Þjóðviljinn - 07.06.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.06.1991, Blaðsíða 2
Olíutunnurá Kjarvalsstöðum HVE GLÖÐ ER VORVINNANDI ÆSKA Ameríski mynd- höggvarinn Christo opnar sýningu í Vestursal Kjar- valsstaða, laugardaginn 8. júní kl. 16.00. Aðstoðar- maður hans Josy Kraft setur verkin upp hér en sjálfur er Christo á þeyt- ingi milli Bandaríkjanna og Japans við uppsetn- ingu gríðarstórra sólhlífa. Eitt af því sem Christo er þekktastur fyrir er að pakka inn furðuleg- ustu hlutum. Upp úr 1980 pakkaði hann m.a. inn nokkrum eyjum á Biscayne-flóa í Florida. Hann fékk ekki að pakka inn eins mörgum eyjum og hann hafði ætlað sér í fyrstu vegna þess að sum- ar þeirra voru varplönd pelíkana. Tunnurnar á Kjarvalsstöðum eru með- al fyrstu pökkunarverk- efna Christos. Þær eru frá því 1958- 1959. Christo hefur einnig pakkað inn opinberum byggingum og öðrum mannvirkjum, tjaldað þvert yfir dali til að loka fjallasýn og girt með tveggja mannhæða háu, ógagnsæju tjaldi yfir hæðir og hóla. Hann kost- ar allar sínar framkvæmd- ir sjálfur og neitar að taka við opinberum styrkjum. Það telur hann binda hendur sínar. Um eigin listaverk hefur hann m.a. sagt að þau séu ekki hlutir heldur listaverk sem venjulega fái lánað tiltek- ið rými sem að öðru jöfnu tilheyrir ekki höggmynd eða málverki. Þau fá lán- að rými uppi í sveit, í borg eða úthverfum - tré, brýr eða þjóðvegi. Þetta rými er samofið listaverk- inu. Olíutunnurnar eru í eigu sænsks miljónamær- ings sem heitir Torsten Lilja. Hann er sagður eiga um 150 verk eftir Christo. Harður kommúnisti, nema hvað Josy Kraft við ollutunnur meistara slns. Eins og sjá má er sumum þeirra pakkað inn. Ryðgaðar járnfötur, blúnduhanskar og tréker Á laugardag opna þær Nanna K. Skúladóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir skemmtilega skúlptúrsýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Nanna sýnir höggmyndir úr tré, en Þórdís verk unnin úr gömlum hlutum t.d. járni, flaueli og svampi. Myndir: Kristinn Hver kannast ekki við þá tilfinningu að með vorinu komi ný tíð, ekki bara með blóm í haga heldur líka með nýju starfi - og breyttum heimi. I reynsluheimi vel- flestra íslendinga er að finna hrynjandi þar sem á skiptist skóladvöl og sumarvinna. Þess vegna býr í vorinu þessi tilfinn- ing að nú skuli tekist á við eitthvað nýtt og spennandi. Að auki er von til þess, að minnsta kosti fyrir sumarvinnu- fólk, að peningaveskið tútni aðeins meira út en venjulega. Að ekki sé nú talað um þá drauma sem fylgja vorinu um að eitt- hvað virkilega spennandi gerist nú um helgina. Jafnvel eitthvað rómant- ískt. Nýtt Helgarblað hitti á Jóhannes Bjarna Sig- tryggsson sem í sumar vinnur malbikunarvinnu hjá Loftorku í Reykjavík. Flokkurinn hans var að undirbúa malbikun á Sogaveginum og var að taka sig upp þegar Nýtt Helgarblað mætti á stað- inn. - Þetta er fyrsta sum- arið mitt í malbikun, sagði Jóhannes en í fyrra vann hann hjá Hitaveit- unni. Jóhannes er 18 ára og er búinn að vera í mal- bikunarvinnunni í þrjár vikur eða síðan skólanum lauk. Við starfið metur