Þjóðviljinn - 14.06.1991, Side 9

Þjóðviljinn - 14.06.1991, Side 9
■ Misretti kynjanna er og stendur með sínum föstu og djúpu rótum. Það er verndað, fær klapp og kjamm frá manneskjum sem segja það ekki til. Vex og dafnar sem sæl jurt. Sú misréttisjurt fær eilíft sólskinsvor auk vætu þegar hún óskár þess. finnst margt nýtanlegt svo sem það sem kon- umar sköpuðu inni í sér og gáfu dætrum i arf. Allt það sem þær unnu, hugsuðu og fundu einlægt samkvæmt sínum eigin huga. Það er henni dýrmætt og hún geymir það vandlega. Öðru vill Urður fleygja. Bláa brotið er ein tilfinning. Hún var jú alin upp sem kvenleg vera. Það brot má stækka en verður þó að vera í samræmi við Karlastrákar eru hræddir. Hugvitið sem æft er í skáksnilli, minni staðreynda, mælsku- snilli, það skelfur, hræðist konur sem krefjast annars og meira af huga þeirra en velæíðs minnis. Kvenhugamir falla ekki í stafi né verða að mjúkum volgum kleinum þegar þessar elskur láta ljós sitt skína. Þessir karlahugar eru nefhilega getulitlir þegar kemur að því að skilja kvenhuga. Við þykjum flóknar og óútreiknan- legar. Karlhugunum þykir ein- faldara að elska imynd konu skapaða af kynbræðmm þeirra gegnum myrkar aldir gegnsýrð- ar valdabaráttu. Þetta á ekki við um alla karla. Sumir snillingar skilja hvað konur eiga við með kven- ffelsis- og jafhréttistali. Þeir telja eðlilegast að konur og karl- ar axli saman ábyrgðina á vel- ferð heimila sem og heimsins. Einhveijir misskilja baráttuna og hræðast að konur ætli að hrifsa völdin af þeim með að- ferðum karla, taka hvert orð sem árás og spyija aumingjalega: ,dfatið þið okkur?" eða sakbitn- ir: „Er allt okkur að kenna?“ Nei, nei, við elskum ykkur strákana, karlana, nær eins mik- ið og okkur. Krefjumst þó að þið fari að uppgötva að líf og líðan þeirra yrði skömminni skárri tækjuð þið uppá því að hlusta, meðtaka og læra af okkur eins og við af ykkur. Þá yrði tilveran flott. Karlar og konur þokuðust nær og brúuð bil þeirrar gífur- legu gjáar sem nú er á milli. Samruninn yrði mjúkur, gjáin hyrfi og við næðum loks að stara á himininn, draga rósrauð skýin til okkar og hnoða fína hluti úrþeim og ... og þó. Eigin- lega eru það kúnstug kjánalæti að festa formála draumsýnar á blað. Nú, stuttu eftir Alþingis- kosningamar þegar Kvennalist- inn missti fylgi og skelfing hel- tók okkur hin ungu. Leiðin að landi jafhréttis virtist lengjast óendanlega. Nær ókleift fyrir særða sál að hugsa draumsýn til enda. Sundurlaus reiði óx og dó þvi hún vissi ekki hvert hún átti að beinast. Misrétti kynjanna er og stendur með sín- um föstu og djúpu rótum. Það er vemdað, fær klapp og kjamm ffá manneskjum sem segja það ekki til. Vex og dafnar sem sæl jurt. Sú misréttisjurt fær eilíft sólskinsvor auk vætu þegar hún óskar þess. Hvur leyfir sér að stað- hæfa það dáið, horfið, þegar við sjáum það svart á hvítu blaði sannleikans að bara laun karla em hærri en kvenna auk þeirrar mann- fyrirlitlegu staðreyndar að heföbundin kvennastörf em enn lítilsmetin að virðingu. Það má sjá á léttum pyngjum þeirra sem vinna aðhlynningarstörfin. Misréttinu í ytri vemleika þjóðfélagsins ætti enginn að geta neitað. Ekki einu sinni þau sem loka augunum fyrir sviðanum sem fylgir því að hafa þau