Þjóðviljinn - 05.06.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.06.1991, Blaðsíða 2
Tillitsleysi Tillitsleysi er kannski besta orðið til að lýsa aðförinni að kjöium námsmanna um þessar mundir. Niðurskurðurinn á lánunum til Lána- sjóðs íslenskra námsmanna byggist ekki á fjár- málalegri þörf einvörðungu heídur einnig á ein- stöku tillitsleysi í garð námsmanna og fjöl- skyldna þeirra og um leið fullkomnu skilnings- leysi á eðli Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þeir sem þar ganga um sali um þessar mundir eru ekki aðeins vopnaðir sleggju, heldur líka haka og skóflu og jámkarli. Þeir brjóta allt og bramla. í fyrsta lagi er skorið niður fé til sjóðsins frá dví sem gert hafði verið ráð fýrir um 16-17%. Vleðan kaupmáttur launamanna er að aukast ítillega er kaupmáttur námsmanna skorinn nið- ur. Þessi skerðing byggist á þeirri forsendu að ráðherra getur einn og án atbeina annarra skert framfærslugrunninnn. Á síðasta kjörtímabili hreyfði menntamálaráðherra því oft að endur- skoða þyrfti lögin um Lánasjóð íslenskra náms- manna til að tryggia framfærslugrunninn betur. Forystumenn Ihaídsins í stúdentapólitíkinni öskruðu alltaf úlfur, úlfur - afleiðingin liggur yrir og alltof fáir taka við sér þegar úlfurinn er loks- ins mættur. í öðru lagi er gert ráð fýrir því að breyta sam- setningu og þjónustu sjóðsins i grundvallaratrið- um. Þannig er ætlunin að breyta reglum sjóðs- ins í því skyni að þrengja að einstökum náms- mönnum. Meðal annars er ætlunin að gera strangari kröfur um námsframvindu en Háskóli íslands gerir, þá er ráðcjert að stytta þann tíma sem fólk getur fengið namslán og loks er ætlun- in að takmarka sérstaklega rétt námsmanna sem ekki búa hjá foreldrum sínum ef foreldramir eiga heima á námsstað. Þannig verða kjör þess námsmanns sérstaklega skert sem á einstæða móður eina að en getur ekki búið hjá henni vegna þrengsla. Eða þess námsmanns sem á foreldra á elliheimili á námsstað! Segjum að stúdent við Háskólann á Akureyri eigi heima á Akureyri og eigi foreldra á elliheimilinu Hlíð: Þessi stúdent fær sérstaka skerðingu! Um leið er gert ráð fyrir því að hækka lán þeirra tekju- hærri í lánasjóðnum, það er aðallega strákanna því stúlkumar ná yfiríeitt ekki þeim tekjumörkum sema áður var gert ráð fyrir. Allt í allt er augljóst að niðurskurðurinn þýðir einn miljarð á ári - af liðlega fjórum miljörðum króna - en til baka ætla tillögusmiðir lánasjóðs- ins að skila námsmönum með betri tekjur 200 miljónum króna! Aðalvandi námsmannahreyfingarinnar nú eru óp og öskur íhaldsleiðtoganna í stúdentaráði á síðasta kjörtímabili þegar gripið var til minnihátt- ar lagfæringa á reglum sjóðsins. Þeir hrópuðu úlfur úlfur áður en úlfurinn kom - en úlfurinn var í þeirra eigin herbúðum. Nú heyrist of lítið til namsmanna. Þannig hefur flokkspólitísk þjón- ustusemi komið námsmönnum í koll - enn sem komið er heyra of fáir. -S. ÞTÓIWIOINN Málgagn sósfalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friöþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiösla, auglýsingar: Sföumúla 37, Rvik. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. í átt til nýrrar Evrópu Evrópan í þokunni Liðinn vetur og það sem af er sumri hefur mikið verið skrifað og skrafað um „nýja Evrópu“, um ríkin sem eru að sameinast og verða að einskonar Bandaríkj- um Evrópu. Það hafa verið alls- konar tilburðir uppi um að lýsa því hvaða áhrif aðlögun Islands að slíkri Evrópu eða innganga í hana gæti haft. Oftar en ekki hafa þær lýsingar verið næsta jokukenndar. En mjög áberandi íefur það verið í íjölmiðlum, að jað er talinn einn helsti kostur jess að slást í Evrópufor, að ís- enskir stjórnmálamenn missi spón úr sínum aski. Þeir geti ekki framar „ráðskast með gengið“ eða hagað sér eins og þeim sýnist í skattamálum og þar lram eftir götum. Glámskyggn þreyta Þetta sýnir náttúrlega vissa pólitíska þreytu. Þreytu sem er svo glámskyggn að hún vill ekki taka eftir því, að um leið og ís- lenskir stjómmálamenn (góðir, sæmilegir, illir) missa spón úr sínum aski eins og það heitir, þá missir þjóðin part af sínu full- veldi. Ansi stóran reyndar. Og í öðm lagi em menn undarlega bjartsýnir á að Evrópuskriffinnar (sem hafa meiri völd en kjömir fulltrúa þjóðanna í mörgum greinum) hljóti að vera svo íangtum fremri okkar pólitísku úlshestum í því að sjá okkar hag orgið. Eða hefur mönnum aldrei dottið það í hug Jjegar þeir eru að skammast út í íslenska þverpólit- íska „framsóknarmennsku“, t.d. í landbúnaði, að skoða hina rán- dým „súperframsóknarmennsku" Evrópubandalagsins í þeim sama landbúnaði? Þú