Þjóðviljinn - 14.05.1991, Page 7

Þjóðviljinn - 14.05.1991, Page 7
IFirktttir Davíð vildi tilkynningu en stjómarandstaðan stefnuna Alþingi var sett í gær. Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkj- unni gengu forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir og þing- menn yfir í Alþingishúsið þar sem forseti setti 114. löggjaf- arþing íslands. Við athöfnina sagði Vigdís að þingsetningin markaði tímamót þar sem þingið kæmi nú saman fljótlega að af- loknum kosningum auk þess sem tíi starfa kæmu nú fleiri nýir þing- menn en nokkru sinni fyrr. Aldursforsetí þingsins, Matthías Bjarna- son, stýrði fyrsta fundi en honum var frestað til klukkan tvö í dag en þá verða kosnir forsetar og kosið í nefndir þingsins. Á þessu sumarþingi stendur til að afgreiða frumvarp til stjómskip- unarlaga, sem meðal annars felur í sér afhám deildaskiptingar þings- ins, sem og ný þingskaparlög sem er nauðsynlegt í kjölfar breytingar- innar. Til stóð að stefnuræða forsæt- isráðherra yrði flutt i kvöld en stjómarandstaðan benti forsætis- ráðherra á að samkvæmt lögum ætti að afhenda þingmönnum stefnuræðuna viku áður en hún er flutt. Hana verður að flytja áður en þing hefur setið í tvær vikur. I gær vildu bæði Olafur Ragnar Gríms- son, formaður Alþýðubandalags- ins, og Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, mótmæla þeirri yfirlýsingu Davíðs Oddssonar að stjómarandstaðan hefði beðið um frest. Báðir sögðu að forsætisráðherra hefði einungis verið bent á að fara ætti að lögum. Stjómarandstaðan samþykkti að stytta tímann frá því ræðan verður lögð fram og þar til hún verður flutt og fær hana í hendur nú á fostudag. Davíð vildi í gærmorgun enn halda sig við að flytja tilkynningu sem síðan yrðu umræður um en stjómarandstaðan hélt fast við að flytja ætti stefnuræðu. Davíð sagði í gær að það væri á mörkunum hvort rétt væri að flytja stefnuræðu nú þar sem þingið kæmi einungis saman til að taka á ákveðnum af- mörkuðum málum en ekki til að sitja áfram. „Forsætisráðherra var bent á það að samkvæmt lögum ætti hann að flytja stefnuræðu, enda þyrfti þingið að fá að vita eitthvað um stefnu ríkisstjómarinnar," sagði Ólafúr Ragnar. Líklegt er að um margt fleira verði rætt á þessu þingi en stjóm- lagabreytingar. Ólafur Ragnar sagðist til dæmis halda að stór mál einsog vaxtahækkanir, samningar um evrópskt efnahagssvæði og viðskiptakjarabatinn yrðu rædd áð- ur en vikan væri á enda. n Sigurður Rúnar Magnússon afhendir Þórarni Tyrfingssyni miljón króna ávlsun frá Verkamannafélaginu Daasbrún. Fyrir myndinni miðri er svo litli álfurinn sem ertákn fjáröflunarátaks SÁA sem hefst I vikulok. Mynd: Kristinn Dagsbrún gefur SÁÁ eina miljón S gær afhentí Sigurður Rúnar IMagnússon frá Verka- mannafélaginu Dagsbrún, Samtökum áhugafólks um áfengisvandamálið; SÁÁ eina miljón króna í byggingar- sjóð hinnar nýju endurhæfing- arstöðvar, Víkur á Kjalarnesi. Það var formaður samtakanna, Þórarinn Tyrfingsson læknir sem tók við gjöfinni fyrir hönd SÁÁ. Bygging endurhæfmgarstöðvar- innar er nýhafin og er stefiit að því að flutt verði í nýju stöðina í nóv- ember næstkomandi. Þar verður pláss fyrír 30 manns, sem er sami fjöldi og er nú á Sogni í Ölfusi. Þar hefur SAA leigt húsnæði af Náttúrulækningafélaginu undir endurhæfingarstöð í hátt á annan áratug. Þeim leigusamningi hefúr verið sagt upp og verður SÁÁ að rýma húsnæðið fyrir áramót. Byggingarverktaki hinnar nýju stöðvar er verktakafyrirtækið Álflarós sem bauð lægst í bygg- inguna, eða um 61 miljón króna. Með landakaupum, lögnum, vega- lagningu og fleiru er þó gert ráð fyrir að heildardæmið hljóði uppá 75 - 80 miljónir króna. 1 vikulok, á fostudag og laug- ardag hefst sala á ljtla álfmum svonefnda þar sem SÁÁ safnar fé til áðumefndra byggingarfram- kvæmda. Auk álfsins fylgir með í kaupunum birki- og Iúpínufræ og á þann hátt getur fólk lagt sitt af mörkum bæði til mann- og land- ræktar. -grh Líkfundur á Steingrímsfjarðarheiði Björgunarmenn frá Hólmavík fundu um helgina lík mannsins sem varð útí á Steingrímsfjarðar- heiði í vetur ásamt félaga sínum þegar þeir hugðust fara akandi frá ísafirði til Reykjavíkur. Líkið fannst i Lágadal tæpa Qóra kílómetra frá þeim stað sem félagamir yfirgáfú bíl sinn. Lík hins mannsins fannst í vet- ur.skömmu eftir að leit hófst. -grh „Menn munu taka upp önnur mál hér í þinginu einsog