Þjóðviljinn - 14.05.1991, Page 15

Þjóðviljinn - 14.05.1991, Page 15
A Umsjón Sif Gunnarsdóttir Riddarinn rómantíski Regnboginn Cyrano de Bergerac Leikstjóri: Jean-Paul Rappeneau Framleiðendur: René Cleitman & Mich- el Seydoux Handrit: Jean-Paul Rappeneau & Jean- Claude Carriere eftir Ieikriti Edmond Rostand Aðalleikarar: Gerard Depardicu, Anne Brochet, Vrncent Perez, Jacques Weber ofl. Það er ekki auðvelt að skrifa um eitthvað jafn stórkostlegt og mynd Rappeneau um riddarann róman- tíska Cyrano de Bergerac, og ég veit ekki alveg hvar ég á að byija. Cyr- ano var uppi á sautjándu öld. Hann var hermaður, rithöfundur og heim- spekingur. Hann var frjálslyndur maður á sínum tíma, efaðist um trúna og ögraði reglum samfélagsins um kynlifshegðun. Hann hlýtur að hafa verið óvenjulegur maður því að strax í lifanda lifi voru sagðar marg- ar sögur um sérstæðan lífstíl hans og hugmyndir. Margar af þessum sög- um eru uppistaðan í leikritinu sem Edmond Rostand skrifaði um hann seint á nitjándu öld. Kvikmyndin byggir á leikritinu sem hefur verið geysivinsælt í Frakklandi og víðar. Cyrano er hetja, hann berst einn við hundrað manns og hlýtur aðeins eitt lítið sár í bardaganum. Undir- menn hans í herliðinu dýrka hann. Hann rekur leikara út af sviði fyrir fullum sal af áhorfendum, af því Cyrano finnst hann of feitur til að leika. Cyrano skorar svo á hvera þann sem er ósammála honum til einvígis, og þegar einn loksins gefúr sig fram þá leikur Cyrano ser að honum og semur kvæði um bardag- ann á meðan hann slæst. Því Cyrano er ástríðumikið skáld og á jafn auð- velt með að koma fyrir sig orði hvort sem hann er að lýsa bardaga eða að tjá fallegri konu ást sína. En þrátt fynr alla þessa kosti er eitt sem stendur í vegi fyrir hamingju hans, hann er með of stórt nef. Hann þjáist fyrir þetta lýti og til þess að nalda sjálfsvirðingunni er nann bestur í öllu öðru, enginn getur móðgað hann nema hann sjálfur, enginn hef- ur meiri orðaforða en hann til þess. Til að lifa af óhamingju sína sveipar hann sig orðum og elskar þau og verður lika ástfangmn af konu sem elskar orð. Hann elskar frænku sína Rox- ane, undurfagra stúlku sem þykir vænt um ffænda sinn en er ástfangin af hinum myndarlega Christian sem er undirmaður í herdeild Cyranos. En Christian kann ekki að koma fyr- ir sig orði og ástarævintýrið virðist dauðadæmt. Þá býður Cyrano Christian að skrifa Roxane bréf i hans nafni, segir að það sé góð æf- ing fyrir öll skáld. Christian tekur boðinu og Cyrano skrifar svo ástriðufúll og falleg bréf að stúlkuna svimar af ást. Hún elskar tvo menn í einum en veit ekki af því og getu( þvi aldrei höndlað hamingjuna. I einu frægasta atriði þessa leikrits standa Cyrano og Cnristian fyrir neðan svalir hennar í skjóli nætur og Cyrano talar til hennar sjálfur úr myrkrinu en það er Christian sem kliffar upp til nennar og fær kossinn á meðan Cyrano stendur í skuggan- um. Hann undirbjó ánægjuna en Christian nýtur hennar. Þetta er hjartaskerandi fallegt atriði og þann- ig er myndin. Rappeneau stýrir einvala liði leikara af dirfsku. Gamall rímaður textinn verður ungur á ný, bardaga- senurnar eru ótrúlegar, sverðin höggvast á með þvílíkum ofsa að þegar þau draga blóð getur maður svarið að það se ekta. Depardieu er jafn sannfærandi þegar nann þeytist ofsafenginn um eins og ljón og þegar hann játar ást sína af innri ástriðu sem er jafn of- saleg og bardagi í einlægni sinni. Anne Brochet leikur fínlega á móti honum, og þau skapa ógleymanlegar andstæður. Vincent Perez leikur Christian og gerir það vel. Hann er lengi sjálfúmglaður