Þjóðviljinn - 07.06.1991, Blaðsíða 11
verkstæði fyrir að lesa Alþýðu-
blaðið. Þú sérð hverslags mál-
gagn Alþýðublaðið var í þá daga,
segir Pétur.
„Genaralprufan
áriðáoír“
- Arið áður en þessi fýrsta 1.
maí ganga var farin var tekið smá
forskot á sæluna, sem líta má á
sem nokkurskonar „general-
prufú“. Þá gengust verkalýðsfé-
lögin fyrir göngu og skemmtiferð
úr Reykjavík upp á sk. Baldurs-
hagaflatir í námunda við Rauð-
hóla. Ferðin var farin þann 25.
júní. Heita má að þessi for hafi
verið fyrsta kröfugangan sem far-
in er hér á landi, ef undan er skil-
in ganga skútukarlanna 1894
þegar þeir gengu syngjandi frá
Geysi á Skólavörðustíg á mið-
nætti eftir stofnfund Bánjfélags-
ins og sungu brag Jóns Olafsson-
ar „Þeir fólar sem frelsi, vort
svíkja“.
- Þessi skemmtifor var geypi-
fjölmenn, en um 1000 manns
hlýddu kalli og slógust með í för-
ina, segir Pétur.
Öflug félög í
háreistum
höllum
En hvað hefúr Pétur ffekar í
hyggju að gera með þær upplýs-
ingar sem hann hefúr viðað að sér
um 1. maí gönguna 1923?
- Mig hafði dreymt um að
gefa út bók með þeim ljósmynd-
um sem til eru af göngunni með
æviágripum þeirra göngumanna
sem einhver deili eru vituð á.
Hvort af þvi verður er ekki enn
fullreynt.
- Mér berst enn vitneskja um
nöfn göngumanna og það er lengi
von á einu nafni til viðbótar, en
þeim fer nú óðum fækkandi sem
þátt tóku í göngunni og muna
hana. Það er þvi hver að verða
síðastur að afla frekari upplýs-
inga um þetta fólk sem sést á ljós-
myndunum.
- Það sem er þó sýnu verst í
þessu sambandi er hvað verka-
lýðsfélögin, þessi öflugu félög
sem eru í háreistum höllum, með
ótal starfsmenn, eru sinnulaus um
eigin sögu.
- Þegar þess var minnst að 50
ár voru liðin frá því að gangan
var farin árið 1973 var sett upp
sýning á ljósmyndum sem teknar
voru af göngunni.
Það vildi nú ekki betur til en
svo, að margar myndanna sem á
sýningunni voru týndust og flest-
ar þeirra hafa ekki enn komið
ffam, tæpum 20 árum síðar. Þetta
er aðeins eitt dæmið af mörgum
um það hvemig verkalýðshreyf-
ingin gengur um sögulega arfieið
sína.
- Svipuðu máli gegnir um
fúndargerðabækur og önnur skjöl
úr starfi verkalýðsfélaganna. Hjá
ófáum þeirra eru skjalamálin í
hinum mesta ólestri. Hvemig var
það ekki fyrir nokkrum ámm? Þá
fannst fúndargerðabók Rakara-
sveinafélagsins á öskuhaugunum
á Skagaströnd!
- Það er ekki alltaf trassaskap
fyrir að fara. I sumum tilfellum er
mönnum ekkert um það gefið að
ýmsar miður þokkaðar ráðstafan-
ir og ákvarðanir verði dregnar
ffam í dagsljósið.
Talaö fyrir daufum
eyrum
- í þessum athugunum virðist
maður tala fyrir daufum eyrum.
Einstaklingar hafa að vísu sýnt
þessu áhuga og kann ég þeim öll-
um bestu þakkir fyrir, en ekki fé-
lögin, biddu fýrir þér. Að
óreyndu hefði maður þó haldið
að verkalýðsfélögin hefðu ein-
hvem áhuga fyrir eigin sögu. Svo
er ekki - því miður, segir Pétur
Pétursson.
Utiá
titrandi pramma
Skóflan er engin smásmíði, enda tekur hún átta tonn ( einu upp af sjáv-
arbotninum.
Tæplega hálft tonn af dlnamlti var notað til að sprengja í sundur hafs-
botninn I þetta skipti. Strókurinn stóð um fimm til sex metra upp I loftið
og þrýstingurinn fannst greinilega, þar sem myndin er tekin í aðeins 20
metra fjarlægð.
Við frá Nýju Helgarblaði
vorum hálfskelkaðir þar sem
við stóðum við skúr á borpallin-
um. Á skúrnum stóð DINAM-
ÍT! - HÆTTA! og við vissum
ekki á hverju við gátum átt von
þar sem við stóðum aðeins 20
metra frá sprengistaðnum. Síð-
an kvað við sprenging og vatns-
strókurinn stóð 5-6 metra upp í
loftið, sjórinn litaðist brúnn á
stóru svæði og gulur reykur leið
upp í loftið.
Nýtt Helgarblað gerði sér ferð
til Sandgerðis á dögunum til að
forvitnast um dýpkunarfram-
kvæmdir sem þar eru í gangi.
