Þjóðviljinn - 05.06.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.06.1991, Blaðsíða 4
RRIJENDATR jgf FRÉTTIR A Umsjón: Dagur Þorleifsson Margrét Thatcher flækist fyrir nýjum forsætisráðherra Fyrir sex mánuðum losaði íhaldsflokkurinn breski sig við formann sinn, Margaret Thatcher: hún var orðin háska- legur dragbítur á fylgi flokksins. En Járnfrúin hefur aldrei sætt sig við þá meðferð og hagar sér eins og einskonar „hliðarforsætisráðherra", hinum raunverulega forsætisráðherra, John Major, til mikillar armæðu. Með þessu rýfur Margaret Thatcher þá hefð sem löngu er á komin í Bretlandi: fyrrum forsæt- isráðherrar deyja yfirleitt hægt og rólega inn í lávarðadeildina eða skrifa bækur (nema hvorttveggja sé). Það er sjaldgæft að menn reyni að „koma aftur“ eins og þeir gerðu Churchill á sínum tíma og Charles de Gaulle í Frakklandi. En þeir voru líka báðir stríðskempur sem gátu höfð- að til fleiri geðshræringa meðal þjóða sinna en til að mynda Marg- aret Thatcher. Það var strax ljóst að Margaret Thatcher sætti sig ekki við þá með- ferð sem hún fékk í sínum flokki í vetur leið. Hún þóttist illa svikin en hefúr, að sögn ýmissa ffétta- skýrenda, huggað sig nokkuð við það, að ekki hafi þjóðin hafnað henni í kosningum, heldur svikarar í eigin röðum. Því hagar hún sér að minnsta kosti eins og „drottning í útlegð“. Hún er á ferð og flugi og bæði Gorbatsjov og George Bush taka á móti henni með þeirri viðhöfn sem hæfir „sitjandi" forsætisráðherra. Alls hafa átta þjóðhöfðingar tekið á móti Margréti með viðhöfn á síð- ustu vikum (þeirra á meðal Walesa forseti Póllands). Og það er haft til marks um að ffú Thatcher sé hreint ekki gleymd, að markaðsverð á fyrirlestrum hennar í Bandaríkjun- um er um 60 þúsundir dollara. Þessi umsvif forsætisráðherr- ans fyrrverandi eru mjög óþægileg fyrir John Major forsætisráðherra sem er eins og í skugga fyrrrennara síns enn. Þetta kemur stjómarand- stöðunni í Verkamannaflokknum ágætlega og þar eru menn hinir glöðustu yfir því hve rækilega jámfrúin neitar að yfirgefa sviðið og rýma fyrir öðrum í alvöra. _ A hinn bóginn er harður kjami í Ihaldsflokknum sem telur sig hafa nokkum meðbyr. John Major gengur ekki rétt vel eins og fram kemur í hverjum aukakosningun- um af öðram. Aðdáendur frúarinn- ar spila óspart á þær nótur að nú þegar sé kominn upp viss söknuður eftir „styrkri hendi“ hennar. Þessi armur flokksins er einmitt sá sem mesta fyrirvara hefúr á pólitískri samranaþróun í Evrópu og frá hon- um kom ekki alls fyrir löngu plagg sem andmælir áformum um sam- eiginlega evrópumynt. Undir það rituðu 105 þingmenn. Alls era um 180 þingmenn í þeim hópi sem tel- ur að verið sé að selja Bretland frönskum kommissöram í Brússel. Og þeir tengja nokkrar vonir við að það takist að gera Margaret Thatcher á ný að einskonar „móður þjóðarinnar“ í baráttunni gegn þeirri lítillækkun Stóra-Bretlands. Þá er á döfinni að koma á fót „Thatcher-stofnun“ sem á að sjá til þess að dýrmætar hugsanir Mar- grétar um markaðsfrelsið fari ekki forgörðum. Sonur hennar, Mark, heldur því fram að breskir og bandariskir bisnessmenn séu reiðu- búnir að leggja slíkri stofnun til tuttugu miljónir dollara. Aftur á móti hefur forsætisráð- herrann sem var verið á niðurleið á bókamarkaði. Fyrst eftir að Marg- aret Thatcher sagði af sér var búist við því að handrit að endurminn- ingum hennar mætti seija á sem svarar 600 miljónum króna. Nú er sagt að fyrir það fáist ekki nema í mesta lagi 120 miljónir. Oþarfi er svo að taka fram að enginn hefúr séð þetta handrit enn, enda er ekki búið að skrifa það. áb tók saman Margrét Thacher I heimsókn í Suöur-Afrlku nýlega: það er tekiö á móti henni sem drottningu Sprenging í vopnabúri — um 100 farast Óttast er að allt að 100 manns hafi farist er vopnabúr í einni af suðurútborgum Addis Ababa, höfuðborgar Eþíópíu, sprakk í loft upp í dögun í gær. EPRDF- upp- reisnarhreyfingin, sem nú hefur borgina á vaidi sínu, telur að einhverjir hafi valdið sprengingunni af ásettu ráði. Mengistu fyrrum forseti Eþíópíu var vel birgur af vopn- um og var þetta eitt stærstu vopnabúra hans. Eldar kvikn- uðu út frá sprengingunni í út- borginni, þar sem byggingar flestar vora hreysi fátæklinga, og mun hún hafa brunnið að mestu. Sprengingin leysti úr læðingi sannkallaða stórskota- hríð, þar er við hana þeyttust sprengikúlur, eldflaugar, hand- sprengjur o.fl. út um alla