Þjóðviljinn - 05.06.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.06.1991, Blaðsíða 15
Eru líka til ofurstólar? Þýðingarvillur geta verið ákaf- lega skemmtilegar. Þess verður til dæmis lengi minnst þegar Mogginn sló því upp fyrir áratug að Vigdís forseti og Margrét Danadrottning hefðu boðið blaðamönnum í kryddsíldarveislu. Þar brengl- aðist þýðing orðsins „krydsild“ sem Danir nota þegar þeir tala um yfirheyrslur blaða- manna yfir viðmælendum sín- um. ( Mogganum á miðviku- dag er önnur skemmtileg þýð- ingarvitleysa í fyrirsögn fréttar um fall stjórnarinnar í Eþíópíu: „Talið að marxismanum verði kastað fyrir ofurborð“. Hér hefur að líkindum skolast til þýðing á enska orðasam- bandinu „to throw overboard" sem þýða mætti í þessu sam- bandi „að kasta fyrir róða“ eða „gefa upp á bátinn“... Hvorki klámblöð né kosningapésa Starfsmenn Vegagerðarinnar á Sauðárkróki hafa síðustu daga unnið við að tína upp rusl í vegköntum og „skeina“ vegstikur, þ.e. þrífa glitmerkin. í Feyki segir frá því fyrir stuttu að vegagerðarmenn hafi fundið ótrúlegustu hluti í veg- köntunum og má þar á meðal nefna næturgagn nokkurt, sveinsbréf í vélsmíði og spari- sjóðsbók með 1500 króna innistæðu. Klámblöð og kosn- ingapésar hafa einnig fundist, segir Þór vegagerðarmaður í viðtali við Feyki en bætir strax við: „En við höfum nú ekkert verið að lesa það.“ Tilvitnun lýkur... Norsk sel- skinnsslaufa DV birti stóra frétt nýlega um hálstau Konráðs Eggertsson- ar, formanns Félags hrefnu- veiðimanna, en það er forláta þverslaufa úr selskinni. Kon- ráð hefur fengið ýmsar at- hugasemdir vegna slaufunnar góðu og friðunarsinnar á árs- fundi hvalveiðiráðsins skömmuðu hann fyrir að ganga með „höfuðieður fórn- arlambanna" um hálsinn. Áhugamönnum um selskinns- slaufur til fróðleiks má láta )ess getið að slaufuna fékk <onráð að gjöf frá Norður- ára, málfundafélagi íslend- inga í sjávarútvegsdeild Tromsöháskóla þegar hann og fleiri áhugamenn um hval- veiðar fóru í Noregsferð fyrir ári... Eiginhandaráritan- ir eftir pöntun Meira um ársfund Alþjóða- hvalveiðiráðsins: í lok fundar var íslenska sendinefndin að vonum ósátt við málalok. Hörð barátta var fyrir gýg unn- in. En menn voru þó ekki tapsárari en svo að ákveðið var að færa einum harðasta andstæðingi hvalveiða, for- manni bresku sendinefndar- innar, bók um ísland að gjöf í kveðjuskyni. Þegar íslending- arnir settust niður við að árita bókina kom í Ijós að Óskar Vigfússon var farinn af vett- vangi. Opinber starfsmaður, hvurs nafns við látum ógetið, dó þó ekki ráðalaus - enda eflaust ýmsu vanur úr starfinu - heldur mundaði pennann. Eftir nokkrar tilraunir á spás- síu dagblaðs skrifaði hann nafn Óskars í bókina og þótti viðstöddum það svo vel gert að Óskar hefði ekki gert betur sjálfur... RÚSÍNAN. Borghildur Kristinsdóttir, keppandi A-flokki gæðinga. ^ sunnudaginn var Avoru kynntir dómar í stærstu kynbóta- þrossasýningunni á íslandi í ár. Tæp- lega fjögur hundruð kynbótahross voru dæmd af hrossaræktarráðunautun- um Kristni Hugasyni og Þorkeli Bjarnasyni. Það tók þá viku að dæma hrossin og voru úrslitin kynnt á Gaddstaðaflötum. Samtím- is héldu Geysismenn sitt árlega hestaþing á flötunum og voru þar dæmdir góðhestar og haldnar kappreiðar. Mikil breyting hefúr verið gerð á Gaddstaðafíötum og er svæðið nú með því besta sem þekkist hér á landi og rúma áhorfendabekkir þúsundir manna, enda er búist við tíu til tólf þúsund manns á fjórð- ungsmót sunnlenskra hestamanna sem haldið verður á flötunum í júnílok. Kynbótahrossasýning á Gaddstaðaflötum Sex efstu I bamaflokki. Myndir: G.T.K. Hæst dæmdi kynbótagripurinn á mótinu. oc -S S! BlmáiiMiit i ifpi 1 B 1 A L 1 </> z 111 i 1 o .j o m m o 1 <3 C3 SséÍ Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.