Þjóðviljinn - 21.06.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.06.1991, Blaðsíða 7
Ættarveldi í uppsiglingu á nýjan leik í Níkaragúa Föstudagur 21. júnf 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7 Rúmu hálfu ári eftir fall Sandínistastjórnarinnar í Níkaragúa og kjör Viólettu Chamorro til embættis forseta, bendir flest til þess að landið sé að verða að ættarveldi, Iíkt og það var áður en Sand- ínistar flæmdu þann iliræmda Somósa og hans ættboga frá völd- um. Það er reyndar ekki Chamorro sjálf sem stendur fyrir því að efla ættmenn sína og tengdafólk að völdum, heldur tengdasonur- inn Antonio Lacayo, sem fréttaskýrendur segja ráða flestu sem hann vilji ráða. Valdagírugur tengdasonur Lacayo þessi var kosninga- stjóri tengdamóður sinnar í kosn- ingabaráttunni í apríl 1990 sem leiddi til sigur bandalags borgara- legra afla undir forystu Cha- morro. Þá þegar tengdamóðirinn var komin til valda, valdist Lacayo til embættis forsætisráðherra, en fréttaskýrendur segja hann allt eins geta kallast forseta, slík séu völd hans. Hann er sagður nota hvert það tækifæri sem gefist til þess að auka völd og áhrif ættmenna og vina og helgar þá tilgangurinn oftar en ekki meðalið. Til marks um þá valdasam- þjöppun sem hefur átt sér stað á valdatíma Chamorro-ættarinnar má nefna að þar til í síðasta mán- uði gegndi systir Lacayo embætti rikisféhirðis, eiginmaður hennar og mágur Lacayo er forseti þjóð- þingsins. Frændi Lacayo er fer fyrir þjóðbankanum og þijú stærstu dagblöð landsins og ein- hver slatti ljósvakamiðla er í eigu Chamorro- fólksins, en frú Lacayo er stjómarformaður sam- steypunnar! Löglegt en siölaust Þar með er ekki allt upp talið. Lacayo, sem segist vera maður hins frjálsa framtaks, umgengst fjármuni ríkisins af stakri við- skiptasnilld. Fyrir nokkru var gripið til þess ráðs að prenta um fjögur hundruð þúsund ný vega- bréf þar sem stjómvöld héldu þvi ffam að þau vegabréf sem í gildi vom hefðu verið gefin út á hæpn- um forsendum siðustu mánuðina sem Sandínistastjómin var við völd. Sandínistar hefðu veitt all- skyns pörupiltum og stúlkum sem stóðu hreyfíngu þeirra nærri ník- aragúönsk vegabréf þótt þetta fólk hefði ekki níkaragúanskt rík- isfang. Lacayo þykir hafa farið út fyrir öll velsæmismörk þegar hann samdi við prentsmiðju í eigu fjarskyldra ættingja til að prenta vegabréfm fyrir eina miljón Bandaríkjadala og það þótt í verkið hefði boðið önnur prent- smiðja fyrir mun lægri upphæð. Þá þykir sem hagsmunir Lacayo sem stjómmálamanns og stórtæks athafnamanns fléttist um of saman. Honum hefur þó ekki verið borið á brýn að nýta sér að- stöðuna þannig að bijóti í bága við lög, en um siðferðislegt rétt- mæti ýmissa gerða hans má hins vegar efast. Eitt dæmi mætti tína til: A síðasta ári hagnaðist fyrirtæki í eigu Lacayo vemlega, þegar rikið seldi því hráefni til matarolíu- gerðar á verði sem var langt undir markaðsverði. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins staðhæfði þó kinnroðalaust í viðtali við Time- tímaritið að stjómvöld hafi ekkert gert fyrir fyrirtækið, hreint ekki neitt og gott ef ekki minna en ekki neitt. Sandínistum haldiðgóðum Lacayo er almennt af ffétta- skýrendum talinn arkitektinn að þeim sáttum sem tókust milli stjómar Chamorro og Sandínista eftir stjómarskiptin í apríl á síð- asta ári. Hann er sagður hafa ráð- ið mestu um það að ýmsir hátt- settir Sandinistar fengju að halda stöðum sínum í stjómkerfinu og að Daníel Ortega, oddviti Sandin- istastjómarinnar fengi að halda áfram embætti yfirmanns herafla landsins. Lacayo svarar því til, að án slíks samkomulags við Sandínista hafi stöðugleiki innanlands verið óhugsandi. „Avinningar af því að semja við Sandínista em miklir, þótt ekki væri fyrir annað en að við erum hættir að drepa hverir aðra.