Þjóðviljinn - 14.06.1991, Page 10

Þjóðviljinn - 14.06.1991, Page 10
lit- greiningu hjá galdra- manninum Heiðari snyrti Vetrarkonan er köld og glæsileg, eins og Paloma Picasso. Rautt, svart og hvítt eru litirnir hennar og helst vili hún ganga (kjólum sem eru flegnir nið- ur á maga með klauf upp á nára. Heiðar snyrtir lýsir árstíðunum með leikrænum tilburðum. Gasalega fer gult þér vel Vorkonan er algjör dúlla, hún elskar blúndur, pífur og púff, segir Heiðar snyrtir með látbragði. Þekkiði ein- hverja sem segir klúra brandara og galar upp í hanastél um að hún ætli á klóið? Þá er það áreiðanlega haust. Tóta er sumar og má alls ekki klæða sig (svart eins og hún gerír alltaf. Upp um veggina eru Ijós- myndir af ffægum og formfogrum fyrirsætum, á borðunum eru vara- litir, augnskuggar, kremdollur og gerviaugnahár. Við erum staddar nokkrar konur á lítilli snyrtistofu á Vesturgötunni til að fara í löng- um landsfræga litgreiningu hjá Heiðari Jónssyni snyrti, sem að sjálfsögðu er óþarft að kynna svo er hann umtalaður og umdeildur. Heiðar tekur á móti okkur og býður til sætis skælbrosandi og afskaplega alúðlegur. Hann byrjar á því að spyrja dömumar í hvaða stjömumerki þær em, verður íbygginn á svip og setur hönd undir kinn við hvert svar og lýsir merkjunum örstutt og kryddar með sögum af öðm fólki sem er sama marki em brennt. Við velt- umst um af hlátri. Þetta er bara byijunin, sögumar verða fyndnari og persónulegri, sumar em meira að segja pínu grófar. Við rúllum ffam og aftur í hlátursköstunum, hann horfír á okkur hveija um sig og lýsir heimilum okkar. Hann er noklmð naskur. Ef þið sveipuðuð ykkur í heimili ykkar Iituð þið betur út, er niðurstaða litgreinis- ins. Heiðar heldur síðan fyrirlest- ur um mikilvægi lita. Appelsínu- gult er fitandi: Hafið þið ekki tek- ið eftir að borðin á skyndibita- stöðunum er appelsínugul, Hag- kaupspokamir og flest það sem á að hvetja okkur til að belgja okk- ur út. Ef þið setjið appelsínugulan dúk á matarborðið er eins gott að þið hafið keypt ríflega inn. Ef gestir birtast óvænt og fátt er til í kotinu þá er gott ráð að leggja fjólubláan Iit á borðið, það dregur úr matarlystinni. Ljósgrænt er ró- Myndir: Kristinn andi, og engin tilvijlun að for- mæður ykkar máluðu svefnher- bergin sín í þeim lit, þá var kynlíf- ið kvöl. Nú þegar konur krefjast þess að eiga gott kynlíf em svefn- herbergin orðin bleik og rauð. Rautt er litur ástarinnar og ástríðnanna. Það verður orðinn hluti af líf- inu i hinum vestræna heimi að láta litgreina sig eftir einn eða tvo áratugi, telur Heiðar. Hann hefiir eflaust á réttu að standa, aðsókn að litgreingu hans er svo mikil að fólk verður að biða mánuðum saman eftir tíma, samt er hann ekki einn um hituna. Auðvitað er finast, og áreiðanlega skemmti- legast, að fara til hans. Hann rífur af sér brandara látlaust allan þann tíma sem við dveljum á snyrti- stofunni. Hreinræktaö vor Litgreiningin sjálf hefst að fyrirlestrinum loknum. Hvítur túrban er settur um höfuð kvenn- anna og Heiðar ber efnisbúta við hömnd þeirra í ýmsum litum. Sjá- iði muninn, ha?, segir hann á inn- soginu. Hann sveiflar bútunum til og við tökum andköf yfir munin- um. Þú ert hreinræktað vor, ekki spuming. Vorkonan er rómantísk- ur daðrari, sem elskar púff, pífur, leggingar og slaufur.. Þá vitum við það. Sú sem næst sest í stólinn er dálítið erfiðari viðfangs, en eft- ir nokkrar sveiflur er dómurinn kveðinn upp: Sumar. Sumarkonan er dömuleg og fín, og vill ekki láta á sér bera. Lætur renna úr krananum þegar hún pissar og færi aldrei á háa hæla. Stjömu- merkin spila svo inn í allt saman. Þá er kornið að þeirri þriðju. Ferðu einhvem tímann í útilegur, spyr litgreinirinn. Nei, helst ekki, er svarið. Eg fann þetta á mér, þú ert vetur. Vetrarkonan er köld og elegant. Hún er áreiðanlega ein um það að halda því fram að háir hælar séu bestir í hálku. Veðurfar stjómar ekki fatastíl hennar. Hún elskar flegna kjóla og demanta, munaður er hennar ær og kýr. Sú Qórða i stólinn reynist einnig sumar, sumarkonumar em skyld- ar. Á meðal okkar er engin kjaft- for haustkona, litapjötlumar hennar má hengja aftur upp á vegg. Bændur í litgreiningu Ætli karlmenn láti litgreina sig? Sífellt fleiri, segir sérffæð- ingurinn. Flestir em þeir kaup- sýslumenn og fjölmiðlamenn. Miðjumennina vantar, segir Heið- ar. Bændur og sjómenn koma þó nokkuð, þótt undarlegt megi virð- ast. Engin stétt hefur verið jafn- ffæg fyrir að vera púkó og bænd- ur. Heiðar segir þessar stéttir eiga 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJjNN Föstudagur 14. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.