Þjóðviljinn - 05.06.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.06.1991, Blaðsíða 10
FkA acuriJmV Bréf til ritstjóra IÞjóðviljanum birtist í dag 4. júní grein eftir mig, í fjórða skiptið á u.þ.b. einu ári, held ég. Það er líka í þriðja skipt- ið sem samhengi fer forgörðum. í eitt skipti rugluðust dálkar (þá var greinin endurbirt); í annað skipti varð efnisleg breyting vegna setningarlegrar „lagfær- ingar“; í greininni í gær er önnur upphafsmálsgreinin horfín (sú sem rammaklausan er tekin úr), og þar með efniskafli. Mér þykir líklegt að þetta hafi hent annað efni en greinar mínar. Hugsanlegar skýringar eru: a) Vandamál varðandi tækni og vinnu- brögð sem hefur ekki tekist að leysa; b) tilraun til aðgerða þar sem athygli svíkur, því viðkomandi er þreyttur á að vera að lesa greinar sem þessa; c) almennt sinnuleysi. Skoðanaskipti á síðum dag- blaða eru gott mál. í erlendum stór- blöðum má stundum lesa heila rannsóknamiðurstöðu einhvers pró- fessors í hálfsíðu lesandabréfi, eða annað brúklegt. í Morgunblaðinu birtast langar greinar (biðtími er líka langur) sem opna eða halda áfram umræðu um lykilmál (t.d. Nató). Tilgangur aðsendra greina er yfirleitt stjómmálaumræða. Stund- um er hafragrautur í grein sem er birt. Stundum skýrt afmarkað rangt mat, stundum afturhaldssöm skoð- un. Stöku sinnum gott viðhorf hugsandi manneskju. Það sem er birt, á að vera fúllkomlega læsilegt af hálfú blaðsins. Með vinsemd. 4. júní Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir Opið bréf til Þrastar Olafssonar íþróttir egar hnefaleikar voru bann- aðir; var mjög gumað af því, að Island væri eina landið sem það gerði. Mikið var talað um skaðsemi þessarar íþrótt- ar, íþróttamannanna sjálfra vegna. Fátitt var að þeir gættu ekki handa sinna utan hringsins. Á síðari tímum hafa verið teknar upp hermannaíþróttir Asíumanna, þar sem högg, spörk og margskonar önnur fantabrögð eru iðkuð. Svo virðist að iðkun þessara iþrótta hafi færst í ríkum mæli til skemmtistaða og i grennd þeirra, þar sem hinn al- menni borgari og lögreglumenn eru beittir þessum hermennskubrögðum. Kunnátta og þjálfun þessara manna jafngildir því, að þeir gangi vopnaðir gegn vopnlausum og vamarlausum manni. Knattspyma og handknattleikur em keppnisíþróttir, þar sem andstæð- ar fylkingar ganga hart fram í óvægn- um leik og slys em tíð, það er jafhvel talað um, að í þessum greinum sé það æft, að meiða andstæðing, sem erfitt er að stöðva með heiðarlegum hætti. Fjöldi þeirra afreksmanna, sem skarað hafa ffamúr í greinum sínum, hafa verið vændir um lyfjanotkun, en búa síðan við heilsuleysi af neyslu þeirra, eftir stuttan affeksferil. Væri ekki drengilegt af þeim, sem þannig hafa náð ofurárangri að tjá sig um reynslu sína, öðmm til vamaðar, líkt og ofdrykkjumenn, þegar þeir gera hreint fyrir sínum dymm og hætta áfengisneyslu, og vitna í heyranda hljóði um vanda sinn. Ekki er vafi á því, að þessar keppnisiþróttir móta skapgerð iðkendanna og efla með þeim árásarhneigð og ffekju. Fróð- legt væri að fá álit lækna um þessi mál, til dæmis slysatíðni hinna ýmsu íþróttagreina og hvers eðlis slysin em, hve alvarleg lyfjaneyslan er í greinunum og hvers má vænta í skap- gerðareinkennum iðkenda hverrar greinar. Hins vegar er nauðynlegt að lög- regluyfirvöld gefi því gaum, hvort rekja megi aukið