Þjóðviljinn - 14.06.1991, Page 15
stendur nær bókmenntum en blaða-
mennsku; persónur hans kvikna til
lífs, ef hægt er að tala um „líf‘ í því
sambandi. Eirðarleysið, tortryggnin
og sljó grimmdin ráða rikjum hjá
eiturlyfjaneytendunum. Við finnum
líka ákveðna samhygð hópsins, það
erum „við“ gegn „þeim“. Hraíh
horfir ekki á þennan heim utan frá,
hann gengur alveg inn í hann - og
tekur okkur með sér að svo miklu
leyti sem það er hægt.
í næsta hefti Mannlífs fylgir
Styrmir Guðlaugsson eftir upplýs-
ingum úr grein Hrafns og skrifar um
kynþáttahatur íslendinga eins og
það birtist í ffamkomu þeirra við
grænlenska sjómenn. Þetta eru fyrir-
myndarvinnubrögð. Eg saknaði hins
vegar sömu vinnubragða í grein
Styrmis um Rótarýklúbb Reykja-
víkur í 4. tbl. Mannlífs. Þar var
engra óþægilegra spuminga spurt.
Viðtöl tímaritsins eru yfirleitt
vel unnin eins og viðtölin við Krist-
ínu Jóhannsdóttur og Ásdísi Thor-
oddsen sem gera hvort tveggja að
draga upp skýra mynd af persónun-
um, en ekki síður viðhorfiim þeirra
til listgreinar sinnar.
Mamtlif er metnaðarfúllt tímarit
og þar er talað við margar, gagn-
merkar konur af virðingu og áhuga.
Því fyrr nefnda er hins vegar ekki
fyrir að fara í tískuljósmyndaþætti
einum sem á trúlega að vera „sexy“,
en verður óttalega klámfenginn; ung
stúlka starir undarlega á okkur með
slappt andlit og sljó, hálflokuð augu,
en í árdaga hefur einhver talið ein-
hveijum trú um að þetta væri andlit
hinnar ástríðufullu konu. Yfirskrift-
in á þessari hörmung er: „Munúð
vorsins“.
Heimsmynd
Mér finnst Heimsmynd bera af
þeim glanstímaritum sem hér hafa
verið til umræðu. Ekki (bara) vegna
þess að ritstjórinn skrifar fima góð-
an og reiðilegan kvenffelsisleiðara
að júníheftinu, heldur vegna þess að
mér finnst tímaritið gera miklar
kröfur til sjálfs sín og standa undir
þeim. NIXELEGLANS
Heimsmynd tekur fyrir mál sem
eru á dagskrá í menningu og stjóm-
málum: Þar er til dæmis viðtal við
Þórunni Sigurðardóttur og Stefán
Baldursson og grein um borgar-
stjórakreppuna. Tímaritið fer sjálft
og tekur viðtöl við raunvemlega
heims-ffægt fólk eins og Mick Jag-
ger (eitthvað hefur það nú kostað!),
og þó að ekki séu þar allar fféttir
jafh merkilegar er þetta skemmtilegt
viðtal við greindan gaur. 1 sama
tölublaði af Heimsmynd er líka
langt viðtal við gamla konu - en það
er ekki alvanalegt á hinum glans-
andi síðum.
Gagnrýnin hér að ofan um
tískuheiminn á líka við um Heims-
mynd og á ég nú fátt ósagt um
glanstímaritin. Nema eitt.
Stíll
Það er stíll yfir fólkinu í mynd-
um glanstímaritanna, en það er líka
stíll á textunum sem skrifaðir em
þar. Af einhveijum orsökum þykir
það við hæfi að skrifa upphaf og
endi metnaðarfullra viðtala í skelfi-
legum ,yjómatertustíl“ eins og í
þessum aðfararorðum (Ur Heims-
mynd): „Þórunn þýðir sterk kona
sem styrkir þann sem hún elskar. Og
það er sá sem ber nafn fyrsta píslar-
vottarins.“
Eða þessum lokaorðum (úr
Mannlífi): ,jig dreypi úr (sic!) síð-
asta kaffibollanum og þakka fyrir
spjallið. Úti fyrir gnæfir Óshyma
snæviþakin og tignarleg yfir þæn-
um. Kaldir vindar blása af Djúpinu
og sumarið virðist aðeins fjarlægur
draumur í huga Bolvíkinga. Tíma-
mót em þó í nánd og vetur konung-
ur lýtur að lokum í lægra haldi fyrir
nýrri tíð.“
Svo mörg vom þau orð.
Dagný Kristjánsdóttir
Þórarinn
Eldjám: Þá
hugsa ég
að ég
myndi
reiðast.
Mynd:
Kristinn.
Margt fær sá er skapa kann
í upphafl viðtalsins fékk Þórarinn tækifæri til að gera athugasemd-
ir við gagnrýni í síðasta Helgarblaði. Hann sagðist í grundvallaratriðum
sáttur við ritdóminn um bók sína vegna þess að viðhorfið hefði verið vin-
samlegt en þótti nokkuð skorta á upplýsingar. Þar var gefið í skyn, sagði
Þórarinn, að sum ljóðanna væru vond og illa ort en önnur harla góð og
til fyrirmyndar. Ég fékk hins vegar ekki að vita hvaða Ijóð töldust góð og
hver ekki, sagði Þórarinn. Þar fannst mér skorta á upplýsingar.