vegna yfirburða útlits síns en bijóstumkennanlegur þegar hann áttar sig á því að Roxane er farin að elska hann aðeins vegna orðanna sem hún heldur að hann eigi og ekki vegna þess hvað hann er sætur. Stundum hafði ég grun um að ffanski textinn kæmist ekki alveg til skila í íslensku þýðingunni, enþað hefúr lika eflaust verið þrekvirki að koma honum fyrir á tjaldinu svo að vel færi. Þetta er stórfengleg mynd um ást, hetjudáðir, stolt og drauma. Það væri grátlegt að missa af henni. Sviðsframkoma Jim Morrison þótti mjög lifleg. Konungur eðlanna Stjömubíó Doors Leikstjóri: Oliver Stone Handrit: Randall Johnson & Olivcr Stone Framleiðendur: Bill Graham & Sasha Harari Kvikmyndun: Robert Richardson Aðalleikarar: Val Kilmer, Meg Ryan, Úlfur Bíóborgin Eymd (Misery) Leikstjóri: Rob Reiner Handrit: William Goldman cftir skáld- sögu Stephen King Framlciðendur: Andrew Schcinman & Rob Reiner Aðalleikarar: James Caan, Kathy Bat- es, Richard Famsworth Það segja mér Stephen King aðdáendur að yfirleitt séu myndir sem eru gerðar eflir bókunum hans hálfgert klúður. Þó voru margir ánægðir með hvemig Rob Reiner kom bókinni The Body yfir á hvíta tjaldið sem þá hét Stand by me. Kyle Maclachlan, Kcvin Dillon, Frank Whaley, Kathleen Quinlan ofl. Það hafa eflaust margir beðið eftir þessari mynd með óþreyju, enda er hún lengi búin að vera í btgerð og margir leikstjórar og leikarar hafa verið orðaðir við hana. Oliver Stone hreppti réttinn að lokum sem er að Reiner tekst nú aftur á við King með myndinni Eymd með ágætum árangri fannst mér, en ég viður- kennt fúslega að ég hef litla sem enga þekkingu á skáldsögum King. James Caan leikur rithöfund sem situr fastur í því að skrifa met- sölubækur um konuna Misery sem er uppi á 19. öld. Hann er orðinn leiður á henni og lætur hana deyjaj bók nr. 7 eða 12 eða eitthvað. Á meðan sú bók er að koma út situr hann í fjallakofa (um miðjan vetur) og er að ljúka við „alvarlega skáld- sögu“ sem á að koma gagnrýnend- ura á óvart og lyfta honum á hærra rithöfúndarplan. En á leið þaðan til mörgu leyti við hæft vegna þess að hann virðist vera að sérhæfa sig í sjöunda áratugnum. Hann var líka mikill Doors aðdáandi og Jim Morri- son ku hafa verið að lesa handrit eft- ir Stone þegar hann dó í París 1971. Þegar Morrison var lítill strákur var hann í bíl með foreldrum sínum og þau óku framhjá bílslysi þar sem borgarinnar lendir hann í stórhríð og keyrir útaf. Þetta gerist alveg í byrjun myndarinnar svo að honum er náttúríega bjargað af einhverri óþekktri persónu. Þegar hann rankar við sér ligg- ur hann í huggulegu herbergi hjá fyrrverandi hjúkrunarkonu (Kathy Bates). Hún bjargaði lífi hans og gerði að beinbrotunum með mestu anægju því hún er nefnilega heitur aðdaanai hans og elskar Misery bækumar. Hún segir að allir vegtr séu lokaðir og síminn úr sambandi svo að hann geti ekki haft samband við neinn, en hún skuli sjá um hann þar til hann komist á sjúkra- í sauðargæru margir indiánar höfðu farist. Morri- son segir að sálir dauðu indíánanna hafi lent í hans eigin sál. Stone notar tiessa sögu óspart í myndinni, víga- egir inaíánar birtast stundum við hhð Morrison án nokkurrar sýnilegr- ar ástæðu. Myndin sýnir feril hljómsveitar- innar Doors og aðalsöngvara hennar frá því að hún tekur til starfa árið 1966 og þar til Morrison deyr 1971. Hún lýsir drykkjunni, dópinu, part- íunum, konunum, galdravafstrinu og tónlistinni. Þegar myndin hefst er Morrison að hætta í kvikmynda- skóla, hann er undurfagur og verður um leið og hljómsveitin kemst á toppinn eitt af aðalkyntáknum rokks- ins. Hann