Þjóðviljinn - 11.06.1991, Síða 3
Á DÖFIMNI
A Gunnlaugur Júlíusson
Garðyrkja á íslandi og EES
Viðræðurnar um Evrópskt efnahagssvæði (EES) hafa staðið
yfir um nokkurra ára skeið, og er stefnt að því að þeim Ijúki
innan tíðar ef ekkert óvænt kemur upp á. Umræður um
þessar viðræður og afleiðingar þeirra fyrir ísland og íslend-
inga hafa verið heldur af skornum skammti. Það er jafnvel svo, að
þeir sem hafa sett sig vel inn í hvað fram fer á þessum vettvangi og
gagnrýnt atburðarásina og markmiðin, hafa verið úthrópaðir sem
úrtölumenn og afturhaldsseggir sem vilji ekki framfarir. Aðaláhersla
hefur verið lögð á að verið sé að semja um tollaívilnanir fyrir fisk, en
minni athygli verið beint að því sem yrði að greiða í staðinn. Það er
margt óljóst enn, en eitt er þó flestum ljóst: aðild að Evrópska efna-
hagssvæðinu er fordyri að inngöngu í Evrópubandalagið með öllu
sem því fylgir.
ÍBAG
11. júní
er þriðjudagur.
Barnabasmessa.
162. dagur ársins.
Sólarupprás í Reykjavík
kl. 3.02 - sólarlag kl.
23.54.
Viðburðir
Verkalýðsfélagið Vöm á
Bíldudal stofnað 1931.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Þjóðviljinn bannaður.
fyrir 25 árum
Fundin kvikmynd af Leo
Tolstoj. Picasso afhent
friðarverðlaun Lenins.
Heimsókn Nowich City:
Akranes skorti úthald -
tapaði 6:1. Árangurslaus
fundur Verkamannasam-
bandsins og Vinnuveit-
enda. Slitnað upp úr
samningum.
Sá spaki
Undirstaða stjórnmála-
fræða: gaffallinn er til
vinstri en hnífurinn til
hægri.
(Skaði)
á skerðingu námslána
✓
Steinunn V. Oskars-
dóttir oddviti Röskvu í
Stúdentaráði
Samkvæmt lögum um Lánasjóðinn
segir að hann eigi að tryggja jafn-
rétti til náms, þ.e. að allir hafi jöfn
tækifæri til menntunnar án tillits til
búsetu eða efhahags. Hingað til
hafa menn séð mikilvægi og tilgang
þessa sjóðs sem lánar mönnum til
ffamfærslu meðan á námi stendur.
Námsmenn greiða síðan að fullu
lánin verðtryggð til baka. En jafn-
rétti til náms kostar peninga og þar
standa stjómmálamennimir ffammi
fyrir vanda. Það hefur sýnt sig síð-
ustu daga að þeir skilja ekki eða
vilja ekki skilja tilgang lánasjóðs-
ins. Þær tillögur sem menntamála-
ráðherra hefur nýverið skrifað undir
um breytingar á úthlutunarreglum
sjóðsins era skref í þá átt að fækka
lánþegum og gera þeim erfíðast um
vik sem minnst mega sín. Er það
jafnrétti til náms í augum Ólafs G.
Einarssonar að skerða ffamfærslu
námsmanna þannig að einstakling-
ur í leiguhúsnæði skuli ffamfleyta
sér á 46.000 kr. á mánuði? Mennta-
málaráðherra hefiir með þessum til-
lögum sagt námsmannahreyfmgun-
um og Háskólanum strið á hendur.
Stríð þetta stendur ekki bara um
krónur og aura heldur í aðalatriðum
um stefnu í menntamálum. Þessari
aðför Ólafs G. Einarssonar geta
námsmenn og fjölskyldur þeirra
ekki tekið þegjandi.
Hér er ekki mögulegt að fara
yfir mikið af því sem þörf er á að
ræða í þessum samhengi, en ein-
ungis drepið á eitt atriði sem hefur
verið í umræðunni að undanfömu.
Enda þótt landbúnaðarmál hafi
ekki verið formlega uppi á borðinu
í þessum viðræðum þá hafa þau
verið rædd ítarlega. Einn hluti
þessara viðræðna tengist málefnum
garðyrkjunnar og á hvem hátt
verður staðið að innflutningi garð-
yrkjuafurða í ffamtíðinni. Sam-
kvæmt núgildandi lögum íslensk-
um er innflutningur stöðvaður þeg-
ar innlend ffamleiðsla fullnægir
eftirspum á markaðnum. Sá tími
sem innlendir garðyrkjubændur
hafa getað fullnægt þörfum mark-
aðarins hefúr sífellt verið að lengj-
ast, bæði vegna þess að þróað hef-
ur verið upp aukið geymsluþol ým-
issa afúrða, t.d. káls, og einnig
hafa tækniffamfarir eins og kol-
sýmnotkun og lýsing yfir veturinn
lengt framleiðslutímann vemlega,
t.a.m. í blómum.
Nú hafa verið lagðar fram til-
lögur í EES-viðræðunum um að
innflutningur á ýmsum gróður-
húsaafurðum til landsins verði
bundinn ákveðnum dagsetningum,
óháð aðstæðum hérlendis, en ekki
framleiðsluaðstæðum eins og verið
hefur. Þetta hefði í for með sér að
garðyrkjubændur yrðu að keppa
við erlenda ffamleiðslu vemlegan
hluta ársins.
