Þjóðviljinn - 07.06.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.06.1991, Blaðsíða 6
Hver verður næsti „yfirkonungur“ (eða ,,-drottning“) heimsins? Tilgátur eru margar en einna líklegast er að kona (án mikils tillits til þess hvaðan hún er) verði íyrir valinu. Eins og sakir standa benda hvað flestir á Gro Harlem Brundtland Staða aðalritara Sameinuðu þjóðanna er laus frá 1. jan. 1992 og verður ráðið í hana til fimm ára, með möguleika á framlengingu um önnur fimm ár. Breyting getur orðið hér á, þannig að ráðið verði í stöðuna til sjö ára án möguleika á framlengingu. Umsækjendur verða að vera alþjóðlega þekkt- ir sem dugnaðarmenn. Æskilegt er að þeir séu áhugamenn um vandamál þriðja heimsins og umhverfismál. Árslaun eru 192.000 dollararað viðbættri risnu. Stöðunni fylgir íbúð á Sutton Place á East Side á Manhattan (vinsælt hverfi) auk bifreiðar með einkabílstjóra, allt að kostnaðar- lausu. Konur eru hvattar til að sækja um Þannig telur helgarblað norska blaðsins Aftenposten að umsókn um stöðu framkvæmda- stjóra (eða aðalritara) S.þ. ætti að geta litið út. Eflir er aðeins rúm- lega hálft ár af öðru kjörtímabili þess er nú gegnir „heimsins æðstu stöðu“, Perúmannsins Javiers Pérez de Cuéllar. Hann segist ekki vilja vera í stöðunni eitt kjör- tímabil í viðbót. Svo að senn hvað líður verður heimurinn að koma sér niður á hvem hann vill hafa fyrir næsta „yfirkonung" sinn. Tveir skandínavar fyrstir Frá því að S.þ. var hleypt af stokkunum í lok heimsstyijaldar- innar síðari hafa fimm menn gegnt þessari heimsins virðuleg- ustu - en ekki valdamestu - stöðu: Norðmaðurinn Trygve Lie (1946-53), Sviinn Dag Hammar- skjöld (1953-61), Búrmamaður- inn Situ U Thant (1961- 71), Austurrikismaðurinn Kurt Wald- heim (1971-81) og Pérez de Cuéllar (frá 1981). Allsheijarþing kýs fram- kvæmdastjórann samkvæmt uppástungu ffá Öryggisráði. En kosningin hefur hingað til varla verið annað en formsatriði. Fram- kvæmdastjóramir hafa allir verið valdir að undangengnu marg- slungnu baktjaldamakki milli stórvelda, bandalaga, heimshluta, ríkja, stofnana, samtaka. A bak við valið á þeim öllum hefur sem sé fyrst og fremst legið málamiðl- un, þótt vitaskuld hafi verið haft í huga að ekki væri teljandi hætta á að þeir yrðu sér beinlínis til skammar í stöðunni. Aðaldrifkrafturinn á bak við stofnun S.þ. var Roosevelt Bandaríkjaforseti og til greina kom að fyrsti framkvæmdastjóri þeirra yrði engilsaxi. Bandaríski hershöfðinginn (og síðar forset- inn) Eisenhower, Anthony Eden, utanríkisráðherra (og síðar for- sætisráðherra) Breta og kanadíski stjómmálamaðurinn Lester Pear- son komu til greina. En niðurstað- an varð eins og kunnugt er Tryg- ve Lie, lögfræðingur sem átti langan feril að baki í norskum innanlandsstjómmálum á vegum Verkamannaflokksins þar. Er- lendis var hann lítt þekktur, nema hvað Bretar og Bandaríkjamenn könnuðust eitthvað við hann af því að hann var utanríkisráðherra í norsku útlagastjóminni í Lund- únum á stríðsárunum. Norðmenn vom vel látnir fyrir framlag sitt í baráttunni gegn Hitlers- Þýska- landi, kalda striðið var enn ekki komið í fullan gang og þeir í Kreml vildu heldur smáþjóðar- mann og skandínava en mann úr efsta lagi engilsaxneska heimsins. Trygve og Rockeffeller Trygve Lie var aðsópsmikill dugnaðarmaður og átti drjúgan þátt í að aðalstöðvum S.