var heillaður af frægðinni, en sjálfseyðingarhvötin var sterkari. Að lokum var hann orðinn svo drykkfelldur og dópaður að tónleikar hljómsveitarinnar voru orðnir tómt klúður. Morrison vissi ekki lengur hvað áhorfendur vildu og því síður hvað hann vildi sjálfur. Á tónleikum í Miami 1969 var allt komið í óefni og Morrison var ásakaður um að hafa sýnt áhorfendum kynfærin á séj og dæmdur til fangelsisvistar. Á tveim árum hafði söngvari Doors fallið frá því að vera klárasti, kyn- þokkafyllsti og hættulegasti maður rokksins og orðinn örvæntingarfullur og drykkfelldur trúður. Hann hafði lengi trúað því að dauðinn væri feg- ursti hluti lífsins og hann dó með bros á vör. Væri Doors jafn vinsæl í dag ef Morrison hefði lifað? Hann dó, og með hjálp hljómsveitarinnar, vina og ævisöguritara hefur hann lifað áfram sem hetja. Hann getur ekki spillt að- dáuninni með nýni tónlist eða von- lausum yfirlýsingum sem sýna stöðnun en ekki þroska. Dauður er Jim Morrison að eilífú hetja, að ei- lífu elskaður, að eilífu söluhæfur. Hann var að mörgu leyti hinn full- komni uppreisnarmaður, engar pólit- ískar yftrlýsingar, aðeins andúð á yf- irvaldi, foreldrum, lögreglu og rað- andi kerfi. Stqne kemur litlu af Morrison til skila. I myndinni er óhófið og sjálfs- eyðingarhvötin ráðandi. Hljómleika- atriðin eru stórfengleg, enda tónlistin engu lík og atriðin með hljómsveit- inni oft sannfærandi. En atriðin sem lýsa samskiptum Morrison við kær- ustuna sína Pamelu og aðrar konur eru flöt og segja fátt markvert. Kvikmyndatakan er áhrifamikil bæði á hljómleikunum og í vel heppnuðum sýruatriðum i eyðimörk- inni. Val Kilmer tókst hið ómögulega: að skila trúverðugum Morrison á hvíta tjaldið. I byijun myndarinnar er maður eftns, en svo er eins og hann færist alltaf nær persónunni og í lok- in eru þeir orðntr eitt. Aðrir hljóm- sveitarmeðlimir (Kyle Maclachlan, Frank Whaley, Kevin Dillon) skila líka vel hálf einhliða hlutverkum (þeir eru alltaf með áhyggjusvip). Ekki er sömu sögu að segja um Meg Ryan sem leikur Pamelu, annaðhvort hefúr Stone alveg gleymt henni eða þá að hún ræður ekki við hlutverkið. En þrátt fyrir ýmsa vankanta eins og yfirborðslega persónusköpun þá er myndin vissulega þess virðt að sjá hana. Allir þekkja seiðmagn tónlist- arinnar og Val Kilmer engist ná- kvæmlega eins og eðlukóngurinn. hús. Otrúleg heppni? Nei. Þegar þessi elskulega h)úkka kemst í síð- ustu Misery bokina og les um dauða hetjunnar sinnar breytist hún úr miskunnsama Samverjanum í óargadýr og rithöfundurinn á fót- um (sem eru brotnir) fjör að launa. Eymd er sumpart óvenjuleg spennumynd, - hveraig kemst fót- brotinn metsöluhöfundur undan vi að lífga söguhetiu við fyrir rjálaða hjúkku! En nún er samt fyrirsjáanleg, enginn efast um hveratg hún endar. Aðalskemmt- unin (spennan) felst í geðsveiflum hjúkkunar. Bates skilar hlutverki sínu með prýði, þó mér finnist kannski óþarfi að láta hana fá Ösk- ar fyrir. James Caan er traustur leikari, en það er Richard gamli Farnswortn sem puntar upp á myndina í hlutverki lögreglustjóra í fjöllunum sem trúir ekki að rit- höfúndurinn hafi farist í bílslysinu. Reiner nær sér sérstaklega vel á strik í atriðunum milli Caan og Bates þegar þau eru ein saman í huggulega húsinu og jólakortastíll- inn á umhverfinu gerir óhugnaðinn enn sterkari. Sem sagt ágætis skemmtun, að minnsta kosti fyrir þá sem ekki eru forfallnir King aðdaendur. síða 15 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. maí 1991 . ... fJQí p .t1 i iiom .'i/íiLji t‘ . I.OIO

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.