Þjóðviljinn - 21.06.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.06.1991, Blaðsíða 15
HELGARMENNINGIN Það stelur enginn Snorra Hvers vegna settistu að hér i Reykholti, Geir? Ég lauk guðfræðiprófi 1978, um haustið. Um það leyti var að fara héðan séra Hjalti Hugason sem nú er lektor við Kennarahá- skólann. Hann var þá búinn að vera hér í rétt ár en sleppti brauð- inu vegna þess að hann var að fara í framhaldsnám í Svíþjóð. Ég ætlaði mér eiginlega aldrei í prestskap þegar ég var í guð- fræðinámi en einhvem veginn varð það nú svo að undir lokin, á lokaspretti í lestrinum, kom eig- inlega ekkert annað til greina en að fara í prestskap. Við vorum komin með böm þá hjónin og kona mín, Dagný Emilsdóttir, sem er Reykvíkingur, hún hafði verið í sveit hér fyrr á árum. Hún gat fellt sig við að setjast að hér í Reykholti því hér kannaðist hún aðeins við sig en hraus hugur við að fara miklu lengra frá sínu fólki. Ég á líka frændur hér í Borgarfirðinum. Hvemig hefurðu svo kurtnað við þig? Ég hef eiginlega aldrei haft tíma til að átta mig á því hvort ég kynni vel eða illa við mig. Mér fannst dalurinn nú ekki fallegur þegar ég kom hér fyrst í grenj- andi rigningu og sudda. Mér fannst þetta kollótt. Ég er fæddur og uppalinn á Vestfjörðum þar sem fjallið er í norður og fjörður- inn í suður. Hvará Vestjjörðum? Á Hrafnseyri í Amarfirði. Ég kunni vel við mig frá byijun héma vegna sögunnar. Ég er fæddur á sögustað þar sem sagan var vel lifandi hjá öllum. Þú hefur mikið gert að því að segja mönnum sögu Reykholts erþað ekki? Það er nú ekki mikið sem ég kann af henni. En það safnast saman margir molar úr ýmsum áttum og þá verður úr einhver þula sem menn hafa gagn af sumir og gaman aðrir. Þegar ég byijaði hér þá fann ég fljótlega til þess að á stað eins og Reyk- holti rofnar þetta bæjarsam- hengi. Á venjulegum bæjum, svona eins og heima hjá mér á Hrafnseyri, átti hver þúfa sitt nafh og sína sögu og vafalaust er það þannig líka hér í Reykholti en það er erfiðara að henda reið- ur á því. Reykholt hefur öldum saman verið kirkjustaður og menningarlegt höfúðból og verður síðan skólasetur. Hér koma menn að og em mislengi, bæði prestar og kennarar. Menn setja sig ekki eins vel inn í sögu og staðarsamhengi. Ég var dálít- ið lengi að síga inn í þetta. Svo hefúr bara verið svo mikið að gera frá því að ég man fyrst eftir mér hér. Þetta húsnæði var í algerri rúst þegar við kom- um en það er nú búið að endur- byggja það mjög myndarlega og vel. Umhverfið hefúr kallað á talsverða vinnu. Fyrir nú utan það sem maður hefúr reynt að bera sig við að gera í prestskapn- um. Er það sjálfboðavinna hjá þér að taka á móti hópum i kirkjunni og segja þeim sögu staðarins? Ég veit ekki hvað á að segja. Það er ömurlegt að koma á sögu- stað eins og Reykholt þar sem ekkert er til frá fomu fari og eng- ar upplýsingar aðgengilegar á staðnum. Upplýsingar em hér engar nema í munni og huga þeirra manna sem vilja gefa sig að því að sinna gestum. Þetta hefiir bara orðið si svona vegna þess að menn hafa verið að ráfa hér um hlöðin og spyija: Hvar er Sturlungareitur? Hvar er Snorra- laug? Hvar stóð bærinn? Heitir þetta ekki eitthvað o.s.frv? Þetta sem ég hef verið að gera er það sama og hver og einn bóndi eða prestur gerir á sínum bæ. Ég tek við gestum. Mér leið- ist það þegar gestir fara eins og hundar hér um hlöðin. Enginn verður var við þá og þeir hafa ekkert gagn af heimsókninni. Það vil ég ekki að sé hér. Hins vegar er þetta orðið ærið verk og eitt af því sem við vonumst til að Snorrastofan geri er að sinna öll- um sem hér koma. Gestum hér í Reykholti fer fjölgandi ár frá ári og það svo mjög að maður hefur af þessu miklar áhyggjur. Við hve mörgum gestum býstu í sumar? Ég þori ekki að svara því. Við höfum stundum reynt að búa okkur til einhvers konar meðal- tal. Það má ætla að tuttugu pró- sent þeirra sem koma hér skrifi nafnið sitt í gestabókina. Y fir