu innan fárra ára. Kosturinn við vetnið er sá að auðvelt er að aðlaga bensínvélar að notkun vetnis og allir akst- urseiginleikar bensínbifreiðarinn- ar halda sér betur. Bílaflotann, sem fyrir er, má aðlaga þessu nýja hlutfallið komið í 10% 2003. í þessu fylki einu eru tvær miljónir bifreiða seldar árlega, svo að miklu er að keppa fyrir framleið- endur. Um næstu aldamót verða því mörg hundruð þúsund rafbílar á ferðinni. Risamir þrír, General Motors, Chrysler og Ford eru því komnir á sporið og dæla miljörðum dollara EinarValur Ingimundarson Greint var frá ýmsu frétt- næmu um þróun rafbfla á við- skiptasíðum Mbl. 25. aprfl, sl. Þarna voru nokkrar fuliyrðing- ar, sem bera þess merki að höf- undur/þýðari þekkir ekki efnið nægilega vel og gæti það villt um fyrir áhugasömum lesend- um. Verður því reynt að bæta um betur í eftirfarandi saman- tekt. Til að byrja með er setningin „Ef ekki koma til einhveijar ófyr- irséðar tækninýjungar, eða óvænt þróun vetnisknúinna bíla - sem blása einungis frá sér gufú - era rafknúnir bílar þeir einu sem standast kröfúr mengunarleysis." alveg úr takti við raunveraleikann og ber þess helst vitni að upplýs- ingar skrásetjara séu bandariskar eingöngu. Þróun vetnisknúinna bíla er alls ekki „óvænt“ í Evrópu. Hún er veraleiki. Tæknin er tilbúin, það er aðeins eldsneytiskostnaðurinn, eldsneyti og hljóta allir að sjá hagræðið í því. Ameríski draumurinn er hins vegar sá að geta fleygt „síðustu árgeró" og skipt yfir í nýjar græjur. Það eykur hagvöxtinn meira en að tjasla saman ein- hveiju gömlu „djönki“. Þar vestra skiptir frelsið öllu máli. Einka- bíllinn er eíhisgervingur þess og skiptir milljónir manna meira máli en nokkuð annað í lífinu. I Los Angeles búa 12 miljónir manna sem eiga 8 miljón bíla. Af því að LA er í dalverpi umgirt íjöllum er loflmengun þar alla að drepa og því brýnna úrbóta þörf. Almenningssamgöngukerfi hafa aldrei átt upp á pallborðið hjá íbúum LA ffekar en öðrum þar í landi og „lausnimar“ því fólgnar í mengunarminni bílum. I Kalifomíu hafa því verið sett ný lög sem segja að 2% allra seldra bifreiða árið 1998 verði að vera algerlega mengunarlaus og í verkefnið. Frá þessu er m.a. greint í Newsweek 8. april sl. Þar fær afkvæmið vinnuheitið VOLTSWAGON í minningu bjöllunnar sálugu. Kynslóð okkar friðar-og um- hverfissinna hefúr reyndar þurft að sjá á bak allra þeirra ímynda einfaldleika og spamaðar á bíla- markaðinum, sem þekktastar hafa verið. Bjallan, bragginn og trabb- inn heyra nú sögunni til. Erfiðast hefur reynst að útrýma reiðhjól- inu. Rafmagnsfarartæki hafa reynd- ar verið lengur til en bensínbif- reiðar. Arið 1899 var hr. Jakob Herman tekinn fastur fyrir glæfra- akstur í New York á rafleigubíl sínum. Var hann á hraðanum 19 km/klst. Margítrekaðar tilraunir til að koma rafbílum á markað vestra hafa verið til lítils. Bensín- fákurinn hefur haft yfirburði í lip- urð, léttleika og rekstraröryggi. Evrópumenn hafa samt þijóskast við að nota rafbíla. A Bretlandseyjum hafa rafbílar t.d. verið í notkun í 25 ár sem far- artæki mjólkurpósta. Þeir hafa liðið hljóðlaust um götumar árla morguns og skilað sínu hlutverki ágætlega. Um nokkurt skeið hafa Fiat verksmiðjumar líka selt fyrir 20.000 dali útgáfu