Þjóðviljinn - 14.05.1991, Side 8
Saltfiskframleiðendur
sjálfum sér verstir
Hagnaður til ráðstöfunar hjá Sam-
bandi íslenskra fiskframleiðenda,
SÍF, eftir síðasta ár nam rúmum
600 miljónum króna, en á vegum
þess voru seld 49 þúsund tonn af
saltfiski fyrir 12,5 miljarða króna árið 1990.
Þó þetta sé um 9% minna magn en árið 1989
nam verðmætaaukningin á milli ára tæpum
23% í krónum talið jafnframt því sem með-
alverð á útfluttum saltfiski hækkaði um 35%
í krónum á milli áranna 1989 og 1990.
Þó árið í fyrra hafi að mörgu leyti verið
mjög hagstætt fyrir íslenska saltfiskframleið-
endur, hátt verð á mörkuðum, tíðar afskipanir,
örari greiðslur, lítið birgðahald, hagstæð gengis-
þróun, lág verðbólga innanlands og stöðugleiki
í efnahagslífinu, bendir ýmislegt til þess að
rekstur saltfiskvinnslustöðva verði erfiðari í ár.
Til að mynda er atvinnugreinin þegar rekin með
nokkru tapi á fyrstu mánuðum þessa árs, sam-
kvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslu-
stöðva. Þar kemur margt til, en að mati fram-
leiðenda sjálfra er það fyrst og fremst hár hrá-
efniskostnaður og inngreiðslur í Verðjöfnunar-
sjóð sem eru eitt helsta vandamál atvinnugrein-
arinnar auk samkeppninnar við þann fisk sem
fluttur er út ferskur og flattur og síðan saltaður
ytra. I kapphlaupinu um hráefnið má segja að
framleiðendur séu sjálfum sér verstir. Stjómar-
formaður SÍF, Dagbjartur Einarsson, orðaði það
svo á nýafstöðnum aðalfundi að nær væri að
þeir létu spjaldið falla fyrr á fiskmörkuðunum.
Baráttan um hráefhið, sem meðal annars er
Forsendan fyrir heildstæðri sjáv-
arútvegsstefnu er að samkomulag
takist um ráðstöfun aflans
vegna síminnkandi kvóta, hefur leitt til þess að
hráefniskostnaðurinn er sá kostnaðarliður sem
vegur langsamlega þyngst í rekstri saltfisk-
vinnslustöðva. Hann er talinn vera að meðaltali
um 65% af tekjum í stað 50% eins og áður var,
en jafnframt er talið að einstök fyrirtæki veiji
allt að 75% og jafnvel 80% af afurðaverðinu til
hráefniskaupa.
Af öðmm helstu málefnum saltfiskframleið-
enda má nefna baráttuna gegn Verðjöfnunar-
sjóði sjávarútvegsins sem þeir vilja að verði af-
lagður. Þess í stað verði stofnaður sveiflujöfn-
unarsjóður innan hvers fyrirtækis sem lúti
skattalögum. Jafnframt er það mikið hagsmuna-
mál fyrir saltfiskffamleiðendur að tollar verði
felldir niður á afurðum þeirra til ríkja Evrópu-
bandalagsins og að unnið verði markvisst að
því að efla saltfiskneyslu í helstu markaðslönd-
um SÍF. En síðast en ekki síst að mörkuð verði
hérlendis heildstæð sjávarútvegsstefna, en for-
sendan fyrir því er að samkomulag náist um
ráðstöfun aflans. Þar sem það kann að verða
erfiðara í ffamkvæmd en margan grunar er það
ekki að ófyrirsynju að Magnús Gunnarsson
framkvæmdastjóri SÍF spáir því að miklir um-
brotatímar séu framundan í íslenskum sjávarút-
vegi og því nauðsynlegt að SIF og framleiðend-
ur sjálfir séu sjóklárir undir þau átök sem fram-
undan séu, sem geti skipt sköpum fyrir framtíð
SÍF.
Af heildarbotnfiskafla síðasta árs fóru í sölt-
un um 19% eða 128 þúsund tonn og hefur hlut-
ur söltunar ekki verið minni síðan 1984. Þess
ber þó að gæta að um 15 þúsund tonn af botn-
fiski upp úr sjó voru flutt út á síðasta ári sem
flattur, ferskur botnfiskur til söltunar erlendis.
A síðasta ári var þorskurinn aðaluppistaðan
í framleiðslunni eða um 80% sem er þó lægra
hlutfail en verið hefúr undanfarin ár, en um
15% af heildinni var saltaður ufsi. Framleidd
voru tæp 35 þúsund tonn af flöttum þorski eða
rúmum sjö þúsund tonnum minna en árið 1989.
