Þjóðviljinn - 14.05.1991, Side 3

Þjóðviljinn - 14.05.1991, Side 3
9 IBAG 14. maí er þriðjudagur. Vinnuhjúaskiladagi. 134. dagur ársins. Nýtttungl. Sólarupprás í Reykjavík kl. 4.18 - sólarlag kl. 22.33.' Viðburðir Þjóðhátíðardagur Paraguay. 5 verkamenn drepnir í kröfu- göngu I Aadalen í Svíþjóð 1931. Miljónir franskra verkamanna lögðu niður vinnu 1968. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Þjóðviljinn bannaður. fyrir 25 árum Fyrsti áfangi Borgarsjúkra- hússins í Fossvogi var loks- ins tekinn I notkun í gær- dag. Ein spítaladeildin not- hæf að nokkru - 15 árum eftir að framkvæmdir hófust. Sá spaki Peningar hafa aldrei gert neinn ríkan. (Seneca) á áformum ríkisstjómar- innar um hækkim vaxta í húsnæðiskerfinu Páll Gunnlaugsson, formaður Búseta - landssambands húsnæðis- samvinnufélaga Ég er þeirrar skoðunar að verði vextir hækkaðir í hús- næðiskerfinu, sem ekki er óeðlilegt, verði stjómvöld að koma til móts við þá sem minni fjárráð hafa, s.s. með vaxtabót- um og húsaleigubótum. Ég tel eðlilegt að vextir af húsnæðislánum ráðist af vöxt- um á lánsfjármarkaði hverju sinni. Misjafnt vaxtastig milli húsnæðislána i almenna hús- næðislánakerfinu og þess fé- lagslega verður alltaf til þess að skapa óánægju meðal manna. Hins vegar kann maður að óttast að stjómvöld láti einung- is við það sitja að hækka vext- ina, en bætumar verði látnar sitja á hakanum. Verði vextir hækkaðir verða hærri bætur einnig að koma til. Það getur aldrei orðið annaðhvort. 0 % ^SKjÁUFi SKÍÁLFi SKJAtn Á ÐÖFINNI A Sigurbjörg Gísladóttir skrifar Alþýðubandalagið í Reykjavík — Sagan - Staðan - Starfið framundan Niðurstöður í nýafstöðnum al- þingiskosningum vora sigur fyrir Alþýðubandalagið í Reykjavík. At- kvæðahlutfallið var þó það lægsta sem flokkurinn hefiír fengið í al- þingiskosningum í Reykjavik. Að vísu er ekki um að ræða mikinn mun fiá því í kosningunum 1987, en í ljósi aðstæðna áttu flestir von á að útkoman yrði lakari en raun varð á. Innan Alþýðubandalagsins hafa undanfarin ár veriþ átök bæði um menn og málefhi. I Reykjavík gengu þessi átök svo langt í síð- ustu borgarstjómarkosningum að félagið klofnaði í ffamboðsmálum. Það leiddi til þess að Alþýðu- bandalagið fékk aðeins einn full- trúa í Dorgarstjóm. Eflaust hafa ýmsar ástæður legið að baki því að sumir félagar í ABR kusu að taka þátt í ffamboði Nýs vettvangs, en ekki verður horft ffam hjá þeirri staðreynd að meirihluti félagsins í Reykjavík hafnaði slíku samstarfi eftir að útséð varð um að samstarf tæki^t milli minnihlutaflokkanna. Ymsir hafa viljað kenna Reykjavíkurfélaginu um þann óró- leika sem verið hefúr í ílokknum. Það er mikil einfoldun. Akveðin hreyfing í flokknum hefur viljað breyta pólitískum áherslum. Marg- ir talsmenn þessa hafa nú fundið skoðunum sínum, hljómgrann á öðram vettvangi. Atökin hafa orð- ið til þess að félagar hafa sagt skil- ið við flokkinn eða gefist upp á því að sækja fúndi og taka þátt f öðra félagsstarfi. Niðurstöður síðustu kosninga sýna þó að fylgi flokks- ins hefur víða aukist veralega og við eigum nú þingmenn í öllum kjördæmum landsins. Hluta þess árangurs má eflaust skýra með aukinni einingu innan flokksins. Stofnun málefnafélagsins Birt- ingar tengdist þeim átökum sem staðið hafa innan flokksins. Stofn- un málefnafélaga með það fyrir augum að efla málefnaumræðu er jákvæð og getur orðið til þess að styrkja flokkinn. Kostur þeirra er að þau geta verið opin óflokks- bundnu folki. Hinsvegar er ástæða til að skoða vel stöðu slíkra félaga og það verður að tryggja að þau geti ekki verkað sem niðurrifsafl sem getur bæði skaðað einstök kjördæmi og einnig flokkinn á landsvísu. I miðstjóm Alþýðubandalags- ins var á síðasta ári ítrekuð krafa Birtingar um að stofnað yrði kjör- dæmisráð ABR og félagsmanna Birtingar í Reykjavík, en Birting er málefnafélag á landsvísu. Ekki hefur öllum verið ljós tilgangurinn með slíkum kröfum, þar sem við- komandi Alþýðubanaalagsmenn í