Þjóðviljinn - 14.06.1991, Side 13
Maurice Pialat, „Van
Gogh“, en myndin var
enn í klippingu á fyrstu
dögum hátíðarinnar. Þó
höfðu margir hom í
síðu Pialats eftir að
hann sigraði í keppn-
inni árið 1987 fyrirhina
leiðinlegu Undir sól
Satans. Þá var gamli
nýbylgjufrömuðurinn
Jacques Rivette með at-
hyglisverða mynd, „La
belle noiseuse", með
Emmanuelle Béart,
Michel Piccoli og Jane
Birkin í aðalhlutverk-
um. Um er að ræða
fjögurra tíma verk, en
þar af er ungfrú Béart
nakin í þrjá og hálfan
tíma! Hugrökk leik-
kona, sögðu frönsku
karlamir. Piccoli leikur
málara sem misst hefur
allan innblástur við að
mála eiginkonu sina
(Birkin), en hvað skyldi
gerast þegar Béart situr fyrir hjá
honum? Þessi mynd verður seint
sýnd á íslandi, enda þótt hún hafi
hlotið „Grand prix“ verðlaunin.
Þá voru nokkrar væntingar til
frönsku myndarinnar „Lune froi-
de“, eða Kalt tungl, enda þótt þetta
væri fyrsta verk Patricks Bouchit-
ey. Kauði hafði nefnilega gert stutt-
mynd fyrir nokkrum ámm eftir
tveimur sögum Charles Bukowski,
„Copulating Mermaid of Venice“
og „Trouble with the Battery", og
haíði stuttmyndin hneykslað lýð-
inn líkt og hjá Dominique Derru-
dere fyrir nokkmm árum („Crazy
Love“ - Kvikmyndahátíð 1989).
En þessi svart-hvíta mynd Bouchit-
eys olli því miður nokkmm von-
brigðum og kom ekki til greina í
keppni um bestu myndir. Fjórða
verk Frakka var síðan „Hors la vie“
eftir Líbanann Maroun Bagdadi og
segir sögu fréttaljósmyndara, sem
kemst í hann krappan í Líbanon nú-
tímans.
Það segir kannski sitthvað um
kvikmyndagerð Itala að þrjár
myndir vom þaðan og komst engin
þeirra uppúr meðalmennskunni.
„Bix“, eftir Pupi Avati, var eiftna
skást, en hún segir sögu hvíta
djassistans Leon „Bix“ Beider-
becke sem drap sig á ofdrykkju
(hvað annað?!) aðeins 28 ára gam-
all. Þama var líka „La chair“ eftir
Marco Ferreri, en hann hefur
nokkmm sinnum komið við sögu
kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.
Sergio Castellitto, sem er á góðri
leið með að verða ffemsti leikari
Itala, leikur aðalhlutverkið í þessari
ástarsögu. Þriðja myndin ffá Ítalíu
var „Le porteur de serviette" eftir
Daniele Luchetti, og held ég að
fæst orð hafi minnsta ábyrgð á
þeim vígstöðvum.
En það vom nokkrar aðrar
kvikmyndir mjög líklegar til að
vinna til verðlauna. Fyrsta skal
nefna nýjustu mynd Grkkjans Þeo
Angelopoulos, „Le pas supendu de
la Cigogne", með stórleikurunum
Marcello Mastroianni og Jeanne
Moreau, en þau höfðu ekki leikið
saman síðan í Nóttinni eftir An-
tonioni árið 1959. Það kom nokkuð
á óvart að þessi fallega kvikmynd
skyldi ekki vinna til verðlauna, en
róleg atburðarás Angelopoulusar
hefur greinilega ekki átt uppá pall-
borðið hjá dómnefhdinni.
Annar snillingur, Pólvetjinn
Krzysztof Kieslowski, var einnig
með verk í keppninni, en það var
„La double vie de Veronique" eða
Tvöfalt líf Veróníku. Þetta er fyrsta
mynd Kieslowskis eftir Boðorðs-
myndimar, en hún er reyndar fram-
leidd í Frakklandi og er leikin að
mestu á ffönsku. Iréne Jacob, sem
leikur tvær stúlkur, ffanska og
pólska, hreppti verðlaunin sem
besta leikkonan á hátíðinni.
Þá er ekki hægt að tala um sig-
urstranglegar myndir án þess að
minnast á einu sönnu sam-evr-
ópsku ffamleiðsluna, nefnilega
Evrópu eftir Lars von Trier, með
Jean-Marc Barr (Le grand bleu) og
Barböm Sukowu (Rosa Luxem-
burg) í aðalhlutverkum. Þetta er
þriðja verk þessa unga Dana og
hefur hann ávallt komist með
myndir sínar í keppnina í Cannes.
Fyrsta mynd hans, „Element of
Crime“ árið 1984, þótti tæknilegt
meistaraverk, en því miður hefur
von Trier ekki náð sér fyllilega á
strik síðan. Reyndar var hann verð-
launaður fyrir tæknivinnslu í Evr-
ópu, en metnaðurinn hlýtur að hafa
verið settur ofar að þessu sinni.
