Þjóðviljinn - 05.06.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.06.1991, Blaðsíða 3
9 Kristín Ástgeirsdéttir skrifar Verðbólguþankar í vorblíðunni IDAG 5. júní er miðvikudagur. 156. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 3.14 - sólarlag kl. 23.40. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Dan- merkur. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Þjóðviljinn bannaður fyrir 25 árum Eddukvæði á grúsísku. Mars setti sölumet, seldi tæp 240 tonn í Hull fyrir kr. 2.867.491,20 eða nærri 24 þúsund sterl- ingspund. Enn framin sjálfsmorð í S-Víetnam. Sá spaki Sá sem tyllir sér á tá stendur ekki stöðugt. (Lao Tse) ábví að sjórinn er meng- aori en menn grunar Gísli Jón Kristjáns- son fiskmatsstjóri Eins og fram kom í blaðinu þann 4. júní virðist margt benda til þess að ísland sé í alfarabraut mengun- ar frá S-Amenku og Evrópu. Magn mengunareína er þó enn sem betur fer langt innan þeirra marka sem talist geta hættuleg mönnum. Hingað berast samt hættuleg efhi og sú staðreynd hlýtur að valda okkur áhyggjum þvi efnahagsleg velferð okkar byggist á nýtingu auðlinda hafs- ins. Erlendis hef ég orðið var við miklar áhyggjur vegna mengunar hafsins. Eftirlitsstoftianir sem fylgjast með heilnæmi matvæla búast við því að þurfa að auka verulega eftirlit með menguðum hafsvæðum og mælingar á eitur- efhum í fiski í framtíðinni. Sú ímynd að fiskur sé hollur og heilnæmur er ekki sjálfsögð og má ekki glatast. Ástandið í Eystrasalti og Norðursjónum er okkur viti til vamaðar. Því þurf- um við, bæði hér heima og í al- þjóðlegu samstarfi, að beijast fyr- ir góðri umgengni við náttúruna. íslendingar eru matvælaffamleið- endur og vilja kynna sína vöru sem heilnæma og góða. Okkur ber því að standa vörð um lífsvið- urværi okkar og beijast fyrir því að líffíkinu verði ekki spillt. Við íslendingar erum nokkuð á eftir öðrum Norðurlandaþjóðum hvað varðar félagslega þjónustu og við stöndum ffammi fyrir vanda bama og aldraðra sem verður að leysa. Kostnaður við velferðarríkið mun því enn vaxa, en hvaðan á að taka peningana? Að minum dómi er rikisvaldið komið út á ystu nöf í skattlagningu einstaklinga með með- altekjur og þar fyrir neðan. Atvinnu- lífið er ekki liklegt til að skila aukn- um skatttekjum nema eitthvað nýtt komi til, og skuldasöfhun ríkisins er komin á alvarlegt stig. Því er ljóst að hér á landi varður að fara fram veru- leg umræða um nýjar áherslur í ríkis- fjármálum og uppstokkun á útgjöld- um sem m.a. feli í sér mun meiri áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir, í stað þess að ffesta og hlaða upp nýj- um vanda þar til allt er komið í óefni sem veldur mun meiri kostnaði en ella hefði orðið. Hér þarf nýjan hugsunarhátt, fagmennsku og vilja til að breyta. Frá því á dögum heimsstyijald- arinnar síðari hefúr megin viðfangs- efni hinna hefðbundnu stjómmála verið verðbólgan, eða með öðrum orðum sveiflumar í íslenska hagkerf- inu. Frá því að undirrituð fór að fylgjast með pólitík hefur þetta verð- bólgutal verið yfirþyrmandi og allt um kring þar til nú í vor að menn þóttust hafa komið á hana böndum sem þó em farin að trosna og óvíst hvað halda lengi. Þótt óífjó sé þá snýst umræðan í raun um lífskjörin í landinu