opin. Blekkingin er sápa sem svíður undan í dag, en við munum ná að þvo burt. Lokuðu augun staðhæfa stundum hvellum rómi og bergmála hvert annað, að jafhrétti sé í raun. Það standi jú í lögum landsins að sömu laun séu fyrir sömu vinnu. Affam halda þau óstöðvandi, kannski til að sannfæra sig sjálf. Við, opnu augun, skríkjum. Þó ekki af einskærri kátínu yfir skritlu. Finnum fyrir furðu, þreytu og sorg því jurt misréttisins dafhar vel á meðan við beijumst við að halda rótunum í skefjum. Slínim einstök blöð af þegar möguleiki gefst. Kynjamisréttið dafnar á öllum sviðum samfé- lagsins. Hverfum þá ffá hinu ytra til þess innra og fáum skot af hugarheimi nútíma- stúlkunnar Urðar. Urður skurður Urður skurður er skorin í tvennt. Ef ekki þrennt þá máske femt. Hún reynir sleitulaust að púsla brotunum sínum saman. Sætta þau og sameina. I brúna brotinu er samþjöppuð reynsla og menning formæðra hennar sem stóðu, féllu og voru nákvæmlega eftir hugdettum og heföum karlamenningarinnar. I því broti hreyft. Urður eignaðist karlavini. I blekkingu sá hún vináttuna sem einstaka, jafnvel í takt við kvenhugsun og staðhæföi „Við tölum sama tungumál." Osjálffáð meðvitund hennar dauflituð purpurarauðum lit breytti því í „Við tölum líka tungu.“ Hún barði næst hausnum í vegg, endurtók það aftur, aftur... neitaði að trúa. um hverfur ekki þó ekki komist hann stelpu- leiðina. Kökkurinn fellur niður, i hjartað. Hjá sumum alveg niður í maga. Þar vex hann og eykst. Fjölgar sér óðfluga því á lífsleiðinni er ótalmargt sem krefst klökks gráts. Elsku snáðana má sjá beija ffá sér í von að kökkur- inn hverfi. Oft í ölæði, þá þenur kökkurinn sig út og meiðir innyflin. Þeir finna sig eina i heiminum og þá skiptir litlu hveijir verða fyrir barð- inu. Stundum ná þeir að gráta, en kökkurinn er enn því þeir skilja ekki veru hans, hann né leiðina út. Snáðar eru flestir stærri að vexti en Urður, en hún sér þá suma sem minni, aumari. Hún hefur haldið utan um nokkra og verið mamma. Þeir þurfa margar mömm- ur. Hún vill ekki vera mamma stórra snáða, sem skilja ekki, hafa lokuð vit, rugla Urði og deyða. Hún vill snáða jafhmiklan sér. Urður skurður fékk blíðu I arf frá formæðrum sínum. Hún horfir á þá gegnum grænu og brúnu gler- augu sín. Getur vel hlustað, brosað, hugsað. „Andskotans svín“. Frá hugsun til atferlis. Sagt og svarað „Elskan, ég skil þín sjónarmið. Þú áttir erfitt uppdráttar. En sjáðu nú til. Við erum jú helmingur mann- kyns og höfum fullan rétt á að vera með. Við höfum ýmislegt til mál- anna að leggja...“ A þessu stigi samræðna kemur fýrir að karlaj- armur byijar á ný. Hún grípur þá til góðs karlaráðs (ekki eru þau öll al- slæm) í tilfellum sem þessum og ósýnilega læsir eyrunum. Urður skurður er sterk og verð- ur sterkari urð þegar hún hefur lok- ið við að púsla lituðu brotunum saman. Hún stefhir að því að sjá sig og sinn heim með eigin glæru gler- augum en ekki þeirra eða annarra. Ohrædd leyfir hún sér að dreyma, í vissu um að einhvemtíma verði sá draumur að veruleika. Urður er ekki sú eina sem dreymir land jafnréttis. grænt brot skynseminnar, jarðarinnar og þess höndlanlega. Bláa brotið er sífellt til vand- ræða, snýst i kringum sjálft sig og eyðir nær deyðir Urði skurði. Purpurarauða