Þjóðviljinn - 11.06.1991, Qupperneq 7
Ostarfhæfur
meirihluti á
Ólafsfirði
Svo virðist sem meirihluti
sjálfstæðismanna í bæj-
arstjórn Ólafsfjarðar sé
óstarfhæfur vegna deilna
innan hans um framtíð Bjarna
Grímssonar bæjarstjóra. Þrír af
fjórum bæjarfufltrúum sjálf-
stæðismanna vilja bæjarstjór-
ann burt en ekki varamaður for-
seta bæjarstjórnar.
Sá hinn sami hefur óskað eftir
því að boðaður fundur í bæjar-
stjóm, sem á að vera í dag, þriðju-
dag, verði ífestað um viku. En á
þeim fúndi átti meðal annars að
taka af skarið um ffamtíð Bjama
Grímssonar bæjarstjóra. Sam-
kvæmt heimildum Þjóðviljans
virðist sem meirihluti sjálfstæðis-
manna vilji bæjarstjórann úr emb-
ættinu meðal annars vegna þess að
þeir telja hann hafa verið of yfir-
lýsingaglaðan um málefni Fisk-
mars hf. og ekki síður þar sem
Bjami mun hafa alveg tekið fyrir
það að Sigurður Bjömsson, bæjar-
fulltrúi sjálfstæðismanna og einn
af þremenningunum, geti nú sem
endranær skammtað sér verkefhi
hjá bænum en hann er trésmiður
að mennt.
Opinberlega er því hinsvegar
haldið ffam af þremenningunum
að Bjami hafi ekki viljað ganga að
tilboði þeirra um breytt starfssvið
og bera við samstarfserfiðleikum
við bæjarstjórann.
Bjöm Valur Gíslason oddviti
minnihlutans í bæjarstjóm Olafs-
fjarðar segir að með því að fara
fram á ffestun boðaðs bæjarstjóm-
arfundar séu sjálfstæðismenn að
leita allra leiða til að losna úr sjálf-
skapaðri tilvistarkreppu, þegar
þeim varð ljóst að ekki er meiri-
hluti innan bæjarstjómar fyrir að
segja bæjarstjóranum upp störfum.
Einnig em þeir hræddir um að ef
til atkvæðagreiðslu kemur um bæj-
arstjórann, verði til nýr meirihluti
innan bæjarstjómar. Til stuðnings
Bjama hefur verið hrundið af stað
undirskriflarsöfnun j bænum en
Bjami er innfæddur Ólafsfirðingur.
Um helgina var mikið um funda-
höld meðal sjálfstæðismanna á Ól-
afsfirði þar sem Halldór Blöndai
samgöngu- og landbúnaðarráð-
herra og Tómas Ingi alþingmaður
mættu til skrafs og ráðagerða.
Bjöm Valur segir að þetta
ástand innan bæjarstjómarmeiri-
hlutans sé mjög til baga fyrir stjóm
bæjarins. A íundinum í dag átti
meðal annars að taka fyrir reikn-
inga bæjarins og verklegar ffam-
kvæmdir á vegum hans.
-grh
Námsmenn boða til útifundar
Námsmenn boða til útifund-
ar á Lækjartorgi á fímmtudag
kl. 17.00 um skerðinguna á lán-
um Lánasjóðs íslenskra náms-
manna. Ólafi G. Einarssyni
menntamálaráðherra hefur ver-
ið boðið að ávarpa fundinn, en
hann hefur ekki svarað boðinu
ennþá.
Skúli Helgason stúdentaráðs-
fulltrúi kveðst búast við góðri
mætingu á fundinn. Fundarboð
hafa verið hringd út um helgina og
viðbrögð námsmanna em góð.
Meðal annarra mun Pétur Þ. Ösk-
arsson, lánasjóðsfulltrúi náms-
manna næsta vetur, halda ræðu á
fundinum og Bubbi Morthens mun
flytja baráttulög.
Sem kunnugt er neitaði
menntamálaráðherra að ræða við
námsmenn um breytingamar á út-
hlutunarreglunum sem samþykktar
vom af meirihluta stjómar LIN á
fimmtudag. Tveir liðir breytinga-
tillagnanna vom þó „settir í
nefhd“, þ.e. saltaðir til frekari um-
íjöllunar í sumar. I öðrum var lagt
til að námsmenn yrðu að skila
fullri námsframvindu til að fá lán,
en til þessa hefur nægt að full-
nægja kröfum viðkomandi skóla
um námsframvindu. I hinum liðn-
um var lagt til að lán til einstak-
linga sem búa í leiguhúsnæði en
eiga foreldra á námsstað verði
reiknað á sama hátt og til þeirra
sem búa hjá foreldmm á meðan á
námi stendur.
