Þjóðviljinn - 21.06.1991, Blaðsíða 14
Bréf
frá
Ástralíu
Það er gaman að fá bréf. Það er
gaman að heyra frá ykkur, lesendum
Hænsnapriksins á Islandi. Það er
gaman að frétta af þeim, sem búa í
útlöndum. Og þegar bréfin berast frá
Ijarlægum heimsálfum, þá verður
konan á Hænsnaprikinu alveg hissa.
En það er mjög gaman að verða
hissa.
Við fengum sem sagt bréf frá
Ástralíu í vor. Frá íslenskri konu, sem
á heima í Narrabrí í Ástralíu. Hún las
alltaf barnasíðu Þjóðviljans, þegar
hún var sjálf barn, og saknaði hennar
mikið, ef hún féll niður. Nú hefur hún
sent okkur á Hænsnaprikinu sögu af
íslenskum mæðgum sem fluttu yfir
hálfan hnöttinn til að setjast að í Ástr-
alíu. ( Ástralíu er sólin heit. Enn heit-
ari en á íslandi þessa dagana.
Ég fékk mæðgurnar Tinnu Jóns-
dóttur 12 ára og Hörpu Björnsdóttur
til að teikna saman mynd við söguna.
Bláeyg og orrustan við sólina
Einu sinni var lítil stúlka, sex ára
gömul. Hún hét Bláeyg. Stundum var
hún óþæg en oftast Ijúf og góð.
Eitt sinn voru mamma hennar og
hún staddar í framandi landi. Allir töl-
uðu erlenda tungu. Bláeyg skildi
varla eitt einasta orð. Hún varð hálf-
leið yfir að hafa engan til þess að tala
við nema mömmu sína.
„Getum við ekki farið niður á
strönd?“ spurðu Bláeyg.
„Jú, jú við skulum fara á ströndina
og hafa það gott á sunnudaginn,"
svaraði mamma hennar.
Loksins kom sunnudagur. Sólin
hló hátt á himninum. Geislar hennar
voru svo sterkir að enginn gat horft
beint á hana. Sandurinn var hvítur,
hafið blátt. Laufmikil tré uxu næstum
alveg út í sjó. Grænir og gulir páfa-
gaukar klifruðu í greinunum og töluðu
saman. Þarna var fallegt.
„Nú berum við á okkur krem til
þess að vernda húðina," sagði
mamma, þegar þær höfðu breitt úr
marglitu handklæði á sandinn. Þær
stóðu þarna báðar tvær á rósbleikum
sundbolum. Stuttbuxurnar og bolirnir
lágu í sandinum.
„Nei, nei, ég vil ekki krem," æpti
Bláeyg. Hún hljóp beina leið niður í
læðarmálið. Mamma hennar var
jreytt og lagðist fyrir á handklæðið í
leitum sandinum. Bláeyg lék sér við
öldurnar. ÞsAr stríddu henni svolítið
en hún gat líka narrað þær. Stundum
föðmuðu þær Bláeygu að sér, eða
Bláeyg tók eina og eina litla öldu í
fangið. Þær voru hlýjar og ilmuðu. Og
Bláeyg hcppaði lengi til og frá. Öldu-
faldarnir kitluðu hana í iljarnar. Gam-
an var að vera til.
Tíminn leið hratt. Sólin skein af
öllum kröftum á þessa íslensku
stúlku sem dansaði við öldur hafsins
og skoppaði til og frá eins og rós-
bleikur bolti. Öðru hverju reyndi
mamma hennar að fá hana til þess
að nota kremið. En það var ekki við
það komandi. Bláeyg hlustaði ekki á
mömmu sína og sagði að krem væri
bara fyrir konur. Krakkar notuðu ekki
krem. Henni fannst mamma sín leið-
inleg að vera alltaf að fjasa þetta um
krem.
Þarna var margt að sjá. Litlir
krabbar í sandinum sem gengu út á
hlið. Skeljar og skrítnir steinar. Þarna
voru líka margir krakkar. Þau voru
með grænt, gult og appelsínugult
krem á nefninu og undir augunum.
„Kannski eru þetta indíánar,"
hugsaði Bláeyg. Það var ýmislegt
dularfullt í þessu nýja landi. Hún var
feimin við krakkana og sagði ekkert.
