Þjóðviljinn - 21.06.1991, Blaðsíða 3
UM HELGINA
SÝNINGAR
Arbæjarsafn: 23. júní kl. 14.30:
Sérstök dagskrá vegna Jóns-
messu. Kvölddagskrá hefst kl.
22.30 f Dillonshúsi. Kl.23.00 verð-
ur haldiö f göngu um Elliöaárdal.
Ásmundarsafn við Sigtún: Sýn-
ingin .Bókmenntimar f list As-
mundar Sveinssonar”. Ný við-
bygging hefur verið opnuö. Opið
10.00-16.00 alla daga.
Galleri einn einn, Skólavörðu-
stfg: Jóhann Eyfells opnar sýn-
ingu á tausamfellum (Cloth Coll-
apsions) 15. júní kl. 15.00. Opiö
alla daga frá kl.14.00 18.00. Sýn-
ingunni lýkur 27. júnf.
Hafnarborg, Hafnarfirði: Mynd-
listarsýning fjölmargra listamanna
f tengslum við Listahátfð.
Kjarvalsstaðir: Sýning á verkum
eftir Christo f vestursal. Sýningin
opnar 8.júnf og stendur til 14. júlf.
Sýning á verkum fluxus lista-
manna f austursal. Sú sýning
stendur til 23.júní. Kjarvalsstaðir
eru opnir daglega frá kl. 11.00-
18.00.
Listamannaskálinn, Hafnar-
stræti 4, 2.h: Listamaöurinn
Bjömholt sýnir 8 myndir I olfu og
acryl. Opið daglega kl.10.00-
18.00, laugardaga kl.9.30-14.00
Listasafn Einars Jónssonar:
Opið alla daga nema mánudaga
kl.13.30-16.00, Höggmyndagarð-
urinn opinn alla daga 11.00-16.00.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Yfirlitssýning á andlitsmyndum
Sigurjóns frá árunum 1927 -1980.
Opiö um helgar 14.00-18.00 og á
kvöldin kl.20.00-22.00, virka daga,
nema föstudaga.
Minjasafnið á Akureyri Aðal-
stræti 58 og f Laxdalshúsi,
Hafnarstræti 11: Opiö daglega
kl.11.00-17.00. Sýning á manna-
myndum Hallgríms Einarssonar,
Ijósmyndara. Laxdalshús, Hafnar-
stræti 11, eropið daglega kl.11.00-
17.00. Þar stendur yfir sýningin:
.Öefjord handelssted, brot úr sögu
verslunar á Akureyri." Sunnudag-
skaffi við harmonikkuundirleik.
Sunnudaginn 23. júnf verður boð-
iö uppá gönguferð um elstu hluta
Akureyrar undir leiðsögn Jóns
Hjaltasonar, sagnfræðings. Lagt
upp frá Minjasafnskirkjunni kl.
14.00. Ferðinni lýkur f Laxdals-
húsi. Þar má kaupa sér sunnudag-
skaffi með heimabökuðu meölæti
og heyra Elmu Dröfn Jónasdóttur
leika á gftar.
Norræna húsiö: Sýning á skúlp-
túr og málverkum danska lista-
Nýir
starfs-
kraftar
hjá
tollinu m
ToUgæslunni í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar hefur fengið
nýja starfskrafta. Tveir Labra-
dor fíkniefnaleitarhundar hafa
veríð ráðnir við embættið og
mun sérþjálfaður lögreglumað-
ur fara með stjórn þeirra.
Reiknað er með að hundarnir
taki að fuUu tU starfa um næstu
mánaðamót.
Með þessu verður fikniefna-
leit á Keflavíkurflugvelli veru-
lega efld, en til þessa hefur toll-
gæslan þar þurft að leita til lög-
reglunnar í Reykjavik þegar þörf
hefur verið á fikniefhaleitarhund-
um.
Labradorhundamir sem hafa
verið ráðnir til starfa á Keflavík-
urflugvelli eru fengnir fiá dönsku
mannsins Torben Ebbesen. Opið
daglega 13.00-19.00 til 23. júnf.