Finnska fyrirtækið Haka Civil er
þar að vinna að verki sem ráðgert
var að tæki 2-3 ár, en Finnamir
ætla sér að klára þetta verk á að-
eins 3-4 mánuðum. Þær áætlanir
virðast ekki ótrúlegar, enda eru
dýpkunarprammamir engin smá-
smíði. Hrefna Björg Óskarsdóttir
hafnarvörður var við vinnu sína í
Sandgerðishöfn þegar Nýtt Helg-
arblað bar að garði. Hún benti út
fyrir hafnargarðinn þar sem tveir
prammar trónuðu yfir haffiötinn
og greinilegt var að um borð var
nóg að gera. - Þetta er nú ekki
merkilegt, sagði Hrefna. En þegar
hún sá forvitnisvipinn á blaða-
manni og ljósmyndara, benti hún
okkur á að tala við skipstjóra
dráttabátsins sem væri hvers
manns hugljúfi. Hann myndi ör-
ugglega fiytja okkur út á pramm-
ana til að seðja forvitnina.
Billy Milligan er Skoti og hef-
ur unnið fyrir finnska fyrirtækið í
nokkur ár. Hann brást vel við ósk
okkar um fiutning á vinnslusvæð-
ið, enda sagðist hann vera stöðugt
á ferðinni milli dýpkunarpramm-
anna og lands. Prammamir em
tveir; annar sér um að bora í sjáv-
arbotninn, en hinn sér um upp-
gröft. Við lögðum leið okkar fyrst
i síðamefnda prammann, enda er
aðsetur verkefnisstjórans á hon-
um. Þegar stigið var um borð í
Koura II, eins og pramminn heitir,
titraði þilfarið undir okkur; þama
var greinilega gífurleg orka á
ferðum.
Finninn Harry Rajala, sem sér
um ffamkvæmd verksins, lék á als
oddi. Greinilegt var að við vomm
heppnir, því skipstjórinn Billy
hafði sagt okkur að stundum væri
Harry svo leiður að hann talaði
ekki við nokkum mann. En eins
og áður er sagt þá lék Harry við
hvem sinn fingur og bauð okkur
hjartanlega velkomna.
Hann sagði að í vinnufiokkn-
um héma væm 25 manns. Það má
segja að hópurinn sé alþjóðlegur
því í honum em 2 Spánverjar, 3
Skotar, 1 Walesbúi og 19 Finnar.
Harry sagði að vinnan væri vakta-
skipt og unnið væri allan sólar-
hringinn á tveimur tólf tíma vökt-
um. — Við emm í þessu sex daga
vikunnar, en fáum einn dag frí
svona til að slappa af, sagði
Harry.
Þegar hann var spurður hvort
þeir hefðu farið til Reykjavíkur í
friunum var svarið einfalt; - Nei,
ég held við höfum ekkert þangað
að gera. Héma í Sandgerði er
ágætis fólk og okkur líður vel
héma. Það gæti ekki verið betra.
Uti á gröfuprammanum var
vinnan í fúllum gangi og risastór
skófia mokaði möl og gijóti upp
af hafsbotninum. í hverri skóflu
em átta tonn af jarðefni svo hér er
engin smásmíði á ferðinni. Grjót-
ið er sett í flutningapramma sem
fer með efnið upp í fjöruborð þar
sem það er geymt til síðari tíma.
Harry sagði að á hverri vakt væm
flutt í burtu 6000 þúsund tonn af
gijóti, enda yrðu þeir að halda vel
á spöðunum ef takast ætti að ljúka
verkinu í ágústlok eins og ráð
væri fyrir gert.
Síðari pramminn sér um að
losa um klappimar á botninum.
Til þess em boraðar hplur sem em
um sjö metrar á dýpt. I þessar hol-
ur er sett dínamít, tíu kíló í hveija.
Nýtt Helgarblað var lánsamt enn
eina ferðina, því nú hittist þannig
á að menn vom að búa sig undir
að sprengja, en það er aðeins gert
tvisvar á sólarhring, einu sinni á
hverri vakt. Holumar em í níu
röðum og fimm holur í hverri,
þannig að tæpt hálft tonn af
sprengiefni var sprengt þama í
einni sprengingu.
Þegar við klifruðum upp á
bryggjuna, eftir að hafa þakkað
Skotanum Billy fyrir flutninginn,
tók Hrefna hafnarvörður á móti
okkur. Hún brosti þegar við töluð-
um um stærð skófiunnar á
prammanum og benti okkur á
aðra sem stóð á bryggjunni. -
Miðað við þessa héma er skóflan
sem notuð er núna bara kettlingur.
Þessi mokar upp tólf tonnum í
einu, og er svo stór að átta manna
fjölskylda frá Blöndósi gæti lifað
góðu lífi í henni, sagði Hrefna og
hló hjartanlega. -sþ
Prammarnir tveir sem eru að dýpka innsiglingarrennuna I Sandgerðis-
höfn. Nær er borpramminn sem minnst er á I greininni, en fjær er graf-
an að störfum. MyndirÞÓM.
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11