Hins vegar sagðist Þórarinn að
sumu leyti vera sáttur við þá aðferð
sem beitt var i þessari tilteknu um-
fjöllun þar sem eitt atriði var tekið út
úr bókinni og fjallað vítt og breitt
um það. Ritdómar verða oft óhugn-
anlega staðlaðir sagði hann og leik-
dómar em þó enn verri að því leyt-
inu. Þórarinn minnti á það i þessu
sambandi að Sigurður Pálsson hefði
á sínum tima brotið upp á nýjungum
í ritun leikdóma með því að taka ein-
stök atriði úr sýningum og vinna ít-
arlega úr þeim en hirða ekki um
þessar stöðluðu remsur sem verða
svo áleitnar þegar leikdómar em
skrifaðir.
Þegar hér var komið í máli Þór-
arins þótti blaðamanni rétt að snúa
sér að aðalatriðum og spurði:
Hvers vegna ertu að skrifa allar
þessar bœkur Þórarinn?
Það er spennandi starf. Ég vinn
við þetta og ætla mér að gera það
áfram.
Dreymir þig aldrei um að gera
eitthvað annað? t.d. að kenna
mönnum að aka bíl eða eitthvað
þess háttar sem er gjörólikt starfi
rithöfundar?
Mig dreymir nú kannski ekki
um það. Stundum læðist að mér sú
hugmynd að gaman væri að gera
eitthvað allt annað en þær stundir
koma ekki mjög oft. Mig langar sér-
staklega lítið til að fást við það sem
ég væri sennilega að gera ef ég væri
ekki í þcssu. Þá væri ég sjálfsagt ein-
hvers konar kennslukraftur á ein-
hveiju sviði. Hins vegar hugsa ég að
ég hefði mjög gaman af að vinna á
skurðgröfu eða vera lögga eða
strætóstjóri um tfma.
Hvemig líst þér á íslenskar bók-
menntir um þessar mundir?
Ég held að skoðanir mínar á þvi
hvað er að gerast geti varla kallast
mjög mótaðar. Hins vegar hef ég það
á tilfinningunni að það sé mjög
margt að gerast, bæði i ljóðlist og
prósa. Ég treysti mér hins vegar ekki
til að styðja á það fingri og segja
þetta er að gerast þama og hitt hér
o.s.frv.
Er mikið að gerast hjá sjálfum
þér? Ertu að undirbúa ný verk?
Já, ég hef upp á síðkastið fengist
meira við ljóðagerð en ég hef gert á
undanfomum ámm en skrifa þó
smásögur nokkuð jafnt og þétt. Það
má segja að þar sé ég að safha í saip-
inn. I haust er von á bók handa böm-
um. Hún verður með teikningum
eftir Sigrúnu systur mína. Síðan
kemur enn ein ljóðabók handa fúll-
orðnum. Hún verður með rimuðum
ljóðum.
Þú hefur þá ekki snúið baki við
ríminu?
Nei, það gerir maður aldrei. Ég
hef ekki gefið út rímuð ljóð síðan ég
gaf út Disneyrímur 1978 og Erindi,
1979 en nú er semsé von á nýrri,
rimaðri ljóðabók.
Lestu mikið? Hvað lestu helst?
Ég les nokkuð mikið en það er
skrykkjótt. Ég hef gaman af að rek-
ast inn í bókabúð og taka þar ein-
hveija bók sem lendir í höndunum á
mér. Ég les líka mikið af því sem
kalla mætti lélegar, þjóðlegar bók-
menntir. Það em skrýtnar ævisögur,
alls konar þættir og þess háttar. Ég
hef alltaf haft veikleika fyrir því. I
þess háttar bókum er það svo magn-
að hvað maður fær að vita margt
óvart. Það læðist með alls konar
þjóðlegur fióðleikur. Það þarf ekki
að vera meira en ffásögn af því
hvemig menn komast á klósettið.
Það eru alls konar sjálfsagðir hlutir
sem hafa gleymst. Ég hef gaman af
þess háttar ffæðurn.
Það varð vart við þetta i skáld-
sögunni Kyrr kjör. Það var afskap-
lega góð skáldsaga en fékk slœmar
undirtektir. Kanntu nokkrar skýr-
ingar á þvi?
Það lá auðvitað beint við þar
vegna þess að það var eins konar
söguleg skáldsaga,- byggð á manni
sem var til, Guðmundi Bergþórssyni
rimnaskáldi. Það var meðal annars
mikið af þjóðsögum í henni. Þó að
ég hefði ekki metnað til þess að fara
að setja öll smáatriði niður í réttan
tíma þá varð náttúrlega að búa til
umgerð og fróðleikur af þessu tagi
nýttist mér í að finna hana. Nú erþað
auðvitað svo að það getur enginn
endurskapað vísindalega rétt, dag-
legt mál frá þessum tíma þó ekki
væri nema af þeirri ástæðu að eng-
inn veit hvemig það var. Það hlýtur
að verða að reyna að búa til blæ. Síð-
an gerðist það í þessari bók að farið
var út úr þessu stöku sinnum og það
fór I taugamar á fólki. Það var til-
dæmis einhvers staðar minnst á ffík
og það fannst einhveijum stráks-
skapur. Ég lét það gossa vegna þess
að í ffæðunum í kringum Guðmund
Bergþórsson rímnaskáld urðu mikl-
ar umræður um orðið ffak sem eng-
inn veit hvað þýðir.