Þau gætu heldur ekki skilið orðin sem
hún segði. En þau hlógu öll að sömu
hlutunum og hjálpuðust að við að
byggja gríðarlega stóran kastala úr
blautum sandinum.
Krakkarnir voru með alls konar
hatta. Bláeygu fannst asnalegt að
ætla að synda með hatt. Hún hafði
ekki séð börn með hatta fyrr. Bara lít-
il börn í kerrum heima á íslandi. Á
sumrin ef sólin vildi skína einn og
einn dag. Og svo auðvitað ömmur og
fínar frúr. Hún vildi ekki vera eins og
nein fín frú.
Hér var sólin fjarskalega dugleg
að skína. Alltaf hafði verið sólskin
síðan Bláeyg kom til þessa ókunna
lands.
Mæðgurnar fengu sér ís. ísinn var
gómsætur. Sennilega var ís góður í
öllum löndum í heimi. Það hélt Blá-
eyg að minnsta kosti. Vondur ís gat
ekki verið til. Enginn krakki myndi
vilja eiga heima í landi þar sem ísinn
væri vondur. Þær drukku líka kaldan
svaladrykk úr hutabrúsanum sem
mamma hafði tekið með. Bláeygu
fannst frábært að hitabrúsinn skyldi
halda drykknum köldum.
í hvert sinn sem mamma tók upp
kremið, rak Bláeyg upp öskur og rauk
eins og byssubrandur út í sjó.
Mamma gafst upp við að fá hana til
þess að nota kremið. Henni var ekki
Ijóst hvað myndi gerast næsta morg-
un.
„Nú skulum við koma okkur heim,“
sagði mamma.
Hún var reyndar búin að segja
þetta nokkrum sinnum en Bláeyg
gætti þess að vera þá stokkin langt út
í sjó. Sólin hellti stanslaust brennandi
geislum sínum yfir börnin. Hvergi var
skuggi. Loksins tóku þær sér far
heim. Þær voru glaðar. Samt þreyttar
og dasaðar.
„Þú ert bara orðin brún strax,“
sagði mamma þegar hún sá að bakið
á Bláeygu hafði tekið lit. En mamma
var þreytt og sá ekki vel eftir sóllang-
an daginn. Bláeyg varð glöð. Hún
vildi verða brún og falleg eins og hún
hafði séð börn og fullorðið fólk vera í
sjónvarpinu. Húðin hennarhafði alltaf
verið skínandi hvít eins og tunglið -
en það var líka af því að hárið hennar
var rautt.
Næsta morgun gat Bláeyg ekki
opnað augun. Hún vissi ekki hvað
hafði gerst. Hún fann líka til. Næstum
alls staðar. Hún fór að gráta. Hún grét
næstum allan daginn. Aumingja litla
Bláeyg, hún hafði nefnilega sólbrunn-
ið skelfilega. Sólin hafði skemmt fal-
legu, hvítu húðina hennar. Nú var
hún þakin Ijótum blöðrum sem
sprungu. Bláeyg gat varla sofið því
að bakið var brunnið.
Daginn eftir gat Bláeyg opnað
augun dálítið. Hún horfði í spegilinn.
Sokkin augu. Blöðrur um allt andlit.
Hún varð skelfingu lostin, trúði því
varla að þetta væri hún sjálf.
„Enginn má sjá mig. Ég vil ekki
fara út!“
Og Bláeyg grét enn meira þennan
dag. Ekki hjálpaði það upp á þetta
ófagra, sólbrennda andlit.
Mamma hennar gat ekki fariö út
heldur. Ekki gat hún skilið Bláeygu
eina eftir. Hún sagði Bláeygu sögur af
himinháum öldum og skipum sem
sigldu milli landa. Hún gerði allt sem
hægt var fyrir litlu sólbrenndu stúlk-
una sína en það tæki langan tíma fyr-
ir húðina að ná sér.
( marga daga húktu þær inni. Blá-
eyg gat flett húðinni af sér sums stað-
ar. Hún datt af í flygsum. Bláeygu
leist ekkert á blikuna. Þetta var skelfi-
legt.
Sólin skein úti og hló. Sigri hrós-
andi. Bláeyg hafði tapað fyrstu orr-
ustu sinni við sólina.
Endir.
Sólveig Kr. Einarsdóttir
14 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. júní 1991