og möguleika okkar til að skapa hér það réttláta samfélag sem við viljum mörg hver sjá hér. Þótt liðin sé hálf öld ffá þvi glíman við verðbólguna hófst fyrir alvöm hefúr ekki tekist að fmna það ráð sem dug- ar. Aðferðimar sem beitt hefur verið hafa verið hinar sömu áratug eftir áratug, hver sem ríkisstjómin var: gengisfellingar, verðstöðvanir, inn- grip í kjarasamninga, bann við kjara- samningum, vísitölur teknar úr sam- bandi o.s.frv., allt aðgerðir sem fyrst og ffemst beindust gegn launafólki og höfðu takmörkuð áhrif í rétta átt. Menn skilgreindu vandann fýrst í stað þannig að þjóðin eyddi um efni ffam, sem hún auðvitað gerði og ger- ir enn, með sínu mikla hungri eftir neysluvömm. Það má þó ljóst vera að orsakimar em margar þótt menn hafi neitað að horfast í augu við þær. Þar vil ég fýrst nefna einhæfa og sveiflukennda framleiðslu og bind- ingu við of fá markaðssvæði, halla- rekstur á rikissjóði og innflutning umffam útflutning, hagsmunagæslu sem oft hefúr leitt til rangra ákvarð- ana og pólitískt skipað stjóm- og fjármálakerfi sem setur persónulega hagsmuni og flokkshagsmuni ofar fagmennsku og almannahag. Sú að- ferð sem beitt er þessa dagana í bar- áttunni við verðbólguna byggist á því að halda hagkerfmu í heljar- greipum „þjóðarsáttar“ sem hlýtur að bresta fýrr en síðar. Hagkerfið getur ekki lotið slíkri stjóm, hún er ein- faldlega í mótsögn við frelsið og markaðsöflin sem kerfið að hluta til byggir á og menn prisa svo mjög, auk þess sem þjóðarsáttin kostar þvinganir, mannréttindasvipti og misrétti. Þrátt fýrir áratuga umræður um nauðsyn þess að treysta undirstöður efnahagslífsins og auka fjölbreytni í ffamleiðslu og útflutningi er líf okk- ar enn saltfiskur, skreið og flök. Nánast allar tilraunir stjómvalda til að koma nýjum framleiðslugreinum á legg hafa mistekist, ef undan eru skildar þær þrjár umdeildu verk- smiðjur áls, jámblendis og kísilgúrs sem hér hafa risið og lifað daga skins og skúra. I sjálfú sér er ekkert athugavert við það að gerðar séu til- raunir til atvinnuuppbyggingar á ýmsum sviðum, en það er einkenni á Islendingum eða vaða _ áfram af meira kappi en forsj+á. I stað þess að reisa eins og fimm refa- og minkabú og þróa þau áfram vom reist hátt í þijú hundmð, og í fiskeld- inu hefúr verið skeiðað af álíka of- forsi svo valdið hefur óbætanlegu tjóni. I ýmsum öðmm málum má benda á að gerðir sem valdið hafa mikilli þenslu og tjóni svo sem i hús- næðismálum, þar sem hvað eftir ann- að hefúr verið hlaðin stífla sem svo brestur með látum. Það er í rauninni makalaust að ekki skuli hafa tekist að koma skikki á húsnæðismál í þessu litla þjóðfélagi, þar sem hefði átt að vera svo auðvelt að sjá fýrir þörf og skipuleggja út frá henni. Þar er um að kenna séreignastefnunni sem dreift hefúr þeim kröftum og fjármagni sem svo auðveldlega hefði mátt nýta til félagslegrar skipulagn- ingar sem stórlega hefði dregið úr vandanum. Að mínum dómi er það mikil synd hvemig íslensk verka- lýðshreyfing ánetjaðist séreigna- stefnunni, í stað þess að leggja áherslu á félagslegt húsnæði og leiguhúsnæði sem hefði dregið veru- lega úr spennunni á húsnæðismark- aðnum og leitt til mun betri nýtingar á fjármagni. 