Nýhöfn, Hafnarstræti 18: Rhony
Alhalel sýnir verk sem unnin eru
með blandaðri tækni. Opnunartfmi
er 10.00-18.00 virka daga en
14.00-18.00 um helgar. Lokað á
mánudögum. Sýningunni lýkur
26.júnl.
Nýlistasafnið, Vatnsstfg 3b: Þór-
dfs Alda Sigurðardóttir sýnir skúlp-
túra frá þessu ári og Nanna K.
Skúladóttir sýnir höggmyndir f efri
sölum safnsins. Báðar sýningam-
ar eru opnar daglega frá kl. 14.00-
18.00 og standa til 23. þessa mán-
aöar.
Póst og sfmaminjasafnið, Aust-
urgötu 11 Hafnarfirði: Opið á
sunnud. og þriðjud. 15.00-18.00.
Sjóminjasafn íslands, Vestur-
götu 8 Hafnarfirði: Lokað vegna
viðgerða.
Slunkaríki: Frans Jakobi frá Dan-
mörku og Anders Kruger frá Svi-
þjóð sýna skúlptúr. Sýningin opnar
laugardaginn 22. júnf og stendur
til 7. júlf.
Veitingahúsið f Munaðarnesi:
Þorlákur Kristinsson, Tolli, sýnir
myndverk I allt sumar frá kl. 18.00
á fimmtud., föstud., laugard., og
sunnud.
Þjóðminjasafnið: Opiö alla daga
nema mánud, 11.00-16.00.
Menntamálaráðuneytið: Sýning
á myndasögum 30. maí - 30.júll,
opið á virkum dögum kl. 8.00-
16.00
Mokka: Sýning á 28 klippimynd-
um eftir Þorra Hringsson.
Gallerí Kot, f Borgarkringlunni:
Leifur Breiðfjörð sýnir steinda
glugga, olfumálverk og pastel-
myndir laugardaginn 22. júnl. Sýn-
ingunni lýkur 13. júll.
Listahátfð í Hafnarfirði: Föstu-
daginn 21. júnf vlgja listamenn
Höggmyndagarð á Vfðistaðatúni á
táknrænan hátt.
TÓNLIST
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Hlíf Sigurjónsdóttir og Símon H.
Ivarsson flytja verk fyrir fiðlu og
gltar eftir (tölsk og spönsk tón-
skáld. þriöjudag, 25.júnf kl.20.30
♦
íslenska óperan: Laugard.22.
júnf kl. 20.30, EPTA-tónleikar.
Willem Brons leikur á pfanó.
Hafnarborg: Óperusmiðjan flytur
Ijóðadagskrá á Jónsmessu,
sunnudaginn 23. júnf kl. 20.30
Seltjarnameskirkja:
Kammermúsikkhátíð ungs fólks á
Seltjamamesi, tónleikar f Seltjam-
ameskirkju 23. júnf kl. 20.30.
HITT OG ÞETTA
Ferðafélag íslands: Kvöldferðir
um sumarsólstöður. Föstudagur
21. júnf kl. 20.00.a) Esja - Kerhóla-
kambur, verð kr. 900, brottför frá
Umferðamiðstöðinni austanmeg-
in. b) Sólstöðuferð f Viðey. Verð kr.
500, Brottför frá Viðeyjarbryggju.
Sunnudagur 23. júní. Kl.08.00
Þórsmörk. Dagsferð eða sumar-
dvalar. Verð kr. 2.400 f dagsferð-
ina. Kl. 13.00, Herdfsarvfk -
Stakkavfk - Strandarkirkja.
Kl.20.00
Jónsmessunæturganga frá Nesja-
völlum. Brottför frá Umferðamið-
stöö austanmegin.
Hana nú: Laugardag 22. júnf
verður samfelld dagskrá úr verk-
um Jóhannesar úr Kötlum f
Grunnskólanum f Búðardal.
Félag eldri borgara: Göngu-
Hrólfar! Brottför kl.10.00 laugar-
dag frá Risinu, Hverfisgötu 105.
