Þjóðviljinn - 14.06.1991, Síða 2
Islenskt
tónlistarsumar
, Jiæ, hó, jibbíjæ og
jibbíjajei það er kominn
sautjándi júní...“ kyrjar
landinn frá og með
morgundeginum því þá
gengur íslenskt tónlistar-
sumar í garð. Utgefendur,
flytjendur og höfundar
ætla að fylkja liði og snúa
við þeirri þróun að plötur
líti einungis dagsins Ijós á
jólavertíðinni. I bígerð
eru tuttugu hljómplötur
með ellismellum og
glænýju efni. Á plötunum
verða samtals um
þijúhundruð lög flutt af
yfír sextíu hljómsveitum.
Á þjóðhátíðardaginn
verða íslenskar sveitir og
söngvarar um að skemmta
um land allt.
Frést hefur að Rás 2
ætli að auka spilun á
íslenskri tónlist til muna
og auka hlut hennar í að
minnsta kosti 50 prósent
til að styðja við bakið á
íslenskri plötuútgáfu í
sumar.
Þá verða ýmsar aðrar
uppákomur fram á haust
þar sem innlend tónlist
verður í fyrirrúmi.
Þessa kúnstugu lokka hannaði listakonan Sigríður Elfa ,
en þeir eru ásamt mörgum öðrum munum, sem konur
hafa unnið, til sýnis og sölu í Hlaðvarpanum
viðVesturgötu.
Fyrrírsætan heitir Krístrún, en myndina tók Þorfinnur.
Listmunirí
Hiaðvarpanum
HVE GLÖÐ ER VO/MNNANDI ÆSKA
Myndina tók Krístinn
Fínn mórall og
frábær félagsskapur
Félagsskapurinn er
meiriháttar, það eru sum-
arferðimar í Þórsmörk
sem gera gæfumuninn.
Lyktin skiptir ekki máli
þvi hún hverfur í sturt-
unni að loknu dagsverki.
Það er engin lykt eftir
fyrsta daginn. Þetta segja
þær Elísabet Valsdóttir,
19 ára, og Þórdís Heiða
Kristjánsdóttir, lóára,
um vinnustaðinn Granda
hf þar sem þær vinna í
fiski. Hér er finn mórall,
frábær félagsskapur og
gott kaup fyrir skólafólk,
sagði Elísabet. Þær skera
úr, brjóta í pönnu, snyrta
og pakka fiski og allt
annað sem til fellur,
sögðu þær.
En nei, sögðu þær í
kór þegar þær voru
spurðar hvort þær gætu
hugsað sér að vinna í
físki alla ævi. Þetta er fínt
á sumrin, sögðu þær. Þó
gætu þær hugsað sér úti-
vinnu meðan sólin skín.
Þær stöllumar komast
reyndar út í sólina - þá
daga sem hún nú skín -
einu sinni á hveijum
• klukkutíma, því þá er sjö
mínútna pása. Þá hlaupa
þær ffá fiskinum og út til
að sleikja sólina.
Elisabet er búin að
vinna í þessu í fimm sum-
ur, en þetta er fyrsta sum-
arið hennar Heiðu. Hún
ætlar þó að koma aftur
næsta sumar. Kaupið er
gott segja þær, einfald-
lega vegna þess að skatt-
urinn hirðir ekkert af
þeim einsog vinnufélög-
unum sem þama vinna ár-
ið um kring. En það er
ekki tímakaupið sem er
hátt, heldur bónusinn.
Þær fá 244 krónur á tím-
ann, en milli 240 og 260
krónur á tímann í bónus
að auki. Svo er það líka
vinnutíminn sem eykur
tekjumar, þvi oft er unnið
til átta á kvöldin eða tíu,
og nóttina áður en Nýtt
Helgarblað ræddi við þær
stöllur höfðu þær unnið
til klukkan eitt eftir mið-
nætti. Við að bjarga verð-
mætum, að sjálfsögðu.
Það er þó aldrei unnið
lengur en til fjögur á
fÖstudögum, sögðu þær
og líkaði sú tilhögun
greinilega vel.
Ekki sögðust þær
mikið hugsa um pólitík,
og launabarátta fer að
mestu framhjá þeim. Það
er aðallega heilsársfólkið
sem stendur í baráttunni
fyrir mannsæmandi
launum. Enda kannski
ekki nema von, segja þær,
þar sem við fáum allt
okkar kaup í iaunaum-
slögin.
Þær töldu að þær
hugsuðu þó meira um
umhverfismál heldur en
pólitík. En sögðu að það
væri ansi misjafht hvort
yngra fólk hugsaði um
slík málefni eða ekki.
Innan um stígvélin þar
sem Kristinn ljósmyndari
smellti af þeim mynd í
hádegispásunni þeirra var
þó ljóst að áhuginn fyrir
sumarferðinni í Þórsmörk
sló út áhugann á pólitík
og umhverfismálum. Og
lái þeim hver sem vill.
-gpm
Bubbi og Rúnar Júl rokka saman í Lídó Með Eitumöðrunum, þá, að þeir Bubbi og Rúnar Kórdrengjunum og Eika ætli að hita upp fýrir Hauks treður upp Kaplakrikaveisluna í Lídó splunkuný íslensk í kvöld, hljómsveitarlausir rokksveit sem kailast að vísu. G.C.D. með Bubba og Þeir sem fylgst hafa Rúnari í broddi fylkingar. með þessum konungum Nýtt Helgarblað leit rokksins undanfama inn á sveitta æfingu hjá áratugi ættu að vita að þeim félögunum og frétti enginn verður svikinn af því sem þeir geta töfrað úr sínum tólum. Myndina tók Þorfinnur.
GARÐINUM
ÞAÐERALLT
STÆRRA FYRIR
NORDAN
Fólkið sér tilgangsleysi efnis-
hyggjunnar, segir Vörður Trausta-
son, forstöðumaður hvítasunnu-
safnaðarins, sem hefiir stækkað
um helming á tveimur árum.
DV
SORPtÐ FLOKKAÐ
Kettlingum hent á haugana.
DV
ÉG NÆ EKKI UPP I
NEFIÐAMÉR
Meira að segja dýrin eru laus-
lát og vergjöm.
Pressan
HVAÐ SKYLDI
SVARTSÝNIN
KOSTA?
8 milljarða bjartsýniskast.
Pressan
ÚRKYNJUNIN
Á SÉR ENGIN
TAKMÖRK
ísl. skjaldbökuböm áhyggju-
efni.
Tíminn
FRIÐRIK LEYNIR
ÁSÉR
Sverrir Hermannsson: Tal
Friðriks allt að því hlægilegt.
Tíminn
FYRST
HVALRÉTTINDI,
ÞÁ SVÍNRÉTTINDI;
HVAÐNÆST?
Taka skal tillit til þarfa og eðlis
svína.
DV
SKYLDI
FRÉTTARITARI CNN
MÆTA Á STAÐINN?
Pylsustríð í uppsiglingu.
Tíminn
FREKJAN ER
OKKURí BLÓD
BORIN
Meginefni ritsins er rannsókn á
þróun spumarsetninga tveggja ís-
lenskra bama þegar þau em á aldr-
inum tveggja til þriggja og hálfs
árs. Niðurstöður em fjölþættar, en
í þeim kemur m.a. ffam að fyrstu
spumingar íslenskra bama byija á
orðinu viltu, og að þær gegna flest-
ar hlutverki beiðna.
Þjóóviljinn
2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. júní 1991