Samdrátturinn, sem einkum átti sér stað á ver-
tíðinni, nam tæpum 18% eða mun meira en
samdrátturinn í þorskaflanum sem minnkaði um
22 þúsund tonn eða 6,2%. Hinsvegar jókst ufsa-
afii um 16 þúsund tonn, úr 80 þúsund tonnum
árið 1989 í 96 þúsund tonn í fyrra. Rúm 40% af
flatta þorskinum fór í SPIG (flattur þorskur af
Spánar-, Italíu- og Grikklandsgæðum, en tæp
60% af magninu var af Portúgalsgæðum. Árið
áður voru þessi hlutfoll 35% í SPIG á móti 65%
sem Portúgalsfiskur. Þá jókst framleiðsla þorsk-
flaka um 15% og ufsaflaka um rúm 23%. Hins-
vegar minnkaði framleiðsla á þurrfiski.
Gæðasamsetning á blautverkuðum þorski í
fyrra var á þann veg að 78,5% magnsins fóru í
fyrsta o,g annan flokk og AB á móti 72,5% árið
1989. A sama hátt minnkaði hlutfall þriðja og
fjórða flokks fisks og CD-fisks; úr 27,5% í
21,5%. Þessa gæðaaukningu má m.a. rekja til
hraðari afskipana, aukins hluta tandursfisks sem
fór í salt og aukinnar vöruvöndunar i greininni.
Þá varð og veruleg breyting á stærðarsamsetn-
ingu blautverkaðs þorsks. Hlutfall stórfisks fór
úr 37,7% 1989 í 46,6% 1990, millifiskur var
um 24% af framleiðslumagninu og smáfiskur
29% en var 39% árið 1989. Þessar breytingar
skýra saltfiskframleiðendur á þann veg að mun
meira af smærri fiskinum hafi farið til frysting-
ar, eins og hann gerði á árunum fram til 1988.
Þrátt fyrir góðærið í saltfisknum fækkaði
ffamleiðendum úr 329 árið 1989 í 298. Dæmi
eru um að gamalgrónir saltfiskframleiðendur
hafi þess í stað snúið sér að útflutningi á fersk-
um fiski í stað þess að saita hann sjálfir. Á dög-
unum birtist einn þeirra á skjánum þar sem
hann sagðist aldrei hafa haft það eins gott eins
og þegar hann hætti að verka saltfisk og fór
þess í stað að flytja út óunnið hráefni.
Sem fyrr var stærsti einstaki framleiðandinn
innan SÍF, fiskvinnslustöð KASK á Höfn í
Homafirði, en alls framleiddu sjö fyrirtæki
meira en 800 tonn og samanlagt framleiddu
þessi sjö fyrirtæki um 20% af heildarframleiðsl-
unni. Um 41% framleiðanda, eða 121 fram-
leiddu minna en 25 tonn og samanlögð fram-
leiðsla þeirra var 2,4% af heildarmagninu.
Þrátt fyrir að vel hafi gengið í saltfiskbrans-
anum í fyiTa þá tókst SIF engan veginn að sinna
eflirspum eftir saltfiski á Spáni og í Portúgal og
varð talsverður skortur í þessum tveimur lönd-
um á haustmánuðum. En til Portúgals voru seld
15 þúsund tonn, en mest var selt þangað árið
1988 eða 37 þúsund tonn. Til Spánar voru seld
tæplega 14 þúsund tonn miðað við 10 þúsund
tonn árið 1989. Sömuleiðs hefði verið hægt að
selja meira af fiski til Grikklands. En þar sem
talsverður samdráttur varð í söltun smáfisks,
enda verð á ferskum og frystum fiski hátt, varð
salan til Grikklands aðeins 2.348 tonn, sem er
hið minnsta sem þangað hefur verið selt um
langt árabil. Þá hafa viðskipti við Holland auk-
ist og þá ekki síst við Frakkland. Til þessara
landa er ekki einungis seldur blautsaltaður
þorskur, heldur einnig ufsi, langa og bútungur.
Aukning varð á útflutningi saltflaka í fyrra
og vom flutt út 7.030 tonn sem er um eitt þús-
und tonnum meira en 1989. Mest varð aukning-
in í útflutningi á söltuðum ufsaflökum eða um
750 tonn. Með breyttum þjóðfélagsháttum í
Austur-Evrópu hefur myndast mikil eftirspum
eflir sjólaxi, en þó einkum í eystri hluta Þýska-
lands, en einnig í öðrum löndum A-Evrópu.
