Þjóðviljinn - 11.06.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.06.1991, Blaðsíða 2
Síldarverksmiðjur ríkisins Síldarverksmiðjur ríkisins skulda nokkuð á ann- an milljarð króna. Af verksmiðjum fyrirtækisins eru sem stendur litlar sem engar tekjur fremur en öðrum loðnubræðslum í landinu. Þetta er ekkert nýtt. Mjöliðnaðurinn, sem rekinn er á hráefni úr sjávarfangi, hefur alla tíð orðið að sæta lengri og skemmri stöðvunum á vinnslu og eru Síldarverk- smiðjur ríkisins engin undantekning í þeim efnum. Af þessu tilefni hafa orðið kyndugar umræður í Ijölmiðlum þar sem talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa látið eins og allt sé í kalda koli hjá SR. Verður það helst ráðið af orðum þeirra að nú sé ekki annað að gera en keyra fyrirtækið í gjaldþrot. Það sem er undarlegt við þetta tal er sú stað- reynd að fyrirtækið á miklu meira en fyrir skuldum, með öflugar verksmiðjur í mörgum byggðarlögum. Enda þótt fyrirtækið eigi í tímabundnum rekstrarerf- iðleikum eru framtíðarmöguleikar þess miklir, að því tilskildu að loðna haldi áfram að veiðast við landið. Á meðan ekkert liggur fyrir um að hér verði viðvarandi loðnubrestur fer því þess vegna fjarri að ástæða sé til að afskrifa Síldarverksmiðjur ríkisins. Sverrir Her- mannsson bankastjóri Landsbankans telur enda ástæðulaust með öllu að ganga að fyrirtækinu, og fer þá að sneiðast um rökin fyrir gjaldþroti, þegar lánveitandinn hefur engan áhuga á að krefja skuld- arann um uppgjör á skuldum sem hinn síðarnefndi á margfaldlega fyrir. Samtímis hefur rekstrarform SR verið tekið til um- fjöllunar og virðist ætlunin að nota tímabundna erfið- leika þess sem rök fyrir því að gera það að hlutafé- lagi. Fyrirtækið er ríkisfyrirtæki og rekið á ábyrgð rík- isins, eins og allur annar rekstur á þess vegum. Það hefur að sönnu sjálfstæða stjórn sem kosin er af al- þingi og sjálfstæðan fjárhag eins og önnur ríkisfyrir- tæki. Þetta fyrirkomulag hefur vafalaust verið rétt á sínum tíma, þegar enginn aðili annar hafði bolmagn til að koma upp mjöliðnaði í landinu. Við breyttar að- stæður geta ýmis rök mælt með því að breyta rekstr- arforminu t.d. að mynda hlutafélag, eitt eða fleiri. Má í því efni vísa til Slippstöðvarinnar h/f á Akureyri, sem er að meirihluta í eigu ríkisins, en auk þess eiga Akureyrarbær og Kaupfélag Eyfirðinga stóran hlut i fýrirtækinu. Þetta hefur gefist vel og er engin ástæða til að hafna þeim möguleika fyrirfram að sambærilegt fyrirkomulag geti hentað fyrir SR. Það er til að mynda staðreynd að heimamenn á þeim stöðum sem verksmiðjur SR eru hafa oft kvartað yfir að hafa lítil áhrif á ákvarðanir verksmiðjustjórnar. I annan stað eru verksmiðjurnar bundnar við mjöl- vinnsluna eina saman. Svo dæmi sé tekið af Nes- kaupstað og Eskifirði til samanburðar, þá eiga stóru útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin á þessum stöðum einnig loðnuverksmiðjurnar, sem tryggir að þær hafa aðgang að því hráefni sem skip sömu fyrirtækja afla. Mjölvinnsla er óhjákvæmilega háð miklum sveifl- um sem skapast af heimsmarkaðsverði og afla- brögðum. SR hefur staðið af sér allar þessar sveiflur í áratuga langri sögu sinni, og það svo vel að ríkið mun lítið eða ekkert hafa lagt fram úr eigin sjóðum til verksmiðjanna. Núverandi skipan á málum SR er þó alls ekki gallalaus, en hugsanlegar breytingar á rekstrarformi verksmiðjanna þarf að skoða gaum- gæfilega og fordómalaust. Verði rekstrarforminu breytt á breytingin að leiða til þess að auka áhrif heimamanna þar sem verksmiðjurnar eru og gera þær um leið betur í stakk búnar til að styrkja atvinnu- líf viðkomandi staða. hágé. Þtóðvilunn Málgagn sósíalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiösla, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvik. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. Fiskeldisstööin (slandslax ( byggingu árið 1985. Sambandið átti stöðina í félagi við norska aðila. „Öll þekkjum við gamla tón- inn. Það má ekki loka jyrirtcekjun- um. Það má ekki taka atvinnuna frá fólkinu. Það má ekki níðast á byggðarlaginu. Þingmennirnir halda fund með forsvarsmönnum fyrirtækjanna, verkalýðsfélagið sendir frá sér ályktun, og góð- hjartaðir ráðherrar gefa fyrirmæli til opinberra lánasjóða um Jyrir- greiðslu. Aður en varir er búið að spýta nýjum peningum inn í rekst- urinn, skulabreyta lánum og út- vega ný lán og ríkissjóður settur í ábyrgð. Svo halda menn áfram að lifa í voninni og reka fyrirtækin með tapi. Framleiðslan stendur ekki undir sér, jjárfestingar standa ekki undir sér og hver dagur og hver framleiðslueining eykur við vand- ann og tapið. Bæði í fiskeldinu og ullariðnaðinum liggur það fyrir að það kostar meira að framleiða vöruna heldur en fæst fyrir hana. Hverjum er greiði gerður með slíkri pólitík? Fólkið sem starfar við þessar atvinnugreinar lifir í óvissu. Forstöðumennirnir borga út fé sem þeir eiga ekki. Ríkissjóð- ur prentar seðla sem engin inni- stœða er fyrir. Skattborgaramir eru látnir standa undir dulbúnu at- vinnuleysi og borga með fram- leiðslu og fjárfestingu sem skilar engu í aðra hönd. Menn geta blekkt sig um ein- hvern tíma og skrifað upp á víxla og vísað reikningum á sjóði og lánastofnanir og prentað seðla fram yfir áramót og kosningar. En það kemur að skuldadögum og það er einmitt að gerast um þessar mundir. Bakreikningar gamalla synda og miskilinnar, góðmennsku verða ekki umflúnir. ífiskeldinu er talað um að afskrifa þurfi hátt í sjö milljarða króna. Síldarverksmiðjur ríkisins skulda hátt á annan millj- arð. Rækjuvinnsluna vantar millj- arð. Alafoss annað eins. Opinberu sjóðirnir og bankamir sitja uppi með verðlausa pappíra. Fráfarandi ríkisstjórn þarf ekki að súpa seyðið af þessari skuldasöfnun. Olafur Ragnar þarf ekki að borga reibúngana. Það er þjóðin sem situr uppi með tjónið af þessari ábyrgðarlausu stefnu. Ný ríkisstjórn þarf nú að gera það upp við sig hvort áfram eigi að halda uppi dulbúnu atvinnu- leysi og borga í fyrirtæb sem framleiða fyrr minna en fram- leiðslan kostar. Hún þarf að gera upp við sig hvort þjóðin hefur efni á aðborga með sjálfri sér. I Austur Evrópu er verið að leggja niður það kerfi sem fól ein- mitt i sér að framleiða óseíjanlega vöru. Ríkið hélt þar uppi falskri at- vinnu og borgaði brúsann. Það kerfi var komið á leiðarenda og nýir valdhafar gera sér grein Jvrir því að framleiðsla er hað markaði og dulbúið atvinnuleysi endar I allsherjar gjaldþroti og upplausn. Engin þjóð hefur efni á að borga með vinnu sem eíki sblar arði. Ekb þeir í Austur-Evrópu. Ekb Is- lendingar. Þetta er leiðari DV ffá því í gær, styttur um fáeinar setmngar sem fjalla um þann nýja hugsunar- hátt sem nú nkir í stjómarráðinu, þar sem búið sé að afskrifa fiskeld- tð og SR og Alafoss fari e.t.v. sömu leiðina. Hér er sýnilegt að höfundurinn hefúr komst í ham, orðaleikimir leyna sér ekki „Hún þarf að gera upp við sig hvort þjóðin hefur efni á að borga með sjálfri sér,“ stendur ar og spyrji nú hver sjálfan sig vað nánar til tekið er átt við. Ríkisstjórn sem fórnaði höndum Þegar hægri menn sleppa ffam af sér beislinu í vangaveltum um allt það sukk og svínarí sem við- gengst í þjóðfélaginu kemur oftast fljótt að fullyrðingum um það at- vmnuleysi sem tekist hefur að fela, oft með siðlausum ráðstöfúnum „góðviljaðra ráðherra“, að ekki sé nú talað um allskonar afskipti önn- ur af atvinnulífinu. „Hverjum er gerður greiði með slíkri pólitík?" spyr ritstjóri DV og á þá við þau ósköp sem felast í því að tryggja með samfélagsráðstöf- pnum sæmilega stöðuga atvinnu á Islandi. Var það ekki einhvemtíma á ár- inu 1988 sem hér sat ríkisstjóm undir forsæti Þorstcins Pálssonar núverandi sjávarútvegsráðherra