af Pöndu, sem kölluð er Elettra og hefur verið þróuð í samvinnu við austurríska fyrirtækið Steyr-Daimler-Pugh AG. Hefur hann komist 120 km á hleðslunni og getað náð 112 km hraða á klst. General Motors munu setja raf- bíl á markaðinn 1993 og á sá að heita Impact. Undirbúningur þessa er hafinn í borginni Lansing í Michiganfylki. Þetta eiga að vera tveggja sæta sportbílar sem era búnir blý/ sýra rafhlöðum sem duga til 200 km aksturs og eiga að geta náð hraðanum 120 km/klst. Rafhlöðumar era tiltölulega hefð- bundnar, vega 360 kíló, kosta 1500 dali og endast 40.000 km. Hleðsla þeirra tekur um 8 klst. Margir spyrja vafalítið: Hefur engin þróun orðið síðan Gísli Jónsson reyndi rafbílinn hér uppi á Íslandi ? Svarið er að rafgeymamir era mesti höfuðverkur hönnuðanna, þyngsli, fyrirferð og hleðslutími gera mönnum enn lífið leitt. Gríð- arlegum fjármunum hefur samt verið varið til þróunar nýrra raf- geyma og er afraksturinn skráður í kassanum hér til vinstri. í janúarmánuði komu risamir þrír sér saman um að verja 35 miljónum dala í hið sameiginlega fyrirtæki U.S. Advanced Battery Consortium til að fá sameiginlega niðurstöðu í þróunarvinnu þriggja efstu rafgeymanna, en Japanir (Tokyo Electric Power Company) era komnir á fleygiferð með að þróa Ni/Cd geyminn. Við þann geymi ætla líka franska fyrirtækið Peugeot að notast, þar sem stefnt er að fram- leiðslu 50.000 rafbíla 1995. En þótt þessi Akkilesarhæll raf- bilsins standi í mönnum, hefúr margt annað þróast á jákvæðan hátt. Til að vega upp á móti massa rafgeymanna hafa allir aðrir hlut- ar bifreiðarinnar verið gerðir létt- ari og útlínur farartækjanna straumlínulagaðri (sjá myndir). Rafaflvélunum hefúr verið komið fyrir í öllum fjóram hjól- um nýjustu útgáfu NAV (Next Generation Advanced Electric Vehicle) bifreiðar rannsóknar-og þróunarstofnunar Japana í Tokyo. Með því móti minnkar orkutap- ið og massi drifbúnaðar verður minni. Þrátt fyrir að ítrastu hag- kvæmni sé gætt í efnisvali NAV bílsins, m.a. með aukinni notkun áls og þilja úr kolatrefjum, vegur hann 1200 kíló, eða jafn mikið og náfrændi hans Honda Prelude. Þar af era rafgeymamir 435 kg. Þróaðir hafa verið BLEND- INGAR (Hybrids), þ.e.a.s. bílar með tvöfalt aflkerfi. Rafkerfi fyr- ir akstur í þéttbýli og bensín eða díselvél fyrir akstur annars staðar. Af þeirri gerð er m.a. HX3 frá General Motors og AUDI DUO frá Þýskalandi. Hvatinn að baki þessarar þró- unarvinnu er stóraukin Ioftmeng- un 1 þéttbýli og sívaxandi áhyggj- ur manna af áhrifúm branaefna á lofthjúp jarðar, gróðurhús-áhrifin svokölluð. Erfiði manna er því að miklu leyti unnið fyrir gýg, ef raf- orkan til hleðslu rafgeymanna kemur úr kolarafstöðvum, sem framleiða oft enn meira koldíoxíð enn bílaflotinn, ef hann brenndi bensíni. Raforka, sem framleidd væri í vatnsorkuveram, sólarraf- hlöðum eða með brana jarðgass, leiddi hins vegar til jákvæðari niðurstöðu. Spumingamar, sem ættu hins vegar alltaf að vera á vöram okk- ar era þessar: Er nauðsynlegt að ferðast einn i bifreið? Get ég tekið fleiri með? Get ég gengið? Get ég hjólað? Er möguleiki á almenningssamgöng- um? Þarf ég ef til vill að skipu- leggja mig betur? I--------

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.