þ. við East Side River á Manhattan var komið upp. Hann fékk til Iiðs við sig við það annan athafnasaman mann, bandaríska auðkýfmginn John D. Rockefeller, sem gaf átta og hálfa miljón dollara til ffam- kvæmdanna, Staðsetning aðal- stöðvanna þama varð til þess að verð á lóðum í grennd stórhækk- aði. Kom þá í Ijós að Rockefeller átti margar þeirra. En kalda stríðið var áður en varði komið af stað með fullum ofsa, Noregur var meðal stofnað- ila Nató og Bandaríkin, Bretland og bandamenn þeirra háðu Kór- eustríðið undir fána S.þ. Lie var mjög eindregið vesturveldanna og sérstaklega Bandaríkjanna megin í öllum þeim átökum. A ár- um McCarthyæðisins hleypti hann njósnumm frá FBl, banda- risku alríkislögreglunni, inn í að- alstöðvar S.þ. fil að þeir gætu fylgst með bandarískum starfs- mönnum þar, sem grunaðir vom um að vera „bleikir". Yfirlætislaus aristókrat Þegar hann hætti sættust Austur og Vestur á Dag Hammar- skjöld sem eftirmann hans, af því að hann var frá hlutlausu ríki sem þar að auki naut alþjóðlegrar Trygve Lie (1946-53) - aðsóps- mikill og Bandaríkjasinnaður. Situ UThant (1961-71)-afskipta- lítið prúömenni. virðingar. Þessi prúðmannlegi, yfirlætislausi sænski aristókrat var að margra dómi að öllu sam- anlögðu sá besti í stöðunni til þessa. Hann var meiri diplómat en fyrirrennarinn og gerði sitt besta til að gæta hlutleysis í deil- um kaldastríðsaðila. Hann rak FBI- mennina úr aðalstöðvunum, fækkaði Bandaríkjamönnum í áhrifamiklum S.þ.-stöðum og réði Afríkumenn, Asíumenn og Austur-Evrópumenn í staðinn. En í Kongódeilunni komst hann eigi að síður í kast við Sovétríkin, sem tóku eindregna afstöðu með ein- um deiluaðila þar. Undir hans stjóm sendu S.þ. friðargæslulið til belgíska Kongó (nú Zaire) og var það fyrsta aðgerð alþjóðasamtak- anna af því tagi. Hammarskjöld fórst sem kunnugt er í flugslysi í eftirlitsferð þarlendis og er sumra mál að það hafi ekki verið ein- leikið. U Thant varð fyrir valinu sem Dag Hammarskjöld (1953-61) - rak FBI úr aðalstöðvunum. Kurt Waldheim (1971-81) - vildi gegna „æöstu stöðu heims” þrjú kjörtímabil. eftirmaður hans vegna þess að Búrma var talið eitt það hlutlaus- asta af öllum hlutlausum ríkjum og þar að auki vegna aukins væg- is þriðja heimsins í alþjóðastjóm- málum. Búrmamaður þessi var fremur afskiptalítið prúðmenni og tókst að komast hjá árekstrum við risaveldin bæði og önnur stór- veldi. Umdeilt er hversu mikill skömngur hann hafi verið. Þetta á að miklu leyti einnig við um nú- verandi framkvæmdastjóra. Þeir voru báðir endurkosnir, bæði vegna vinsælda og viðurkenning- ar á því að síðustu áratugi hafa vandamálin í samskiptum Norð- urs og Suðurs slagað jafnt og þétt hærra upp í vandann kringum Austur- Vestur-togstreituna. Annar Norömaðurtil? Kurt Waldheim er sá eini af umræddum fimmmenningum, sem vildi sitja í embætti þijú kjör- tímabil. Hann rak meira að segja fyrir