opnar stofu í París... I annan stað er mikið gert að því í Evrópuskrifum að freista ungra Islendinga með Ijví að draga upp heillandi myna af því hvemig möguleikarnir biða þeirra á hverju homi. I þeirri óskamynd spígspora efnilegir landar um Evrópu í einhverskon- ar alsælum atvinnutúrisma, hafa góðar tekjur og borga minna fyrir vín og skinku. Enn eitt dæmi um þetta mátti sjá í Morgunblaðinu á sunnudaginn yar í samantekt sem hét einmitt „I átt til nýrrar Evr- ópu“. En þar er kjami máls dreg- inn saman með svofelldri feitlet- ursupptalningu: „Arið 1993 (þegar EES, Evr- ópska efnahagssvæðið, væri orð- ið að veruleika ásamt með „innra markaði“ EB) gætu íslenskir tannlæknar sett upp stofu í París, íslenskir húseigendur tryggt hjá Lloyds, launþegar opnað launa- reikning hjá Den Danske Bank og fískverkunarfólk farið að vinna í ftski á Spáni - án þess að biðja um leyfi.“ Þetta er dálítið kúnstug upp- talning - vegna þess að öll dæm- in eru heldur út í hött miðað við raunveruleikann. Ekki endilega vegna þess að ólíklegt er að nokkur bíði eftir íslenskum tann- lækni í París eða íslenskt fisk- verkunarfólk telji sig hafa eitt- hvað að sækja með vinnu á Spáni. Heldur blátt áfram vegna þess að i þessari sakleysislegu og að því er virðist jákvæðu form- úlu „án þess að biðja um leyfi“ er fólgin dijúg sjálfsblekking. Leyfisleysið og veruleikinn í fyrsta lagi sú sjálfsblekking að íslendingar séu svo miklu bet- ur menntaðir en aðrar Evrópu- þjóðir að einhver sérstök eftir- spum sé eftir þeirra starfskröft- um. Það er vissulega svo, að, á hveijum tíma geta t.d. ungir Is- lendingar sem hafa nælt sér í eft- irsótta þekkingu eða þjálfun (t.d. í tengslum við tölvur nú síðast) fengið sér vinnu erlendis ef þeir endilega vilja. Þurfa ekki einu sinni EES tif. En þegar á heildina er litið skiptir annað miklu meira máli. Og það er blátt áfram það, hve útbreitt atvinnuleysi er í löpdum. Atvinnuleysi er lítið hér á íslandi, en atvinnuleysi upp á 6-8% eða meir er orðinn nokkuð fastur hryggjarliður í þjóðlífi EB- ríkja (sumir telja að slíkt at- vinnuleysi sé það „samfélags- verð“ sem verði að greiða fyrir virkan markaðsbúskap og lága yerðbólgu). Atvinnuleit fyrir þá Íslendinga sem em ekki akkúrat í „heitri grein“ hvers tíma er þvi mtklu fremur heft blátt áfram af því að atvinnutækifæri eru fá en af spumingum um leyfí eða ekki leyn. Hinsvegjir þýðir lítið at- vinnuleysi á Islandi það (sem sjaldan er á minnst) að frá fátæk- ustu svæðum Evrópu gæti orðið veruleg sókn hingað af fólki í at- vinnuleit. Síst skulum við amast við því af einhverskonar þjóð- rembuástæðum - en hitt er hrein- skilnara ef menn vildu gjöra svo vel að hafa þann möguleika með í taflinu tif að menn viti að hvetju þeir ganga þegar þeir em að velta fynr sér peim dásemd- um að „ísfenskur tannlæknir get- ur sett upp stofu í París“. Neyslufrekir Evrópukratar Svo em þeir kannski til sem láta sig dreyma um góðan frama í hátimbruðu skrifræðisbákni Evrópubandalagsins í Briissel. En ef marka má skrif um kaup og ldör þeirra embættismanna og starfsliðs þeirra, þá er á þeim vettvangi eftir þó nokkm að slægjast fyrir þá sem finna sér yndi og tilgang í lífsgæðakapp- hlaupinu svoneíhda. Hér er um að ræða um 22 úsund manna hóp sem hefur aft lag á að koma sér einkar þægilega fyrir. Þeir gerðu fyrir tíu ámm kjarasamninga sem tryggja þá rækilega fyrir öllum skakkafollum: laun hækka með sjálfvirkum hætti í takt við með- alhækkun framfærslukostnaðar í löndum EB, að viðbættum hækk- unum á kostnaði við að lifa í Briissel. (Slíkir „verðbólgusamn- ingar“ em líklega einsdæmi í Evrópu nú). Þar að auki hafa Evrópukratar tryggt sér sérstakar staðamppbætur, bamabætur, ferðakostnað heim tvisvar á ári og mörg fleiri fríðindi. Að öllu samanlögðu hefur sá sem sortér- ar EB-póst í Briissel betri kjör en þýskur háskólaprófessor, skrif- stofumaður í Briissel hefur sjö sinnum meira kaup en starfs- bræður hans í Aþenu og Lissa- bon, meðalembættismaður í Briissel hefur hærri laun en kanslari Þýskalands og svo mætti áfram telja. Nú vill EB skerða eitthvað þessi friðindi öll, en Evrópukrat- ar em harðir verklýðssinnar fyrir sig og hóta að lama alla starfsemi ef hið minnsta verður gengið á þeirra hag. Sems;jgt: ef til vill vilja ein- hverjir Islendingar komast í þennan lúxusflokk skriffinna. Og ef menn halda sig við kvóta eftir fólksQölda, þá ættum við líklega von á að eignast svosem (jórtan slíka höfðinga í Briissel. O, hve margur yrði sæll.... ÁB ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. júní 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.