Þjóðviljinn - 06.06.1991, Síða 2

Þjóðviljinn - 06.06.1991, Síða 2
Þegar hemaðarbandalag skreppur saman Heimur samtímans er fullur með þverstæður. Flestar fréttir eru slæmar, einkum þær sem varða umhverfi mannsins og ástandið í svonefndum þriðja heimi. En sem betur fer eru ekki allar fréttir ískyggilegar. Sumar geta boðað margt gott. Ein er sú að hemaðarbandalög þau sem skiptu heiminum í tvennt eru orðin verkefnalaus ef svo mætti segja. Varsjárbandalag með öllu úr leik. Og Nató í tilvistar- kreppu. Vegna þess að óvinurinn er týndur: Sovétríkin em ekki lengur það „heimsveldi hins illa“ sem getur hald- ið bandalaginu saman, tiyggt því fé og réttlætt vígbúnað- arkapphlaupið. Sovétríkin reyndust hvorki það iðnaðar- veldi né herveldi sem gert var ráð fyrir í opinberri stefnu Nató. Margskonar afvopnunarsamningar hafa snúið við þeirri þróun sem var megineinkenni eftirstríðsáranna: fleiri vopn og skelfilegri í dag en í gær. Þetta þýðir svo um leið, að Nató vantar tilverugrund- völl. Um þetta voru vamarmálaráðherrar Natóríkja að ræða í Brussel ekki alls fyrir löngu. Þeir tóku fróðlegar ákvarðanir, eins og síðar verður vikið að, en ofmælt væri samt að segja að þeir hefðu leyst tilvistarhnútinn. Eins og bandaríska vikuritið Newsweek kemst að orði um fund- inn: sem fýrr er Nató feiknarieg stríðsmaskína sem veit ekki hvert hún á að snúa sér. Nató miðast sem fýrr við hemaðaraðgerðir í Evrópu og á Norður-Atlantshafi - að- gerðir sem eru orðnar næsta ólíklegar. Sum aðildam'ki, ekki síst Frakkland, hafa áhuga á að Evrópuríkin verði meira út af fyrir sig um vígbúnað. Önnur (eins og t.d. Bretland) vilja halda bandarískum her áfram I Evrópu. Bandaríkin vildu helst að Natóríkin kæmu sér upp sér- stökum herafla sem hægt væri að senda til einhverskon- ar alþjóölegra lögreglustarfa, til dæmis við Persaflóa. Ráðherrafundurinn sem fýrr var nefndur, hann tók ákvarðanir sem lúta að því að herafli Nató í Evrópu skuli skorinn niður um þriðjung, eða niður í um miljón manns. Mestur verði niðurskurðurinn á bandarískum herafla í álf- unni - úr 320 þúsund manns í um það bil 100 þúsund. Þessu fylgja og stórfelldar breytingar á öllum hemaðar- áætlunum sem byggðust ekki síst á miklum vígbúnaði á landamærum þýsku ríkjanna sem voru. Helsta nýmælið hjá Nató verður það að komið verður á fót 70-100 þúsund manna sveitum til „skjótra við- bragða“, sem eiga að geta látið að sér kveða „hvar sem er á Natósvæðinu" innan 72 klukkustunda frá því að háskamerki eru gefin. Og hér er komið að vísu deiluefni: hvað er „Natósvæði" á okkar tíma? Sem fyrr segir hafa Bandaríkjamenn tilhneigingu til að fá Nató með í „lög- regluaðgerðir" hér og þar um heiminn. En það er engin samstaða um það meðal Evrópuríkja Nató að skuld- binda blandaðan herafla frá bandalaginu til aðgerða „ut- an svæðis". Sem ekki er heldur von: það er ólíklegt að Bandaríkjamenn og Vestur-Evrópuríki muni um alla framtíð meta eins „hættuástand" hér og þar í þriðja heimi, eða hafa sömu hagsmuna að gæta í hverju efni. Svo er annað: slík „alþjóðalögregla" við hlið bandarísks herafla, hún staðfesti illan grun margra um að einn meg- instraumur (megatrend) næstu ára verði vaxandi fjand- skapur og árekstrar milli „suðurs“ og „norðurs“, milli iðn- ríkja og þróunarríkja, sem illa una sínum hag í efnahags- kerfi heimsins. Enn er margt að ugga í vígbúnaðarmálum. En þess ber að geta sem gert er: hnignun hemaðarbandalag- anna sparar fé, sem vonandi