1 stað þess verða hús- næðismál að meiri háttar vanda með nokkurra ára millibili og alltaf er verið að fmna upp ný og ný kerfi. Árið 1983 var launavísitalan tek- in úr sambandi sem hafði gífúrlegar afleiðingar í húsnæðismálum og leiddi til að bjarga fólki frá nauðung- aruppboðum. Þeim lánum hefur ver- ið haldið áffam, en þar eins og í öðru er skammt öfganna í milli, því sam- kvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- stofnun eru þess dæmi að menn hafa fengið allt að 9 miljóna króna greiðsluerfiðleikalán vegna íbúðar- kaupa. 1986 var opnaður af hálfú ríkisins einhver stærsti gjafapakki sem um getur, fjármagni var dælt út til íbúðarkaupa á niðurgreiddum vöxtum án tillits til tekna og þarfa. Nú horfum við fram á skuldaskil sem þýða miljarða á miljarða ofan úr ríkissjóði sem hlýtur að koma niður á öðrum verkefnum ríkisins. Núver- andi ríkisstjóm hefur þegar gripið til þess ráðs að hækka vexti og loka ’ 86 kerfmu, en sú ráðstöfún kemur óneit- anlega mjög illa við ýmsa hópa t.d. það gamla fólk sem keypt hefur rán- dýrar íbúðir fýrir aldraða og fær nú á sig vaxtahækkun sem ég efast um að tekjur þeirra margra standi undir. Það skal þó tekið ffarn að ég tel að óhjákvæmilegt hafi verið að loka '86 kerfinu og hækka vextina, við getum einfaldlega ekki varpað bagganum yfir til næstu kynslóða. Spumingin er hvort að við eigum öll að taka af- leiðingunum og greiða skuldina nið- ur með hækkuðum sköttum, eða hvort það lendir á þeim sem staðið hafa í húsnæðiskaupum? Þau dæmi sem ég hef hér rakið einkennast af þvi, að fýrst er ffarn- kvæmt, svo hugsað. Leiðimar sem um er að velja fýr- ir ríkið era þær að skera niður út- gjöld og/eða að afla meiri tekna. Það er vandséð að atvinnulífið skili af sér auknum tekjum nema eitthvað nýtt komi til og ekki verður séð að sú rik- isstjóm sem tekið hefúr við völdum muni seilast i vasa þeirra sem meira hafa, svo sem með hærra skattþrepi og skatti á fjármagnstekjur. Á borð- um stjómarherranna era sömu gömlu leiðimar sem famar hafa verið alla þessa öld, hinn faldi niðurskurður, og hækkanir sem koma harðast niður á þeim sem verst era settir. Því verð- ur ekki séð að ný ríkisstjóm boði nýja tíma hvorki viðreisnar, endur- reisnar, nénokkurrar reisnar yfirleitt. Við Islendingar þurfum að skipuleggja þjóðfélag okkar betur, taka upp nýja stjómarhætti, dreifa valdi og auka jöfnuð og réttlæti. Til að það megi takast þarf að bæta hér menntun, hleypa að ferskum vindum nýsköpunar og tilrauna i atvinnu- og menningarlífi og losa okkur undan flokksræði sem gengur gegn al- mannahag. Þar höfum við konur miklu að miðla. En við skulum um leið gera okkur grein fyrir því, að við Vesturlandabúar eram komnir að ystu mörkum eyðslu og sóunar jarð- argæða og ekki um annað að ræða fýrir okkur en að horfast i augu við fátækt, misrétti og spillingu jarðar- innar, sem valdagræðgi auk hagvaxt- ar- og iðnaðarstefna Vesturlanda eiga mesta sök á. Við getum ræktað garð- inn okkar betur, en við eins og aðrir íbúar veraldarinnar beram ábyrgð á því hvort þar muni vaxa nokkur blóm í ffamtíðinni. „Þótt liðin sé hálf öld frá því glíman við verðbólguna hófst fyrir alvöru hefur ekki tekist að finna það ráð sem dugar“ Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.