“ Violetta Chamorro þungt hugsi. Fréttaskýrendur sumir vilja meina að henni sé nánast haldiö I gisl- ingu tengdasonarins sem ráði öllu sem hann vilji ráða. Þjóöarsáttinni ógnsö Ekki em allir þó á eitt sáttir með þá „þjóðarsátt“ sem tókst milli stjómvalda og Sandínista. Reyndar hefur sáttin orðið til þess að kljúfa bandalag þeirra 14 borgaralegu stjómmálaflokka sem stóðu að ffamboði Chamorro á sínum tíma. Finnst sumum sem Sandínistar ráði enn of miklu um stjóm landsins þrátt fyrir það að vera komnir í stjómarandstöðu. A síðustu dögum virðist reyndar sem brestir séu komnir í þær sögulegu sættir sem tókust milli Sandínista og stjómvalda. I gær gengu snadínistar út af þingi í mótmælaskyni við áform stjómvalda um að skila öllum eignum sem gerðar vom upptæk- ar á valdatíma Sandínista til baka til fyrri eigenda. Chamorro- stjómin hefur reyndar lengi haft þetta á stefnuskrá sinni, en nú virðist eiga að gera alvöra úr. Frá því að Chamorro komst til valda hafa stjómvöldum borist 6500 kröfur ffá fyrri eigendum um að eignum þeirra verði skilað aftur, fyrirtækjum, jarðnæði og húseignum. Sandínistar segja að verði af þessari eignatilfærslu verði sextíu Danlel Ortega, oddviti Sandlnista, er sakaður um að hafa veitt sér ótæpilega úr fjárhirslum ríkisins áður en hann lét af völdum. þúsund fjölskyldur í höfuðborg- inni, Managua, einni gerðar heimilislausar og áttatíu af hundr- aði smábænda verði sviptir því jarðnæði sem Sandínistastjómin skipti upp á milli þeirra. Sandínistar sakaöir um spillingu Stjómvöld neita því harðlega að með þessu sé verið að ráðast að lítilmagnanum. Ætlunin sé ekki að svipta smábændur jarð- næði og reka fjölskyldur út á Guð og gaddinn. Þess í stað sé mark- miðið að skila til fyrri eigenda þeim eignum sem foringjar Sand- ínista sölsuðu undir sig. Saka stjómvöld Sandínista um að hafa látið greipar sópa um opinbera sjóði þegar sýnt þótti að þeir yrðu að lúta í lægra haldi fyr- ir borgaraöflunum í kosningunum í fyrra. A meðal þess sem stjómvöld væna Sandínista um er að sam- kvæmt skipun Daniels Ortega hafi skömmu fyrir stjómarskiptin 3,6 miljónir Bandaríkjadala verið teknar út úr gjaldeyrissjóði Þjóð- bankans og andvirði fimm milj- óna dala í mynt landsins og eng- inn viti hvað um það fé varð. Francisco Mayorga, sem skipaður var bankastjóri bankans eftir valdatöku Chamorro, áætlar að Sandinistar hafi tekið óffjálsri hendi úr sjóðum bankans upphæð sem nemi allt að 24 miljónum Bandaríkjadala. Þá era Sandínistahöfðingjam- ir sakaðir um að hafa tryggt sér ýmsar fasteignir, s.s. stóijarðir, villur og fyrirtæki skömmu fyrir stjómarskiptin. Til dæmis er Daníel Ortega sagður hafa tryggt sér til íbúðar eina íburðarmestu villu í höfuðborginni, eign sem metin sé á 950 þúsund dollara, auk mikils safns fommuna og listaverka. Fyrir húsið er Ortega sagður hafa greitt aðeins 2,500 dali. Þegar fféttist um yfirvofandi lagasetningu af hálfu stjómarinn- ar í þvi skyni að skila eignum til fyrri eigenda, hafa nokkrar róstur verið í landinu. Stuðningsmenn Sandínista hafa tekið traustataki ýmsar opinberar byggingar sem og fasteignir i eigu einstaklinga til þess að leggja áherslu á andstöðu sína við áform stjómvalda. Hvað sem kann að vera til i þeim ásökunum sem bomar era á foringja Sandínista, má vera ljóst að verði þeim eignum sem teknar vora eignamámi i stjómartíð Sandínista skilað til fyrri eigenda, er búið að fá stóreignastéttunum aftur fyrri efnahagsleg völd og hefiir þá lítið áunnist frá því að Somósa var hrakinn ffá völdum. Eina sem vantar uppá til þess að sögunni hafi verið snúið um hálf- hring er að Lacayo eða einhver hans líki setjist í þann sama stól og Sómósa vermdi. -rk byggði á Time/Reuter Antonio Lacayo, tengdasonur Vlolettu Chamorro er á góðri leið með að gera Nicaragua að ætt- varveldi á ný. Ættmenn og vinnir sitja að öllum helstu valdastöðum og skara eld aö sinni köku. Jón Guðmundsson Nesgötu 43, Neskaupstað sem andaðist að heimili sínu 14. júní sl. verður jarðsunginn frá Noröfjarðarkirkju, laugardaginn 22. júní kl. 14.00. Vandamenn ■■ Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og jarðarför Benedikts Blöndals og virðingu sýnda minningu hans Guðrún Karlsdóttir Anna Blöndal Einar Þorvaldsson Lárus Blöndal Anna Kristín Jónsdóttir Karl Blöndal Stefanía Þorgeirsdóttir Lárus H. Blöndal

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.