Þjóðviljinn - 14.06.1991, Side 11

Þjóðviljinn - 14.06.1991, Side 11
Litunum sveiflaö um Höllu, hún er sumar eins og Tóta. Sumarkonan er pen og vill ekki mikið láta á sér bera, segir litgreinirinn. Litgreiningarleikritið er svo fyndið að stelpumar veltast um af hlátri. Litir skipta okkur mun meira máli en við gerum okkur grein fyrir, segir Heiðar, og eftir áratug eða svo verður jafn sjálfsagt að láta litgreina sig og blóð- flokkagreina. það sameiginlegt að fara sjaldan í betri fötin, en vilji gera það með „stæl“ þegar þeir klæða sig upp á annað borð. Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Þegar hópurinn hef- ur allur verið litgreindur fær meistarinn stúlkunum varaliti og sýnir okkur síðan svart á hvítu hvaða árstíðum við tilheyrum. Við skulum fá sumar í stólinn. Sumarlitimir renna blíðlega um vanga sumarsins og við trúum því að engir litir fari konunni betur. Réttu litimir fela undirhökur, yfir- varaskegg og ójöíhur á húðinni. Við horfum og sannfæmmst. Ein af annarri setjast þær í stólinn og við tökum andköf yfir breyting- unni. Meira að segja myndasmið- urinn andvarpar. Hann hefur ákveðið að ganga aldrei aftur í rauðu eftir að Heiðar sagði hon- um að inn hefði ekki gengið mað- ur heldur rauð úlpa þegar hann mætti á staðinn. Heiðar lét ekki staðar numið við litgreininguna heldur fór létt með að lesa í skrift okkar á ávís- anablöðunum þegar borgað var fyrir brúsann. Það er dýrt að fara í litgreinginu, en konumar virtust fusar að borga. Konur em ginn- keyptar fyrir öllu sem þær vona að geti bætt útlit þeirra og minni- máttarkennd, sem langflestar virðast haldnar. Kók- og hrukkukremsauglýs- ingamar ýta endalaust undir van- líðanina. Auk þess er auðveldara að fara í litgreinginu eina kvöld- stund en að læra að vera sátt við sjálfa sig. Aldrei of seint Heiðar segist ekki síður lit- greina eldra fólk en yngra. Hann hefur meira að segja haldið fyrir- lestra á ellihcimilum. Það er aldrei of seint, og gamalt fólk er ekki síður fallegt en ungt fólk. Hann segir þeim mjúku að varpa megmninni fyrir róða og vera hreyknar af línunum. Mestu skiptir að vera sáttur við sjálfan sig og ánægður með útlitið hvem- ig sem það er. Yndislegt að heyra. Af hvetju skyldu allar þessar kon- ur fara á litgreiningu? Blaðamað- ur spyr stelpumar daginn eftir. Þær vildu allar fá staðfestingu á því sem þær vissu svo sem fyrir, Allar vom þær sammála um að stundin með Heiðari hafði bætt sjálfstraust þeirra. Þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Is- lenskir karlmenn gæti án efa verið ósparari á hólið. Heiðar hrósaði þeim og sagði þeim hvað þær væm fallegar, hann lýsti inn í augu þeirra með ljósi og greindi kosti þeirra, galla líka - en öll gagnrýnin var svo jákvæð og upp- byggjandi, eins og ein þeirra benti á. Leggja mætti til að Heiðar héldi námskeið fyrir eiginmenn og elskhuga í því að daðra og slá gullhamra. Eitt er víst að inn gengu þreyttar konur eftir erfiðan vinnu- dag - út gengu glæsilegar og reistar árstíðir - snyrtirinn er göldróttur. BE Hrefna er vetur, og silfur fer henni mun betur en gull. Þvl miður emm við ekki svo múraðar að geta hent öllu gömlu fötunum I vitlausu litunum út úr skápnum, en héðan I frá skal verslaö rétt. Að lokum er öllum árstlðunum afhent sitt litaspjald, sem verður jafn- nauðsynlegt í veskinu og plastkortið þegar farið verður að versla. Fjölbreytt umhverfissýning íslenskt rofabarð, „fmnskur" (borgfirskur) skógur, ýmsar tijá- tegundir, lækjarspræna, endur- unninn pappír, norskt landslag endurskapað, samanpressaðar dósir. Allt þetta og miklu fleira er almenningi til sýnis á umhverfis- sýningu Miljö 91 sem stendur til 15. júní í Melaskóla og Haga- skóla. Alls eiga 70 aðilar hluti á sýn- ingunni. Flestir em íslenskir, en öll Norðurlöndin eiga sína full- trúa. Hvert land hefur þijár skóla- stofur til umráða og sýna þar m.a. verk af norrænum skólasýning- um. Finnar til dæmis hafa sett upp skemmtilega eftirlíkingu af finnskum skógi, reyndar með tijám úr Borgarfirði. Ýmsar stofnanir kynna starf- semi sína sem tengist umhverfis- málum á sýningunni, m.a. Sigl- ingamálastofnun, Hollustuvemd, Iðntæknistofhun, Skógrækt ríkis- ins, Landmælingar og Náms- gagnastofnun. Fjöldi leikskóla leggur til sýn- ingarhluti úr þemaverkefnum sem unnin hafa verið síðustu mánuði. Einkafýrirtækjum var einnig boðin þátttaka en aðeins sex þekktust boðið. Þar á meðal er Endurvinnslan hf, Iskaup hf sem flytur inn endurunninn pappír og Tæknival hf. Ýmis áhugafélög, svo sem Ferðafélagið og Umhverfissam- tökin Líf og land, kynna einnig starfsemi sína. Sigurlín Sveinbjamardóttir verkefhisstjóri Miljö 91 segir að- sókn ráðstefnugesta að sýning- unni hafa verið góða, en almenn- ingur mætti nýta sér þetta tæki- færi betur, enda aðgangur ókeypis og margt að sjá. Sýningunni lýkur sem fyrr segir á laugardag. I dag er opið kl. 12-18 og á morgun kl. 13-18. -vd. Finnar hafa m.a. sett upp eftirllkingu af finnsku skógar- rjóðri, og eins og sjá má hika þeir ekki við að halla sér upp að barrtrjánum, enda hraustir menn. Mynd: Kristinn. Föstudagur 14. júní 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.