og fómaði höndum í fúllkomnu ráða- leysi? Sjávarútvegurinn var kom- inn i þrot. Ekki eitt fyrirtæki eða tvö, ekki þrjú eða fjögur, heldur tugir fyrirtækja um gervallt landið. Undirstöðuatvinnugreinin var í orðsins fyllstu merkingu komin í þrot. Ríkisstjómin hafði ekki einu sinni hugmyndaflug til að spyija þeirrar spumingar hvort þjóðin hefði ráð á „að borga með sjálfri sér“. Enda féll hún með braki og brestum og við tók önnur sem sá að þjóðin hafði ekki efni á að hætta að vinna fyrir sér vegna þess að tímabundin óreiða var í bókhald- inu. Rikisstjómin snéri sér að verk- efninu sem fyrir lá, að endurskipu- leggja fjármál sjávarútvegsins með þeim afleiðingum að hann hélt áffam að verða burðarás efnahags og atvinnulífs í landinu. Einkennileg hagfræði „Það má ekki taka atvinnuna frá fólkinu. Það má ekki níðast á byggðarlaginu," segir DV og leyn- ir sér ekki hvað klukkan slær. Hver maður veit að sönnu að ekki verð- ur til lengdar haldið uppi atvinnu þar sem framleiðslan kostar meira en hægt er að selja hana á. En hér slær reikningsklukka og minnir á að opinbert atvinnuleysi kostar mikla peninga og kostar auk þess mannlegar þjáningar sem ekki verða metnar til peningaverðs. Og án þess að það hvarfli að klippara að nefna þann möguleika að til frambúðar sé greitt með atvinnu- rekstri sem eðli málsins samkvæmt á að skila arði þá verður ekki hjá því komist að gera öll slík dæmi upp í heild sinni. Eins og sakir standa myndi gjaldþrot Síldarverksmiðjanna verða einhver sérkennilegasta fjár- málaráðstöfún sem um getur, þar sem fyrirtækinu væri ekki gefinn kostur á að ffamleiða upp í skuldir þegar loðnuveiðar hefjast næst og eignimar þar að auki miklu meiri en skuldimar. Að því er varðar fiskeldið hef- ur helmingurinn af fénu tapast í tveimur stærstu gjaldþrotunum, (vel á minnst: var það ekki einmitt í þessum stöðvum sem erlendir að- ilar lögðu fram fé og „þekk- ingu“?). Atvinnugreininni virðast búin starfsskilyrði sem fela í sér að hún fær ekki lán til þess að koma sér upp bústofni, en hefúr hingað til fengið nóga peninga til að reisa nauðsynleg mannvirki og væri ffóðlegt að vita hvað slík hagfræði er kölluð á fagmáli. Atvinnuleysisbætur eða vinnulaun í hinum stóm útlöndum tíðkast að fjármálamenn taka „tap“ á nýrri fíárfestingu inn í sitt reiknings- aæmi. Er þá gert ráð fyrir að „tapa“ í tiltekinn fjölda ára, en þegar frá líður fer ágóðinn að skila sér. Fiskeldi ,á Islandi er ung at- vinnugrein. I raun væri ekkert óeðlilegt við það að fjárfesting í greininni skilaði engum arði í all- mörg ár á meðan verið er að byggja upp nauðsynlega þekkingu, kynbæta stofna og svo framvegis. Þetta sýnist í rauninni sjálfsagt mál, en meðan á því stendur kann að myndast eitthvert „dulið at- vinnuleysi“ sem ekki fæst endur- greitt fyrr en að allmörgum ámm liðnum. Ný ríkisstjóm er að innleiða nýjan hugsunarhátt þar sem fyrir- tæki em látin fara á hausinn og hætt er að „borga með framleiðslu og fjárfestingu sem engu skilar í aðra hönd“ eins og DV segir. Mik- ill hluti þeirra skulda sem ríkis- stjómina virðist langa til að af- skrifa í eitt skipti fýrir öll, er ein- mitt við banka og sjóði í eigu ríkis- ins. Klingir nú tafnaklukkan enn: Má ekki eins fara þá leið að leggja skuldimar til hliðar í nokkur ár, breyta rekstrarskilyrðunum með lækkun orkuverðs, vaxta og fl. og láta reyna á til þrautar hvort um- ræddar atvinnugreinar geti ekki byrjað að borga til baka eitthvað af þeim lánum sem annars væm töp- uð? Nema það sé orðið markmið í sjálfú sér að gera „dulið atvinnu- leysi“ opinbert og greiða atvinnu- leysisbætur i stómm stíl? Er það kannski í anda nýrrar atvinnu- stefnu að greiða fremur atvinnu- leysisbætur en vinnulaun? hágé. ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. júnf 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.