Þjóðviljinn - 06.06.1991, Page 15

Þjóðviljinn - 06.06.1991, Page 15
GATEÐ Krataskortur Það er ekki hlaupið að því að manna nefndir Alþingis þegar heimingur þingflokks vermir ráð- herrastóla. Sem er raunin hvað varðar Alþýðuflokkinn. Fimm af tíu þingmönnum flokksins eru ráðherrar, en hinir verða því að taka að sér öll önnur störf í þinginu. Til lukku fyrir flokkinn hefur þingnefndum fækkað mjög vegna þess að þingið starfar nú í einni málstofu. Þrátt fyrir það er til dæmis formaður þingflokksins, Össur Skarphéð- insson, formaður í einni nefnd og varaformaður I tveimur nefndum Alþingis. Sigbjörn Gunnarsson er einnig formaður í einni og varaformaður í tveim- ur. Rannveig Guðmundsdóttir slær þá þó báða út því hún er formaður í tveimur nefndum og varaformaður í öðrum tveimur til. Nefndir Alþingis eru tólf. Karvel í Byggðastofnun Svo virðist sem vandræði krata með að manna nefndir nái út fyrir þingið því Karvel Pálmason fyrrverandi þingmaður er fulltrúi flokksins í stjórn Byggðastofn- unar. Allir aðrir flokkar skipa þingmenn i þá stjórn nema krat- ar. Og hefur verið svo um lang- an tíma. Ragnar Arnalds, Matt- hías Bjarnason, Pálmi Jónsson, Egill Jónsson, Stefán Guð- mundsson og Ólafur Þ. Þórðar- son, allt alþingismenn, eiga sæti í stjórninni með Karvel. Mbl í stjórn Hús- næðisstofnunar Það er margt skrítið sem gerist í litlu landi og margur hagsmuna- áreksturinn vegna mannfæðar, þó mannfæð sé ef til vill ekki alltaf ástæðan. Dæmi um þetta er að einn fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í stjórn Húsnæðis- stofnunar ríkisins sem kosið var í á dögunum á Alþingi er blaða- maður á Morgunblaðinu. Þór- hallur Jósepsson er jafnframt sérfræðingur blaðsins í hús- næðismálum. Spurningin er því við hvern hann talar til að fá fréttir af stjórnarfundum stofnun- arinnar. Hróp í eyðimörkinni Það getur verið mikill vandi að semja góðar fyrirsagnir, það þekkja allir sem einhvern tím- ann hafa skrifað í blöð. Bænda- blaðið segir í síðasta tölublaði frá fundi bændakvenna um stöðu kvenna innan búnaðar- sambandanna og gerir málinu greinargóð skil. Fyrirsögnin er hinsvegar svolítið „út í Hróa“ og mætti jafnvel skilja hana sem eins konar ákall frá bændum: „Kvenmannslaus byggð er dæmd til að deyja“... Tíund eða 40 prósent Fréttabréf ríkisskattstjóra heitir ansi skemmtilegu nafni. Margir myndu þó segja að nafnið væri komið til ára sinna og rétt væri að skíra ritið upp á nýtt. Það var árið 1096 eða 1097 sem tíund var tekin upp að frumkvæði Gissurar biskups Isleifssonar. Hann naut þar stuðnings höfð- injga, enda rann helmingur tí- undartil þeirra. En á þessum tíma var tíund í raun eins pró- sents eignaskattur, en víðast er- lendis á sama tíma 10 prósent tekjuskattur. Það er þess vegna sem mörgum finnst að frétta- bréf ríkisskattstjóra ætti að heita eitthvað annað en „Tí- und“. Því einsog launafólk veit þá er tekjuskatturinn 39,79 prósent og virðisaukaskattur- inn 24.5 prósent. RÚSÍNAN Stjórn Brunabótafélagsins ásamt heiðurslaunahöfunum. I neðri röð t.v. Lúðvlk Eiðsson, Bjami Bogason, Jóna Kristinsdóttir sem tók við heiðurslaununum fyrir hönd Gunnars Guðbjömssonar, Margrét Guðmundsdóttir, Guöfriður Lilja Grétarsdóttir og þórður Pálsson sem tók við heiðurslaununum fyrir hönd Rögnu Ragnarsdóttur. Mynd: Kristinn. Heiðurslaun veitt sex einstaklingum Brunabótafélag íslands veitti sín árlegu heiðurslaun fyrir árið 1991 í gær og voru það alls sex einstaklingar sem hlutu hnossið. I reglum Brunabótafélagsins varðandi þessi heiðurslaun, segir að megintilgangur þessa stöðugildis sé sá að gefa einstakling- um kost á að sinna sérstökum verk- efnum, sem til hags og heilla horfa fyrir íslenskt samfélag, hvort sem það er á sviði lista, vísinda, menn- ingar, íþrótta eða atvinnulífs. Þeir aðilar sem fengu heiðurs- launin að þessu sinni eru: Bjami Bogason og Lúðvík Eiðsson, rann- sóknarlögreglumenn. Þeir hlutu heiðurslaun í þijá mánuði til að auð- velda þeim að sækja námskeið er- lendis í brunarannsóknum. Gunnar Guðbjömsson, ópemsöngvari, hlaut heiðurslaun í þrjá mánuði til að gera honum kleift að undirbúa verkefni sín samkvæmt samningum við óper- una í Wiesbaden síðar á árinu. Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir, alþjóðleg- ur skákmeistari kvenna, hlaut heið- urslaun í tvo mánuði í því skyni að gera henni kleift að taka þátt í al- þjóðlegum skákmótum erlendis. Margrét Guðmundsdóttir, sagnfæð- ingur, hlaut heiðurslaun í tvo mán- uði, i því skyni að auðvelda henni að vinna dagbækur Elku Bjömsdóttur, verkakonu í Reykjavík, til útgáfu. Ragna Sigurlaug Ragnarsdóttir, þroskaþjálft, hlaut heiðursverðlaun til að auðvelda henni að læra til að- stoðarstarfa við þroskahefta, sem eiga við tilfinningavandamál að striða. Stjóm BI velur þann einstak- ling, sem heiðurslaun hlýtur, eftir umsóknum samkvæmt auglýsingu. Sá einstaklingur skuldbindur sig til að gera stjóm BI grein fyrir starfi sínu og hverju hann fékk áorkað meðan launanna naut við. Brunabótafélag Islands áskilur sér rétt til að skýra opinberlega frá árangri og niðurstöðum af starfi þess, er heiðurslauna hefúr notið, en gerir að sjálfsögðu ekki tilkall til höfundarréttar eða annars framlags af hálfú umsækjenda en að hann af alúð og samviskusemi takist á við það verkefni, sem sótt er út á. Upphæð þessara heiðurslauna er miðuð við laun konrektors við menntaskóla í Reykjavík með lengstan starfsaldur. „Eg hef alltaf sett fram þá von að önnur atvinnufyrirtæki í landinu feti í fótspor okkar með þessi heið- urslaun,“ sagði forstjóri Brunabóta- félagsins, Ingi R. Helgason. „Eftir Qölda umsóknanna að dæma sem okkur bámst, er mikil þörf á þessu.“ QC 1 rpi H Lo 111 1 <SC ö I M inri lC3I»wli o C3 O <í rj OLUFSf SMASKf K\., } ' O >^\ ^ m ffi Bulls il Þetta er leyndó svo að þú mátt ekki lesa mið- ann. Þú ert kálhaus Kalli. Ég sagði að þú mættir ekki lesa þetta. Sússa. ‘#2 6-3 Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.