há- sumarið eru þetta frá tuttugu upp í tvöhundruð nöfn. Ég hugsa að ekki sé mjög fjarri lagi að ímynda sér að yfir sumarmánuð- ina séu þetta að jafnaði hundrað manns á dag. I júlímánuði í fyrra var listsýning hér á vegum M- hátíðar og á hana komu að jafh- aði fimmtíu manns á dag. Við vitum að þá komu nokkrir hópar sem ekki gáfú sér tíma til að skrifa í gestabókina og að sjálf- sögðu fara ekki allir gestir stað- arins á svona listsýningu. Sú breyting sem ég þykist hafa séð undanfarin ár er að Is- lendingar aka hingað á sunnu- dögum. Margt af því fólki er sjálfsagt í sumarbústöðum hér í kring. Hefúr hvílt sig í nokkra daga, langar í tilbreytingu og kemur þá hingað. Hér ráfa menn svo um og reyna að njóta lífsins ef friður er fýrir veðri og vind- um. Þá langar menn til að rifja upp ýmislegt af þvi sem þeir hafa heyrt um Reykholt. Svo eru það útlendingamir. Fyrir utan allar þessar rútur, sem fúllar em af erlendu fólki, þá er óhemju mikið um að menn komi hingað á eigin vegum, ofl nokkrir saman í bíl. Ég talaði á íslensku, ég átt- aði mig á að það myndi hafa ver- ið íslenska, við ungversk hjón hér á hlaðinu í fyrrahaust. Þau höfðu lært íslensku af verkum Snorra og öðmm bókum. Mig gmnar að framburðurinn hafi verið blanda af ungversku og einhveiju sem þau héldu að væri islenska. Þau beygðu málið rétt, endingar vom yfírleitt hárréttar en æði fomar. Þau bám til dæm- is aldrei fram u á undan r, heldur sögðu „maðr“. Hingað kom einnig japanskur maður. Hann hafði einn dag til að komast þessa pílagrímsferð í Reykholt og áleiðis heim aftur. Hann var í Bretlandi. Hann kom hingað á úmgum haustdegi og taldi það vera eina stærstu stund ævi sinn- ar þegar hann stóð hér við leiði Snorra. Svo mjög var hann heill- aður af þeim höfúndi. Hvaða gildi hafa sögustað- ir? Ég held að sögustaðir hafi æði margbrotið gildi. Þú kannast við þessar rússnesku trédúkkur sem fara síminnkandi og standa hver inni í annarri. Ég held að sé hægt að skírskota til slíkra gripa. Sögustaðurinn er eins og sú ysta. Kannski er hægt að líkja þessu við lauk. Þú flysjar lag eftir lag og finnur að lokum ekkert eitt sem þú getur kallað kjama máls- ins. Ég held eiginlega að ég sé að hverfa héma ofan í moldina, þannig séð að svona staðir - eða þau verkefni sem kalla á - kann- ski er þetta tóm blekking ég veit það ekki en manni finnst þetta. Svona staðir verða þess valdandi að maður týnir sér í sögunni og þörfúm staðarins á hverri tíð, rétt eins og bóndi á býli sínu. Það er auðvitað gert í þeirri von að ffamtíðin bíði þeirra. Að mann- lífið haldi áffarn. Hver verður framtið Reyk- holts? Mér skilst að hér séu breytingar jramundan. Jú, það er allt upp í loft héma og erfitt að sjá nákvæmlega hvað verður. Nú er þannig komið fýrir Reykholtsskóla, þrátt fýrir langa og glæsilega sögu, að hann á ekki framtíð fýrir sér frekar en aðrir héraðsskólar. Það bendir allt til þess að næsti vetur verði siðasti vetur héraðsskólans. Við vonumst til þess að úr því verði að Félagsmálaskóli alþýðu, sem ég vil miklu ffekar kalla Alþýðu- skóla, fái aðstöðu héraðsskólans til afnota. Sú þróun væri okkur hér mjög að skapi. Við erum að byggja kirkjuna og Snorrastofú og það gengur ljómandi vel. Ef ég lýsi í örstuttu máli aðstöðunni þama úti þá er kirkjan syðst af þessum byggingum. Hún er mjög gott sönghús. Það má sjá á veggjunum að mikið hefur verið lagt í að fá í hana góðan hljóm- burð. 1 Borgarfirði er mikið tón- listar- og sönglíf og við viljum að kirkjan leggi því það lið sem unnt er eins og verið hefúr um aldir. Undir allri kirkjunni er svo stór salur sem verður stærsti sal- ur hér í Reykholti þegar þetta er búið. Hann verður vonandi hent- ugur fýrir fúndi og ráðstefnur og gagnast félagsmálaskólanum þegar hann kemur hér. Á sumrin höfúm við ætlað þessum sal að hýsa alls konar listsýningar og menningarsögulegar yfirlitssýn- ingar. Tengibyggingin milli kirkjunnar og Snorrastofu er hugsuð