Þjóðviljinn - 14.06.1991, Page 21

Þjóðviljinn - 14.06.1991, Page 21
Hreinsikútar á bíla Auka bensíneyðslu en draga úr eiturefnum í útblæstri. Hreinsikútur: Ytra byrðið (1) er úr ryðfríu stáli en innan þess er sía úr brenndum leir (2) sem húðuð er með platínu og rodíum og verndað er með einangrunarkápu (3) sían er svo þunn að hana má vart greina berum augum og myndar yfirborð sem nemur mörgþúsund fermetrum. Talsverð umræða hefur orðið um fyrirhugaða reglugerð númer 655/1989 og þá sérstaklega 22. grein hennar, er varðar mengunar- vamarbúnað fyrir ökutæki. Spurt hefúr verið hvaða mengunarvam- arreglur verða í gildi frá 1. janúar 1993. Frá dóms-og kirkjumálaráðu- neytinu hefúr Bílgreinasamband- ið fengið eftirfarandi svör hinn 24. maí, sl.: „Ráðuneytið hefur haft til at- hugunar hvort og þá hvenær eigi að breyta ákvæðum reglugerðar um gerð og búnað ökutækja um mengunarvamir. Endanlegrar niðurstöðu er þó ekki að vænta fyrr en síðar á árinu. Ljóst er að þá verður of naumur tími til þess að láta ný ákvæði um mengunar- vamir taka gildi um nk. áramót. Akvæði í reglugerðinni um meng- unarvamir munu því verða í gildi a.m.k. fram yfir nk. áramót. Ráðuneytið mun hafa samráð við Bílgreinasambandið um gildis- töku nýna ákvæða um mengunar- vamir frá ökutækjum. Verði ísland aðili að evrópsku efnahagssvæði 1. janúar 1993 þurfa innflytjendur ökutækja að búa sig undir þær breytingar á reglum sem því munu fylgja. f.h.r. Þorsteinn Geirsson." Aukinn kostnað- ur vegna meng- unarvarna Það er ljóst, að hreinsikútar sem nauðsynlegir verða munu kosta 50-100.000 kr. á hverja bif- reið og von að menn kveinki sér undan því. Allir eldri bílar, sem búnir yrðu þessum kútum yrðu líka dýrari í rekstri, því aukin mótstaða í útblásturskerfinu krefst aukinnar orku. Þetta sést mjög skýrt, ef teikning að hreinsikút er skoðuð (sjá mynd). Samkvæmt allmörgum heimild- um, sem fyrir liggja er um 5-15% eyðsluaukningu að ræða, hvort sem um bensín eða díselolíu að ræða. Nýir bílar, sem búnir em hreinsikútum em flestir komnir með beina innspýtingu eldneytis inn í sprengihólf vélarinnar. Raf- eindastýring innspýtingar tengist skynjara í útblæstri og skammtar mátulegt hlutfall lofts og elds- neytis inn á vélina, þannig að að- eins verði um lágmarksmengun að ræða(sjá mynd). Þessi búnaður stuðlar að orku- spamaði, en getur samt aldrei náð betri árangri en fengist án mót- stöðunnar, sem er af hreinsikútn- um. Hversu áQáðir sem menn em að lýsa þessari bættu tækni, eins og starfsmaður umhverfisráðu- neytisins í útvarpsviðtali á dögun- um, mega menn ekki bregða fyrir sig skreytni eins og hann gerði við það tækifæri. Sami maður fúllyrti einnig að tollar yrðu lækk- aðir af mengunarvamarbúnaði á næstunni, en á fúndi hjá Bíl- greinasambandinu í vikunni á undan þvertók Friðrik Sófússon, fjármálaráðherra fyrir allt slíkt. Sagði Friðrik að lagður yrði á mengunarskattur til að jafna að- stöðu þeirra sem þurfa að kaupa dýrari bíla með hreinsikútum og þeirra sem menga. Útfærslunni á þessu hefur hins vegar ekki verið lýst í smáat- riðum, en vafalaust verður gert um hana heiðursmannasamkomu- lag. Virkni hreinsikúta 99% útblásturslofls frá bílum er koldíoxíð, vatn og köfhunar- efni. Engin þessara lofttegunda telst eitmð. í síðasta rúmmáls- prósentinu finnast hins vegar: Obrunnin kolvetni (oft skst. HC, tákn fyrir vetni og kolefni), kolmónoxíð (myndast við súrefn- issnauðan bmna) köfnunarefnisoxíð (skst. NOx , x er ótilgreindur fjöldi). Þessi efni geta hins vegar öll valdið eitrun og mengun í um- hverfinu. Hlutverk hreinsikútsins er að oxa óbmnnin kolvetni og kolmónoxíð en afoxa köfnunar- efnisoxíð. Efnahvörf þessi fara ffarn í hreinsikútnum með aðstoð hvata, t.d. platínu eða ródíum málma. Málmar þessir em bundn- ir á keramik-ffauði, sem er þannig hannað, að yfirborð þess verður gífúrlegt (virkt yfirborð í nýjum hreinsikút getur verið nál. 1000 fermetrar). í gegnum þetta síu- kennda umhverfi verður útblást- ursloffið að fara á leiðinni ffá sprengirými vélarinnar. Islendingar snúast gegn fyrirhugaöri geymslu geislavirks úrgangs neöansjávar viö Sellafield mm Hörö klöpp Aðgreind lyftugöng fyrir verka- menn, lofræstingu, neyðarút- ganga og geislavikan úrgang. Gámar fyrir kjarnorkuúrgang 4m gámar geyma pressaðar tunnur með mjög geisalvirkum úrgangi Tillögur Islendinga og annarra tektir hjá ýmsum náttúmvemdar- Norðurlandaþjóða á ráðstefnu Par- ísamefndar sem haldin er í Haag nú í vikunni hafa hlotið góðar undir- Einar Valur Ingimundarsson samtökum víða um heim. Þannig lýsir GREENPEACE fullum stuðn- ingi við tillögumar með eftirfarandi yfirlýsingu: GREENPEACE styður heils hugar íslensku tillöguna, sem er í röð margra annarra tillagna um svipuð efni til að forða geisla- mengun í Norður-Atlantshafi. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvemig útfærslan á neðansjávar- göngunum í Sellafield er hugsuð. I þessum geymslum er fyrir- hugað að hýsa 3 miljónir tonna geislavirks úrgangs af ýmsu tagi, þar á meðal 7 tonn af Plútonium. Starffækja á geymslur þessar á ára- bilinu 2005 til 2055. & & Föstudagur 14. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.