Birtingu, sem ekki vora jafnffamt félagsmenn í ABR, voru ínnan við 20 talsins eða innan við 2% af Al- þýðubandalagsmönnum í Reykja- vík. Vægi þeirra í kjördæmisráði hefði því verið hverfandi. Stutt er síðan lögð vora formlega niður hverfafélög AlþýðubandaTagsins í Reykjavík og fulltrúaráð þeirra þar sem mörg félögin vora óvirk. Menn komust að þeirri niðurstöðu að lýðræðislegra væri að starfa saman í einu felagi þar sem félags- menn hefðu jafna möguleika á því að kom,a skoðunum sínum á fram- færi. A þessum grandvelli var kröfú um kjördæmisráð hafnað. Með vorinu var stofnað í Reykjavík félag sem ber nafnið Vinstri vængurinn. Margir félagar era Alþýðubandalagsmenn. Ekki hefúr verið leitað eftir því að félag- ið verði samþykkt sem Alþýðu- bandalagsfélag og líklega ekki áhugi á slíku. Það gæti þó í ljósi sögunnar komið fram slík ósk frá tiessu félagi eða öðrum sambæri- egum félögum sem gætu litið dagsins ljós í náinni framtíð. Því er nauðsyn að marka slikum félögum þrengri skorður en gert er nú í Tög- um Alþýðubandalagsins. I lögum ABR er fjallað sérstak- lega um heimild til stofnunar hverfadeilda og málefnanefnda. Heimildin er bundin við það að í deildunum sé ákveðinn lagmarks- fjöldi félaga í ABR. Samkvæmt lögunum eiga slíkar deildir rétt á áheymarfúlltrúa í stjóm ABR og í borgarmálaráði. Það er sjálfsagt að nýta slík lagaákvæði með það fýrir augum að vinna að málemum til- tekinna hverfa eða að afmörkuðum málaflokkum óháðum búsetu. Slík- ar deildir gætu starfað tímabundið og verið hvetjandi fyrir flokks- starfið í heild. Starfið innan Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík hefur mótast af þeim átökum sem reifuð hafa verið hér að framan. Stofnaðir hafa verið málefnahópar og endurreist ýmis félagsstarfsemi sem hafði dregist saman á þeim tímum senj orícan fór í átök ínnan félagsins. Arangur af þessu starfi hefúr komið fram á mörgum sviðum. Menn hafa þó vissulega ekki verið sammála um alla hluti. Meðan Alþýðubandalag- ið var í stjóra var unmð ötullega að ýmsum framfaramálum og ymsu áorkað. Margir félagsmenn era þó ósáttir við ýmsar raðstafanir fyrr- verandi rikisstjómar eða andvara- leysi í ákveðnum málum. Sem dæmi má nefna að margir eiga erf- itt með að sætta sig við nlut flokks- ins í setningu bráðabirgðalaganna í BHMR-máTinu og þeirri aðför að samningsrétti launafólks sem í þeim fóTst. Varð það til þess að for- ysta BHMR hvatti kjósendur til að sniðganga Alþýðubandalagið á. kjöraag. Gamlir kjósendur Al- þýðubandalagsins, sem ákváðu að negna flokknum á kjördag vegna anastöðu við þá þingmenn eða ráð- herra sem áttu aðild að bráða- birgðalögunum, hafa náð þeim ár- angri að koma í veg fyrir kjör tí- unda þingmanns Alþýðubanda- lagsins, þingmanns sem þessir sömu aðilar hefðu að líkindum mjög gjaman viljað sjá á þingi. I Alþýðubandalaginu er fólk með ólíkar skoðanir í ýmsum mál- um, höfúðmarkmiðin era þó sam- eiginleg. Það næst lítill árangur með því að hlaupa í fylu þegar menn era óánægðir með niðurstöð- ur einstakra mala, þeim mun meiri ástæða er til að lata í sér heyra. Mikilvægast er að standa saman og leysa á lýðræðislegan hátt innan flokksins og utan við fjölmiðla þau ágreiningsefni sem upp kunna að koma. Það hefúr verið ánægjulegt að sjá gamla og nýja félaga mæta til leiks í kosningunum og í kjölfar þeirra. Fjölmenni í 1. maí kaffi Al- þýðubandalagsins gefúr góða von um að myndun hægri stjómarinnar verði til þess að efla starfsemi inn- an flokksins: fátt er svo með öllu illt... Mikilvægt er að taka nu höndum saman og hefja þegar und- irbúning að næstu kosningum, hvort sem þær kosningar verða eft- ir fjögur ár eða skemmri tíma. Vonandi eigum við einnig eftir að sjá á næstunni meira til þess hóps af ungu fólki sem lagði flokknum lið í aTþingiskosningunum. • Mikilvægast er að standa saman og leysa á lýðræðislegan hátt innan flokksins þau ágreiningsefni sem upp kunna að koma Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.