Þjóðviljinn - 11.06.1991, Síða 8
íÞB®mm
Chicago Bnlls með
pálmann í höndunum
Fátt virðist ætla að koma í
veg fyrir að Chicago BuIIs
verði bandarískur meist-
ari í körfuknattleik, {
fyrsta skipti í sögu félagsins. Eft-
ir viðureignir helgarinnar gegn
Los Angeles Lakers, sem Chic-
ago vann 104:96 og 97:82 er
staðan 3:1 þeim í vil, og þarf lið-
ið aðeins einn sigur í viðbót til að
tryggja sér titilinn. Það getur lið-
ið gert í fimmta leiknum aðfara-
nótt næstkomandi fimmtudags,
en ella í næstu tveim leikjum
sem leiknir verða í Chicago.
Fyrstu tveir leikimir fóru ífam
á heimavelli Chicago Bulls þar
sem Lakers vann fyrri leikinn með
eins stigs mun og var sigurkarfan
skomð á síðustu sekúndu leiksins.
En í þeim þeim síðari rúlluðu
heimamenn yfir gestina sem sáu
aldrei til sólar og töpuðu stórt,
107:86. Næstu tveir leikir fóm
fram á heimavelli Lakers í Forum-
höllinni um helgina og gátu áskrif-
endur á Stöð 2 fylgst með þeim í
beinni útsendingu sem og næstu
leikjum. Það er Myllan sem kostar
útsendingamar sem er algjör hval-
reki á fjörur körfuknattleiksáhuga-
manna og eiga fyrirtækin þakkir
skilið fyrir þetta framtak. Sömu-
leiðis Einar Bollason fyrir frábærar
lýsingar. Enda eiga hér hlut að
máli tvö sterkustu körfuknattleiks-
lið Bandaríkjanna, ef ekki í heim-
inum. Til að mynda hefúr Lakers
nánast einokað bandaríska meist-
aratitilinn á síðasta áratug og Mi-
chael Jordan í Chicago-liðinu er sá
einstaklingur sem talinn er sá besti
í bandarísku NBA- deildinni.
Þriðji leikur liðanna var leikinn
aðfaranótt síðasta laugardags í For-
umhöllinni í Los Angeles og þurfti
að framlengja hann til að knýja
fram úrslit. Eftir venjulegan leik-
tíma var staðan 92:92, en í fimm
mínútna framlengingu knúði
Chicagoliðið fram sigur 104:96.
En eins og kunnugt er gildir ekki
jafntefli í körfubolta. í NBA-deild-
inni er leikið í fjórum sinnum tólf
mínútur og er hálfleikur eftir tvo
leikhluta. Þá er skottíminn í aðeins
24 sekúndur, en hérlendis þurfa
liðin að ljúka hverri sókn á 30 sek-
úndum og auk þess sem spilað er í
tvisvar sinnum tuttugu mínútur.
í þessum þriðja leik liðanna var
jafht á öllum tölum í fyrsta leik-
hluta, en þó var Lakers ávallt
skrefi á undan. Það var þó ekki
fyrr en í þriðja leikhluta sem La-
kers náði mest þrettán stiga mun,
67:54 og bjuggust þá margir við að
bjöminn væri unninn. Þrátt fyrir
stórleik Júgóslavans Divac hjá La-
kers var Michael Jordan sýnu betri
og kom það berlega í Ijós í fjórða
leikhluta þegar kappinn náði að
jafha leikinn 92:92 þegar aðeins
3,4 sekúndur vom eftir af venju-
legum leiktíma. Gifurleg spenna
ríkti í Forumhöllinni i framleng-
ingunni, enda öll pressan á heima-
liðnu sem mátti ekki við tapi í sín-
um fyrsta heimaleik í úrslitakeppn-
inni. En allt kom fyrir ekki og
munaði þar mest um snillinginn
Jordan sem að öðmm leikmönnum
Chiacago ólöstuðum tryggði liði
sínu sigurinn.
í fjórðu viðureign Iiðanna, sem
fram fór í fyrrinótt, var leikurinn
ekki eins jafn og sá þriðji og má
segja að Chicago hafi haft leikinn í
höndum sér allan tímann ef undan-
skildar em fyrstu mínútumar í
fyrsta leikhluta.
-grh
Vinningstölur laugardaginn
8. júní 1991
Eyjamenn geta sjálfum sér um kennt
aö hafa ekki unniö leikinn gegn FH I
Kaplakrika á laugardaginn, en Hlynur
Stefánsson misnotaöi þá klaufalega
vítaspyrnu á 25. mínútu fyni hálf-
leiks. Þá var staöan 1:0 fyrir FH.
Fimm mínútum seinna jöfnuðu svo
Eyjamenn meö marki Leifs Haf-
steinssonar. Mikil barátta einkenndi
leikinn sem var ekki mikið fyrir aug-
að. Mynd: Þorfinnur.