þvi þó nokkra „kosningabar- áttu“, en Kínveijar, sem hafa neit- unarvald í Öiyggisráði, tóku það ekki í mál, sennilega vegna þess að þeir hafa viljað fá þriðjaheims- mann í staðinn, sem og varð. Þá var enn ekkert vitað um feril Waldheims í heimsstyijöldinni síðari. Héðan í frá er víst að fortíð allra ffambjóðenda til umræddrar stöðu verður grannskoðuð. Þar sem kalda stríðið er ekki lengur verður að líkindum tals- vert erfiðleikaminna að finna mann í stöðuna nú en í fyrri skipt- in. Bandaríkin og Sovétríkin eiga nú efalaust auðveldara en fyrr með að verða sammála um fram- bjóðanda. Sovétríkin gætu nú að líkindum sætt sig við vesturlanda- mann í stöðuna og Vesturlönd jafhvel við austanmann. En ekki eru allir erfiðleikar viðvíkjandi valinu þar með úr sögunni. Afríkuríki sunnan Sahara eru líkleg til að líta svo á að nú sé röð- in komin að þeim, einnig íslams- riki og raunar austurblökkin fyiT- verandi og Norður-Ameríka. Ur því gæti orðið einhver togstreita. En margra mál er að tími sé til kominn að kona taki við stöðunni. Er þá helst tilnefnd Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs. Hún yrði þá annar Norð- maðurinn í stöðunni og þriðji Norðurlandabúinn. í þessu felst virðing fyrir Norðurlöndum sem mannúðlegustu og á margan hátt siðmenntuðustu rikjum heims. Pérez de Cuéllar hefur að sögn mælt með Gro. Áhersla á umhverffisvernd Tveir aðrir Norðurlandabúar hafa raunar heyrst nefhdir í þessu sambandi, Finninn Martti Ahtisa- ari, sem af hálfú S.þ. hafði um- sjón með því er Namibía varð sjálfstætt ríki, og Svíinn Jan Mar- tensson, yfirmaður Mannréttinda- deildar S.þ. í Genf og vinsæll reyfarahöfundur í heimalandinu. Georgíumaðurinn Eduard She- vardnadze, fyrrum utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, er sagður koma til greina, en hann segist ekki vilja stöðuna og leggur til að Pérez de Cuéllar verði þriðja kjörtímabilið. Brian Urquhart og Erskine Childers, tveir menn með langa reynslu að baki á vettvangi S.þ., hafa komið fram með uppástung- ur um hvað eftirleiðis skuli öðru fremur haft í huga við val á fram- kvæmdastjóra samtakanna. Hann eða hún skuli vera alþjóðlega orð- lagður/orðlögð fyrir dugnað, helst hafa verið forsætis- eða utanríkis- ráðherra, hafa áhuga og þekkingu á vandamálum í samskiptum Norðurs og Suðurs og umhverfis- vemd. Uppruni og ættland ætti að skipta minna máli. Kjörtímabilið ætti að vera sjö ár í staðinn fyrir fimm nú og ekki framlengt. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Sérfræðingur í geðlækningum óskast til starfa á Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri frá 15. sept. 1991. Um er að ræða afieysingastööu til 15. júní 1992, sem hugsan- lega verður framlengd. Umsóknarfrestur er til 15. júlí 1991. Umsóknir um stöðuna sendist Sigmundi Sigfússyni, yfirlækni Geðdeildar F.S.A., og gefur hann allar nánri upplýsingar. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Javier Pérez de Cuéllar og Gro Harlem Brundtland - sagt er að hann vilji gjarnan geta boðið hana velkomna sem eftirmann sinn. 6 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.