er hægt að nýta til þess að bæta úr neyð og styðja fátæk lönd til sjálfsbjargar. Og á meðan við bíðum eftir slíkum árangri: við skulum ekki gleyma að neyðin ber að dyrum á degi hverjum. Nú síð- ast er ærin ástæða til að sem flestir taki vel undir áskor- un Hjálparstofnunar kirkjunnar um að landsmenn sleppi máltíð og gefi andvirðið til aðstoðar við sveltandi fólk í ÞjÓfíVILJINN Málgagn sóslalisma þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjórl: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Rftstjóm, skrifstofa, afgrelðsla, augiýsingar: Slðumúla 37, Rvlk. Augtýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð f lausasöiu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Askriftarverð á mánuði: 1100 kr. % LIPPT & SKOKIB Dagblað iðrast synda Eins og menn vita er það trúar- atriði hjá mörgu fjölmiðtafólki að það sé óháð stjómmálum og hags- munasamtökum. Það sé „bara“ að miðla upplýsingum. Vald fjölmiðla sé svosem ekki annað en það óbeina vald sem þeir hafa með slíkri miðlun. Og ekki meira um það að segja. ,,En við vitum öll að þetta er ekki satt,“ segir sænska borgara- blaðið Svenska dagbladet í nýleg- um leiðara. Leiðarinn er skrifaður í einskonar samviskubiti: blaðið hefur bersýnilega verulegar áhyggjur af því að nýr flokkur er kominn til sögunnar í Svíþjóð. Einn af þessum svonefndu „óánægjuflokkum" sem menn þekkja frá Danmörku (Glistrup) og Noregi: einhverjir menn ryðjast fram sem eru sniðugir að spila á fjölmiðla og hamra á því að þeir séu hið nýja afl og þeir vilji lækka skatta og fyrr en varir eru þeir komnir með svosem tíu prósent af kjósendum í vasann. Ef ekki meir. Þessi flokkur heitir „Nýtt lýð- ræði“. Og Svenska dagbladet, sem er, sem fyrr segir virðulegt og borgaralegt, það hefur áhyggjur af því að þessi flokkur verði full fyr- írferðarmikill, Og er, beint og óbeint, að ásaka sænska fjölmiðla fyrir að beina lil hans fylgi - blátt áfram með þeirri athygli sem flokkurinn fær. Er nýtt sama og merkilegt? Blaðið segir á þessa leið: Fjöl- miðlaheimurinn á sér sína eigin rökfræði sem pólitíkin er sveigð undir. Fjölmiðlarnir eru fréttamiðl- ar og keppa ekki bara um tekjur heldur og um forystu á fréttamark- aðinum. Og þá gerist það, segir Ieiðarahöfundur Svenska dagblad- et, að „það sem nýtt er verður allt- af mikilvægara en það sem skiptir máli“. Það er af þessum sökum, segir blaðið, að „Nýja lýðræðið" er svo mjög í sviðsljósinu. Þar spókar það sig barasta af því að það er nýtt og eitthvað öðruvísi en aðrir flokkar: „Með þessum hætti verður flokkurinn mikilvægur. Því í speg- ilmynd íjölmiðla af veruleikanum kemur Nýja lýðræðið fram sem hið stóra og ríkjandi fyrirbæri, meðan gömlu flokkamir sýnast vera litlir, útúrborulegir, ófróðlegir og léttvægir.“ Svo sýnist vera Og fjölmiðlanotendum sýnist að það sé heilmikið um að vera þegar oddvitar Nýs lýðræðis og stuðningsmenn þeirra ganga um og segja „Við viljum kerfisbreyt- ingu“. Loksins er eitthvað að gerast, segja menn. Gömlu flokkamir em svo dayfír eitthvað og þreytulegir. (Hafa Islendingar ekxi heyrt eitt- hvað svipað við ýmis tækifæri á liðnum ámm hjá nveijum og ein- um sem reyndi að hnfsa til sín í fjölmiðlaleiknum það tromp að vera ,,nýr“?) Já, menn halda að eitthvað sé að gerast, og þó kæra oddvitar Nýs lýðræðis (segir Svenska dagbladet) sig hreint ekki um að kafa í pólit- ískum vandamálum og enn síður kæra þeir sig um að ^tuðnings- menn þeirra geri það. I mörgum veigamiklum