Önnur verk í keppninni vom
ekki ýkja merkileg. Tvö vom ffá
Sovétrikjunum og vekur athygli að
bæði státa vesturlenskum leikumm
í aðalhlutverkum. Morðið á Tsam-
um er eftir Karen Chakhnazarov,
sem vinnur yfirleitt á ensku, en
Malcolm McDowell leikur aðal-
hlutverkið á móti hinum kunna Ol-
eg Jankovskíj. Hin sovéska myndin
heitir Anna Karamazova, eftir Ro-
ustam Khamdamov, og leikur Je-
anne Moreau titilhlutverkið. Auk
þess vom þama kínverska myndin
„Life on a String", effir Chen Ka-
ige, og þýsku leiðindin „Malina“,
eftir Wemer Schröter, með Isabelle
Huppert i aðalhlutverki. Tuttugasta
myndin í keppninni féll niður þar-
sem ekki náðist að klára gerð henn-
ar í tæka tíð. Hún er engu að síður
nokkuð áhugaverð, nefnilega nýj-
asta afurð Bretans Peters Greena-
ways (Kokkurinn, þjófurinn...).
„Prospero’s Books“ er hans út-
færsla á hinu margnýtta Ofviðri
Shakespeares og leikur John Gi-
elgud þar aðalhlutverk á móti
Frökkunum Richard Bohringer og
Michel Blanc.
Utan keppni
Innan aðalhluta kvikmyndahá-
tíðarinnar, „Sélection ofTicielle“,
em ávallt nokkur verk sem taka
ekki þátt í keppninni. Að þessu
sinni stal eitt þeirra algjörlega sen-
unni, en það var „heimildamynd"
söngkonunnar Madonnu, „Tmth or
Dare: In Bed with Madonna“ (heit-
ir aðeins „Tmth or Dare“ vestan-
hafs), sem hinn 26 ára gamli Alek
Keshishian stjómar. Madonna þótti
hin eina sanna stjama hátíðarinnar
og átu fjölmiðlar og almenningur
hana nánast með húð og hári. Slík-
ar stjömur vom mjög algengari hér
á fyrri ámm kvikmyndahátíðarinn-
ar, en erfiðlega hefur gengið að
finna þær undanfarin ár. Madonna
var líka snjöll i þessum leik sínum
og virtist kunna vel við sviðsljósið.
Þess má geta að Sigurjón Sighvats-
son hafði umsjón með framleiðslu
myndarinnar, sem er blanda af upp-
tökum af tónleikum (litur) og bak-
sviðsmyndum af goðinu (svart-
hvítt). Nokkur skondin atvik em í
myndinni og tónleikaatriðin em
ágætlega útfærð, en því miður er
afgangurinn ffemur ómerkilegur.
Yngri kynslóðin mun þó vafalaust
fjölmenna á fjörið.
Þijár aðrar myndir vom utan
keppni í „Sélection officielle“.
Þama var nýjasta mynd meistara
Kurosawa, Rapsodía í ágúst, en
gamli maðurinn hefur róast mikið
síðustu ár. Agnés Varda var með
myndina „Jacquot de Nantes" og
síðan var lokamynd hátíðarinnar
„Thelma and Louise“ eftir breska
stílistann Ridley Scott. Þetta er
vegamynd þar sem Susan Sarandon
og Geena Davis leika titilhlutverk-
in - tvær kaldar dömur á flótta und-
an laganna vörðum um þver og
endilöng Bandarikin. „Ég gjör-
þekki New York og Los Angeles,
en mig langaði að kanna hvað er
þama á rnilli," sagði Scott um
þessa mynd, sem hann gerði á með-
an hann beið eftir leyfi til að filma
Kristófer Kólumbus með Gérard
Depardieu.
Kvikmyndahátiðin í Cannes
samanstendur af mörgum mismun-
andi kapítulum. Enda þótt erfiðast
sé að komast að í „Sélection offici-
elle“ vom margir á því að ekki
hefðu síðri verk verið í „Quinzaine
de réalisateurs“, sem heitir uppá
enskuna „Directors Fortnight".
Eina íslenska kvikmyndin sem
komist hefúr í þennan hluta er At-
ómstöð Þorsteins Jónssonar, en
myndir þar njóta talsverðrar at-
hygli.
Af athyglisverðum verkum í
„Quinzaine" má ncfna kanadísku
myndina „The Adjuster" eftir At-
om Egoyen („Family Viewing") og
Hetjuna Toto eftir Belgann Jaco
Van Dormael, en sú síðamefnda
vann „Camera d’Or“ (besta fyrsta
mynd).
Mesta eftirtekt hlaut hinsvegar
„The Indian Runner", sem er ffum-
raun leikarans Seans Penns sem
leikstjóra. Hann skrifar einnig
handritið, sem er örlagasaga
tveggja bræðra í miðríkjum Banda-
ríkjanna, en hugmyndina segist
Penn hafa fengið af plötu Bmce
Springsteens, Nebraska. Bræðuma
leika David Morse og Viggo Mor-
tensen, en þama má einnig finna
Dennis Hopper, Charles Bronson,
Valeria Golino og Cathy Moriarty.
Á blaðamannafundi myndarinnar
(þar sem mér var næstum hent út
fyrir að lyfta upp ljósmyndavél!)
sagði Dennis Hopper nýjan kvik-
myndahöfund vera fæddan i Sean
Penn. Sjálfur átti Penn í ótrúlegum
erfiðleikum með að tjá sig á blaða-
mannafúndinum og skal engan
undra að honum skuli vera illa við
blaðasnápa. En hann getur skrifað
og verður forvitnilegt að fylgjast
með ffamtíð hans. Þess má geta að
í upphafi fúndarins vom blaða-
menn minntir á að engum spum-
ingum yrði svarað um fyrrverandi
eiginkonu Seans Penns!
Goðsögnin lifir...
Leikkonan Emmanuelle Béart situr nakin fyrir f þrjá og hálfan klukkutlma f fjögurra tfma þrekvirki Jacques Rivette, .La belle noiseuse", sem vann
„Grand Prix“ verðlaun i Cannes. Michel Piccoli leikur málarann.
Föstudagur 14. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13