Þjóðviljinn - 07.06.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.06.1991, Blaðsíða 7
Uffe Ellemann-Jensen, utanrfkisráðherra Dana (t.v.) - (sland eitt stóð með honum. Dræmur stuðningur Nató við Eystrasaltslönd Tillaga dönsku stjórnarinnar um eindregnari stuðning Nató við Eystrasaitslönd í sjálf- stæðisbaráttu þeirra fékk dauf- legar undirtektir á utanríkis- ráðherrafundi bandaiagsins í Kaupmannahöfn í gær. Tók ís- iand eitt í sama streng og Dan- mörk. Danska stjómin lagði til að Natóriki gæfu sovésku stjóminni til kynna, að þau ætluðust til að á móti efnahagsaðstoð að vestan tæki hún upp undanbragðalausar viðræður við stjómir Eistlands, Lettlands og Litháens um sjálf- stæðismál þeirra. Einnig skyldi sovéska stjómin afdráttarlaust vömð við að beita valdi í lýðveld- unum þremur. En tillögu þessari var hafnað, og var haft eftir utanríkisráðherr- um annarra Natóríkja að þeir teldu að samþykkt hennar myndi styrkja stöðu sovéskra ihalds- manna, sem gera myndu mikið úr því að hér væri um að ræða íhlut- un um sovésk innanríkismál, og veikja að sama skapi stöðu Gor- batsjovs. Tisch dæmdur Harry Tisch, fyrrum formaður austurþýska alþýðusam- bandsins og fúlltrúi í stjómmála- ráði austurþýska kommúnista- flokksins, var í gær í Berlín dæmdur til 18 mánaða fangelsis- vistar, eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa notað fé úr sjóð- um verkalýðssamtakanna upp í kostnað íýrir sig, fjölskyldu sína og vini, er þau fóm í frí. Tisch, sem er 64 ára, var látinn laus þeg- ar er dómur hafði verið upp kveð- inn, þar eð hann var búinn að vera ár í varðhaldi og sex mánuði á að gefa honum eftir vegna góðrar hegðunar. Tisch er sá fyrsti af ráða- mönnum austurþýska ríkisins, sem hlýtur dóm að því gengnu. Vopnahléi í Kambódíu lokið Foringjar Rauðra kmera, nokkuð þekktra samtaka í Kambódíu, fyrirskipuðu í gær skæruliðum sínum að hefja bardaga á ný. Er þar með lokið um mánaðar vopnahléi í 12 ára borgarastríði Kambódíu, því fyrsta sem ailir stríðsaðilar stóðu að. Þeirri síðustu af mörgum ráð- stefnum deiluaðila, sem fram fór í Indónesiu, lauk á þriðjudag án þess að nokkur árangur næðist. Klögumálin hafa gengið á víxl milli stríðsaðila um vopnahlés- brot. Rauðir kmerar - til vígaferla enn á ný. Tisch - sagður hafa verið eyðslu- samur á fé verkalýðssamtakanna I frfum. Gorbatsjov - Vesturlönd vilja styðja við bakið á honum. Sjöríkjaklúbbur býður Gorbatsjov Afréttum í gær var svo að skilja að ieiðtogar sjö mestu iðnaðarríkja heims hefðu ákveðið að bjóða Gorbatsjov Sovétríkjaforseta til Lundúna í júlí, er leiðtogaráðstefna ríkj- anna verður haidin þar. Virðist á bak við þetta boð liggja vilji ráðamanna ríkja þessara til að styðja við bakið á Gorbatsjov í vandræðum hans miklum heimafyrir. Varla þarf að taka frarn að aldrei fyrr hefúr sovéskum leið- toga eða leiðtoga nokkurs annars ríkis undir stjóm kommúnista verið gefið færi á að komast ná- lægt þessum „klúbbi“. í honum eru Bandaríkin, Kanada, Japan, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Italía. Ekki er gert ráð fyrir að Gor- batsjov sitji fúndi ráðstefnunnar sem slíkrar, heldur mun fýrirhug- að að leiðtogar sjöríkjahópsins ræði við hann á milíi fúnda eða að ráðstefnu lokinni. Föstudagur 7. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 7 FOSTURBORNIN U mhver fisverkefni U ngmennafélaganna Þriggja ára verkefni 45000 félagsmanna í 250 ungmennafélögum um allt land Mætum öll á vettvang 8.-9. júníl r Ungmennafélag Islands ......................... -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.