sem þjónusturými. Þar verður meðal annars standandi yfirlitssýning um sögu Reyk- holts. Ég legg áherslu á að ekkert af þessu er hugsað sem safn í þeirri merkingu að við viljum varðveita hér merka, gamla eða dýra gripi. Við erum fyrst og fremst að hugsa um lifandi áróð- ursmiðstöð sem dreifir upplýs- ingum og sjónarmiðum varðandi íslenska menningu. í kjallara Snorrastofu verður rúm og góð snyrtiaðstaða en að öðru leyti er sá kjallari ætlaður fýrir bækur. Beint á móti kirkjudyrum verður svo gengið inn í bókhlöðuna sjálfa þar sem hugmyndin er að hafa alltaf uppi sýningu á verk- um Snorra Sturlusonar og þá á ég við útgáfúr á verkum Snorra á ýmsum tungumálum. Austast í Snorrastofú verður svo ágæt íbúð sem við köllum Gestastofú. Þar verður athvarf fýrir ffæði- menn eða listamenn. Um þetta vonumst við til að ná samstarfi við t.d. Stofnun Sigurðar Nordal. Hér verður gott og ódýrt að dvelja því að byggingamar eru reistar fýrir þá peninga sem okk- ur leggjast til hveiju sinni. Það má ekki taka lán. Hvaðan koma jjármunir til að byggja þessi hús? Við höfúm til þess mikinn og góðan stuðning ótrúlega margra aðila. Þar má telja bæði stofnan- ir, fýrirtæki og einstaklinga. Þjóðkirkjan með jöfnunarsjóðn- um hefúr verið mikill burðarás í þessum byggingum. Svo að aftur sé vikið að framtíð Reykholts þá er það stór- kostlega við þetta allt saman hve mikla ffamtíð Reykholt á fýrir sér. Það er ekki bara vegna sögu- helginnar, sem er mikil. íslend- ingar fengju ekki frið til þess að vanrækja Reykholt lengi. Reyk- holt hefúr verið vanrækt á tíma- bilum eins og t.d. á undanfarinni tíð. Ég segi ekki að allir hafi van- rækt það. Þingmenn Vesturlands hafa verið afar vel vakandi yfir Reykholti og viljað hag þess sem bestan. Þeir hafa hins vegar ekki kunnað ráð við öllu ffekar en aðrir menn. Héraðsskólinn hér í Reyk- holti hefúr verið ansi lýrirferðar- mikill á þessari öld. Menn ortu ljóð þegar skólinn kom hér og töluðu um systumar tvær á hlað- inu, skólann og kirkjuna. Sívax- andi ríkisumsvif hér á þessum stað, vegna skólans, hafa hins vegar orðið til þess að heima- menn fóm að afrækja Reykholt. Þau hafa tekið frá heimamönn- um, héraðs- og sveitarfólki til- finninguna um að þetta sé þeirra staður. Ég fúllyrði að mörgum hefúr fúndist þessi staður á veg- um anftarra, þeirra fýrir sunnan, ríkisins. Ríkið er náttúrulega eins og allar stórar skepnur af- skaplega sljótt. Ekki síst ef til stendur að skepnan hreyfi sig til einhverra verka. Nú er það ekki svo að við ráðum öllu ein hér i Reykholti. Þetta er líka staður þjóðarinnar og norrænn staður. Það má ekki líta ffamhjá því að Reykholt er mikils virði fýrir Norðmenn. Það er ekki þar með sagt að Norð- menn eigi að ráða neinu hér en Reykholt á sinn mikla sess í vit- und Norðmanna. Það er vegna Snorra sem með verkum sínum reisti eina þá sterkustu stoð sem stendur undir sjálfstæðu þjóðriki í Noregi. Það væri ekkert annað en þursaháttur af okkur að viður- kenna þetta ekki. Við eigum að vera velviljuð gagnvart þessinn tilfinningum ffænda okkar. Ég hef orðið var við fáránlegan búrahátt og aumingjaskap hvað þetta varðar. í hvert skipti sem Norðmenn sýna Snorra virðingu eða Reykholti áhuga, þá eru jafnvel ótrúlegustu menn tilbún- ir til að segja að Norðmenn séu að stela Snorra. Ég er sannast sagna farinn að bregðast við þessu viðhorfi með því að leyfa mér að verða vel reiður. Við ís- lendingar höfum svo sannarlega efni á því, í menningarlegu tilliti, að unna þessum frændum okkar þess að láta sér þykja vænt um minningu Snorra Sturlusonar. Það stelur enginn Snorra. -kj Ég hef orðið var við fáránlegan aumingjaskap og búrahátt varöandi sameiginlega menningarsögu Islendinga og Norðmanna. 16. júní rœddi Þjóðviljinn við séra Geir Waage í Reykholti. Þar rísa nú fagrar og vandaðar byggingar og gestagangurinn er meiri en nokkru sinni áður Föstudagur 21. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.