borg. Frakkar sprengja áfram á Kyrranafi Líklegt er að Frakkland haldi áfram að sprengja kjarnasprengjur í til- raunaskyni á Kyrrahafi, þótt það hafi ákveðið að undir- rita sáttmálann gegn útbreiðslu kjarnavopna, hvað það hingað til hefur neitað að gera. „Að koma í veg fyrir út- breiðslu kjamavopna er eitt. Vamir lands era annað,“ sagði Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakk- lands, af alvöraþunga í gær til skýringar á þessari afstöðu stjómar sinnar. Frakkar hafa lengi sprengt kjamorkusprengjur í tilraunaskyni í frönsku Pólýnesíu, þrátt fyrir hörð mótmæli Kyrrahafsríkja, einkum Nýja Sjálands. Mitterrand forseti Frakka og Dumas utanríkisráöherra þeirra (t.h.) - mótmæli Kyrrahafsríkja áfram höfð aö engu. Talabani - tilgangur Bandaríkj- anna með því að senda herlið til íraska Kúrdistans var aö hjálpa Tyrkjum til að losna við kúrd- neska flóttafólkið. Talabani: Bandaríkin vilja að Saddam stjómi áfram Jalal Talabani, einn af helstu leiðtogum Kúrda í írak, segir í viðtali sem birtist í gær í tyrkneska blaðinu Milliyet að kúrdneskir skæruliðar væru reiðubúnir að hefja á ný vopn- aða baráttu gegn Iraksstjórn ef sú stjórn samþykkti ekki sjálf- stjórn fyrir íraska Kúrdistan. Þetta er í fyrsta sinn síðan uppreisn Kúrda gegn Iraksstjóm, sem þeir gerðu í mars, var bæld niður, sem leiðtogar þeirra vekja máls á vopnaðri baráttu á ný. Kúrdar eru nú sagðir orðnir von- daufir um _að samningaviðræður þeirra við íraksstjóm beri nokk- um árangur. Grunar þá að Iraks- stjóm hyggist draga viðræðumar á langinn þangað til vesturlanda- hersveitimar í íraska Kúrdistan séu famar þaðan. Talsvert hefúr verið um átök þarlendis síðan um næstsíðustu helgi með Kúrdum og liði íraks- stjómar. Hafa 15 menn verið drepnir í þeim viðureignum og margir særðir. Kúrdneskir skæra- liðar á vegum Föðurlandsvina- sambandsins, sem Talabani stjómar, hafa tekið á vald sitt borgina Dahuk og rekið allt lið Ir- aksstjómar þaðan. Bandaríkja- menn hafa sent hermenn til Da- huk, enda þótt borgin sé að formi til utan vemdarsvæðis vestur- landahersveita. Kúrdneskir flóttamenn, sem vora að koma frá Iran til borgar- innar Erbil, lögðu á flótta þaðan öðra sinni er íraskir hermenn skutu á fólk er grýtt hafði herbíla þeirra. A.m.k. tveir menn vora þá drepnir og sjö særðir, að sögn starfsmanns Sameinuðu þjóðanna þar. Erbil er utan vemdarsvæðis vesturlandahersveita. í viðtalinu í Millyet gagn- rýndi Talabani Bandaríkin og bandamenn þeirra harðlega, sagði að Bandaríkin vildu hafa Saddam Iraksforseta áfram við völd og kvaðst telja að þau hefðu sent herlið til íraska Kúrdistans í greiðaskyni við Tyrki en ekki til að hjálpa Kúrdum. Hefði tilgang- ur Bandaríkjamanna verið sá að hjálpa Tyrkjum við að losna við kúrdneska flóttafólkið. Hinsvegar hefðu Bandaríkin ekkert gert til þess að Kúrdar þeir sem flýðu til Irans snera aftur, af því að þeim væri ekki áhugamál að vera Iran innanhandar með neitt. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför Stefáns Þ. Sigurjónssonar Brautarlandi 24 Reykjavík Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar A6 Borgar- spítalanum. Aðalbjörg Jónsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn Yfir 30 farast í eldgosi 33 menn a.m.k. fórust í fyrradag og gær af vöidum eld- gossins úr Unzen, 1359 metra háu fjalli á Kyushu, þeirri syðstu af fjórum stærstu Japanseyjun- um. Um 20 menn eru á sjúkra- húsum í grennd með brunasár eftir hraunleðju og brennheita ösku og um 6000 manns, íbúar þorpa þeirra sem næst eru fjall- inu, hafa verið fluttir á brott. Japanir hafa ógnvekjandi end- urminningar um Unzen, því að þegar það gaus síðast, sem var 1792, fórust um 15.000 manns, samkvæmt heimildum frá þeirri tíð. Er það mannskæðasta eldgos sem Japanssagan kann frá að greina. Landsmenn hafa talsverða reynslu af þessháttar náttúraham- foram, því að í landinu era 77 virk eldfjöll af um 800 alls í heiminum. Þeir sem fórast á mánudag og í gær vora flestir fréttamenn, vís- indamenn, bændur, leigubílstjórar og menn í björgunarsveitum. Eld- gos þetta hefur staðið um hríð, en jókst skyndilega á mánudag með þeim afleiðingum að sumum nær- staddra vannst ekki tími til að forða sér. Jarðvísindamenn segja eitrað gas, brennheita ösku og gló- andi hraungrýti og hraunleðju hafa orðið að bana flestum þeim, sem fórust. Miðvikudagur 5. júní 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.