Þjóðviljinn - 14.05.1991, Page 2
Spumingar til
j afnaðarmanna
Það leitar á margan manninn þessa dagana af
hverju Alþýðuflokksforystan kaus að fara með Sjálf-
stæðisflokknum til stjómarmyndunar. Þar með rauf
Alþýðuflokkurinn stjómarsamstarf þriggja flokka
sem höfðu meirihluta á alþingi. Það var með öðrum
orðum ekki um það að ræða að forysta Alþýðu-
flokksins gæti afsakað sig með því að ekki væri
kostur á því að fýrrverandi stjómarflokkar héldu
áfram. Það var hægt - fyrir því voru þingræðislegar
forsendur. Auk þess höfðu forystumenn Alþýðu-
flokksins og frambjóðendur fýrir kosningar gefið það
í skyn og margir fullyrt að flokkurinn myndi áfram
vinna í vinstri stjóm eftir kosningar. Þannig töluðu
frambjóðendur Alþýðuflokksins á Norðurlandi
vestra, þar sem Alþýðuflokkurinn bætti við sig, á
Norðurlandi eystra og á Austurlandi og sumir fram-
bjóðendur flokksins í Reykjavík og á Reykjanesi.
Þessir frambjóðendur hafa nú því miður séð til þess
að Alþýðuflokkurinn brást kjósendum sínum.
En því miður: Hér er ekki um sögulega einangrað
dæmi að ræða. Það er fróðlegt fyrir jafnaðarmenn
að velta fyrir sér þessum spumingum í tilefni stjóm-
armyndunarinnar nú:
1. Af hverju stóð Alþýðuflokkurinn að setningu gerð-
ardómslaganna 1942?
2. Af hverju var Alþýðuflokkurinn tregur til samstarfs
í nýsköpunarstjóminni þar sem aðeins munaði einu
atkvæði í miðstjórn Alýþðuflokksins?
3. Af hverju stóð Alþýðuflokkurinn að ákvörðunum
um aðild Islands að NATO og hemáminu 1951 ?
4. Af hverju var Alþýðuflokkurinn allra flokka tregast-
ur til þess að færa landhelgina út í 12 sjómílur?
5. Af hverju var Alþýðuflokkurinn á móti útfærslu
landhelginnar úr 12 sjómílum í 50 sjómílur og felldi
tillögu um útfrærsluna á alþingi vorið 1971?
6. Af hverju neitaði Alþýðuflokkurinn að taka þátt í
myndun vinstristjómar sumarið 1974?
7. Af hverju klauf Alþýðuflokkurinn vinstri stjómina
haustið 1979 og gerði bandalag við Sjálfstæðis-
flokkinn?
8. Hvaða flokkur hefur setið lengst samfellt í stjóm
með Sjálfstæðisflokknum?
9. Af hverju neitaði Alþýðuflokkurinn að gera tilraun
til þess að mynda vinstri stjóm strax vorið 1987?
10. Og af hverju rauf Alþýðuflokksforystan stjórnar-
samstarfið nú vorið 1991?
Svarið við þessum 10 spumingum liggur því miður í
augum uppi. Það liggur sem sé fyrir, að Alþýðu-
flokksforystan hefur ævinlega kosið samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn einan fremur en vinstri stjóm, og
það liggur fyrir að Alþýðuflokkurinn á aðild að öllum
ákvörounum í íslenskum stjómmálum sem telja má
lægri sinnaðar síðustu 50 árin. 50 ára saga svarar
jessum 10 spurningum. En þegar Jón Baldvin
Hannibalsson varð formaður Alþýðuflokksins kaus
hann að slá því föstu að Alþýðuflokkurinn væri
vinstra megin við miðju. Þeir sem ekki þekkja eða
muna sögu áratuganna trúðu þessu margir sem
vonlegt var því málflutningurinn var traustur á yfir-
borðinu og að því er virtist einlægur. En nú er því
miður komin önnur tíð, Alþýðuflokksforystan hefur á
ný skipað sér hægra megin við miðju íslenskra
stjómmála.