Er eitthvað i „Hinni háfleygu
moldvörpu “ sem þér þykir sérlega
vœnt um að hafa komið saman?
Það er mjög erfitt að taka eitt-
hvert ljóð út og segja að það sé sér-
stakt uppáhaldsljóð. Ég veit ekki
hvort ég treysti mér til þess. Ég var
að vísu mjög sáttur við þetta (hann
bendir á kvæði sem heitir „Bamið
og baðvatnið"). Svo er nú eins og
það sé oft þannig að þetta snýst um
myndir. Það er alltaf verið að stúss-
ast við myndir í þessu. í sambandi
við það mætti kannski minna á ör-
stutt kvæði sem heitir: Stytt upp. Þar
em myndir sem maður kemur allt i
einu auga á og virðast ótrúlega sjálf-
sagðar þegar þær era komnar í ljóð.
Þú ert stundum sakaður um að
hafa ekki áhuga á neinu nema orða-
leikjum sem stundum eru jafnvel
kallaðir aulajýndni. Hvert er þitt
viðhorf til þeirrar gagnrýni?
Ég hef náttúrlega margsagt það
sem ætti að vera augljóst mál að ég
er alltaf að reyna að vera fyndinn.
Mér kemur ekkert á óvart að menn
sjái það. Ef mönnum líkar það illa þá
held ég í raun og vera, án þess að ég
sé að reyna að vera hrokafullur, að
ráðlegt sé að lesa eitthvað annað.
Það er nóg lesefni til fyrir þá sem
skilja ekki húmor til dæmis. Hins
vegar má stundum segja að viðhorf
af þessu tagi breytist í klisjur sem
hver étur upp eftir öðrum. Það getur
auðvitað verið skaðlegt fyrir rithöf-
unda sem þróast i sínu starfi og
breytast.
Það er algengt að bókum manna
sé alltaf svarað með sömu viðbrögð-
unum ár eftir ár þó að þeir breytist
og bæti við sig og bækumar hafi
máski gjörbreyst. Hvað heldurðu til
dæmis að oft sé búið að afgreiða
Þorstein ffá Hamri með því að hann
sé þjóðlegur höfundur? Ljóðagerð
hans hefúr gerbreyst, en það er eins
og ekkert fái komið í veg fyrir að
farið sé af stað með eitthvert þjóð-
háttaröfl um leið og hann sendir ffá
sér bók. Það hefur orðið samkomu-
lag um þá klisju að hann sé eitthvað
sem kallast þjóðlegur höfúndur.
Önnur klisja sem ég óttast er sú
að ég verði einhvem tíma kallaður
vandvirkur. Ég er ekki að mæla bót
subbuskap og óvandvirkni, en þegar
einhver fær listaverk í hendumar og
hefúr ekkert annað um það að segja
en að vandvirknislega sé unnið, þá
segir það mér ekki annað en að um
algerlega dauðan texta sé að ræða.
Ef gagnrýnendur segðu um mig að
ég væri vandvirkur þá hugsa ég að
ég myndi reiðast.
Hins vegar veit ég vel af þessari
gagnrýni sem þú minntist á og hún
gerir mér ekkert til. I þessu sam-
bandi má þó minna á að til er leið
sem má nota til þess að skipta höf-
undum í tvo hópa. Sumir rithöfúndar
eru krítikerahöfundar og aðrir era
lesendahöfundar. Ég hef aldrei verið
krítikerahöfúndur. Ég hef reyndar
oft fengið góða kritík, líka vonda, en
aldrei þetta gegnumgangandi við-
horf sem fylgir krítikerahöfúndum.
Fólk kemur hins vegar iðulega til
mín og er eitthvað að minnast á það
sem ég hef verið að gera, án þess að
því beri nokkur skylda til þess og
mér finnst þeir gagnrýnendur alveg
jafn merkilegir og hinir sem hafa at-
vinnu af því að segja skoðun slna á
bókum.
Ertu i raun og veru að segja að
þér sé það mikils virði áð leika þér
að orðunum?
Já, þetta er aðferð og afstaða
sem ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á.
Viltu ekki kasta fram einni stöku
að lokum Þórarinn?
Ég setti reyndar saman eina,
tveimur vikum eftir að bókin kom
út. Þá fæddist fimmti sonur minn.
Hann heitir Halldór. Ég var svo
ánægður með hvort tveggja, bókina
og soninn að ég bjó til þessa vfsu:
Ut eru komin hún og hann,
heldur betur gleðja mann,
Halldór minn og Moldvarpan,
margt fcer sá er skapa kann.
-kj
Föstudagur 14. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA15