Þjóðviljinn - 11.06.1991, Qupperneq 4
A Umsión: G. Pétur Matthíasson
FRETTIR
Stafar Bandaríkjunum
mest hætta af skólakerfinu?
Bandaríkin hafa aldrei áður verið jafn óhult fyrir utanaðkom-
andi háska. Og aldrei fyrr hafa þau útskrifað úr skólum
nemendur sem eru mun verr að sér en næsta kynslóð á und-
an. Þessar staðreyndir benda til einnar niðurstöðu: banda-
ríska skólakerfið er mesti háskinn sem yfir Bandaríkjunum vofir.
Svo byrjar grein, ein af átján,
sem nýlega birtist i bandaríska
blaðinu Washington Post. Þar er,
eins og í mörgum svipuðum grein-
um sem undanfarin misseri hafa
verið að birtast í bandarískum
blöðum og tímaritum, mjög lagt út
af því, að skólakerfið skili æ lakari
árangri: Bandarísk böm og ung-
lingar viti blátt áfram æ minna. Sá
greinarhöfundur sem hér er til
vitnað (George F. Will) tekur
nokkur dæmi. 63% þeirra sem em
á aldrinum 18 til 24 ára geta ekki
fimdið Frakkland á ómerktu korti,
færri en helmingur geta firndið
New York. Bandarísk 13 ára böm
standa sig mun verr en jafhaldrar
þeirra i sex löndum öðmm í stærð-
fræði. Ótrúlegur fjöldi (um 80%)
mnsækjenda um störf (til dæmis
hjá símanum) falla á hæftiisprófi
sem byggir á enskukunnáttu í sjö-
unda bekk og reikningskunnáttu í
fimmta bekk. Sérhver sá sem þarf
að ráða fólk í vinnu veit, að það er
ekki aðeins mögulegt heldur og al-
gengt að fólk sem á að heita að
hafi lokið „high school“ sé í raun-
inni ólæst og óskrifandi.
Af þessu hafa menn miklar og
vaxandi áhyggjur eins og geta má
nærri. í íýrra töldu bandarískir
kjósendur að staðan í skólamálum
væri stærsta vandamál ríkisins. Og
eflir því er mjög tekið, að 70%
þeirra vilja endilega að komið
verði á aukinni miðstjóm í skóla-
kerfinu með samræmdu námsefni
og samræmdum prófum. Um þetta
hefur verið mikið fjallað og deilt í
Bandaríkjunum upp á síðkastið.
Rökin með aukinni samræmingu
og prófum em þau, að með þeim
fái menn að sjá ástand mála svart á
hvítu og geti ekki breitt yfir óþol-
andi fáfræði og slappleika. Sumir
taka svo djúpt í árinni að aðeins
með því að byrja á slíkum aðgerð-
um í skólagerðum sem fylgt verði
eftir með aukinni kröfugerð í námi
geti Bandaríkjamenn snúið því
dæmi við, að þeir hafa verið að
dragast aftur úr ýmsum þeim þjóð-
um sem þeir eiga helst í samkeppni
við.
Andstaðan gegn miðstýringu
og samræmdum prófum er mikil.
Hún kemur bæði frá mörgum
þeirra sem hafa ráðið mestu um
mótun skólastarfs (og eru yfirleitt
taldir til fijálslyndari manna í land-
inu) og frá erkiíhaldsmönnum.
íhaídsmenn vilja ekki gefa upp á
bátinn frelsi heimamanna á hveij-
um stað til að ráða því, hvemig
skóla þeir helst vilja hafa og eru
því reyndar vanastir að líta á allt
með mestu tortryggni sem kemur
frá alríkinu. íhaldsmenn vilja einn-
ig forðast þau ströngu próf, sem
gætu leitt með ótvíræðum hætti
fram ástand sem grefur undan
sjálfsánægju Bandaríkjamanna: allt
í lagi hjá okkur. (Til eru kannanir
reyndar sem sýna, að bandarískir
skólanemendur era einatt bæði
verr að sér en jafnaldrar þeirra í
Evrópu og Japan og um leið mun
ánægðari með sjálfa sig og árangur
sinn í skóla. „Góður filingur" er
það sem gildir.)
Sem fyrr segir: margir þeir sem
ráða ferðinni i skólakerfinu era,
þótt „ffjálslyndir“ teljist, einatt á
sama báti og rammir íhaldsmenn
þegar komið er að fyrirvöram um
samræmdar og harðari kröfur í
skólakerfinu. Þeir segja að próf séu
„dómfellandi" og komi í veg fyrir
þá hlýju og elskusemi sem þurfi að
ríkja í kennslustofum, og eigi fyrst
og síðast að næra, styrkja og efla
sjálfstraustið. En, segir sá greinar-
höfundur sem hér er til vísað, það
er einmitt þessi afstaða sem gerir
það að verkum að gerðar eru æ
minni og minni kröfur í skólum og
próf falla í gildi jaftit og þétt
(vegna þess að það er minna og
minna á bak við einkunnir og um-
sagnir). áb tók saman.
Þaö getur veriö dýrt að reka stóran her og ekki vilja skattleggja þegnana fyrir
kostnaðinum. Niðurstaöan er skuldug þjóð.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
Erla Unnur Ólafsdóttir
frá Strönd Vestmannaeyjum,
Alftamýri 20 Reykjavík
lést að morgni 9. júní í Vífilsstaðaspítala.
