Þjóðviljinn - 14.06.1991, Page 4
Það þarf mikla útsjónarsemi og snögg viðbrögð til að bregðast rétt við ( motorcrosskeppni, ef ekki á illa að fara.
Myndir: Kristinn.
í algleymi
eftir góðan
sprett
Um síðustu helgi fór fram fyrsta motorcrosskeppnin á nýju æfinga-
og keppnissvæði vélhjólamanna uppi á Sandskeiði. Eftir nokkurra ára
lægð í þessari íþrótt virðist margt benda til þess að hún sé á uppleið á ný
með nýrri kynslóð. Meðalaldur motorcrossmanna er um tuttugu ár, en
þó er það draumur vélhjólamanna að unglingar allt niður í 10 ára taki
þátt í þessum keppnum eins og tíðkast víða erlendis. Það verður þó ekki
fyrr en umferðarlögunum verður breytt þannig að akstur utan vega
verði fyrir utan gildissviðs þeirra.
Á keppnissvæðinu uppi á Sand-
skeiði er fullkomin keppnisbraut
með stórum stökkum, þvottabrettum,
hengjum og beinum hröðum köflum
þar sem hjólin ná yfir 100 kílómetra
hraða á holóttri brautinni. En mo-
torcross kallast það þegar keppt er á
mótorhjólum í sand- og moldar-
brautum. Þó var einnig keppt í akstri
fjórhjóla á Sandskeiðinu um síðustu
helgi. Hérlendis er keppt í 3 X 15
mínútur, en erlendis í 2 X 45 mínút-
ur. Það reynir því töluvert á þrek vél-
hjólakappans í brautum sem þessum
og því nauðsynlegt að vera í góðri
líkamsæfingu. Ef ekki, er hætt við
því að lítill kraftur verði eftir til að
halda í stýrið eftir tvo brautarhringi
eða svo, samfara þverrandi athygli.
Jón Kr. Jakobsson fyrrverandi
formaður Vélíþróttaklúbbs Reykja-
víkur segir að tii þess að ná árangri í
þessari íþrótt þurfi að vera gott sam-
spil á milli hjóls og tækni. Ennfrem-
ur þarf að vera rétt uppstilling á hjól-
inu I braut. Ef ökumaður vélhjóls er
með þessa höfuðþætti á tæru getur
hann sparað úthaldið, auk þess sem
sigurlíkur hans eru mun meiri en
ella. Jón Kr. segir að eftir góðan
sprett á hjólinu sé líðanin engu lík og
nánast eins og menn svífi.
En það kostar sitt að stunda
þessa íþrótt. Eitt motorcrosshjól get-
ur kostað allt að 500 þúsund krónur,
góður hjálmur 20 þúsund og galli allt
að 60 þúsund krónur. Þar fyrir utan
bætist svo að sjálfsögðu við elds-
neytiskostnaður og annar kostnaður
vegna viðhalds og ýmislegs fleira.
Til að varast meiðsli vcrður hver
keppandi að vera með sérstaka
bijóstvöm, hné-, mjaðma- og oln-
bogahlífar, hjálm og vel skóaður.
Motorcrossið er þó ekki eingöngu
bundið við höfúðborgarsvæðið því
keppnisbraut er í Vestmannaeyjum,
og cinnig er íþróttin stunduð í Land-
eyjum. I keppni til íslandsmeistara
eru haldin íjögur mót á sumri og get-
ur keppandi valið þrjá bestu árangra
sína.
Vélíþróttamenn hafa I tvö ár
reynt að fá inngöngu í íþróttasam-
band Islands, en einhverra hluta
vegna hefur íþróttaforystan ekki haft
áhuga á að fá þá inn í hreyfinguna.
Sömuleiðis kvarta þeir yfir því, að
þeim sé mismunað innan heilbrigðis-
kerfisins vegna meiðsla. Dæmi: Fót-
boltamaður slítur krossbönd í hné.
Hann fer svo til samstundis í aðgerð,
en vélhjólamaðurinn verður að láta
sér lynda að bíða í allt að tvo mán-
uði.
-grh
Svifið I lausu lofti á fjórhjóli.
Hart barist I keppni á fjórhjólum.
Vélhjólamenn leggja mikið upp úr örygginu og eru þvl vel varöir, eins og
sjá má á myndinni ef grannt er skoðað.
4 SÍÐA— NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. júní 1991