ofbeldi til vissra iðkenda eintakra íþróttagreina og hafa þá í huga hvort þar em menn sem ekki eiga þar heima. Þetta ætti að vera auðvelt, með því að bera saman félagaskrár íþróttafélaga og skýrslur lögreglunnar. Margir stjómmálamenn sækja at- kvæði í hóp íþróttamanna, með því að ausa almannafé í hinar ýmu stofn- anir og félög þeirra. Þess em jafnvel dæmi að ráðherrar ferðist heims- homa milli og sýni þannig ofiiráhuga sinn, með nærvem á íþróttakeppnum íslenkra affeksmanna á erlendri gmnd. Almanna fé væri betur varið til þarfari hluta en ofurkapps í stríðs- íþróttum, sem færa þjóðinni fjölda slasaðra manna á hveiju ári. Skammt er að minnast þess að forsætisráð- herra taíðist ffá störfum vegna gam- alla meiðsla, sem hann hlaut í íþrótt- um á yngri ámm. Er ekki nær að beina þeim fjár- munum sem í dag renna til þessara slysaíþrótta til þarfari verkefna, til dæmis mætti efla heilbrigðisþjónust- una og menntamálin, eða létta byrð- inni af skattgreiðendum. Reykjavík, 5. maí 1991 Einar Vilhjálmsson frá Seyðisfirði í grein sem Þröstur Ólafsson skrifaði í Morgunblaðið þann 22. maí sl. talar hann mikið um skemmdarverk annarra. En það væri hollt fyrir hann að lita í eigin barm. Ekki alls fyrir löngu var Þröstur framkvæmdastjóri Dagsbrúnar. Þá vom unnin skemmdarverk af ýmsu tagi, og vom t.d. margir ríkisstarfs- menn sem em félagar í Dagsbrún ekki par hrifnir af störfum Þrastar. Það var búið að vera í samningum í mörg ár að menn fengju heim- keyrslu að loknum löngum vinnu- degi. Það lét Þröstur afnema, stytti matartimann úr klukkutíma niður í hálftíma og lét afnema eftirmiðdag- skaffið. Þetta em skemmdarverk því þetta em hlutir sem kostað hafði langa baráttu að fá inn í samninga. I samningunum 1987 vaknaði samninganefhd Dagsbrúnar upp við það, að búið var að semja. Þá gleymdi Þröstur að kalla samninga- nefndina til undirskriftar. Menn sem búa í glerhúsum ættu ekki að henda steinum. Og Þröstur mætti hafa meiri áhyggjur af AI- þýðuflokknum en Alþýðubandalag- inu. Það var svolítið einkennilegt að þegar ákveðnir menn fóm úr Al- þýðubandalaginu yfir í Alþýðu- flokkinn jókst fylgi Alþýðubanda- lagsins. Því það er eins og sumir menn séu fæddir til að tapa. Eg man að þegar Þröstur fór í forval hjá Al- þýðubandalaginu 1987, þá tapaði hann, hann tapaði í prófkjöri í Al- þýðuflokknum nú á þessu ári og minnstu munaði að hann tapaði stjómarkosningunum í Dagsbrún í vetur, en þá var Þröstur kosninga- stjóri. Eins og ég sagði áðan: sumir menn em fæddir til að tapa og eiga aldrei að gefa sig að pólitík.. Þórir Karl Jónasson Auglýsingar Smáauglýsingar Þjóðviljans Lekur hjá þér þakið? Opið mánudag - fbstudags Hafðu þá samband við mlg og kl. 9-17 ég stöðva lekann! Símar 681310 og 681331 Upplýsingar í síma 91-670269 RAFRUN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími 641012 Miðstjórnarfundur Miðstjóm Alþýðubandalagsins er boðuð til fundar á Selfossi dag- ana 8.-9. júní. Fundurinn hefst kl. 10.30 á laugardag og stefnt er að því að Ijúka fundi um miðjan dag á sunnudag. Rútuferöir eru frá Umferöarmiðstöðinni og fara bilar 6.50 og 9.30 á laugardagsmorgun. Nánari upplýsingar verða sendar út í fund- arboöi. Dagskrá: Fundarsetning. 1. Kosningabaráttan - aöferðir og árangur. 2. Stjórnarskiptin - stjórnmálaviðhorfið. 3. Staða Alþýðubandalagsins - starfið framundan. 