Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 2
Frá útvarpi í borgarstjóm Davíð Oddsson fráfarandi borgarstjóri hefur valið sér eftirmann. Eftir langvarandi innanflokksstapp hefur hann komist að þeirri niðurstöðu að eng- um samflokksmanna hans í borgarstjóm sé treystandi til að taka að sér embættið, en um langan aldur hefur það verið grundvallarregla hjá meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borginni að borgarstjóri skuli um leið vera pólitískur oddviti meirihlutans. Markús Öm Antonsson hverfur nú frá Ríkisútvarpinu, eftir nokkurra ára starf, en hafði áður átt sæti í borgar- stjóm Reykjavíkur og meðal annars verið forseti borgar- stjómar. Þegar hann tekur við starfi borgarstjóra fer ekk- ert á milli mála hvað til stendur. Hann er á leiðinni inn í pólitík aftur, honum er ekki einungis ætlað að leiða borg- arstjómarmeirihlutann fram að næstu kosningum, hann á einnig að taka við pólitískri oddvitastöðu sjálfetæðis- manna til ffambúðar. Skipan Markúsar Amar í embættið kom vissulega á óvart, en þegar að er gáð eru rökin fyrir henni skiljanleg. Fyrir utan að Davíð er vinur vina sinna eins og hann hef- ur sjálfur margsagt, hefur nýi borgarstjórinn reynslu af borgarmálum og vandasömum sljómunarstörfum. Það sem mesta athygli vekur er hins vegar það vantraust á borgarfulltrúa meirihlutans sem í skipuninni felst. Eftir mikið þref og þreifingar kemst formaður Sjálfstæðis- flokksins að því að ástandið innan meirihlutans sé svo slæmt að ekki dugi neitt minna en að bijóta allar hefðir flokksins og hafna öllum aðal- og varaborgarfulltrúunum með tölu. Svo máttlausir eru þeir að þeim er nauðugur einn kostur að sitja steinþegjandi undir dómnum og taka honum með þögn og undirgefni. Borgarfulltrúunum er vissulega talsverð vorkunn. Engum þeirra hefur tekist að láta taka svo vel eftir sér að hann geti talist sjálfkjörinn í embættið, fyrir því hefur fráfarandi borgarstjóri séð af alkunnri hógværð. Engum þeirra var treystandi og þeir treystu ekki hver öðrum og því er nú fenginn maður utan að til að fýlla skarðið og það til fram- búðar. Þegar Markús Öm Antonsson tók við starfi útvarpsstjóra báru margir velunnarar Ríkisútvarpsins nokkum ugg í brjósti vegna þeirrar umræðu sem þá.hafði orðið um út- varpsstöðvar í einkaeigu og Markús Öm hafði tekið þátt í. Sem betur fer hefur ríkisútvarpið ekki oröið fyrir nein- um stóráföllum og hefur staðist samkeppni við einka- stöðvamar með miklum ágætum, enda sá síðasta ríkis- stjóm til þess að fjárhagsleg staða stofnunarinnar væri stórbætt. Ekki liggur fýrir hver muni taka við starfi útvarpsstjóra. Menntamálaráðherra skipar í stöðuna. Ríkisútvarpið hefur lengi verið mikill þymir í augum áhrifamikilla aðila innan Sjálfetæðisflokksins og svo langt gekk á síðasta landsfundi að sjálfur formaður útvarpsráðs, Inga Jóna Þórðardóttir, gerðist talsmaður þess að selja Rás 2. Enda þótt ekkert hafi orðið af þessari fyrirætlan ennþá, og hún sé þó ekki væri af öðru en tæknilegum ástæðum afar erfið í framkvæmd, þá lýsir hún vilja sem ástæða er til að vekja athygli á nú. I stóli menntamálaráðherra, sem jafnffamt er æðsti yfirmaður Ríkisútvarpsins, situr nú einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins Ólafur G. Einarsson. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því aðstöðu til að koma hverjum sem honum þóknast í stöðu yfirmanns öflugasta fjölmiðils landsins. Það væri hreint ekki ónýtt fyrir baráttumenn frjálshyggjunnar og hinnar óheftu markaðshyggju að koma nú sínum manni í sæti út- varpsstjóra. Spumingin er: Hafa þeir nægileg áhrif innan Sjálfetæðisflokksins til að fá vilja sínum framgengt? hágé. Þiónvii.yiNN Málgagn sósíalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvsmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiösla, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvik. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Áskriftarverö á mánuöi: 1100 kr. 34 LIPPT & SKOKIÐ MOIÍGUNBLAÐII) FIMMl'UÖAGUR 20. JÚNÍ Í99J Seinni grein En þad var ekki eingöngu hóour féSagshyggjufólks sen óár.íegÖur jneð myndun núv ríkí;i?.tjómar. Þád heyrðust raddir frá hægrí sem vor eiayemda og kvíða. Þær rar Jiræddar við Sjálfslæði vegna innanfiokksátaka. ungar. > Vegr.a mikilvægis f flokksins er nauðsynleg á samsetiúngu. hans, húii hún setur mark rriótun hans En það er . útiekt; vegna núve samstarfe þyí sósk* bæði U1 hægrí og stæðisfiokkurinj', kiofnari og skoð ieitari en vinstri ég deíli ekki en< urt, er þaö en| mynd sem ilo! er afar sundu faguryitar ' drægni og PóHtísk ^ stjómmáiaíTóRTs-. -óUk því senj gerist wm okkar. Þetta gjldir ekkPíP síst um SjálfatæðísfKíkkiim. Sjáífstæðisftokkurinn tók við af Frainsóknarflokki um og eftir seinna stríð sem eínskonar pöHtísk kjölfesta í flokkaiitrófi stiórnmái- Þeirri stöðu héit hann fram afstöðu um í fiokknum fvnr"Rc*.~ 1978 hrundi af honuni laur.jiögit .,., og veikarnamiafylgið. Lærdónjur- ír.n sem flokkurhm dró af því, var kðstí»v, sina. Ný ríkisstjórn Olafsson hagfræðingur og aðstoð- armaður utanrikisráðherra ritar tvær athyglisverðar greinar í Morg- unblaðið sl. miðvikudag og fimmtudag. Báðar heita greinamar „Ný ríkisstjóm“. Fjalla greinamar i aðalatriðum um ástæður þess að Alþýðuflokkurinn gekk til sam- starfs við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningamar í vor, og um tilvistar- yanda Sjálfstæðisflolcksins. I fyrri greininni segir Þröstur með- al annars: „I hópi þeirra sem ákafast mót- mæltu þessu stjómarmynstri vom þeir sem töldu, að Alþýðufloklcur- inn væri að svíkja alla vinstri hyggju um aldur og æfi. Flokkur- inn breiddi ffam rauða dregilinn fyrir fjölskyldumar fjórtán og upp- skæri pólitíska eyðimerkurgöngu um langa framtíð, og kafnaði að lokum í faðmlögum við kolkrabb- ann. Þetta var einkum svokallað félagshyggjufólk sem telur sam- starf og sameiningu vinstri flokk- anna vera megintilgang stjóm- málaafskipta sinna og afar eftir- sóknarvert pólitískt markmið til að keppa að. Þetta fólk taldi sig svik- ið.“ Síðan segir Þröstur að á hinn bóginn hafi verið fólk í báðum nú- verandi stjómarflokkum „sem bæði fagnaði og óttaðist í senn“ stjómarsamstarf Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, og var óttinn byggður á því að annarsvegar væri Sjálfstæðisflokkurinn illa sam- starfshæfur vegna innbyrðis átaka og hins vegar á hugsanlegri „skemmdarstarfsemi Alþýðu- bandalagsins á vinnumarkaði, sem flokkurinn myndi hefja um leið og hann hætti stjómarþátttöku.“ Þá segir Þröstur: „Var fyrrverandi stjóm kosin til áframhaldandi setu? Hafi svo verið var sú kosning afar knöpp. 32 þingmenn af 63 var svo naumur meirihluti, að í reynd má aldrei neitt út af bera til að stjómin lendi í minnihluta. Þegar taka þarf af- drifaríkar ákvarðanir um jafh mik- ilvæg og umdeild mál og evrópskt efnahagssvæði, byggingu álvers, endurskoðun sjávarútvegsstefnu, breytta landbúnaðarstefnu, nýja þjóðarsátt o.s.frv. gefúr það auga leið, að skoðun þeirra sem bera fyrir sig persónulegar ástæður and- stöðu sinnar vegur mjög þungt. Þeir geta alltaf ógnað með mótat- kvæði. Slíkt er ekki vinnandi vegur til iengdar, þótt hægt sé að lifa við það í bráð.“ Hér stend ég og get ekki annað sem Þröstur Ólafsson er hér að segja er i stuttu máli þetta: Al- þýðuflokkurinn gat ekki skipað sér í vinstri fyllcinguna að þessu sinni vegna þess að í vinstri pólitíkinni felst afstaða til mikilvægra mála sem Alþýðuflokkurinn getur ekki fellt sig við. Þess vegna var ekki um annað að ræða en ganga til samstarfs við Sjálfstæðisfloldcinn, þrátt fyrir ótta um að hann væri illa samstarfshæfúr og þrátt fyrir að innan hans væm áhrifamikil öfl andstæð sjónarmiðum Alþýðu- flokksins í veigamiklum málum eins og landbúnaðarmálum og sj ávarútvegsmálum. Þessi röksemdafærsla Þrastar er auðskilin og skiljanleg. A hinn bóginn er hinu ekki að neita að þorri vinstri sinna ól með sér þá von að á íslandi væm að skapast skilyrði fyrir því að vinstri menn gætu skipað sér í eina fylkingu, þótt þeir væm í þremur eða fjórum flokkum, a.m.k. um nokkurt skeið, jafhvel þótt allir vissu um Ieið að meðal þeirra væri skoðanamunur í mikilvægum málum, sem glíma þyrfti við. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að í þessu fólst ofmat á Alþýðuflokknum. Mönnum sást einfaldlega yfir þau sannindi sem nú em augljós að innan Alþýðu- flokksins em hægri kratamir svo öflugir að mjög vafasamt er að telja flokkinn til vinstri fylkingar- innar um þessar mundir. Grein Þrastar er fullgildur rökstuðningur fyrir þessari skoðun, en auk þess er hægri pólitík Alþýðuflokksins að birtast þjóðinni þessa dagana með ýmsum ráðstöfunum ríkisstjómar- innar og em breytingamar á regl- um um lyfjakostnað sjúklinga tal- andi dæmi í þeim efhum. Flokkur án foringja og stefnu í seinni grein sinni fjallar Þröstur meðal annars um Sjálfstæðisflokk- inn, sem hann telur saman settan af ólíkum öflum með þeim afleiðing- um „að innan hans getur engin pól- itísk umræða farið fram. Þær stefnuyfirlýsingar sem komið hafa frá flokknum að undanfomu hafa verið svo almennar, að hver sem er gat tekið undir þær. Þær skírskot- uðu til skoðanalauss fólks, enda buðu þær ekki upp á neina frekari umræðu eða skoðanaskipti. Almennt orðagjálfur um sjálfsagða hluti getur aldrei orðið tilefni pólit- ískra umræðna...Ef stærsti stjóm- málaflokkur landsins getur frarn- vegis ekki sinnt skyldum sínum sem pólitískt hreyfiafl í stjómmál- um landsins, verður að knýja fram einhverja pólitíska uppstokkun, sem leysir úr þessari pattstöðu Sjálfstæðisflokksins.. .Þessi tilvist- arvandi Sjálfstæðisflokksins varpar skugga á allt pólitískt samstarf við hann. Hann verður að eftiríáta minni flokki allt fmmkvæði og pólitíska áhættu við mótun stefnu og framkvæmd hennar í öllum helstu stórmálum íslenskra stjóm- mála. Og sem verra er, samstarfs- flokkurinn verður að vinna það í afskiptaleysi eða illskiljanlegri andstöðu innan frá Sjálfstæðis- flokknum sem ekki kemur alltaf upp á yfirborðið. í hugum almenn- ings ýtir þetta allri pólitískri þungavikt yfir til hinna flokkanna, sem hafa tiltölulega skýra afstöðu til meginmála. Sjálfstæðisfloklcur- inn eignast enga leiðtoga, eins og sífellt er verið að biðja um og áður var minnst á, meðan flokkurinn getur ekki tekist á við einarða stefnumótun. Þetta ástand hefúr þegar kostað tvo formenn þeirra stöðu sína.“ Hinn mikli björgunarleiðangur Hafi sú afstaða Alþýðuflokksins, að velja fremur samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn en vinstri fylking- una verið einhveijum torskilin, ætti hún ekki að vera það eftir lestur þessara greina Þrastar. Samkvæmt skilningi hans hefúr Alþýðuflokk- urinn lagt af stað í mikinn leiðang- ur til að bjarga Sjálfstæðisflokkn- um úr þeirri „pattstöðu“ að geta ekki tekist á við pólitíska steftiu- mótun. Þetta er stærsti flokkur landsins, segir Þröstur, og þess vegna alvörumál að skilja slíkan flokk eftir i einsemd og pólitísku ráðaleysi. „Hann verður að eftirláta minni flokki allt frumkvæði og pólitíska áhættu við mótun stefhu og framkvæmd hennar í öllum helstu stórmálum íslenskra stjóm- mála.“ Alþýðuflokkurinn átti kost á sam- starfi í mið- og vinstri fylkingunni, en kaus sér vist með Sjálfstæðis- flokknum. Ymsir hafa kallað þetta svik. Sú fúllyrðing er hæpin þegar alls er gætt. Var ekki einfaldlega betra fyrir Alþýðuflokkinn að koma ffarn hægri pólitík súmi í samvinnu við liðónýtan Sjálfstæð- isflokk en að glíma við vinstri og miðflokka „sem hafa tiltölulega skýra afstöðu til meginmála“, bjarga Sjálfstæðisflokknum í leið- inni frá hugmyndalegri vesöld og koma á nýskipan í pólitík þar sem Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn em hægra megin, en Framsókn, Kvennalisti og Alþýðu- bandalag skipa mið- og vinstri fylkinguna? hágé. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júní 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.