Eflirspum eftir söltuðum ufsaflökum hefur því
stóraukist, en þó svo að framleiðslan hafi líka
aukist, vantar mikið uppá að SIF hafi getað
sinnt öllum þeim óskum sem borist hafa um
kaup og svo er um fleiri saltfiskafurðir. Þá hefúr
Dæmi eru um að fyrrum saltfisk-
verkendur hafi aldrei haft það
eins gott og þegar þeir hófu út-
flutning á óunnu hráefni
eftirspum eftir keilu-, blálöngu-, en þó sérstak-
lega lönguflökum verið talsverð og væri hægt
að selja umtalsvert magn af þessum flökum ef
nægjanlegt hráefni væri til staðar. Helstu mark-
aðir fyrir þessar afúrðir em í Frakklandi og
Spáni, en Ítalía er stærsti kaupandinn að keilu-
flökum.
Útflutningur á saltfiskafurðum í neyten-
daumbúðum dróst nokkuð saman í fyrra, miðað
við fyrra ár, eða úr 723 tonnum í 624 tonn. Að
mati saltfiskffamleiðenda er þó afar mikilvægt
að haldið verði áffam að vinna að því þróunar-
og markaðsstarfi sem unnið hefúr verið á und-
anfomum ámm í þessum efnum. Breyttar inn-
kaupa- og neysluvenjur íbúa helstu markaðs-
landanna kalla á það að saltfiskur sé á boðstól-
um í stórmörkuðum á sama hátt og aðrar mat-
vörur. Einkum er nauðsynlegt að leggja áherslu
á þróun og vinnslu útvatnaðra og frystra salt-
fiskafurða í neytendaumbúðum svo og í stærri
einingum. Að öðrum kosti er hætta á að yngri
neytendur tapist úr hópi saltfiskneytenda og
hefðin fyrir saltfiskneyslu dvíni og jafnvel
hverfi með þeirri kynslóð sem nú er á miðjum
Verðbólgan 7,7%
Síðastliðna tólf mánuði hefúr
visitala framfærslukostnaðar
hækkað um 5,8%. Undan-
fama þijá mánuði hefúr vísi-
talan nækkað um 1,9% og
jafngildir sú hækkun 7,7%
verðbólgu á heilu ári.
Vísitala ffamfærslukostnaðar
reyndist vera 1,2% hærri í
maí en hún var í april, sam-
kvæmt útreikningi Kauplags-
nefndar. Að mati hennar er
vísitalan 0,56% yfir viðmið-
unarmörkum kjarasamninga.
Af 1,2% hækkun vísitölunnar
frá apríl til maí stafa um
0,5% af árshækkun iðgjalda
bifreiðatrygginga. Verðhækk-
un matvöm olli um 0,2%
hækkun og verðhækkun ým-
issa vöm- og þjónustuliða olli
um 0,5% hældcun á vísitöl-
unni.
-grh
Áhrif nudds
á höfuðverk
Öm Jónsson skól^stjóri
Svæðanuddskóla Islands ræð-
ir um nudd og áhrif þess á
lækningu höfuðverkjar í
Hlaðvarpanum við Vestur-
götu í Reykjavík annað
kvöld, miðvikudag, kl. 20.30.
Það em Mígrensamtökin sem
standa fyrir þessum fræðslu-
fúndi. Aðalnindur samtak-
anna var haldinn í mars.
Stjóm þeirra skipa Guðný
Guðmundsdóttir formaður,
Hrafnhildur Þorgrímsdóttir
ritari, Bima Bjamadóttir
gjaldkeri og Regína Ingólfs-
dóttir og Anna Sjöfn Sigurð-
ardóttir meðstjómendur.
Gestafundur
Kvenfélags
Kópavogs
Kvenfélag Kópavogs verður
með gestafúnd í Félagsheim-
ilinu annaðkvöld, miðviku-
dag, kl. 20.30. Boðið verður
upp á tískusýningu, danssýn-
ingu, happdrætti og kaffiveit-
ingar. Allar konur í Kópavogi
velkomnar.
Heilagramanna-
sögur frá
síomiðöldum
Marianne E. Kalinke prófess-
or við Illinoisháskóla í Ur-
bana í Bandaríkjunum flytur
opinberan fyrirlestur um heil-
agramannasögur ffá síðmið-
öldum í boði Stofnunar Sig-
urðar Nordals, á morgun,
miðvikudag, kl. 17.15 í Veit-
ingastofunni í Tæknigarði við
Dunhaga. Marianne hefur
skrifað mikið um riddarasög-
ur, m.a. bókina Bridal-Quest
Romance in Medieval Ice-
land, og gefið út Möttuls
sögu. Hún vinnur nú að rann-
sóknum á heilagramannasög-
um hér á landi. Fyrirlesturinn
nefnist: „An Icelandic hagio-
graphy on eve of the refor-
mation“.
Bragi Guð-
brandsson í fé-
lagsmálaráðu-
neytið
Bragi Guðbrandsson félags-
málastjóri Kópavogs hefur
verið ráðinn aðstoðarmaður
Jóhönnu Sigurðardóttur fé-
lagsmálaráðherTa.
-saf
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. mal 1991
Síða 8