Sigurður Elli Guðnason Guðmunda Kristinsdóttir
Arndís Guðnadóttir Sigurður G. Sigurðsson
Ólafur Guðnason Guðmunda Jónsdóttir
barnabörn, barnabarnabarn og aðrir vandamenn.
Móðir okkar
Sigríður Ólafsdóttir
Kársnesbraut 76
Kópavogi
andaðist í Borgarspítalanum sunnudaginn 9. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sverrir Garðarsson
Pétur Garðarsson
Þorgerður Árnadóttir
Einfríður Árnadóttir
Bandaríkin skulda
enn landa mest
Bandaríkin eru enn skuldugasta þjóð heims, en ástandið er
ekki eins slæmt og menn héldu samkvæmt upplýsingum við-
skiptaráðuneytisins bandaríska frá því á sunnudag. Sam-
kvæmt tölunum skulda Bandaríkin frá 200 miljörðum doll-
ara til 380 miljarða dollara eftir því hvernig dæmið er sett upp. í ís-
lenskum krónum samsvarar þetta um 12- 23.000 miljörðum króna
eða um 120- 230-foldum fjárlögum íslands.
Tölumar eru frá 1989, en yngri
tölur era ekki til. Dæmið liti þó
mun verr út ef verðgildi eigna
Bandaríkjamanna erlendis væru
reiknað samkvæmt upphafiegu
kaupverði, en ekki samkvæmt nú-
virði. Hingað til hefur verið reikn-
að með upphafiegu kaupverði
eignanna, en hægrisinnaðir hag-
fræðingar hafa mótmælt þeirri
reikningsaðferð á þeirri forsendu
að hún sýni um of dökka mynd af
ástandinu. Væri gamla aðferðin
notuð skulduðu Bandaríkjamenn
rúmlega 663 miljarða dollara og
urðu skuldarar árið 1984. Með
mismunandi aðferðum má ná
þessu niður í allt að 280 miljarða
dollara, og þá yrðu Bandaríkin
ekki skuldari fyrr en á árinu 1987.
Sérfræðingar benda á að Bandarík-
in eigi miklar eignir erlendis og að
útlendingar séu einungis að reyna
að keppa við Bandaríkjamenn í því
sambandi þegar þeir kaupa verk-
smiðjur og land í Bandaríkjunum.
Japanir hafa ekki tæmar þar sem
Bandarikjamenn hafa hælana í
þeim efnum, en Japanir kaupa
mikið í Bandaríkjunum þessi árin.
Og hefur almenningur af því
nokkrar áhyggjur.
Vonir bundnar við nýja
kynslóð alnæmislyfja
Aðeins eitt lyf hefur verið
viðurkennt í baráttunni
gegn alnæmi í Banda-
ríkjunum á þeim tíu ár-
um sem liðin eru síðan sjúkdóm-
urinn fór að herja á Vesturlönd.
En tvö önnur lyf eru á lokastigi
og ný kynslóð lyfja gefur vonir
um betri árangur. Þau lyf eru þó
aðeins til í tilraunaglösum og
þeir sem hafa fengist við rann-
sóknir á þessu sviði vara við of
mikilli bjartsýni. Þeir hafa of oft
orðið fyrir vonbrigðum.
Það er hið rándýra AZT sem er
eina lyfið sem hlotið hefur viður-
kenningu. AZT takmarkar ensím
sem HlV-vírasinn þrífst á. Það er
HlV-vírasinn sem endanlega leiðir
til alnæmis. Tvö nýju lyfin sem
þegar er farið að reyna vinna á
sama hátt og AZT, en eru ekki eins
eitruð og AZT. Aukaverkanir AZT
eru vandamál auk kostnaðarins, en
framleiðslufyrirtækið lækkaði
verðið 1989 um 20 prósent eftir að
baráttufólk gegn alnæmi hlekkjaði
sig við svalir verðbréfahallarinnar í
New York í mótmælaskyni.
Hin nýja kynslóð Iyfjanna
ræðst að ensímum sem einungis
finnast í vírusum einsog HIV og
þau ensím gera ekkert gagn i
mannslíkamanum. Þau eru þó ein-
ungis á tilraunaglasastigi.
Æðsta þjóðarráð Kambódíu
mun koma saman í bænum
Pattaya í Tælandi sem er þekkt-
ur sólbaðsstrandarstaður, en
ekki í einbýlishúsi Sihanúks
prins einsog til stóð. Tælenski
herinn gaf prinsinum nýlega hús
í Surin í Austur-Tælandi.
Ráðið samanstendur af fulltrú-
um stjómarinnar í Kambódíu og
fulltrúum skæruliða í samræmi við
friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna.
Nú er talið að 77 rannsókna-
verkefni séu í gangi þar sem rann-
sökuð eru 62 lyf og bóluefni gegn
alnæmi og skyldum sjúkdómum.
Það era 40 rannsóknastofur um all-
an heim sem standa að þessu.
Ráðið hafði fyrirhugað að hittast
þegar Sihanúk ákvað að einbýlis-
húsið væri ekki rétti staðurinn. Enn
er óútskýrt afhveiju Pattaya varð
fyrir valinu, en staðurinn skartar
fjölmörgum hóruhúsum, börum og
nuddstofúm. Sihanúk prins sem
hefur verið í útlegð um langan
tíma hefúr ekki tekið þátt í ráðinu í
marga mánuði. Búist er við að fúll-
trúar stjómarinnar í Phom Penh og
skæraliða hittist 24. júní.
Friðarviðræður
í gleðibæ
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. júní 1991
Síða 4