4. Skýrsla starfsháttanefndar og tillögur. 5. Önnur mál. 6. Afgreiðsla mála. Stefnt er að því að fundi Ijúki ekki seinna en kl. 16. Steingrímur J. Sigfússon formaður miðstjórnar Alþýöubandalagið í Reykjavik Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í ABR í Risinu, Hverfisgötu 105, miövikudaginn 5. júní nk. kl. 20.30. Fundarefni: EES samningaviðræðurnar. Frummælendur: Hjörleifur Guttormsson alþingismaður og Már Guðmundsson hagfræðingur. Hvað hefur gerst? Hvernig er staöan? Hvert stefnir? Félagar, fjölmennið og ræðið þetta mikil- væga hagsmunamál Islendinga. Stjórnin Már AB Keflavik og Njarövikum Opið hús Opið hús í Ásbergi á laugardögum kl. 14. Félagar og stuðningsmenn velkomnir í kaffi og rabb. Stjórnin G-listinn Reykjanesi Kosningahappdrætti Dregiö var í kosningahappdrætti G- listans í Reykjaneskjördæmi 1991 hjá bæjarfógeta í Kópavogi 20. maí sl. Vinningarféllu þann- ig á eftirtalin númer happdrættismiða: 1. Flugferð til Orlando, Florida, sumarið 1991, á miða no. 2399. 2. Leiguflug fyrir tvo til Winnipeg, Kanada, 23. júli 1991, á miða no. 3198. 3. Flugferö til Parisar, sumarið 1991, á miöa no. 4966. 4. Flugferð til Frankfurt, sumariö 1991, á miða no. 3023. 5. Flugferð til Luxemborgar, sumariö 1991, á miða no. 2165. 6. Flugferð til Amsterdam, sumarið 1991, á miða no. 4584. 7. Flugferö til Kaupmannahafnar sumarið 1991 á miða no. 5858. 8. Sólarlandaferð til Benidorm 1991 á miða no 2979. 9. Sólarlandaferð til Santa Monsa, Mallorka, 1991 á miða no. 3016. 10. Sólarlandaferð til Riccione, Italíu, 1991 á miða no. 3614. 11. Sólarlandaferð til Cala d'Or, Mallorka, 1991 á miða no. 5666. 12. Leiguflug til Italíu sumarið 1991 á miða no. 3492. 13. Panasonic NV 330 myndbandstæki á miða no. 797. 14. Leiguflug til Basel sumarið 1991 á miða no. 3616. 15. Flugferö til Færeyja sumarið 1991 á miða no. 504. 16. Helgarferö til Egilsstaða utan sumaráætlunar á miða no. 2223. 17. Sony geislaspilari á miða no. 5860. 18. Sony geislaspilari á miða no. 5926. 19. Sony geislaspilari á miöa no. 505. 20. Helgarferð til Akureyrar utan sumaráætlunar á miða no. 2403. 21. Flugferð til Vestmannaeyja sumarið 1991 á miða no. 2374. Handhafar vinningsmiða hafi samband við skrifstofu Alþýöu- bandalagsins í Kóþavogi í síma 41746. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi. Alþýöubandalagió I Reykjavik Kosningahappdrætti Dregið hefur verið I kosningahappdrætti G-listans ( Reykjavík. Vinningsnúmerin voru innsigluð og verða birt fljótlega eftir mán- aðamót. Félagar og stuðningsmenn eru hvattir til að gera skil sem fyrst. Kosningastjórn G-listans f Reykjavík AB Norðurlandi eystra Kosningahappdrætti Dregið var í kosningahappdrætti ABNE 1. maí og númerin innsigluð. Vinningsnúmer verða birt ( Þjóðviljanum um leið og full skil hafa átt sér stað. Kosningastjórnin Vopna- fjörður - opinn fundur Fundur verður með Hjörleifi Guttormssyni og Þuríði Backman I Austurborg, Vopnafirði, mánudagskvöldið 10. júní kl. 20.30. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Höfn - opinn fundur Fundur verður með Hjörleifi Guttormssyni og Einari Má Sigurðar- syni í Verkalýðshúsinu á Höfn I Hornafirði föstudagskvöldið 7. júní kl. 20.30. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. júní 1991 Síða 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.