þörf verð- ur á. Það eru að gerast atburðir hér í þjóðfélaginu sem þarf að fá svör við; t.d. hvort hverfa eigi frá stöð- ugleikastefnunni og fara inn á þá braut að skila bönkum og fyrir- tækjum ávöxtunum af þessum stöðugleika en láta fólkið í landinu sitja eftir,“ sagði Ólafúr Ragnar. Þingflokkamir hafa nú allir kosið sér formenn og er Margrét Frímannsdóttir formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins sem áður. Páll Pétursson stýrir þing- flokki Framsóknarmanna. Ánna Ólafsdóttir Bjömsson er nýr þing- flokksformaður Kvennalistans og Geir H. Haarde er nýr formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Óssur Skarphéðinsson var kosinn þingflokksformaður Alþýðuflokks- ins en hann er einn af 26 nýjum þingmönnum sem taka sæti á þingi nú. -gpm Alþingi var sett ( gær við hátíðlega athöfn. Aö lokinni guðsþjónustu I Dómkirkjunni gengu forseti Islands og þingmenn til Alþingishússins. Mynd: Jim Smart. Ur sér gengnir kjamorku- kafbátar í hafinu milli Islands og Skotlands Polaris-kjarnorkukafbátar hers Bretadrottningar eru löngu orðnir úr sér gengnir og lífríki í hafinu stafar stöðug ógn af úthaldi þeirra, segir m.a. í rannsóknar- skýrslu sem samtök Grænfrið- unga hafa sent frá sér um ásig- komulag þessara djúpbáta sem helst eru á sveimi í hafinu milli íslands og Skotlands. I skýrslunni, sem nefnist „Bindum Polaris-bátana við land- festar“ er því haldið ffam að bresk stjómvöld tefli á tæpasta vað með útgerð Polaris-bátanna í þeirri við- leitni sinni að geta státað af því að tolla í kjamokukafbátaklúbbi stór- veldanna. Eðlilegu viðhaldi sé lítt eða illa sinnt og notkun bátanna sé mun meiri en ásigkomulag þeirra bjóði uppá. Bent er á að trekk í trekk hafi bátamir ekki verið færð- ir til hafnar til reglubundins við- halds. Þannig hafi úthald HMS Resolution verið 10 mánuðir sl. 16 mánuði og þar af hafi hann lengst verið 16 vikur samfellt í hafi án þess að koma inn til hafnar. Annar bátur, HMS Repulse, hefúr ekki verið gerður sjóklár ffá því um mitt ár í fyrfa og sá þriðji HMS Renown hefiir verið til við- gerðar átján mánuðum lengur en upphaflega var ætlað. Polaris - kafbátamir vom smíð- aðir um 1960. Upphaflega var ráð fyrir því gert að þeir úreltust á 20 árum, en þar sem bið hefúr orðið á að ný kýnslóð kjamorkuknúinna kafbáta, Trident, hafi verið tekin í gagnið, hafa bresk hermálayfirvöld affáðið að Polaris-bátamir verði í notkun ffam á miðjan þennan ára- tug. Að sögn Janet Convey, tals- manns Grænfriðunga í Bretlandi, býður áframhaldandi notkun Pola- ris- bátanna upp á stóraukna hættu á kjamorkuóhappi á höfum úti með ófyrirsjánalegum afleiðingum fyrir lífríki sjávar, en talið er að bátamir séu helst á sveimi í hafinu milli Skotlands og íslands. -rk Kj amorkuúrgangur undir sjávarbotn Bresk stjórnvöld hafa uppi áform um að sniðganga al- þjóðasamþykktir um losun geislavirkra úrgangsefna með því að koma þeim fyrir í neðan- jarðargeymslum undir sjávar- botni við Dounreay eða Shellafi- eld. Þetta segir i tilkynningu frá starfshópi sem kallar sig Northem European Nuclear Information Group eða Kjamorkuupplýsinga- miðstöð N-Evrópu og hefur aðal- stöðvar í Leirvík á Shetlandseyj- um. Segir í fréttatilkynningunni að fyrirhugað sé að hafa geymslumar djúpt undir sjávarbotni og verði innangengt i þær frá landi. Fulltrúar Upplýsingamiðstöðv- arinnar segja að slík geymsluað- ferð undir sjávarbotni sé ekki neínd í Parísarsamkomulaginu um mengun sjávar, sem ísland og Bretjand eru aðilar að. Á fundi aðildarríkja Parisar- samkomulagsins í fyrra bar Ísland fram tillögu um að reglur yrðu einnig settar um þessa geymsluað- ferð, en þær náðu ekki fram að ganga. Síðustu forvöð til að skila til- lögum fyrir fúndinn í ár er 18. maí næstkomandi, og segir upplýsinga- miðstöðin það kunni jafnffamt að vera síðustu forvöð til að tefja áformin, þar sem þau kunni þegar að verða ffamkvæmd fyrir fúndinn 1992. Upplýsingamiðstöðin á Shet- landseyjum skorar á íslensk stjóm- völd að taka málið upp á fúndinum í þessum mánuði og krefjast þess að öll slík áform verði stöðvuð þangað til tryggt verði að geisla- virk úrgangsefni muni ekki leka út í Norðursjóinn og N-Atlantshafið. Ráðuneytisstjóra umhverfis- ráðuneytisins var ekki kunnugt um það í gær, hvort ísland myndi taka frumkvæði í þessu máli nú. -ólg. Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.