S.
Þrónvn.iiNN
Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Rltstjóm, skrifstofa, afgreiösla, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvlk.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
Hver er með
frelsi og lýðræði?
Hver er að berjast fyrir lýð-
ræði? Og hver er á móti ffelsinu?
Haldið þið að það sé einfalt mál
að svara því?
Ekki alls fyrir löngu bjuggu
menn við tvískiptingu heimsins
sem freistaði margra til að líta
svo á, að allt væri á hreinu í
þessum efnum. Þeir sem aðhyllt-
ust byltinguna (hvort sem miðað
var við rússneska, kínverska eða
einhverja aðra þriðja heimsbylt-
ingu), þeir vissu að þeir sem
voru á móti bandarískri heims-
valdastefnu og bandamönnum
þeirra, þeir voru ffelsisins menn.
Og þeir sem voru á móti komm-
únismanum vissu, að allir sem
voru að bcrjast við einhverskonar
kommúnista eða þriðjaheims-
marxista, þeir voru hetjur lýð-
ræðisins.
Þessi tvískipting gaf falska
mynd af heiminum og nöturleg-
um pólitískum veruleika hans.
Hún gekk aldrei upp. Eins og
kemur fram með margskonar
hætti á þessum misserum, þegar
Austrið og Vestrið eru ekki leng-
ur þeir höfuðfjendur sem segja
með sögulegri ffekju: Sá sem
ekki er með mér er á móti mér.
Skrúfað fyrir peninga
til Afganistan
Á þetta minnti frétt í útvarp-
inu á sunnudagskvöldið. Hún er
þess efnis, að nú hefði það gerst
að bandaríska leyniþjónustabn
CIA fengi öngva peninga á
bandarískum fjárlögum til að
styðja við bakið á „skæruliðum"
i Afganistan (eins og þeir voru
kallaðir).
Eins og menn vita hafa
Bandaríkin lengi stutt andstæð-
inga Kabúlstjómarinnar á þeim
forsendum, að hún væri sovésk
leppstjóm. En eftír að Sovét-
menn fóru með her sinn frá Afg-
anistan (um leið og sambúð
þeirra við Bandaríkin stórbatn-
aði) þá hefur mjög dregið úr
áhuga Vesturveldanna á andstæð-
ingum stjómar Nadjibúllah for-
seta í Kabúl. Það hefur reyndar
verið fróðlegt að fylgjast með
því, hvemig ímynd stnðandi að-
íla hefur verið að breytast smátt
og smátt í fjölmiðlum. Nadji-
bullah er þar ekki lengur komm-
únískur harðstjóri, heldur eins og
hver annar syndugur og mistæk-
ur en ekki alveg vonlaus oddviti
vanþróaðs lands, og hann hefúr
smatt og smátt verið að fá hærri
einkunnir fyrir viðleitni .sína til
að taka trú landsmanna, Islam, í
sátt við stjómarfar sitt og önnur
sáttatilboð til andstæðinga.
Um leið hefur það gerst, að
vestræn blöð em löngu hætt að
tala um skæruliðaforingjana and-
stæðinga hans sem freísishetjur,
gott ef ekki lýðræðisvini. Smám
saman hefur fjölgað frásögnum
um hrottaskap skæmherjanna,
vafasama verslun þeirra með eit-
urlyf og margt fleira. Stundum
munar ekki miklu að þeim sé lýst
eins og hvetjum öðmm bófa-
flokkum.
Út í hött
Hvemig stendur á þessum
umskiptum?