-vd.
FlÉTTIR
Sex milljónir söfnuðust
fyrir krabbameinssjúk böm
Hópur barna frá dagheim-
ilinu Sólbakka gróður-
setti tré í gær á lóð
Landsspítaians til að sýna stuðn-
ing sinn við krabbameinssjúk
börn og fjölskyldur þeirra.
Aðstandendur krabbameins-
sjúkra bama vom einnig mættir á
staðinn og var tilefnið að þessu
öllu saman að kynna hversu mikið
safnaðist föstudaginn 31. maí s.l.
er gengist var fyrir fjársöfnun til
styrktar krabbameinssjúkum böm-
um og fjölskyldum þeirra. Einnig
var tilefnið að lýsa yfir stuðningi
við byggingu bamaspítala á lóð
Landsspítalans eins fljótt og auðið
er.
Alls söfnuðust um 6 milljónir
króna í söfnuninni. Þeim pening-
um verður varið til þess að koma
upp neyðarsjóði fyrir þá foreldra
krabbameinssjúkra bama sem lent
hafa í vemlegum fjárhagsörðug-
leikum vegna veikinda barna
sinna.
Félagið vill þakka þann mikla
fjárstuðning er almenningur og
fyrirtæki sýndu til styrktar málefn-
inu. Þá vill félagið þakka öllum
þeim er studdu félagið, bæði ein-
staklingum og fjölmiðlum er áttu
stóran þátt í að kynna fjársöfnun-
ina og það ástand sem ríkir meðal
fjölskyldna krabbameinssjúkra
bama.
I yfirlýsingu frá Styrktarfélagi
krabbameinssjúkra bama segir að
þó svo að málefni krabbameins-
Túnamót hjá
Miljónustu bifreiðinni verður
senn ekið um borð i Akraborgina,
sem daglega fer íjórar ferðir á milli
höfuðstaðarins og Akraness. Af
því tilefni ætla forráðamenn feij-
unnar að heiðra viðkomandi öku-
mann og færa honum gjafir.
A þjóðhátíðardaginn 1974 tók
sjúkra bama hafi verið í brenni-
depli vegna söfhunarinnar 31. maí,
þá megi ekki loka augunum fyrir
hinu alvarlega ástandi sem ríki í
málefhum sjúkra bama almennt. A
Islandi er enginn spítali sem
byggður hefur verið með þarfir
bama sérstaklega í huga. Húsnæði
það sem Bamaspítalinn fékk á sín-
um tíma til umráða var aldrei
hugsað og hannað með rekstur
bamadeildar fyrir augum.
-KMH
Akraborginni
Skallagrímur hf. í notkun fyrsta ís-
lenska ekjuskipið, þar sem bílum
var ekið um borð. Þetta skip sigldi
á milli Akraness og Reykjavíkur
allt til ársins 1982, er nýtt skip var
tekið í notkun, og hefur það verið í
þessum ferðum síðan.
-sþ
Sterka samstöðu gegn hægri stjóminni
Miðstjórn Alþýðubandalagsins fagnar fylgisaukningu
fíokksins í alþingiskosningunum og þakkar þeim fjöl-
mörgu sem lögðu sitt af mörkum með margvíslegu
stafí og stuðningi við flokkinn og stefnumál hans. Sig-
ur Alþýðubandalagsins var mikilvæg viðurkenning á
árangri flokksins í síðustu ríkisstjórn og ótvíræð traustsyfirlýsing
kjósenda um að halda ætti áfram á sömu braut.
Ríkisstjóm Alþýðubandalags-
ins, Framsóknarflokksins og Al-
þýðuflokksins hélt meirihluta sín-
um á Alþingi og Sjálfstæðisflokk-
urinn hlaut einhverja verstu út-
komu sem hann hefur fengið í
stjómarandstöðu. Þúsundir félags-
hyggjufólks og jafnaðarmanna
tóku þessum úrslitum fagnandi. I
fyrsta skipti í áratugi buðust ís-
lenskri vinstrihreyfingu nýir land-
vinningar og möguleikar á varan-
legri umsköpun þjóðfélagsins á
grundvelli jafnaðar, réttlætis og
ffamfara.
Miðstjóm Alþýðbandalagsins
lýsir furðu sinni á því að á slíkum
timamótum skyldi forystusveit Al-
þýðuflokksins hafa bmgðist mál-
stað íslenskra jafnaðarmanna og
gengið gegn úrslitum kosninganna
og vilja stærsta hluta kjósenda Al-
þýðuflokksins. Með myndun nýrr-
ar hægristjómar hefur forystusveit
Alþýðuflokksins glatað trúnaði ís-
lenskra vinstrimanna og bmgðist
málstað jafnaðarmanna.
Hagsmunagæsla fyrir fjár-
magnseigendur, stórfyrirtæki og
forréttindastéttir er aflur orðin leið-
arvísir í anda öngþveitisáranna
1986-1988. Hávaxtaskrúfan hefur
sett verðbólguna í gang á ný. í stað
jafnvægis og stöðugleika em kom-
in óvissa og spenna á vinnumark-
aði og í atvinnulífi. Forystumenn
launafólks saka nýja ríkisstjóm um
brigð við þjóðarsátt. Atlaga er gerð
að gmndvallarþættinum um jafn-
rétti til náms og boðaðar em tillög-
ur um að sjúklingar skuli bera
kostnað í hlutfalli við kostnað
vegna veikinda. Kyrrstaða og varð-
gæsla um óbreytta skipan hafa
komið í stað hugmynda um ný-
skipan í atvinnulífi. Rutt hefur ver-
ið burt bjartsýni og framfarahug.
I rúmlega eitt og hálft ár ríkti
jafnvægi í efhahagslífi og friður í
sambúð launafólks, atvinnulífs og
stjómvalda. Verðbólgan fyrstu
mánuði ársins var undir 5%. Nú
stefnir hún í yfir 10% á næstu
þremur mánuðum. Hægristjómin
er að fóma árangri síðustu ára á
altari kennisetninga frjálshyggj-
unnar. Launafólkið í landinu var
ekki að gera þjóðarsátt um að
bankar og fjarmagnseigendur
tækju ávinningana til sín.
I kosningunum lagði Alþýðu-
bandalagið fram skýra stefnu um
lífskjarajöfnun og nýtt_ framfara-
skeið í atvinnumálum Islendinga.
Su stefna hefði tryggt að jafnvægi
og friður héldust á vettvangi efna-
hagslífsins, verðbólgan yrði áfram
í lágri einsstafstölu, kaupmáttur
launafólks, sérstaklega þeirra sem
hafa lægri og miðlungs tekjur, yk-
ist stig af stigi og fyrirtækin í land-
inu gætu snúið sér alfarið að end-
urskipulagningu, uppstokkun og
aukinni verðmætasköpun. Það er
athyglisvert að á síðustu vikum
hafa þing og sambandsstjómir ým-
issa helstu samtaka Iaunafólks lýst
stuðningi við þessa stefnu.
Alþýðubandalagið mun á
næstu mánuðum vinna að víðtækri
samstöðu um framkvæmd þessara
stefnumála og að því að vinna
gegn þeirri hægrihyggju sem ríkis-
stjómin sýnir í verki.
Árin 1986-1988 sýndu að hin
harða fijálshyggja í hagstjóminni
leiðir aðeins til öngþveitis, óða-
verðbólgu og gjaldþrots gmndvall-
aratvinnuveganna.
framfarir
Þegar forysta Alþýðufiokksins
hefur nú á ný kosið braut hægri-
hyggju og þjónustu við hagsmuna-
kerfi Sjálfstæðisfiokksins, hafa
skapast breyttar aðstæður i málefn-
um íslenskra vinstrimanna og þró-
un jafnaðarmannahreyfingarinnar.
Miðstjóm Alþyðubandalagsins
lýsir eindregnum vilja til að skapa
víðtæka samvinnu allra þeirra sem
vilja mynda sterka samstöðu gegn
hægristjóminni. I því skyni ber að
leggja ríka áherslu á samvinnu nú-
verandi stjómarandstöðuflokka á
Alþingi, svo að þeir geti hvenær
sem er tekið þátt í myndun nýrrar
ríkisstjómar.
Alþýðubandalagið mun á
næstu mánuðum efna til heim-
sókna í öll byggðarlög landsins og
ræða við hópa og einstaklinga í
röðum félagshyggjufólks og jafn-
aðarsinna, launafólk á vinnustöð-
um og ábyrgðarmenn í atvinnulífi
°g byggðaþróun. Markmið slíkra
heimsókna og viðræðna verður að
mynda víðtæka samstöðu gegn
hægri stefnu ríkisstjórnarinnar,
samstöðu allra jafnaðarsinna, fé-
lagshyggjufólks, vinstri manna og
annarra stuðningsmanna réttlætis
og framfara. Slík samstaða er
brýnasta verkefni næstu mánaða.
Alþýðubandalagið mun beita sér
fyrir viðræðum við alla þá sem
heilshugar vilja taka þátt í því
verki.
Arin 1989-1991 sýndu að
Ályktun miðstjórnar
Alpýðubandalagins 8. júní 1991
stefna Alþýðubandalagsins skilar
ótvíræðum árangri, stöðugleika og
forsendum fyrir aukinn jöfnuð og
Síða 7
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. júní 1991