Garðyrkjubændur em hlynntir
samkeppni á markaðnum ef hún er
háð undir eðlilegum formerkjum.
Það er hinsvegar forsenda fyrir því
að hún skili árangri að hún sé háð
á jafnréttisgmndvelli. Þegar litið er
á aðstæður hér og innan EB varð-
andi samkeppnisaðstæður garð-
yrkjunnar kemur fljótt í ljós að þar
skilur mikið á milli. Garðyrkja hef-
ur hérlendis ekki haff mikið af op-
inbem styrkjakerfi að segja eða
fyrirgreiðslu af hálfu stjómvalda.
Má t.d. minna á það að aðflutn-
ingsgjöld á innflutt grænmeti vom
stórlega lækkuð með einu penna-
striki árið 1987 og síðan í fram-
haldi af því var lagður söluskattur
ofan á vömverðið i ársbyijun 1988
án nokkurrar niðurgreiðslu á hon-
um um langan tíma. Nú er hins-
vegar um það rætt að vissar blóma-
tegundir og grænmeti verði flutt til
landsins án nokkurra aðflutnings-
gjalda eða innflutningsvemdar
ákveðinn tíma ársins í beinni sam-
keppni við innlenda framleiðslu.
Þá er eðlilegt að spurt sé, við
hvaða aðstæður þessar afurðir séu
framleiddar.
Innan Evrópubandalagsins er
við lýði umfangsmikið niður-
greiðslu- og styrkjakerfi innan
landbúnaðarins. Þegar niður-
greiðslur em reiknaðar niður á
sama fólksfjölda og býr hérlendis,
til að fá raunhæfan samanburð, þá
kemur ýmislegt athyglisvert í ljós.
Arið 1990 vom niðurgreiðslur inn-
an EB, miðaðar við 250 þúsundir
manna, um sex miljarðir króna, á
sama tíma og niðurgreiðslur hér-
lendis vom um 5 miljarðir. Niður-
greiðslur til garðyrkjunnar innan
EB vom um 900 miljónir. Þá ber
að taka tillit til þess að hér er virð-
isaukaskattur endurgreiddur af
matvælum, en innan EB er víðast
hvar lægra virðisaukaskattstig á
þeim, svo að um endurgreiðslu er
þar ekki að ræða. Svo kemur í ljós
að þegar þessi samanburður er
gerður fyrir árið 1987, þeas. fyrir
daga virðisaukaskatts á matvæli,
þá nema niðurgreiðslur innan EB
miðað við 250 þús. manns 3.450
miljónum króna meðan niður-
greiðslur em hérlendis á sama tíma
samkv. ríkisreikningi um 1.350
milj. kr. Það er við þessar aðstæður
sem rætt er um að viss garðyrkju-
framleiðsla keppi við erlenda á
ákveðnum tímum.
Hér em þó ekki öll kurl komin
til grafar. Það er staðreynd að blóm
em flutt til Hollands, aðallega frá
Suður-Ameríku, þeim umpakkað
þar og þau seld undir hollenskum
merkjum samkvæmt viðskiptaregl-
um EB. Þetta á m.a. við um nellik-
ur frá Kolumbíu, þar sem fram-
leiðslan fer fram við aðstæður sem
menn geta varla ímyndað sér hér-
lendis. Þar er mannslífið lítils met-
ið, enda er atvinnuleysi gífúrlegt.
Notkun eiturefria við framleiðsluna
er með þeim hætti, að ekkert tillit
er tekið til heilbrigðis vinnufólks-
ins, enda á það engra kosta völ.
Þetta em meðal annras þær
framleiðsluaðstæður sem islensk
blómaframleiðsla getur lent í sam-
keppni við ef þær umræður sem
fara fram innan ramma viðræðna
um EES ná fram að ganga án
breytinga.
Málefni garðyrkjunnar er borið
fram sem sérstakt dæmi um að-
stæður sem geta skapast ef EES
viðræðunum lýkur á þeim nótum
sem rætt er á í dag. En það er ljóst
að garðyrkja er hér ekkert eins-
dæmi. Fjórfrelsið, þeas. óheflur
flutningur fjármagns, vinnuafls,
vöra og þjónustu til og frá landinu,
getur hafl ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar í för með sér í þróun okkar
viðkvæma og að mörgu leyti van-
þróaða samfélags. Það virðist ljóst
að öllum þeim fyrirvömm sem
hafðir vom með i viðræðunum í
upphafi hefúr verið sópað út af
borðinu nema þeim sem varða
eignarhald á fiskimiðunum og
veiðiheimildir. Sérstaða íslands
sem lítillar eyþjóðar er þvi harla
lítil miðað við það sem lagt var
upp með.
Það er því ekki seinna vænna
að landsmenn fari að gera sér grein
fyrir því, hvað fyrrgreindir Evr-
ópusamningar hafa í for með sér í
bráð og lengd, því eflir að búið er
að skrifa undir getur það orðið of
seint.
Það er ekki seinna vænna en landsmenn
geri sér grein fyrir því hvað Evrópusamn-
ingarnir hafa í för með sér í bráð og lengd.
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Þriðjurdagur 11. júní 1991