Svörin em fleiri en eitt. í
fyrsta lagi var sú mynd aldrei
sönn að í Afganistan væri tekist á
um frelsi og lýðræði í einhveij-
um þeim skilningi orðanna sem
takandi er mark á. Það var heldur
ekki satt að annar aðili borgara-
styrjaldar þar hefði einkarétt á
ffamforum, en hinn væri aftur-
haldið uppmálað. Þetta allt er
auðveldara að viðurkenna nú eft-
ir að þeir sem stóðu á bak við
stríðandi aðila, Sovétríkin og
Bandaríkin, em orðnir sæmilegir
vinir á flestum öðmm vettvangi.
Og effir að það hafði gerst og
Sovétmenn vom famir með her
sinn, þá varð æ minna púður í
því að leggja fé og vopn í styij-
öld sem meðal annars væri ætlað
að kveða niður „kommúnisma" í
þessum hluta heims.
Þeir studdu
Saddam Hússein
En það hangir enn fleira á
spýtunm. Þess var líka getið í út-
varpsfréttum að skæmliðahóp-
amir hefðu framið þá synd sem
Bandaríkjamenn ætla ekki að
fynrgefa. Þegar Saddam Hússein
réðist inn í Kúveit, þá vom hinir
afgönsku herstjórar, sem reka sitt
stríð frá Pakistan, svo grænir í
pólitík (eða svo „heiðarlegir“ á
sinn hátt) að þeir lýstu yfír stuðn-
ingi við aðgerðir einræðisherrans
írakska. Og varð þá orðið enn
erfiðara en nokkm sinni fyrr að
!eggja þeim lið sem baráttu-
mönnum fyrir „sjálfsákvörðuna-
rétti þjóða“ eða því um líkt.
En í rauninni þurfti það ekki
að koma neinum á óvart pótt hin-
ir rammtrúuðu íslömsku forystu-
menn skæmheria í Afganistai)
standi með Saddam Hussein. I
þeirra augum (eins og svo
margra annarra i íslömskum
heimi) var Saddam fyrst og síð-
ast að ráðast gegn annarlegum
áhrifúm og ítökum í lendum spá-
mannsins. Vestrið og Austrið,
Kanar og Rússar, em í augum
þessara manna sinn hvor hausinn
a Satan sjálfúm. Þeir börðust
gegn sovéskum áhrifum og ítök-
um í Afganistan, ekki svo mjög
vegna þess að þeir vildu ekki
kommúnisma, heldur vegna þess
að samheijar Sovétmanna í Ka-
búl vom vantrúarhundar sem ætl-
uðu m.a. að spilla íslömskum
konum með skólagöngu og ann-
arri vitleysu.
Og svo var það
Kúveit
Og svo var það Kúveit og
emírinn og hans fjölskylda.
Það var einmitt verið að
skrifa um þau vandræði öll í
fréttaskýringu í Morgunblaðinu á
sunnudaginn: Gremjan vex í garð
fúrstans í Kúveit, segir Jóhanna
Kristjónsdóttir, og það er víst satt
og rétt.
Hér em menn heldur betur í
bobba. Eins og við munum.átti
hinn mikli hersafnaður gegn írak
og stríðið við Saddam Hússein
að tryggja það að virt væri sjálf-
stæði nkja, sjálfsákvörðunarrétt-
ur þjóða. Eða það fengum við að
heyra upp á dag hvem. En það
passar svo ekki nógu vel við
stöðu íbúa Kúveit: Minnihluti
landsmanna hefur borgararétt og
ekki einu sinni þeir fá neinu ráð-
ið um mál ríkisins. Með öðrum
orðum: Stjómarfarið í Kúveit er í
raun dár og spé um „sjálfs-
ákvörðunarrétt þjóðar“.
Og nú kemur það á daginn,
að þótt emírinn í Kúveit hafi haft
góo orð um stjómarbætur áður
en land hans var leyst úr her-
námi, þá ætlar hann sér síst af
öllu að standa við þau fyrirheit.
Enda segja ffændur hans í Sádi-
Arabíu, að hann skuli eiga þá á
fæti ef hann ratar í aðrar eins nú-
tímavillur og lýðræði.
Það er margt að varast.
ÁB.
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. maí 1991
Síða 2