brotið litar öll hin brotin. Það brot þrýstir á hana að púsla þeim öllum Hún hlustaði á einn ffessinn mala. Sá til- heyrði bláa brotinu. Hann jarmaði raunar. Hún þagði, enda rigndi himinninn og henni fannst rigningin í huga sínum nægileg þó ekki færi hún að leyfa ókunnugri vætu að ná inn í munninn hennar. Hún þrýsti því vömn- saman. I því broti eiga heima andi kvenffels- is, samhuga vinkonur nútimastúlkunnar Urð- ar. Þegar brotin em orðin eitt stefnir hún í að láta litina renna saman og verða glæra. Þá geta allir tónar litaheimsins dansað í brotinu. Stuttu áður en líkami Urðar varð stór og myndarlegur, lá stúlkukindin í bókum. Þær vöktu þráa þrá um að vita og skilja. Gáfu ömmu og mömmu tækifæri til að rifja upp minningar ffá æskuámm sínum. Urður bar sig saman við þær og sá möguleikana sem hún átti að hafa ffam yfir þær. Hún átti um marga vegi að velja, meðan amman gat valið einn og mamman tvo, og þrönga stíga út ffá þeim. Mikil var gleði Urðar og þakklæti fyrir að lifa á sínum tíma. Öll framtíðin óendanlega björt. Þar til hún fann sig standa á krossgötum í djúpri forarmýri heföa og gat sig hvergi um þétt saman og sagði inní sinni eigin rign- ingu „Taktu utan um mig. Þráðu mig og fáðu I draumadraum minn og þinn. Þú veist ég vil ekki borða kjötbollur með þér. Vil ekki hlusta á þig mala með fallega munninum. Heyra enduróm karlasýnar hataðrar. Ég vil halda í drauminn að þú sért ekki þú.“ Hún lærði að lesa þá til að skilja. Einn hluti námsefnisins var að sjá þátt í snáðaupp- eldi. Kökkur snáöans Snáðinn hans pabba síns á að verða speg- ilmynd hans. Enginn segir snáða það. Hann bara veit það eins og allir hinir sem fara í föt- in hans pabba síns um leið og til er ætlast. Kannski rennur sú merka stund upp þegar Iitla greyið þurrkar síðasta tárið úr augnkrók- um, þá stórs stráks. En kökkurinn úr hálsin- Fyrsti kvenhug- inn Christine de Pisan átti sér líka draum um breyttan veruleika. Sögusvið hennar var Frakkland og tími æviskeiðsins 1363-1431. Hana dreymdi þó ekki eingöngu heldur not- aði pennan óspart. Lenti í hatrömmum ritdeil- um við karla. Hún var sú sem fyrst bar titilinn „hin lærða" í Frakklandi, var virt ljóðskáld og rithöfundur. Er konan sem nefnd er því sóma- viðumefhi „Fyrsti kvenhuginn" (feminist- inn). Rýrar heimildir um konur benda á hana sem þá fyrstu sem skrifaði samkvæmt eigin eðli og samvisku. En hvers vegna gleymdist elsku Christine í sögunni? Heföbundin saga fjallar um pólitík, bylt- ingar og strið. - Reglulegan karlaheim. Einu konumar sem fá að fljóta með eru þær sem erföu völd og þær sem fengu uppreisn „kven- æru“ fyrir að hugsa, haga sér og stjóma sem karlar. Hér er rétt að láta þess getið að Jó- hanna af Örk var samtíðarkona Christine de Pisan. Viljum við álíka karlasýn á sögu okkar, menningu og stjómun „okkar“ heims? Konur em víst helmingur mannkyns, en hafa lítið sem ekkert haldið utan um stjómvöl ytri heimsins. Margir vilja gera þann heim mýkri í líkingu við þann innri sem flestir karlar hafa misst af. Við erum byrjuð að þokast nær hvort öðm en eigum mörg skref óstigin, þar til við náum að dansa þétt, kinn við kinn. Margrét Ögn Rafnsdóttir Föstudagur 14. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.