greinum heyrist lítið annað ffá hinum „nýja“ flokki en nokkrar einfaldar lýðskmmsform- úlur sem geta kannski þýtt hvað sem vera skal. Og svo gerist það að enginn heyrir lengur hvemig Ingvar Carlsson, forsætisráðherra og formaður sósíaldemókrata, ger- ir grein fyrir stórmáli eins og for- sendum þess að Svjar gangi í Evr- ópubanaalagið. I fjölmiðlum hverfur það tal fyrir dálítið glæfra- legri formúlu Berts Karlsons, eins helsta höfðingja „Nýs lýðræðis“, sem hefur líkt pólitíkinni við krókódíl: „Stór kjaftur og engin eym“. Étum skrímslið að kvöldi Semsagt: það trausta borgara- blað Svenska dagbladet er með samviskubit fyrir hönd fjölmiðla: þeir hafa sleppt skrímsli lausu. Eina vonin er svo sú, segir blaðið, að bráðum hættir Nýtt lýðræði að vera „nýtt“ og hverfur fyrir ein- hverju öðm. Leiðarinn segir: „I fjölmiðlum emm við vön að éta í kvöldmat þau skrím^li sem við bjuggum til í dögun. A þessu lifúm við góðu lífi. Og oklrnr er skemmt. En það getur verið að þetta sé ekki eins gott fyrir þann samnefnara sem við köllum bióð- félag.“ Verðið á bjórnum Vendum þá okkar kvæði í kross, eða kannski er réttara að segja að við viljum hella því í glas. Því nú er að segja frá verðkönnun á áfengi og bjór á veitingahúsum. Það var verið að segja frá henni í blöðum í gær. I stuttu máli sagt: Verðlags- stoftiun hefúr skoðað hækkun sem orðið hefúr á áfengi og bjór á veit- ingastöðum frá því í mars i fyrra. Niðurstaðan er skýr: hækkunin er yfirleitt mun meiri en sú sem orðið hefúr hjá ATVR. Svo dæmi séu nefúd: meðalhækkun á tvöfoldum vodk,a er til dæmis 11,5% meiri en hjá ATVR og meðalhækkun á Eg- ifs gullbjór í flösku er 17,7% mein. Af þessy tilefni er það hafl eflir Georg Olafssyni verðlags- stjóra að „hækkunin sé mikil mið- að við aðrar verðlagshækkanir á iessu tímabili og könnun bendi til iess að ekki sé um mikla verðsam- ceppni veitingahúsanna að ræða varðandi sölu áfengra drykkja“. Því er og bætt við að verð á drykkjarfongum á veitingahúsum hafi verið að hækka jaftit og þétt frá því álagning á áfengi var gefin frjáls þann fyrsta október 1989. Samkeppnin sem hvarf Klippari ætlar sér svosem ekki að hneykslast á þessari verðlags- pólitík. Ekki reka upp gól eins og voru víst í Tímanum: Island er eina landið í heiminum þar sem bjórglasið kostar fimm nundruð kall! Borgi þeir sem borga vilja, stendur þar. En dæmið af veitinga- húsunum er engu að síður fróðlegt. Það minnir á einn merkan þátt í okkar rekstrarlífi: nefnilega þann, að samkeppnin virkar ekki. Sam- keppnin sem allir þeir sem velta kronum og vörum keppast við að játa ást sína, von og trú um góða siði og batnandi verðlag, hún á gl- veg lygilega erfitt uppdráttar á Isa köldu landi. Fræg eru dæmin af olíufélög- unum sem eru að sögn í merkilegri samkeppni - um eiginlega allt nema verð. Eða svo hefur lengstaf verið. En það er kannski ekki við þvi að búast að samkeppni á sviði vöru eins og bensíns sé neytendum holl. Aftur a móti hefði maður ætl- að að gífurleg samkeppni um veit- ingahúsagesti, sem kostar víst fleiri gjaldþrot en dæmi eru um í öðrum búgreinum, að hún hefði einhver áhrif niður á við í verð- lagningu öldurhúsa. En því er sem- sagt ekki að heilsa. Þegar kúnna vantar, þá bregðast menn ekki við með þvi að lækka verðið á bjóm- ym. Þeir hækka það. Hver sagði að Island væri ekki fúrðuland? ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. júnl 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.