Gróðursetningarferð 25. júnf
kl.10.00 að Olfusvatni við Nesja-
velli f samvinnu við Skógræktarfé-
lag og Félagsmálastofnun Reykja-
vfkur. Nesti og vinnuvettlingar.
Norræna húsið: Jónsmessuhátfö
með mafstöng og dansi hefst laug-
ardaginn 22. júnf kl.20.00.
Kveikt f bálkesti kl.22.00. Aðgang-
ur ókeypis.
Húsdýragarðurinn f Laugardal:
Helgina 22.-23. júnf veröur viða-
mikil dagskrá. Upplýsingar f sfma:
32533
Kvenfélag Kópavogs: Viðeyjar-
ferð verður laugardaginn 22. júnf.
Mæting á einkabflum viö félags-
heimilið kl.13.00. Nánari upplýs-
ingar hjá stjómarkonum.
Vinsæl tónlist
fyrir fiölu og gítar
Á þriðjudagstónleikum í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
þann 25. júní n.k. kl. 20.30
munu Hlíf Sigurjónsdóttir og
Símon H. ívarsson flytja verk
fyrir fiðiu og gítar eftir ítölsk og
spönsk tónskáld.
Á efhisskrá eru bæði þekkt og
vinsæl lög og einnig verk, sem
sjaldan heyrast leikin, meðal ann-
ars eftir Mauro Giuliani, N. Pag-
anini, Enrique Granados, Pablo
de Sarasate og Isaac Albeniz.
Hlíf Siguijónsdóttur fiðluleik-
ara þarf vart að kynna fyrir ís-
lenskum tónleikagestum. Að
loknu framhaldsnámi í Bandarikj-
unum og Kanada starfaði hún
víða, meðal annars í Þýskalandi
og Sviss. Undanfarin ár hefur Hlif
verið búsett i Reykjavík og tekið
virkan þátt í margs konar tónlist-
arflutningi auk þess sem hún
kennir fiðluleik við Tónskóla Sig-
ursveins D. Kristinssonar.
Símon H. Ivarsson er einnig
vel þekktur meðal tónlistarunn-
enda á Islandi. Framhaldsnám
stundaði hann við Tónlistarskól-
ann í Vínarborg og lauk þaðan
einleikaraprófi vorið 1980. Hann
hefur starfað í Sviss, Austurríki
og Svíþjóð. Símon hefúr sérhæft
sig í flamencotónlist og hefur
leikið inn á hljómplötu og geisla-
disk. Símon hefúr farið margar
tónleikaferðir um ísland og marg-
sinnis komið fram í sjónvarpi og
útvarpi. Hann hefur einnig stjóm-
að útvarpsþáttum um gítar og gít-
artónlist.
NYFÆDDA BARNIÐ
25% KYNNtNGAfíAFSLáTTW
af
WELEDA
barnavörunum til 29. júní nk.
Yndislegt, nýfætt barn þarf ást og umhyggju í miklum mæli. Það er ekki sama hvaða krem,
olía eða sápa er notuð fyrir vaxandi líkama þess. BARNAVÖRURNAR eru unnar úr
völdum jurtum og blómum undir ströngu eftirliti lækna og lyljafræðinga. Jurtirnar í
PiMWrfil barnavörunum eru ræktaðar á lífrænan hátt, án allra aukaefna og þekktar frá alda
öðli fyrir yndisleg áhrif sín og nú nýttar á vísindalegan hátt. Engin gerfiefni. Engin iitar-
eða geymsluvarnarefni. Engin eiturefni. miink bamavörum-
ar hafa. reynst eldri bömum með viðkvæma og/eða ofnæmis-
húð, mjög vel enda ráðlagt af læknum. ÞÚ GETUR TREYST
Hulda Jensdóttir,
Ijósmóðir, leiðbeinir og
kynnir
WELEDfl
tjarnavöoirnar í verslun-
inni Þumalfnu.
WELEDfl
Þ UMA LINA
Leifsgötu 32. Opið kl. 11-18 virka daga.
Sími 12136.
Næg bílastæði. Póstsendum
NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 3