Þeir Ingólfur H. Hermansson og Hafsteinn Jónasson létu ekki Iþróttadaginn
fara framhjá sér og æfðu körfubolta viö Foldaskóla undir leiðsögn Ara Gunn-
arssonar. Mynd: Þorfinnur
Iþróttadagurinn
heppnaðist ekki
sem skyldi
þróttadagur Reykjavíkur sem
Iþrótta- og tómstundaráð borgar-
inimr stóð fyrir síðastliðinn laug-
* ardag heppnaðist ekki sem
Iskyldi og mættu mun færri
en búist var við. Hins vegar
var mjðg góð þátttaka í
Heilsuhlaupi Krabbameins-
félags íslands sem fram fór sama
dag. Alls munu saratals um 1300
manns hafa tekið þátt í hlaupinu í
Reykjavík, Akureyri og á Egils-
stöðum.
Jónas Kristinsson hjá Iþrótta- og
tómstimdaráði Reykjavíkur segir að
ýmislegt þurfi að laga í framkvæmd
dagsins en þó sérstaklega það sem
lýtur að auglýsingu hans. Jónas seg-
ir að það þurfi að koma íþróttadeg-
inum miklu betur á framfæri við
borgarbúa en gert var og ennfremur
sé nauðsynlegt að huga betur að
framkvæmd hinna einstöku dag-
skrárliða. Til að mynda sé sú spum-
ing áleitin hvort nauðsyn sé á sér-
stökum leiðbeinendum í sundlaug-
um borgarinnar. Af einstökum sund-
stöðum var góð þátttaka í Vestur-
bænum en í öðrum laugum var íjöldi
gesta svipaður og á venjulegum
laugardegi. Þó var fullt hús í Keilu-
salnum í Öskjuhlíð, en fáir mættu í
golf og aðrar íþróttir þar sem boðið
var upp á ókeypis leiðsögn. En alls
var boðið uppá fjölbreytta mögu-
leika til íþrótta og útivistar á yfir 20
stöðum í borginni og á flestum
þeirra voru leiðbeinendur til aðstoð-
ar.
Með þessum árlega Iþróttadegi
Reykjavíkur, sem nú var haldinn í
þriðja sinn, er borgin að vekja at-
hygli á fjölbreyttum íþrótta- og úti-
vistarmöguleikum sem þar eru fyrir
hendi og jafnframt að hvetja borgar-
búa til hollra tómstundarstarfa. En
eins og kunnugt er þá eru almenn-
ingsíþróttir kjörinn vettvangur fyrir
sameiginleg áhugamál íjölskyldunn-
ar og auk þess mikilvæg leið til holl-
ustu og heilbrigði fyrir alla.
-grh
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 2 1.178.949
2.4 r5m 2 204.978
3. 4af 5 80 8.839
4. 3af 5 2.988 552
Valsmenn efstir
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.124.350 kr.
f Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út
á Lottó sölustöðum.
I gærkvöldi lauk þriðju umferð
Islandsmótsins í knattspymu með
viðureign Reykjavíkurrisanna
Fram og Vals sem lauk með sigri
Vals sem skoruðu eina mark
leiksins, í síðari hálfleik.
Samkvæmt því eru Valsmenn
efstir í deildinni með 9 stig. En
þeir eru eina liðið sem ekki hefur
tapað stigi.
Önnur úrslit um helgina urðu
sem hér segir:
Víðir-Breiðablik 1:2, FH-ÍBV
1:1, KA-Stjaman 1:0 og Víkingur-
KR 1:4.
Fjórða umferð hefst svo strax á
morgun. miðvikudag 12. júní með
leik IBV og Víkings í Eyjum. Áð-
ur auglýstum leikjum Stjömunnar
gegn Víði hefur verið frestað fram
á fimmtudag og sömuleiðis leik
FH og Breiðabliks til fostudags.
Vegna landsleiks U-18 Iandsliðsins
gegn Wales í kvöld, fóm Stjaman
og Breiðablik fram á frestun sinna
leikja þar sem bæði liðin eiga leik-
menn í landsliðinu.
Stórleikur umferðarinnar verð-
ur án efa viðureign Vals og KR á
Hlíðarenda, fimmtudaginn 13.
júní, og daginn eftir leika Fram og
KA á Laugardalsvellinum.
ÍSLANDSMÓTIÐ
í knattspyrnu 1 deild
Lið L U J T M s
Valur 3 3 0 0 5 :0 9
KR 3 2 1 0 8:17
UBK 3 2 1 0 7:4 7
ÍBV 3 2 1 0 6:3 7
Víkingur....3 1 0 2 5:7 3
KA 3 1 0 2 3:5 3
Stjaman 3 1 0 2 1 :4 3
FH 3 0 2 1 3:5 2
Fram 3 0 1 2 3 : 5 1
Víðir 3 0 0 2 1 : 8 0
Unglinga
landsleikur
í Mosfellsbæ
í kvöld leikur íslenska ung-
lingalandsliðið í knattspyrnu
skipað leikmönnum 18 ára og
yngri gegn jafnöldrum sínum frá
Waies í Evrópukeppni landsiiða.
Leikið verður á Varmárvelli í
Mosfellsbæ og hefst leikurinn
klukkan 20.
Dómari og línuverðir koma frá
Finnlandi, en eftirlitsdómari leiks-
ins verður frá Skotlandi.
Auk íslands og Wales leika í
sama riðli unglingalandslið Eng-
lendinga og Belga. íslenska liðið
hefur þegar leikið tvo leiki, tapaði
2:3 gegn Englendingum hér heima,
en gerði jafntefli 1:1 gegn Belgum
á útivelli.
-grh
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. júní 1991
Síða 8