hann mest félagsskapinn en sami vinnuhópurinn stárfar saman allt sumar- ið. Jóhannes kvartaði ekki einu sinni undan kaupinu sem hann taldi ágætt. En þennan dag voru allir í góðu skapi enda hafði sólin þá skinið í marga daga í röð sem er nú frek- ar óvenjulegt hér sunnan heiða. - Hvað segiði, eruð þið frá Þjóðviljanum? hváði Jóhannes. - Helgarblaðið er uppáhaldsblaðið mitt, sagði hann og brosti. Hann kvaðst fylgjast vel með í pólitíkinni og öðru slíku. - Enda er ég harður kommúnisti, sagði hann og hananú. Þótt hann fylgist vel með í þjóðmál- unum þá hélt hann ekki að það væri almennt með- al fólks á hans aldri. Hann sagðist að sjálf- sögðu fylgjast vel með öllu er varðaði umhverf- ismál, enda þyrfti að hugsa um þau mál í tíma. - Já, ég held að yngra fólk hugsi frekar um um- hverfismál en þeir sem eru eldri, sagði Jóhannes. - Við erum með opnari huga og ómótaðri, bætti hann við. En þá var hann líka rokinn upp í traktorinn því félagar hans voru lagðir af stað til að undir- búa næsta bút fyrir mal- bikun. En Kristinn ljós- myndari náði þó að sinella af honum mynd áður en hann brunaði burt. -gpm Fyrsti apnl á Tveimur vinum Þótt komið sé fram í júní verður Fyrsti apr- íl á Tveimur vinum nú á sunnudag. Fyrsti apr- íl er ung rokkhljóm- sveit og eru þessir tón- leikar fyrstu tónleikar sveitarinnar. Sveitin leikur eigin útsetning- ar á verkum eldri meistara einsog Led Zeppelin, Cream, Hendrix o.fl. Tónleik- arnir hefjast kl. 23 og er miðaverð kr. 350. co ...sennilega fyrir að hafa sungiö Áfram kristmenn krossmenn á aðalfundi Hafskips. IROSA- •GARÐINUM ALLT VILL NU LIFA Kosið var í fastanefhdir Al- þingis á fostudag... Alþýðu- flokksmennirnir fimm sem ekki gegna ráðherraembættum eru formenn hver í sinni nefnd. AJþýóublaoio SÆT ERU DAVÍÐS SVIPUHÖGG Það virðist vera hægt að nauðga Alþýðuflokknum enda- laust...Það eru til í mannlegu lífi fyrirbæri sem eru masókistar. Al- þýðuflokkurinn virðist vera hinn pólitíski masókisti á íslandi, sagði Ólafur Ragnar Grimsson. Tíminn AF UPPLYSINGA- ÞJOÐFÉLAGI Sérfræðingar í málefhum Mó- nakóaðalsins segja stuttklipping- una vera til marks um að Karólína (Mónakóprinsessa) syrgi bónda sinn enn ákafiega. Morgunbiaóió KRISTUR ÞJÁÐIST OGBAUÐOSSAÐ GERA SUKT HHD SAMA Það hlýtur að vera raun fyrir prestana, sem jarðsyngja sumir dag eftir dag, að kirkjugestir taki þátt í því sem fram fer. FORMIÐ GEGN INNI- HALDINU Það hlýtur að vera skýlaus krafa hlustenda að íþróttafrétta- menn reyni að gera lýsingar sínar eins líflegar og áhugaverðar og þeim er unnt - sama hve leikir eru leiðinlegir. DV SVO KJÓSA ÞEIR KRATA Einn glöggur viðmælandi benti á að Keflvíkingar væru nokkurs konar negrar íslands. Þeir sköruðu fram úr í poppi og íþróttum en létu öðrum eftir stjórnmál, bisness og önnur áhugamál hvítra. Pressan (fylgirit Alþýóublaósins) NU ER ROMAT- ÍKINNI KALT Það er til að mynda ekkert rómantískt að fá kynsjúkdóm af því að hún þorði ekki að biðja hann um að nota smokkinn af því að þá héldi hann að hún væri laus- lát gella... 2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.